Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992
27
Athugasemd
kæru á Duus-
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi athugasemd frá
Gyðu Sigfúsdóttur, eiganda
Duus-húss:
„Vegna frétta í fjölmiðlum um
kæru varnarmáladeildar utanríkis-
ráðuneytisins, að ósk yfirmanns
vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
vill veitingahúsið Duus-hús koma
eftirfarandi á framfæri.
Forsaga málsins er eftirfarandi.
Ég hef rekið veitingahúsið Duus-
hús í tæp fimm ár eða frá 1. maí
1987. Frá upphbafi hafa þeldökkir
menn og konur verið gestir hússins
og hefur aldrei undir neinum kring-
umstæðum verið amast við dvöl
þeirra í húsinu, hvorki af mér né
öðm starfsfólki hússins. Þessir
menn eru eða vom flestir búsettir
hér á landi um skemmri eða lengri
tíma, surnir kvæntir íslenskum kon-
um, og hafa ekki orðið nein vand-
ræði þeirra vegna frekar en ann-
arra gesta. Þá hefur oft skapast
ágætis vinskapur á milli starfsfólks
veitingahússins og þessa fólks. Þar
til á þessu ári hefur fjöldi þel-
dökkra gesta verið frekar lítill mið-
að við aðra gesti og í undantekning-
artilfellum hafa aðrir gestir amast
við þeim.
Umrætt atvik bar þannig að, að
helgina fyrir atburðinn hafði ég átt
í útistöðum við vamarliðsmann.
Hann neitaði að greiða fyrir drykk
sem hann hafði pantað og eftir að
ég hafði hótað honum brottrekstri
úr húsinu greiddi hann að lokum.
Þá hafði dyravörður tekið ólöglegt
áfengi af einum varnarliðsmanni í
diskóteki hússins. Sá gestur bar
því við að hann þekkti ekki reglur
um það að óheimilt væri að koma
með vín inn í húsið. Það var látið
gott heita, en víninu hellt niður.
Eg ákvað í framhaldi af þessum
uppákomum að vamarliðsmönnum,
sem að langmestu leyti em þel-
dökkir, skyldi meinaður aðgangur
að húsinu næsta föstudagskvöld til
að minna þá á að haga sér skikkan-
lega, ef þeir hefðu áhuga á að
sækja húsið. Þessi gerð hafði ekk-
ert með litarhátt viðkomandi að
gera, heldur hóp manna sem áttu
að fá sína lexíu.
Þeir tveir menn sem síðan urðu
fyrir þessu ákváðu sjálfir að um
kynþáttafordóma væri að ræða.
Málið snerist ekkert um litarhátt
mannanna heldur var hluti af að-
gerðum gegn ákveðnum hópi
manna. Það getur verið að þeim
hafí ekki verið gert nægilega ljóst
við innganginn hvemig á inn-
göngubanninu stóð og tekið þessa
aðgerð því sem kynþáttafordóma.
En því fer víðs fjarri. Því miður
urðu þeir fyrir þessu, að segja má
saklausir, því þeir höfðu ekki áður
sýnt af sér neina þá tilburði sem
réttlætt gátu að vísa þeim frá sem
einstaklingum. En þeir urðu í þessu
tilfelli fórnardýr annarra félaga
sinna.
Ég vil skýra þetta aðeins nánar.
Á svona skemmtistað þar sem
stundum er ótæpilega dreypt á
sterkum veigum geta komið upp
hin erfiðustu samskiptamál. Reynir
þá mikið á lægni starfsfólksins,
sérstaklega dyravarðanna að leysa
málin. Þegar þau fara úr böndunum
er oftast bmgðið á það ráð að vísa
mönnum úr húsinu og þarf jafnvel
stundum aðstoð lögreglu til þess.
Menn sem reynst hafa erfiðir við
slíkar aðstæður em oft settir í bann
um einhvern ákveðinn tíma eða
fyrir fullt og fast ef brot eru ítrek-
uð og fá þá ekki aðgang að hús-
inu. Ef um hóp er að ræða getur
svo farið að öllum hópnum sé vísað
úr húsinu og settur í inngöngubann
um tíma. Oft hafa orðið deilur um
þessar gerðir því í flestum tilfellum
þykjast menn ekki hafa gert neitt
af sér þó að allt logi á slagsmálum.
En aldrei fyrr hefur húsið verið
kært í slíku tilfelli fyrr en nú og þá
á alröngum forsendum.
Ég vil nefna nokkur dæmi.
Grænlenskir sjómenn voru um tíma
í banni vegna óláta sem þeir ollu.
Ekki þótti ástæða til að kæra hús-
ið fyrir þá gerð þó að vissulega
hafí aðrir en þeir sem þátt tóku í
óeirðunum einnig verið útilokaðir
frá húsinu. Því síður var minnst á
kynþáttafordóma.
