Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
35
Minning:
Bárður Olgeirsson,
Ytri-Njarðvík
Fæddur 4. ágúst 1905
Dáinn 17. janúar 1992
Bárður var fæddur á Risabjörgum
á Hellissandi 4. ágúst 1905, sonur
merkishjónanna Maríu Guðmunds-
dóttur frá Stóru-Hellu við Hellissand
og Olgeirs Oliverssonar, formanns
þar. Bárður var næstelstur fjögurra
systkina.. Elst var Anna Margrét,
síðar gift þeim er þetta ritar, en
yngri systkinin voru Karvel Línberg
er giftist Halldóru Veturliðadóttur,
bjuggu þau lengst af á ísafirði, og
Guðrún er giftist Albert Guðjóns-
syni, útgerðannanni í Reykjavík.
Þegar Bárður var níu ára gamall
veiktist Olgeir faðir hans af lungna-
bólgu, sem dró hann til dauða á
nokkrum dögum aðeins fertugan að
aldri. Stóð þá María móðir Bárðar
ein uppi með fjögur börn, hið yngsta
tveggja ára og það elsta tíu ára.
Við fráfall föðurins var bræðrunum
komið tii fósturs. Föðurbróðir Maríu,
Einar Hákonarson, og kona hans
tóku Karvel Línberg að sér og Bárð-
ur Þorsteinsson frá Gröf í Grundar-
fírði, frændi Olgeirs, og kona hans,
Jóhanna Magnúsdóttir, tóku Bárð.
Bárður var hjá þeim í tvö ár en kom
þá aftur til móður sinnar út á Hellis-
sand. María bjó þá í einu herbergi
ásamt dætrum sínum í húsi Ólafs
Jóhannessonar formanns og Bjargar
Guðmundsdóttur frá Stóru-Hellu,
systur Maríu, því búið var að selja
hús Maríu og Olgeirs og alla lausa-
muni tii greiðsluskila.
Eftir hálfs árs dvöl hjá móður og
systrum í hinu þrönga herbergi fór
Bárður til Klemensar bónda í Gröf
í Miðdölum og konu hans, Sessilíu.
Dvaldi hann hjá þeim hjónum sem
í foreldrahúsum væri til fermingar-
aldurs. Þá fluttist hann aftur að
Hellissandi og fór að stunda sjóróðra
á árabátum, en síðar á seglskipum
við handfæraveiðar, línuveiðar, síld-
veiðar o.fl. Hann hélt heimili með
móður sinni og systrum sem fyrir-
vinna ásamt þeim, því María stund-
aði fiskvinnu og dæturnar einnig þá
er þær höfðu aldur til. Síðar fluttu
þau til Reykjavíkur og bjuggu þar
saman í nokkur ár, en sneru svo
aftur vestur á Sand og bjuggu þá í
eigin húsi.
Árið 1934 þegar Bárður var 25
ára fluttist hann til Innri-Njarðvík-
ur. Þar kynntist hann eftirlifandi
konu sinni, Eyrúnu Helgadóttur,
ættaðri frá Vík í Mýrdal, hinni mestu
myndar- og dugnaðarkonu. Þau gift-
ust 4. október 1935 og hófu búskap
í Narfakoti í Innri-Njarðvík. Þar
eignuðust þau sitt fyrsta barn, 01-
geir. Tveim árum síðar fluttust þau
að Sólbergi í Ytri-Njarðvík þar sem
þau leigðu í 10 ár hjá þeim sæmdar-
hjónum Guðmundi Þórarni Ög-
mundssyni og Amöndu Ingibjörgu
Baldvinsdóttur konu hans. Þar eign-
uðust þau þijú börn, Ingólf, Halldór
og Guðlaugu. Þá byggðu þau sér
fallegt og vandað hús á Þórustíg 17
í Ytri-Njarðvík og þar fæddist þeim
fimmta barnið, Oliver.
Eftir að Bárður og Rúna fluttust
til Ytri-Njarðvíkur stundaði Bárður
vinnu í hraðfrystihúsi okkar bræðra,
mín og Þórarins, meðan við áttum
það eða í 20 ár. Síðan stundaði liann
sjóróðra á bátum frá Njarðvík og
loks var hann í 19 ár við störf á
Keflavíkui'flugvelli. Árið 1984 flutt-
ust þau að Vallarbraut 2 í Ytri-
Njarðvík og bjuggu þar síðan. Þaðan
var hann fluttur veikur á Sjúkrahús
Keflavíkur og hálfum sólarhing síðar
var hann látinn, 17. janúar 1992.
Það var hamingjudagur í lífí
þeirra beggja, Bárðar og Eyrúnar,
er fundum þeirra bar fyrst saman
svo samrýnd og farsæl sem þau
hafa verið í langri sambúð. Heimili
þeirra bar ávallt vott um stjórn-
semi, snyrtimennsku og þrifnað,
þótt ítrustu sparsemi væri gætt.
