Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 38

Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 fólk í fréttum Forboðnu brúðkaupi slegið á frest Willem dé Klerk, sonur F.W: de Klerk forseta Suður Afr- íku, hefur í samráði við unnustu sína Ericu Adams, frestað brúð- kaupi þeirra, sem átti reyndar að hafa farið fram, um óákveðinn tíma. Erica er ekki alhvít á hörund og hjónabandið væntanlega því „blandað" eins og það er kallað, ekki síst í Suður Afríku þar sem slíkt þykir vægast sagt óæskilegt, hvað þá þegar sonur forseta lands- ins er annars vegar. Faðir Ericu, Deon Adams, er aftur á móti framámaður í Verkamannaflokk- inum þar í landi og hafði Adams- íjölskyldan fagnað hinu væntan- lega brúðkaupi mjög og sagt það geta orðið táknrænt þar sem nok- kurrar slökunar hefur gætt í að- skilnaðarmálum í Suður Afríku hin seinni misseri. Það hefur ekki verið gefin út opinber skýring á því hvers vegna hjónaleysin hafa frestað brúðkaup- inu. Faðir Ericu hefur reyndar sagt að mikill þrýstingur hafi verið á þeim frá hluta de Klerk-fjölskyld- unnar að rasa ekki um ráð fram. „Þau eru bæði mjög ung og hafa tímann fyrir sér. Þau eru mjög ástfangin og ég á ekki von á öðru en að brúðkaupið gangi eftir þótt síðar verði, trúlega þó einhvern tíman á nýja árinu,“ er haft eftir Deon Adams. Fregnir herma, að móðir Willems, Marika, sé sú sem mestan þrýsingin hefur sett á son sinn að fresta hjónabandinu, helst að leggja það alfarið á hilluna. Hún sé bæði mótfallin blönduðum hjóna- böndum og óttist það að auki mjög hvaða eftirköst slíkt brúðkaup hátt- settra í landinu gæti haft. Willem og Erica hittust fyrst árið 1989 er þau stunduðu nám við sama háskóla í Höfðaborg. Er Will- em hélt til framhaldsnáms i Cam- bridge fór Erica til hans og fóru þá tungur að blakta, bæði góðar og illar. Willem og Erica ásamt de Klerk hjónunum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Þeir sem þátt tóku í sýningunni á Gosa. 20 VÁ y 3 LEIKLIST Gosi fær góðar við- tökur á Blönduósi Leikfélag Blönduóss frumsýndi fyrir skömmu leikritið Gosa eftir Brynju Benediktsdóttur og var hún jafnframt leikstjóri. Húsfyllir var á frumsýningunni og var leikurum, leikstjóra og öðrum aðstandendum sýningarinnar forkunnar vel tekið. Leikfélag Blönduóss hefur sýnt leikritið Gosa fjórum sinnum á tæpri viku og hafa hátt á sjötta hundrað manns séð verkið. Jón Sig Claudia Schiffer. DRAUMUR Ofurfyrirsætan vill í lögfræði Ein skærasta stjarna fyrirsætu- bransans, hin þýska Claudia Schiffer, sem kölluð hefur verið „önnur Brigitte Bardot" segir að velgengnin hafi breytt mjög lífsstíl hennar og viðurkennir að í fyrstu hafi hún ætlað að gæta þess vand- lega að svo færi ekki. „Þetta hefur stigið mér nokkuð til höfuðs. Fyrr- um var ég mjög hlédræg og ófram- færin. Fannst raunar að það væri ekkert merkilegt við mig. Nú vil ég allan þann munað sem tiltækur er og nýt þess að fara í vinnuna eða í samkvæmi í glsæibifreiðum sötr- andi bleikt kampavín. Ég elska það líka hvað eftir mér er tekið,“ segir Claudia. Nánir ættingjar Claudiu og vinir hennar segja þrátt fyrir þessi orð, að í grundvallaratriðum sé hún söm. Hún sé til að mynda enn í sambúð með sama manni og áður en hún sló svo rækilega í gegn og enn ali hún hjá sér þann draum að feta í fótspor föður síns, sem er virtur lögfræðingur í Þýskalandi. „Það er rétt, ég stefni á það síðar meir og ligg yfir lögfræðinni þegar færi gefst. Sem stendur er þó lítill tími aflögu,“ segir fyrirsætan Claudia Schiffer. Viðbúið er að enn minni tími verði til slíks á næstu misser- um, því satt mun vera að stúlkan ætli nú að reyna fyrir sér í kvik- myndum og hafi þekkst boð frá Hollywood að leika í „síðari hluta“ kvikmyndarinnar 9,5 vikur þar sem Micky Rourke og Kim Basinger hneyksluðu marga í fyrri hlutanum. Schiffer var boðið hlutverkið eftir að Basinger hafði skellt á leikstjór- ann sem reyndi að fá hana í fram- haldið. Rourke er sagður hafa tekið málinu betur og mun trúlega leika karlhlutverkið enn á ný. Hann er ekki óvanur að leika á móti reynslu- lausum fyrirsætum, í „Wild Orchid“ lék hann á móti öðru súpermódeli, Carrie Otis, og gekk það svo vel, að minnsta kosti baksviðs, að þau hafa búið saman síðan. Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmæti :________100 bús. kr.________ Heildarverðmæti vinninqa um 300 þús. kr. £ TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.