Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Frumvarp um breytingu ríkísbanka í hlutafélög: Bankastjórar ljúki ráðn- ingartíma sínum - banka- ráð ákveði framhaldið í FRUMVARPI viðskiptaráðherra um stofnun hlutafélaga um rekst- ur Landsbanka Islands og Búnaðarbanka Islands, sem hefur verið til umfjöllunar í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu, er ákvæði um að núverandi bankastjórar rikisbankanna eigi rétt á að ljúka ráðningartima sínum eftir gildistöku laganna en bankaráð hlutafélagabankanna taki siðan ákvörðun um hvort þeir verði endur- ráðnir. I frumvarpinu er kveðið á um að öllum fastráðnum starfsmönnum bankanna verði gefinn kostur á sama starfí hjá hinum nýju hlutafé- lagabönkum. Síðan segir að banka- stjórar, aðstoðarbankastjórar, úti- bússtjórar og forstöðumenn endur- skoðunardeilda, skuli eiga rétt á sama starfi hjá hlutafélagabönkun- um en þeir sem ráðnir hafi verið til ákveðins tíma skuli eiga rétt á starfi sínu út ráðningartíma sinn. Þeir sem ráðnir hafi verið til óákveðins tíma skuli eiga rétt á starfí sínu í sex ár frá gildistöku laganna, en frumvarpið gerir ráð fyrir að lögin taki gildi um næstu áramót. í athugasemdum um einstakar greinar frumvarpsins segir m.a. um þetta: „Skv. viðskiptabankalögum nr. 86/1985 eru bankastjórar ríkis- viðskiptabanka nú ráðnir til sex ára í senn. Hér er gert ráð fyrir að þeir sem nú eru í starfi Ijúki ráðn- ingartíma sínum en síðan er það bankaráðs hlutafélagabankanna að taka ákvörðun um framhaldið. Lagt er til að um aðra tiltekna stjórnend- ur, sem ráðnir hafa verið til óákveð- ins tíma, gildi sú regla að þeir eigi rétt á starfi sínu í sex ár frá gildis- töku laganna." Skv. frumvarpinu fellur umboð þingkjörinna bankaráða Lands- bankans og Búnaðarbankans niður, þegar hlutafélögin yfirtaka starf- semi bankanna. Einnig er ákvæði um að viðskiptaráðherra skuli ann- ast undirbúning að stofnun hlutafé- lagabankanna og að hann fari með eignarhlut ríkisins í þeim. í athuga- semdum frumvarpsins segir að und- ir þetta hlutverk ráðherra banka- mála falli m.a. tilnefning banka- ráðsmanna. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Helmlld: Veðurstofa ísiands {Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 7. APRIL YFIRLIT: Milli íslands og Noregs er 980 mb lægð á leið norður en 1015 mb hæð yfir Grænlandi. Skammt norðvestur af frlandi er 985 mb lægð og lægðardrag frá henni til norðvesturs. Við suðurströnd landsins er heldur vaxandi lægðardrag sem þokast vestur. SPÁ: Suðaustan kaldi, skýjað og lítils háttar rigning eða slydda sunnan- lands og vestan en hæg suðaustan eða breytileg átt og lengst af bjart veður norðaustantil, Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðaustan strekkingur með rigningu, mest um sunnan- og vestanvert landið. Hiti 4-9 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Áfram suðaustlæg átt með lítils háttar rign- ingu norðanlands en suðvestanátt og skúrir eða slydduél sunnanlands og vestan. Kólnandi, hiti víðast 1-5 stig er líður á daginn. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiöskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjaö Hálfskýjað * r * * * * * / * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjaö Alskýjað V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-i FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. I7.30ígær) Góð færð er á vagum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes. Fært er um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Vegir á Suðurlandi eru yfir- leitt greiðfærir og fært með Suðurströndinni austur á Austfirði. Vegir á Austfjörðum og á Fljótsdaishéraði eru yfirleitt vel færir. Hálka er þó á Oddsskarði og jeppafært um Vatnsskarð eystra. Greiðfært er fyrir Hval- fjörð, um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali í Reykhólasveit. Brattabrekka er fær. Fært er frá Brjánslæk um Kleifarheiði til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Fært er á milli Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Isafjarð- ar, Bolungarvíkur, Súðavfkur og þaðan í ísafjarðardjúp. Stoingrímsfjarðar- heiði er ófær en ráðgert að moka hana á morgun. Norðurleiðin er fær, svo sem til Siglufjarðar, Akureyrar, og þaðan til Olafsfjarðar en skafrenn- ingur er í Fljótum. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur, í Mývatns- sveit og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. A þeim slóðum er þó víða skafrenningur. