Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 44

Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 , ^C) getLa. c*2 tc arineíð hamcLa. c*Í tcL /‘Le.-fiur-éif moinntncim mtnuyyt. v Forstjórinn vissi að endurskoð- unin hæfist í dag. Því fór har.n til útlanda í gær. Nei, þakka þér fyrir. Ég er ekki í byssukaupa-hugleiðing- um. HÖGNI HREKKVÍSI Fjölgim sels áliyggjiiefni Ég tel að mikil fjölgun sels við ísland sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og skera verður niður kvóta á nytjafiskum okkar étur sel- urinn meira en nokkru sinni fyrr af þessum stofnum. Það er ekki langt síðan selskinn voru verðmæt og var þá töluvert um að menn veiddu selinn til að ná sér í aukapen- ing og varð þetta til að halda stofn- inum niðri. Það er frumskilyrði fyrir okkur Islendinga að hafa fulla stjórn á þeim málum sem varða fiskimið okkar. Ofstækisfullir verndunar- sinnar sem heimta alfriðun dýra af fullkomnu dómgreindarleysi eiga ekki og mega ekki ráða ferðinni. Margt af þessu fólki er fætt og Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa þeim er þau nota í flotlegu. Öll vesti ættu að vera með endurskins- borðum, flautu og ljósi. uppalið í stórborgum og heldur að kjötið sem það leggur sér til munns sé komið úr verksmiðjum, sé ekki af lifandi dýrum. Friðunarsamtök eru mörg hver fyrst og fremst gróðasamtök, einhver málstaður er fundinn sem vænlegur þykir til að hafa peninga af fólki og hefur þessi starfsemi líka reynst arðvænleg. En þarna ræður heimskan ferðinni og er það jafnan hættulegt. Það sem við Islendingar eigum að gera er að standa fast á okkar rétti og láta skynsemina ráða. Auðvitað má segja að við höfum neyðst til að bakka með hvalveiðarnar á sínum tíma en stefna bera að því að hefja þær á ný hvað sem tautar og raular. Fyrrv. sjómaður ------*—*—*----- Ekkií fyrsta sinn Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á Iistaverkum í eigu borgarinnar sem nefnist „Eldri meistarar“. í fréttatilkynningum frá Kjarvalsstöðum er þrástagast á því að þetta sé í fyrsta sinn sem haldin sé sýning af þessu tagi. Þetta er ekki rétt. Áður hafa verið haldn- ar að minnsta kosti tvær sýningar á listaverkum í eigu Reykjavíkur- borgar á nákvæmlega sama stað, 1974 og 1977. Auk þess hafa lista- verk í eigu borgarinnar oft verið á samsýningum, bæði innanlands og utan. Þess vegna er langt frá því að þessi listaverk hafi hangið óhreyfð á skrifstofum borgarinnar þangað til núverandi stjórn Kjarv- alsstaða datt í hug að koma þeim fyrir almennings sjónir. Fyrrv. starfsmaður á Kjarvalsstöðum. Innleggsnóta fannst í versl- uninni Grænu línunni, Lauga- vegi 46, fyrir um það bil tveim- ur vikum. Eigandinn getur vitjað hennar í búðinni. Kettlingar Tveir gullfallegir átta vikna fresskettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 672248. Hagkvæmara en að byggja nýtthús Súsanna Westlund hringdi: Það hefur verið talað um að hús Þjóðminjasafnsins sé og lítið og þess vegna verði að byggja nýtt hús yfir safnið. Væri ekki tilvalið að ríkið keypti hús Sambandsins fyrir Þjóðminjasafnið? Það yrði áreiðanlega hagkvæmara en að byggja nýtt hús. Tvær bækur Halldóra Briem hringdi: Ég las mikið um jólin. Það ber að fagna því að bækur eru ekki það dýrar að flestir geta látið eftir sér að lesa þær. Meðal þeirra bóka sem ég las voru Fyrirgefning syndanna eftir Olaf Jóhann Olafsson og Spellvirkjar eftir Egil Egils- son. Ég hafði mikla