Nokkur fjöldi dáta hennar há-
tignar Margrétar Danadrottningar
var um tíma útilokaðir frá húsinu
vegna slagsmála. Bannið bitnaði
einnig á saklausum skipveijum, en
stundum er erfítt í hita leiksins að
úrskurða hveijir eru þeir seku og
hveijir ekki. Danirnir tóku þessu
ósköp vel og komu strax aftur þeg-
ar banninu var aflétt og datt ekki
í hug að kæra húsið fyrir Danahat-
ur. Það væri hægt að nefna mörg
fleiri dæmi en ég læt hér staðar
numið.
Málinu hefur verið þyrlað upp í
Ijölmiðlum, mínar útskýringar ekki
náð eyrum fjölmiðla nema að litlu
leyti, því aðalfréttin var kynþátta-
hatur og ég stimpluð sem kynþátta-
hatari. Sem betur fer eru til dóm-
stólar í þessu landi og þar mun ég
hreinsa mig af þessum áburði og
leita réttar míns að öðru leyti.
En það er þáttur Varnamáldeild-
ar utanríkisráðuneytisins sem þarf
sérstakrar athugunar við. Varnar-
máladeildin hefur kosið að reka
þetta mál í fjölmiðlum áður en lög-
giltir dómstólar landsins hafa feng-
ið það til meðferðar. Ég hefði kos-
ið að málið yrði eingöngu rætt fyr-
ir dómstólum og ætlaði mér alls
ekki að gefa út neinar yfírlýsingar
til fjölmiðla, en úr því sem komið
er verður ekki hjá því komist vegna
framkomu varnarmáladeildar, því
ég sit ekki lengur þegjandi undir
áburði þeirra.
Það var blaðamaður Morgun-
blaðsins sem hringdi heim til mín
sem spurði mig hvort ég vissi að
kæra ætti mig fyrir saksóknara
ríkisins vegna þessa máls. Það var
það fyrsta sem ég frétti af þessari
kæru. Ég er ekki löglærð kona og
veit því ekki hvort það eru rétt
vinnubrögð hjá varnarmáladeild að
leka kærufréttinni til fjölmiðla áður
en viðkomandi sakborningur hefur
■ KVIKMYNDAS YNING fyrir
börn og unglinga verður sunnudag-
inn 26. janúar kl. 14.00 í fundar-
sal Norræna hússins. Á dagskrá
verður teiknimyndin Litla haf-
meyjan gerð eftir vinsælu ævintýri
H.C. Andersens. Myndin kemur
úr smiðju Walt Disneys. Danskt tal
er í myndinni og eru það þekktir
danskir leikarar sem fara með hlut-
verkin. í sjávardjúpinu, í landi haf-
meyjanna, ríkir sækóngurinn Triton
ásamt hirð sinni. Hann á unga og
fallega dóttur, sem heitir Aríel. Hún
er dálítið óstýrilát og leitar oft upp
á yfírborðið til að virða fyrir sér
mannheima. Aríel bjargar Eiríki
prins úr sjávarháska og verður ást-
vegna
■hús
verið látinn vita. Við skulum at-
huga það að allt að tveggja ára
fangelsi getur legið við ákæru
varnarmáladeildarinnar. Er þetta
rétt málsmeðferð?
Ég vil spytja hæstvirtan utanrík-
isráðherra að því hvort þetta sam-
ræmist venjulegum réttarreglum í
okkar þjóðfélagi og jafnframt hvort
ekki sé um trúnaðarbrot starfs-
manna að ræða. Ég trúi ekki að
starfsmenn slíkra stofnana hafí
heimild til að tala út og suður um
slík mál, a.m.k. ekki fyrr en kæra
hefur borist sakborningi. Varnar-
máladeild hefur ekki látið svo lítið
að hafa samband við mig til að
heyra mína hlið á málinu heldur
kosið að stimpla mig saklausa sem
kynþáttahatara. Ég mælist til þess
við utanríkisráðherra að hann
kanni embættisfærslu þessara
manna og hvort hún standist lög
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna.
Arnóri Siguijónssyni, fulltrúa
hjá varnarmáladeild, var mikið
niðri fyrir í viðtali á rás 2 sl. mið-
vikudag. Hann fullyrti í nefndu við-
tali að aldrei hefði komið upp jafn
alvarlegt mál varðandi kynþátta-
fordóma hér á landi og þetta mál
og því hefði það verið kært til sak-
sóknara ríkisins. Hvaða heimild
hefur þessi opinberi starfsmaður
til að lýsa því yfir að um alvarlegt
mál sé að ræða þegar hann aðeins
hefur frásögn annars aðilans til að
styðjast við. Ég tel að hann hafi
farið langt út fyrir sitt starfssvið
að ræða þetta mál efnislega á opin-
berum vettvangi því hér er um al-
varlegar sakir að ræða. Ætlar þessi
maður að reka málið fyrir saksókn-
ara eða er þjónkun hans við varn-
arliðið svo gegndarlaus að hann
sést ekki fyrir. Ég fer fram á það
við hæstvirtan utanríkisráðherra
að kanna sérstaklega embættis-
færslu þessa manns í þessu máli.