Þau hafa komið upp og til hag-
nýtrar menntunar fímm myndarleg-
um börnum. Þau eru: Olgeir, málara-
meistari, sem var giftur Sigríði Jóns-
dóttur, Ytri-Njarðvík og eiga þau
fímm börn en slitu samvistir. Olgeir
býr nú í Reykjavík með sambýlis-
konu sinni Gunnhildi Ólafsdóttur;
Ingólfur, rafvirkjameistari, giftur
Halldóru Jónu Guðmundsdóttur,
eiga þau fimm börn; Halldór, múrar-
ameistari; Guðlaug, verslunarkona,
gift Ólafí Guðmundssyni, málara-
meistara, þau eiga þrjú börn; yngst-
ur er Oliver, múrarameistari, giftur
Guðrúnu Lárusdóttur og á hún fjög-
ur börn frá fyrra hjónabandi. Yngri
börnin fjögur búa ásamt fjölskyldum
sínum í Ytri-Njarðvík. Samtals eru
barnabörnin 12 og barnabarnaböm
eru orðin 12.
Bárður Olgeirsson var af stór-
vönduðu og alþýðufólki kominn.
Lífsleiðir okkar hafa legið saman
mestan hluta ævinnar. Við ólumst
upp í sama byggðarlagi og ég var
giftur Önnu Margréti, systur hans,
í 32 ár, þar til hún lést. Bárð þekkti
ég því náið. Hann var trúaður, hóg-
vær og gerði aldrei á hlut nokkurs
manns. Hann var sjómaður ágætur,
I
<
<
í
Magnús A. Magnús-
son - Minning
Fæddur 16. júlí 1967
Dáinn 19. janúar 1992
í dag verður vinnufélagi okkar,
Magnús Axel Magnússon borinn til
grafar.
Mánudaginn 20. janúar fengum
við þær sorglegu fréttir að Magnús
Axel væri farinn frá okkur. Engann
hafði grunað á föstudeginum að við
værum að kveðja hann í hinsta sinn.
Magnús Axel var afskaplega dug-
legur ungur maður, bæði hvað varð-
ar leik og starf. Hann var vel gefinn
og víðlesinn, og hafði hann myndað
sér sterkar skoðanir bæði í heims-
málum og öðrum málum. Ósjaldan
voru þessi mál og önnur tekin fyrir
og alltaf liafði hann eitthvað til
málanna að leggja.
Við starfsfólk í Trésmiðju Þor-
valdar Ólafssonar hf. biðjum góðan
Guð að geyma og varðveita minn-
ingu félaga okkar. Hans er nú sárt
saknað.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm i nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Foersom, Sveinbjörn Egilsson.)
Við vottum fjölskyldu Magnúsar
Axels Magnússonar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Tré-X.
lagvirkur og aðgætinn svo af bar.
Hann var sæmdur heiðursmerki sjó-
mannadagsráðs í Keflavík 1980 og
þótti það öllum að verðleikum svo
lengi hafði hann sjóinn stundað.
Nú er þessi góði drengskaparmað-
ur fluttur yfir landamæri lífs og
dauða, þar sem ég trúi að allra bíði
þroskabrautir hins æðra og full-
komnara lífs. Ég votta eiginkonu
hans og öllum aðstandendum ein-
læga samúð.
Karvel Ögmundsson.
í dag þegar tengdafaðir minn,
Bárður Olgeirsson, Vallarbraut 2,
Njarðvík, er kvaddur hinnstu kveðju
langar mig að minnast hans með
nokkrum fátæklegum orðum.
Bárði kynntist ég fyrst árið 1961
er við Guðlaug dóttir hans rugluðum
saman reytunum. Ég komst fljótlega
að því hvílíkum mannkostum hann
var gæddur í hvívetna og sérlega
var það aðdáunarvert og lærdóms-
ríkt fyrir yngri menn hvað hann var
nærgætinn og tillitssamur við konu
sína.
Bárður var alla tíð beinvaxinn
maður og bar aldur sinn frábærlega
vel og er einn af þeim sem elli kerl-
ing vann seint á.
Bárður var hógvær maður að eðl-
isfari og naut sín best í fámenni þar
sem frásagnarlist hans var þannig
að allir tóku eftir.
Ég minnist margra ánægjulegra
sumarferðalaga er við fjölskyldurnar
fórum saman en sérlega er minnis-
stæð ferð um hans æskuslóðir á
utanverðu Snæfellsnesi. Þar kom
frásagnarlist hans lifandi í ljós er
hann lýsti svo af bar mannlífí og
sjósókn er hann var þátttakandi í á
sínum yngri árum.