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 snjóél Reykjavík 0 hátfskýjað Bergen 6 skýjað Helsinki 5 skýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Narssarssuaq -k3 snjókoma Nuuk +10 snjókoma Ósló 2 súld Stokkhólmur 1 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 9 skýjað Barcelona 13 léttskýjað Berlín 8 skúr Chicago 5 léttskýjað Feneyjar 15 léttskýjað Frankfurt 10 skýjað Glasgow 9 rlgning Hamborg 8 skúr London 8 rigning LosAngeles 16 skýjað Lúxemborg 9 skýjað Madrid 11 léttskýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 11 alskýjað Montreal +1 léttskýjað Ncw York 4 heiðskírt Orlando 13 mistur Paris 11 skýjað Madeira 17 skýjað Róm 14 skýjað Vin 7 alskýjað Washlngton 5 heiðskírt Winnipeg 1 skýjað Morgúnblaðið/Sig. Jóns Fyrstu tómatar vorsins á markað Fyrstu kassarnir af íslenskum tómötum á þessu vori eru komnir á markað. Þeir koma frá Guðmundi Sigurðssyni, garðyrkjubónda á Ás- landi í Flúðahverfinu, sem hér sést að ofan ásamt Kolbeini Ágústs- svni, sölustjóra Sölufélags Garðyrkjumanna, sem gæðir sér á nýþroskuð- um tómat úr gróðurhúsi Guðmundar. Guðmundur sagði tómatana vera viku fyrr á ferðinni nú en í fyrra og framleiðslan yrði komin á fullt um og eftir páska. Kolbeinn Ágústsson garðyrkjumanna sagði að tómatarn- ir yrðu komnir í allar verslanir fyrir páska. Framkvæmdastjórnarfundur VMSÍ: Það sem var í boði var ekki nægjanlegt „ÞAÐ VAR sameiginleg niðurstaða þessa fundar að það sem i boði hefði verið væri ekki nóg og við munum ganga til viðræðna með það í huga þegar þær hefjast á ný,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands Islands, aðspurður um niðurstöðu fram- kvæmdasljórnarfundar sambandsins í gær, en þar var farið yfir stöðu samningamála. Hann sagði aðspurður að þeir myndu bíða átekta eftir að kallað yrði til samningafundar, en deilan væri formlega í höndum ríkissátta- semjara. Hvort það yrði á næstu dögum eða síðar væri ekki hægt að segja um. VMSÍ hefði talað um kaupmátt eins og hann var í júní á síðasta ári og það þyrfti talsverða nálgun við þá kröfu til þess að sam- tökin teldu ástæðu til að setjast að samningaborðinu aftur. „Ég tel að atvinnurekendur og stjórnvöld verði að endurmeta verðlagið á því hvað það kostar að halda hér frið á vinnu- markaði," sagði Björn Grétar enn- fremur. Sjá ennfremur úr greinargerð VMSÍ á bls. 58. Ráðfastir hrafnar undirbúa nú varpið HRAFNINN er mikið á flugi þessa dagana. Erill þessi á sér þá skýringu að nú vinna allir ráðfastir hrafnar að undirbún- ingi varpsins með hreiðurgerð. Hrafnshjónin eru búin að velja sér lítinn stall undir hreiðrið. Hann er gjarnan í ógengum hömrum, ef til vill er þetta ættar- óðal. Einhver efniviður getur legið neðan klettanna frá árinu áður, svo sem tijágreinar og vír. En það þarf að bæta við, því laupurinn á að vera í senn traustur og fagur. Krummi er glysgjarn. Honum stendur því hugur til skininna beina, fallegra smáspreka og ýmissa mál- aðra smáhluta, hvar sem hann fest- ir auga á. Með þetta er hann nú að ferðast og vefur það svo fallega saman í hreiðrið sitt. Síðast er svo að klæða það innan með sinu, mosa og gjarnan ullarhári. Sjáist svo hrafn á flökti í kringum hesthús er hann að næla sér í hrosshár sem til fellur við kembingar eða veltu hrossanna. Fátt varðveitir betur í vorhretunum ylinn á eggjunum. Svo er bara að vona að krummi fái frið með heimili sitt. Sú ósk er ekki síður sett fram vegna vel- gengni þess sem nálgast kann hrafnshreiður blendnum huga. - Helgi -----» ♦ »---- Nýtt met Þj óðleikhússins: 13 sýningar á þremur dögum ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sló nýtt met um helgina, þar sem alls voru 13 sýningar á þremur dögum helgar- innar. Áhorfendur voru á þriðja þúsund. Uppselt var á 9 sýningar af þessum 13. Þessar upplýsingar fékk Morgun- blaðið hjá Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur leikhúsritara. Ellefu sýningar voru á þremur sviðum Þjóð- leikhússins, en tvær sýningar voru á Suðurnesjum. Mikil aðsókn hefur verið á flestar sýningar leikársins og hefur ekki verið unnt að anna eftir- spurn. í byijun maí verður svo sleg- ið nýtt met, en þá verður 100. sýning á „Kæru Jelenu“, en það verður í fyrsta sinn í sögu hússins sem 100 sýningar hafa verið leiknar á sama leikriti á einu leikári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.