Bjarni Vestmann, sem einnig
starfar hjá varnarmáladeild, var í
viðtali um þetta sama mál á Stöð
2 einnig sl. miðvikudag. Það er
eins og starfsmenn varnarmála-
deildar hafí ekki annað að gera en
að ljalla opinberlega um kærumál
varnarliðsins á hendur íslenskum
ríkisborgurum. Það skal tekið fram
að Bjarni ræddi málið á málefna-
legum grunni og var ekki með nein-
ar fullyrðingar eins og starfsbróðir
hans.
Þá eru það hin hörðu viðbrögð
yfirmanns varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli sem vekja athygli. Hann
hikar ekki við að fá kært til sak-
sóknara ríkisins íslenskan ríkis-
borgara þegar hann telur eitthvað
gert á hlut sinna manna. Ég spyr:
Hver eru völd þessara ágætu
verndara íslands gagnvart íslensk-
um þegnum? Eigum við íslendingar
að sitja og standa eins og dátarnir
á vellinum fyrirskipa og eiga þeir
ekki að hlíta sömu reglum og aðrir?
Annað vil ég einnig benda að-
mírálnum á, eða hvaða titii liann
hefur, að það hefur verið upplýst
að við gerð varnarsamningsins milli
íslands og Bandaríkjanna fór ríkis-
stjórn íslands fram á það að engir
þeldökkir menn yrðu í varnarliðinu
á íslandi, en því hafnaði Bandaríkj-
astjórn. Þá hefur verið fullyrt að í
varnarsamningnum séu ákvæði þar
sem þeldökkum í varnarliðinu á
Islandi skuli haldið í lágmarki.
Hvað kallar yfírverndarinn þetta?
Eru þetta ekki fordómar og ætti
ekki yfírdátinn að höfða mál gegn
íslenska ríkinu fyrir brot á kyn-
þáttalögum? Honum færi betur að
kynna sér alla þætti þessa máls
gaumgæfilega áður en hann ræðst
með kærum að íslenskum ríkis-
borgurum.
Um síðustu áramót voru gerðar
breytingar á útivistartíma banda-
rískra hermanna frá herstöðinni.
Ég tel að þessi óskammfeilni og
yfirgengilega frekja yfirdátans á
vellinum hljóti að verða innlegg í
umræðuna þegar það mál verður
endurskoðað eftir reynslutímann
sem mér skilst að séu 6 mánuðir.
Ég get vel skilið ásókn varnar-
liðsmanna í diskótekið í Duus-húsi
sem stöðugt heldur vinsældum sín-
um. Ég hef yfirleitt ekkert út á
framkomu eða hegðun þessara
manna að setja, þeir eru ávallt vel
til fara, kurteisir og skapa engin
teljandi vandræði í samskiptum við
aðra gesti, en þeir verða þó að hlýða
þeim reglum sem ég set í mínu
húsi, ef þeir vilja dvelja þar. Það
gilda sömu reglur fyrir þá og aðra.
Þeim er velkomið að skemmta sér
í Duus-húsi, en ef þeir telja sig
óvelkomna eftir það sem á undan
er gengið vil ég benda þeim á að
í Reykjavík eru á annað hundrað
vínveitingastaðir, þannig að úr
nógu er að velja.
Það vildi nefnilega svo til að um
síðustu helgi var enginn varnarliðs-
maður í Duus-húsi. Haft var eftir
yfírmanninum í Morgunblaðinu að
hugsanlega yrði dátunum bannað
að sækja þá staði þar sem þeir
yrðu fyrir aðkasti. Kannski var
þetta bann gengið í gildi um síð-
ustu helgi. En er það ekki brot á
kynþáttalögum að meina þannig
þeldökkum mönnum aðgang að
Duus-húsi — eða er kannski ekki
sama liver fyrirmælin gefur?
BOKAs
FORLOG
Nú er hægt aö leggja
grunninn að bókasafni
heimilisins á ótrúlega auðveldan hátt
fangin af honum. Hún leitar ráða
hjá Úrsúlu, sem er hið mesta flagð
og göldrótt. Hún breytir Aríel í
mennska veru, en tekur frá henni
röddina í staðinn. Aríel fær þijá
sólarhringa til að vinna ástir Ei-
ríks. Myndin er gerð 1989 og er
sýningartíminn 1 klst. og 20 mínút-
ur. Aðgangur er ókeypis og börnin
fá ávaxtasafa í hléi.
■ STJÓRN Félags skólastjóra
og yfirkennara (iandssamtök)
mótmælir harðlega fyrirhuguðum
niðurskurði á kennslu í grunnskól-
um og varar við þeim alvarlegu
afleiðingum sem slíkur niðurskurð-
ur leiðir óhjákvæmilega af sér.
BOKALAGERINN
Skjaldborgarhúsinu
>
bókautgaía
1
JUÍ
Armúla 23 • Sími 672400 ,
Opiö daglega
kl. 9-18 |
Laugardaga kl. 10-18
Sunnudaga kl. 12-17