Bárður líktist sinni kynslóð mikið
hvað viðvíkur að taka í spil og þar
kom berlega í ljós hve laginn hann
var að spila úr gjöfinni og sigra án
þess að taka nokkra áhættu og má
fullyrða að sá lífsmáti hafi fylgt
honum gegnum lífíð.
Um leið og ég þakka Bárði sam-
fylgdina í þessu jarðríki bið ég al-
máttugan Guð að styrkja tengda-
móður mína og aðstandendur í sorg
okkar. Guð blessi minningu Bárðar.
Ólafur Þorgils Guðmundsson.
Hann elsku afí okkar, Bárður, er
dáinn.
Það er aldrei auðvelt að sjá á bak
ástvinum sínum hvort heldur þeir
eru ungir eða gamlir, lasburða eða
í blóma lífsins en við vitum að afi
hefur nú öðlast ró og frið frá amstri
dagsins og veikindum og fyrir það
ber að þakka.
Það er ákaflega erfitt að þurfa
að kveðja hann í hinsta sinn og við
slíkar aðstæður rifjast uþp margar
góðar minningar, eins og þegar ég
var lítil stelpa var gott að kúra hjá
afa þegar hann hvíldi sig á beddan-
um sínum.
Afi var rólegheitamaður og við
börnin fundum ró og næði í hans
návist. Það var ávallt gaman að
ræða við afa um lífið og tilveruna
þó sérstaklega um útgerðina og sjó-
inn.
Elsku amma, Guð styrki þig.
Minning:
Lilja Tryggvadóttir
Fædd 26. júlí 1910
Dáin 16. janúar 1992
Okkur langar að minnast elsku
ömmu sem við hér á heimilinu köll-
uðum ýmist ömmu Lilju eða ömmu
í Goða. í Goðabrautina þótti okkur
ætíð gott að koma. Hún dró okkur
að sér líkt og segull. Hlýjan og nota-
legheitin í fari hennar virkuðu þann-
ig. Hún lét líka svo vel í ljós hve
velkomin við vorum og hvað henni
þótti vænt um heimsóknir okkar.
Marga kaffi- og tesopana drukkum
við í eldhúsinu hjá henni og ekki
spillti það þegar hún átti sandköku,
pönnukökur eða nýbakaðar kleinur.
Þetta þótti okkur heimsins besta
meðlæti. Ekki þótti henni verra að
langömmubörnin væru með í för.
Hún raulaði þá gjarnan við þau, svo
yfir þau færðist ró og friður. Fjöl-
skylda ömmu skipti hana miklu
máli og eru jóladagsboðin okkur
ógleymanleg.
Amma lagði sig fram um að njóva
þess besta og fegursta í lífínu. Trúin
var kjölfesta hennar. Aldrei heyrðum
við hana hallmæla öðrum og það sem
henni þótti neikvætt geymdi hún
mest með sjálfri sér. Þrátt fyrir það
hafði hún ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum.
Söngurinn var förunautur hennar
alla tíð. Hún byijaðir ung að syngja
með kórum og fylgdi því eftir af
fulium krafti til dauðadags. Fyrir
nokkrum árum keypti hún orgel, sem
hún settist oft við. Síðast munum
við eftir henni við orgelið á nýársdag
þar sem hún sat á undirkjólnum og
æfði sig áður en hún fór til messu.
Amma bar lengi fyrir bijósti að
fá nýtt orgel í Dalvíkurkirkju. Henni
auðnaðist að sjá þann draum rætast
fyrir rúmu ári. Til marks um hve
mikið mál þetta var henni eru orðin
sem hún lét falla að vígslu lokinni,
en þau voru á þá leið að nú væri
hún tilbúin til að deyja. Annar
draumur hennar rættist nú fyrir jól-
in þegar hún f.h. kvenfélagsins
Vöku, afhenti Dalbæ, heimili aldr-
aðra, nýtt altari að gjöf.
Hún lét sér annt um Dalbæ og
starfið sem þar fer fram. Hana vant-
aði sjaldan í föndur og spil eða ann-
að sem þar stendur til boða. Þar og
heima sat hún mikið við að mála
dúka, myndir og fleira. Þessa muni
sýndi hún okkur með stolti, en sagði
þó stundum: „Upp á hvaða vitleysu
haldið þið að ég hafi nú verið að
taka?“ Þessa setningu heyrðum við
helst þegar hún réðst í stór verk-
efni, en þeim lauk hún öllum með
sóma. Munirnir frá henni ömmu
minna okkur á hana og þá alúð sem
hún lagði 1 allt sem hún tók sér fyr-
ir hendur.