ánægju af því að lesa Fyrirgefning syndanna, það er ljóðræn bók en dálítð einhæf á köflum. Hins vegar fannst mér að höf- undur risti ekki djúpt í Spell- virkjum og kæruleysisleg efni- stök einkenna bókna. Orð- gnótt er mikil en stíllinn stundum ósmekkvís. Það var fróðlegt að lesa þessar bækur saman. Annars er ég ánægð með hve margar góðar bækur hafa komið út að undanförnu. Víkverji skrifar Yíkverja hefur borist svohljóð- andi bréf: „í pistli Víkveija 21. þ.m. er að ákveðnu tilefni spurt hvers vegna bændur þurfi styrki til flestra hluta úr opinberum sjóðum og hvaða rök liggi að baki. Undirrituðum, sem gegnir for- mennsku í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, er bæði ljúft og skylt að svara þessum spurningum að hluta. Opinber stefnumörk um málefni landbúnaðar á íslandi sem nú er unnið eftir byggir á lagasetningum frá því um miðjan síðasta áratug. Lykilatriðin eru aðlögun framleiðsl- umagns búvara að markaðsaðstæð- um og efling nýrra atvinnugreina í dreifbýli til að mæta samdrætti í hinum hefðbundnu búgreinum. Ákveðið var að draga úr fjárveiting- um ríkisins til útflutningsbóta en verja þess í stað fé til að þróa og efla nýjar greinar. Framleiðnisjóði var falin ráðstöfun fjármuna í þessu skyni. Það er yfirlýst stefna nær allra aðila sem teljast „málsmetandi" í þjóðfélaginu að byggja ísland allt. Þegar fjöldi fólks í hinum dreifðu byggðum þarf að hasla sér völl á nýju atvinnusviði þarf oftast að byija frá grunni: — Afla nýrrar þekkingar og dreifa henni — fræða. — Finna markaði fyrir nýja af- urð, t.d. ferðaþjónustu. — Afla verður fjár til að byggja upp aðstöðu fyrir hina nýju grein, bæði hjá hveijum einstaklingi og sameiginlega. Dæmi: Til að efla ferðaþjónustu á vegum bænda hefur Framleiðni- sjóður veitt stuðning með tvennum hætti: 1) Hagsmunafélag bænda sem stundar ferðaþjónustu hefur sl. 6-7 ár notið framlags að meðaltali 5-6 millj. kr/ á ári. Þetta fé hefur verið notað til að auka þekkingu þeirra sem greinina stunda, samræma gæði og vinna að því að tryggja að aðbúnaður sé í samræmi við gild- andi reglur. Þá er markaðsöflun veigamikill þáttur. 2) Bændur á lögbýlúm geta no- tið stofnframlags sem nemur allt að 30% stofnkostnaðar, þó að hám- arki um ein milljón króna. Rúmlega hálfur áratugur er ekki langur reynslutími þegar meta skal árangur af þróunarstarfi í heilli atvinnugrein. Ef til vill má nokkurn árangur sjá í því að umsagnir þeirra er tjá skoðun sína í lesendadálkum blaða eru yfirleitt jákvæðar um þá aðbúð og þjónustu sem gestir ferða- þjónustubænda hafa notið. Ef mig misminnir ekki fyllir Víkveiji þann flokk. Ég vona að þetta dæmi um stuðning við þróun nýrrar atvinnu- greinar upplýsi Víkveija um hvern- ig reynt er að leggja lið þeim öflum sem vilja í raun byggja Island allt. Deilur aðila innan ferðaþjón- ustunnar sem að mestu virðast snú- ast um leiðir eru hins vegar alvöru- mál. Þær veikja tiltrú, bæði væntan- legra gesta og einnig þeirra sem er falið það hlutverk að veita stuðn- ing til að efla og þróa atvinnugrein- ina. í mörgum löndum sem við íslend- ingar viljum bera okkur saman við, er veitt miklu fé úr sameiginlegum sjóðum til að þróa og efla nýjar atvinnugreinar. Til að mynda er að finna í drög- um að EES-samningum ákvæði um framlag okkar Islendinga í þróunar- sjóð fyrir ríki í Suður-Evrópu, sem er nálega 100 milljónir króna á ári.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.