Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 37

Morgunblaðið - 03.04.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 37 eigin mistök eða gera þau ekki mis- tök? Ef barnayfirvöld eru mannleg gera þau mistök, hver líður fyrir þau og verða þau einhvern tíma leiðrétt? Fylgjast barnayfirvöld með hvemig tekst til eftir að þau hafa afgreitt mál? Skilnaðarmál og forsjárdeilur eru talin með erfiðustu málum og oft vandasamt að finna bestu iausnina fyrir barnið. í slíkum málum eru það foreldrarnir sem deila af ósanngirni og er það sem „barninu er fyrir bestu“ oft ekki haft í fyrirrúmi. Er sanngjarnt og rétt að spyrja barn 6-8 ára gamalt: „Hvort viltu heldur vera hjá móður eða föður?“ Er sál- fræðingur eða barnalæknir eða kannski heimspekingur heppilegasti aðilinn til að vinna úr svari við slíkri spurningu? Fyrir hvern vinna barna- verndaryfii-völd? í forræðisdeilum milli íslenskra kvenna og eiginmanna þeirra af öðru þjóðerni og gerólíkum trúar- brögðum hefur það gerst að barna- yfirvöld hafa svipt íslenskar mæður forræði yfir börnum sínum og feng- ið það fyrrverandi eiginmönnum þeirra sem eru íslenskir ríkisborgar- ar. Um leið er barnið svipt möguleik- anum á að búa við íslensk skilyrði í sínu móðurlandi og svipt tengslum við sína íslensku fjölskyldu, ömmur, afa og önnur skyldmenni. Því er ætlað að alast upp við framandi trú- arbrögð og tungumál, og vera „öðru- vísi“ í skólanum, bannað að vera í kristinfræði, verður að sæta árásum í leikfimi og sundi vegna þess að það er öðruvísi. Þetta eru kannski hin „sorglegu undantekningartilvik“ sem minnst er á í opna bréfinu. Það er vissulega mikill gerningur að svifta barn möguleikanum á að alast upp hjá móður sinni sem talin er jafnhæf föðurnum og er að mínu mati full ástæða til að kanna slík mál nánar. Það er einmitt athyglisvert sem í barnaverndarlögunum stendur, að sú skylda er lögð á barnayfirvöld að aðstoða barn eða ungling sem býr á einhvern hátt við ófullnægj- andi uppeldisskilyrði. Hvers vegna vinna barnaverndaryfirvöld ekki skv. þessu ákvæði laganna þegar arabar og íslenskar konur eiga hlut að „Það verður að fylgjast vel með gerðum barna- verndaryfirvalda, þau vinna oft gott starf en einnig miður gott. Það á að fjalla opinberlega um stefnu og störf þeirra, gagnrýna þau á heiðarlegan hátt án þess að það valdi ein- stökum aðilum skaða, til þess að koma í veg fyrir alvarleg mistök.“ Auður Stella Þórðardóttir máli? Eða hvað þýðir „ófullnægjandi uppeldisskilyrði"? Börn þessara blönduðu hjónabanda eru talin betur komin hjá feðrum sínum sem hafa ekki forsendur til að veita börnum sínum uppeldi í íslensku samfélagi. Það sjónarmið sem þar liggur að baki er mér óskiljanlegt nema kannski það væri „það er mátulegt á hana fyrst hún var að giftast þess- um útlendingi". Það hlýtur að vekja athygli hins almenna borgara hverjir skipa Barnaverndarráð, yfirvaldið sem tekur lokaákvörðun. Þrír sérfræð- ingar sem fást við fólk sem er sjúkt (læknir), andlega sjúkt (sálfræðing- ur) og börn sem eiga í erfiðleikum með nám (sérkennari). Auk þeirra situr í nefndinni lögfræðingur sem annast lagalega^ hlið málanna og heimspekingur. í ráðinu er ekki að finna uppalendur sem fást við „venjuleg“ börn, s.s. fóstru, grunn- skólakennara eða „bara“ foreldri. Það verður að fylgjast vel með gerðum barnaverndaryfii’valda, þau vinna oft gott starf en einnig miður gott. Það á að íjalla opinberlega uip stefnu og störf þeirra, gagnrýna þau á heiðarlegan hátt án þess að það valdi einstökum aðilum skaða, til þess að koma í veg fyrir alvarleg mistök. Höfundur er kennari. ' | . - ' ■■■ ■ ■ ' " London lamb Borgarfiörður: Þingfundur umatvinnumál Kleppjárnsreykjuin. ÞINGMENN Vesturlands funduðu í Brúarási með atvinnumálanefnd- um í Reykholtsdal, Hálsahreppi og Hvítársíðuhreppi. A fundinum voru einnig hreppsnefndarmenn og oddvitar. Þau mál