Okkur verður minnisstætt hvernig
hún hlúði að gróðri og raunar öllu
lífi. Garðurinn ber þess glöggt vitni,
einnig blómin hennar sem alltaf voru
jafn falleg og alltaf átti hún nógan
fuglamat í krukkunni í þvottahúsinu.
Amma barðist við liðagigt hálfa
ævina, en það var fjarri henni að
kvarta. Þegar hún sagði: „Það á
bara eftir að negla og grafa,“ vissum
'ið að henni leið ekki vel. Ellinni tók
h n af æðruleysi, hélt reisn sinni
og 'rðingu þar til kallið kom.
l’. Jir okkar með ömmu Lilju í
kirkjug 'ðana á Dalvík og Völlum á
aðfanga g verða ekki fleiri. Svo
lengi sei við höfum tækifæri til
munum sjá um að tendra kerta-
ljósin, sem næst verða einu fleiri en
áður.
Minningin um hana verður ljós á
vegi okkar. Hafði hún þökk fyrir allt.
Dóra, Viðar og börn.
í dag kveðjum við ömmu, en hún
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri.
Andlát hennar bar fremur snöggt
að. Við vorum ekki tilbúin til þess
að horfa á eftir henni. Þótt árin
væru orðin nokkuð mörg var hún
enn mjög virk í daglegu lífi og hafði
svo mikið að gefa okkur öllum.
Amma hafði alltaf nóg fyrir stafni
og af henni mátti læra að lífið er
ekki búið þótt árin færist yfír. Hún
hafði yndi af tónlist og æfði og söng
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þokk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Br.þ
Blessuð sé minning. hans afa.
Fyrir hönd systkina minna,
Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir.
Nú er hann elsku afí okkar dáinn
og við erum þakklát fyrir að fá að
kynnast svona góðum manni eins
og hann var. Upp í huga okkar koma
allar þær ánægjustundir sem við
áttum hjá afa og ömmu á Þórustíg
17 og svo síðar í Ólafslundi. Allar
minningarnar frá þessum heimsókn-
um eru óteljandi því þær eru svo
margar og góðar.
Bárði afa þótti alltaf gaman að
spila á spil og að tefla. Þegar við
komust til vits og ára langaði okkur
að gera slíkt hið sama, þá gaf hann
sér góðan tíma til að kenna okkur
hin ýmsu spil og mannganginn.
Okkur eru líka í fersku minni öll
ferðalögin er við fórum með foreldr-
um okkar og afa og ömmu á hveiju
sumri. Margt var gert sér til dund-
urs en ósjaldan var spilað langt fram
eftir kvöldi.
Þegar afí var sjötugur var haldið
upp á afmælið í Borgarfirðinum í
faðmi afkomenda og maka. Þá var
farið í ferð á Snæfellsnes, þar naut
afi sín sem leiðsögumaður því afí
hafði einstakan .frásagnarhæfileika
og naut maður þess að hlusta á
hann segja frá liðnum tímum.
Þegar afi veiktist stóð amma eins
og klettur við hlið hans, hjúkraði
honum og hjálpaði. þar til yfir lauk.
Nú hefur hann hlotið hina eilífu
hvíld í Guðs ríki. Við þökkum afa
fyrir allar yndislegu stundimar sem
við áttum saman. Elsku amma, miss-
ir þinn er mikíll og við biðjum góðan
Guð að styrkja þig í þessari miklu
sorg. Rúnar Bárður,
Viðar og Sveina.
með Kirkjukór Dalvíkur allt til
dauðadags. Hún tók virkan þátt í
starfi aldraðra í Dalbæ. Þar eyddi
hún mörgum stundum við föndur,
spil eða annað. Þar málaði hún ýmsa
muni sem hún gaf okkur ættingjun-
um og við nú njótum að eiga sem
hluta af minningunni um hana.
I hvert sinn sem við komum norð-
ur á Dalvík eyddum við dijúgum
tíma á Goðabrautinni hjá ömmu.
Ymist var rabbað saman yfir kaffi-
bolla eða tekið í spil. Þessara stunda
eigum við eftir að sakna sárt.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að eyða með henni dýrmætum
tíma nú um jólin. Þegar við kvöddum
ömmu 30. desember sl. er jólafríi
okkar lauk óraði okkur ekki fyrir
því að við værum að kveðja hana í
síðasta sinn. Hún var svo hress og
okkur fannst hún aldrei eldast neitt.
Amma var mjög trúuð og hefur
það eflaust haft áhrif á viðhorf henn-
ar gagnvart dauðanum. Hún var
fyrir löngu tilbúin til þess að mæta
honum og einmitt á þann hátt sem
varð.
Við kveðjum ömmu með söknuði
og þökkum henni fyrir allt. Það er
okkur huggun að vita að svona vildi
hún hafa þetta.
Megi góður Guð geyma hana og
blessa minningu hennar.
Anna Lilja og Kristinn.