Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992
Unnið að stofnun Sam-
bands húsnæðisnefnda
HÚSNÆÐISNEFND Akureyrarbæjar boðaði flestar stærstu húsnæðis-
nefndir í landinu til fundar í liðinni viku þar sem m.a. var rætt um
stofnun sambands húsnæðisnefnda fyrir landið allt.
Á fundinum var einnig rætt um
samræmingu á reglum um útleigu á
félagslegum íbúðum, reglur um mat
á endursöluíbúðum og að vínna að
sameiginlegu kerfi til notkunar við
skráningu.
Samþykkt voru drög að samþykkt-
um fyrir Samband húsnæðisnefnda í
landinu, sem hefur heimili og varn-
arþing á Akureyri, en helsti tilgangur
sambandsins verður að efla samstarf
húsnæðisnefnda og koma fram fyrir
þeirra hönd gagnvart Alþingi, ríkis-
stjórn og stofnunum sem fara með
húsnæðismál þegar um almenn mál
er að ræða, auk þess að vinna að
þróun og stefnumörkun innan félags-
lega íbúðakerfisins.
Kosin var á fundinum fimm manna
undirbúningsnefnd, en hana skipa
Birna Bjarnadóttir, Kópavogi, Einar
S. Bjarnason, Akureyri, Hilmar Guð-
laugsson, Reykjavík, Jón Karlsson,
Sauðárkróki, og Kristinn Kristinsson,
Egilsstöðum.
Lúðrasveit Akureyrar:
Afmælistónleikar
haldnir í Glerárkirlgu
Afmælistónleikar Lúðrasveitar Akureyrar verða haldnir í Glerár-
kirkju á morgun, laugardaginn 4. apríl, og hefjast þeir kl. 14. Lúðra-
sveit Akureyrar fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir.
sveit Akureyrar og Lúðrasveit Hafn-
artjarðar. Stjórnendur á tónleikunum
eru Atli Guðlaugsson sem stjórnar
akureysku sveitinni og Stefán Ómar
Jakobsson, sem stjórnar þeirri hafn-
firsku.
I Lúðrasveit Akureyrar eru um
40_manns á aldrinum 12 til 65 ára.
í tilefni afmælisins hefur verið
gefíð út afmælisrit þar sem saga
sveitarinnar er rakin í stórum drátt-
um, getið er um stjórnendur hennar
og birtar kveðjur og ávörp frá ýmsum
aðilum sem á einhvern hátt tengjast
hljómsveitinni.
Tónleikarnir heíjast með því að
eldri félagar úr Lúðrasveitinni leika
nokkur lög, þá taka við gestirnir,
Lúðrasveit Hafnarfjarðar og síðan
léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar. Þá
spila afmælisbörnin úr Lúðrasveit
Akureyrar, en í lokin leika báðar
sveitimar saman þtjú lög, þ.e. Lúðra-
Hádegistón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
Vinir að leik
Skólabúð-
ir stofnað-
ar í Mý-
vatnssveit
Björk, Mývatnssveit.
STOFNAÐAR hafa verið skóla-
búðir á vegum Grunnskólans í
Mývatnssveit og hefur hann tekið
Hótel Reynihlíð á leigu. Skólabúð-
ir þessar verða með svipuðu sniði
og á Reykjum í Hrútafirði. Nem-
endur mæta hér fyrir hádegi á
mánudögum og fara síðdegis á
föstudögum.
Fyrsti hópurinn, 18 nemendur og
kennarar, komu frá grunnskólanum
á Þelamörk 23. mars og dvöldu í
fimm daga, ennfremur fjórir nem-
endur frá Hvammshlíðarskóla á
Akureyri auk kennara. Næsti hópur
er væntanlegur mánudaginn 7. apríl,
það eru 60 nemendur frá Barna-
skóla Akureyrar og kennarar og
dvelja í fimm daga.
Það námsefni sem nemendum er
boðið upp á er m.a. myndun lands,
hraun, sprungur, jarðskjálftar,
gliðnum lands og eldgos. Háhita-
svæði, jarðhiti til orkunýtinga; raf-
orku, framleiðslu á kísilgúr og til
upphitunar húsa. Lífríki Mývatns,
skoðunarferðir, farið á dorg, tekin
sýni og skoðuð, gengið á Hverfjall,
hverasvæðið við Námafjall skoðað
og Kröfluvirkjun og fleiri staðir.
Til afþreyingar er sundlaug á
staðnum, 25 metra löng, góð aðstaða
fyrir kvöldvökur og stuttar göngu-
ferðir.
Forstöðumaður skólabúðanna er
Steinþór Þráinsson.
Kristján
BJÖRN Steinar Sólbergsson, or-
gelleikari í Akureyrarkirkju,
heldur tónleika í kirkjunni á
morgun, laugardag, kl. 12.00.
Tónleikarnir eru liður í því að
auka hlut orgelsins í helgihaldi
kirkjunnar og fyrir fólk sem vill
njóta rólegrar hádegisstundar í erli
dagsins og verða þessir tónleikar
haldnir fyrsta laugardag í hverjum
mánuði.
Tónleikarnir fara þannig fram
að Björn Steinar leikur orgelverk,
síðan er lesin ritningarlestur og
aftur leikið orgelverk. í safnaðar-
heimilinu verður svo boðið upp á
léttan hádegisverð að tónleikunum
loknum.
Á efnisskrá verða verk eftir J.S.
Bach og F. Liszt.