sem mest voru rædd voru vegamál og var Birgir Guðmundsson frá Vegagerð ríkisins einnig á fundinuin og svaraði fyrirspurnum. Það er óneitanlega mikið gagn að svona fundum og það voru þing- mennirnir sammála um. Þar var skipst á skoðunum um þau mál sem helst brunnu á íbúum þessara hreppa sem eiga í harðri sókn að sanna tilverurétt sinn nú þegar þrengir svo mjög að landbúnaðinum eins og nú gerist og boðaður er flat- ur niðurskurður í sauðfjárrækt, á sama tíma og hugmyndir eru um að byggja ný fjárhús á tilraunabú- inu að Hésti í Andakíl og eru marg- ir bændur óánægðir með að ríkið skuli vera að stunda þessar tilraun- ir sem þeim finnst skila litlum árangri. í stað hefðbundins landbúnaðar hafa margir farið út í ferðaþjón- ustu. Hægt er að auka aðsókn ferð- amanna að perlum Borgarfjarðar með bættum samgöngum og er það undirstaðan, sagði Kristleifur Þor- steinsson á Húsafelli og benti á Deildartunguhver, Hraunfossa, hellana í'Hallmundarhrauni, veginn á Langjökul, að allir þessir staðir væru viðkvæmir og þyrfti að bæta aðstöðuna þar á skipulegan hátt. Séra Geir Waage benti á að skólabörn væru ekki síðri en ferða- menn. Þeir væru neytendurnir sem notuðu vegina mest og væru sum börnjn allt að tvo klukkutíma á dag á ferð og það væri ekki hægt að bjóða þeim upp á slíka vegi. Langur flutningur skólabarna eftir slæmum végum væri mannréttindabrot bæði fyrir börn og bílstjóra. Unnið er að markaðskönnun á rekstri heilsuhælis í Reykholtsdal og miðar því verki vel og eru menn bjartsýnir á að það geti orðið að veruleika á næstu árum. Nokkuð var fjallað um raforkuverð til garð- yrkjubænda að með aukinni lýsingu væri hægt að spara mikinn gjald- eyri. Póstflutningar, sólarhrings- vakt löggæslu, tryggingamál og mörg fleiri mál bar á góma. - Bernhard Fyrir hvern vinna barnavemdaryfírvöld? eftirAuði Stellu Þórðardóttur Umræður í fjölmiðlum að undan- förnu um barnaverndarmál hefur vakið Barnaverndarráð til umhugs- unar um hversu alvarleg áhrif slík umfjöllun geti haft á börn og ung- menni sem þurfa á aðstoð barnayf- irvaldanna að halda. Opið bréf frá Barnaverndaráði í Morgunblaóinu 27. febrúar sl. vekur upp ýmsar spurningar um starfsemi þess. Það er vissulega erfið staða að aðstoða og taka ákvörðun um barn eða ung- menni sem „sætt hefur illri meðferð á heimili sínu eða býr á einhvern hátt við ófullnægjandi uppeldisskil- yrði“. Það er samt sem áður hlut- verk Barnaverndarráðs og því mikið í húfi að vel til takist. Það er því mikilvægt að í Barnaverndarráð svo og á þær stofnanir sem fjalla um barnaverndarmál veljist fólk sem er starfi sínu vaxið. Barnaverndarsjónarmið mæla eindregið gegn fjölmiðlaumfjöllun um mál einstaklinga og eins og seg- ir í opna bréfinu: „Hún getur valdið barni sem hlut á að máli óbætanleg- um skaða. Eins geta ítarlegar frá- sagnir í fjölmiðlum af einstökum málum vakið hræðslu hjá öðrum börnum eða ungmennum sem þurfa aðstoð barnayfirvalda, þannig að börnin þori jafnvel ekki að skýra frá hvernig fyrir þeim er komið.“ Ég er alveg sammála Barnaverndarráði og því fagfólki sem starfar fyrir barnaverndaryfirvöld að tillitslaus og óéönduð umfjöllun um mál ein- stakra barna sé alltaf skaðleg. Þar sitja báðir aðilar við sama borð, barnaverndaryfirvöld og fjölmiðlar, óvönduð vinnubrögð eru skaðleg af beggja hálfu. Að mati Barnaverndarráðs eru mál sem koma til kasta þeirra lang- oftast leyst í góðri samvinnu for- eldra og bamayfirvalda, það ber að virða. Þá eru það hin málin „hin sorglegu undantekningartilvik til verndar barni“ sem valda mér áhyggjum. í slíkum málum duga ekki óvönduð vinnubrögð nema til að skaða barnið eða ungmennið og ættingja. Viðurkenna barnayfirvöld RC Cola 1,51 nyTOP maískom, 4-80 3 jaröarber, fersk, 250 g KAUPSTADUR MIÐVANGI HAFNARFIRÐI 1 VESTUR í BÆ JL HUSINU) í MJÓDD r—' _________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.