Um 100 fleiri á atvinnu-
leysisskrá nú en fyrir ári
í LOK síðasta mánaðar voru eitt
hundrað fleiri menn á atvinnu-
leysisskrá en var í marslok á
liðnu ári. Aðeins liefur fækkað
á atvinnuleysisskránni þegar
miðað er við febrúarmánuð. Það
sem einkennir helst síðasta mán-
uð er að járniðnaðarmönnum á
atvinnuleysisskrá hefur fjölgað
um helming, en töluvert er um
að verkafólk hafi dottið út af
skránni.
Um mánaðamótin voru alls 316
skráðir atvinnulausir á Akureyri,
203 karlar og 113 konur. í febrúar
Sigrún Eðvaldsóttir leikur með
Kammerhljómsveit Akureyrar
FIMM einleikarar koma fram
með Kammerhljómsveit Akur-
eyrar undir stjórn Arnar Ósk-
arssonar á tvennum tónleikum
sem haldnir verða á Blönduósi
og Akureyri helgina 4. og 5.
apríl næstkomandi.
í frétt frá Kammersveitinni seg-
ir að tónleikarnir hefjaist með tón-
verkinu „Quite City“ eftir Aron
Copeland, en einleikarar í því verki
verða Gordon G. Jack á trompet
og Jacqueline Simm á enskt horn.
Næst á efnisskránni er hið sívin-
sæla verk „Karnival dýranna" eftir
Saint Saéns. Einleikarar á píanó
verða þeir Richard Simm og Tomas
Higgerson og leika þeir á tvo flygla.
Þá segir að hæst rísi tónleikarn-
ir með fiðlukonsert í e-moll eftir
Mendelsohn, sem Sigrún Eðvalds-
dóttir flytur með hljómsveitinni, en
hún hlaut verðlaun fyrir flutning
sinn á þessum fiðlukonsert á al-
þjóðlegri keppni fiðluleikara í Well-
ington á Nýja-Sjálandi nýverið.
Norðlendingar eiga þess fyrstir
Sunna Stefánsdóttir færði Sigrúnu blóm við komuna til Akur-
eyrar í gær.
kost að hlýða á flutning hennar á
því verki hér á landi.
Tónleikarnir á Blönduósi verða
í félagsheimilinu laugardaginn 4.
apríl og hefjast þeir kl. 15, en þeir
eru skipulagðir í samráði við Tón-
listarfélag Austur-Húnvetninga.
Tónleikarnir á Akureyri fara
fram í íþróttaskemmunni sunnu-
daginn 5. apríl og hefjast kl. 17,
en forsala aðgöngumiða er þegar
hafin.
voru 333 á atvinnuleysisskrá, en á
milli mánaða fækkaði um fimm
karla og 12 konur á skránni. Á
sama tíma á síðasta ári var hundr-
að manns færra á atvinnuleysis-
skrá, eða 216. Þá voru 137 karlar
skráðir án atvinnu og 79 konur.
Langflestir þeirra sem eru
skráðir án atvinnu eru félagar í
Einingu, eða 132 samtals, 84 karl-
ar og 48 konur. Þá eru 57 félags-
menn í Félagi verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri an atvinnu,
20 karlar og 37 konur. í Iðju, félagi
verksmiðjufólks, eru 40 félags-
menn skráðir atvinnulausir, 18
karlar og 22 konur. Þá eru á at-
vinnuleysisskrá 13 trésmiðir og 11
járniðnaðarmenn, en þeim hefur
fjölgað umtalsvert á milli mánaða.
I lok febrúar voru sex járniðnaðar-
menn skráðir atvinnulausir.
Sigrún Björnsdóttir, forstöðu-
maður Vinnumiðlunarskrifstofunn-
ar á Akureyri, sagði að fækkað
hefði um 17 á milli mánaðamóta á
atvinnuleysisskrá og flestir þeirra
sem fengið hefðu vinnu væru úr
hópi verkafólks. Einhveijir hefðu
verið ráðnir til starfa við Skíða-
staði þegar opnað var í Hlíðar- 1
fjalli, en annars hefði fólk fengið
vinnu á ýmsum stöðum. Hún sagði
að mun færra verkafólk hefði verið
atvinnulaust á sama tíma í fyrra
og til að mynda væri nú 40 manns
fleira úr hópi verkafólk á skránni
en á þeim tíma.
„Það er svo geggjað“
sýnt í síðasta sinn
LOKASÝNING á söngleiknum „Það er svo geggjað — saga af sveita-
balli“ verður í Sjallanum á Akurcyri á laugardagskvöld. Hefur sýning
þessi hlotið lof þeirra fjölmörgu sem á hana hafa farið.
í sýningunni koma fram Rúnar
Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob
Jónsson og Díana Hermannsdóttir
auk dansara og leikara. Hljómsveit-
in Vinir og synir leikur fyrir dansi
og syngur Rúnar Júlíusson með
hljómsveitinni á dansleik á eftir, en
hann hefur gert stormandi lukku
síðustu helgar með frábærri sviðs-
framkomu og söng, enda hefur
hann staðið í eldlínunni í tuttugu ár.
I kvöld leikur hljómsveitin Loðin
rotta í Sjallanum, en hana skipa
þeir Ingólfur Guð-
jónsson, hljóm-
borð, Sigurður
Gröndal, gítar,
Sigfús Óttarsson,
trommur, Bjarni
Bragi Kjartans-
son, bassi, og Jó-
hannes Eiðsson,
Karl Örvarsson söngur. Hljóm-
sveitin þykir ein besta rokkhljóm-
sveit sem starfandi er á landinu um
þessar mundir.