Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 37 Hafnarstræti 97: Stefnt er að því að opna allt að fjórtán verslanir í ágúst STEFNT er að því að opna 14 verslanir á tveimur fyrstu hæðunum í nýju verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnar- stræti 97, í miðbæ Akureyrar, í ágúst. Húsið verður á sex hæðum, verslanir á tveimur fyrstu, þá skrifstofur á næstu tveimur og á efstu hæðunum er verið að skoða möguleika á að útbúa bílastæði. Það er byggingarfélagið Lind sem er að reisa húsið, en að því standa byggingarverktakar og hönnuðir á Akureyri. Aðalsteinn Júlíusson, einn þeirra sem að byggingarfélaginu stendur, sagði að unnið væri af fullum krafti í húsinu, en stefnt er að því að koma fyrstu hæðunum tveimur í gagnið í ágúst næst- komandi. A fyrstu og annarri hæð verða samtals 14 verslanir og verða hæðirnar tengdar saman með rúllustiga auk þess sem tvær lyftur verða í húsinu. Búið er að selja eða verið að ganga frá samningum um sölu á stærstum hluta verslunarrýmisins og má búast við að þar verði verslanir af ýmsu tagi. Ekki er búið að ganga frá sölu á því íými sem til staðar er á þriðju og ljórðu hæð hússins, en töluvert er um fyrirspurnir. Aðalsteinn sagði að áætlun manna gengi út á að ljúka þess- um ijórum hæðum áður en lengra væri haldið, nema þá að fljótlega tækist að selja það rými sem þar er. Fram hafa komið hugmyndir um að gera bílastæði á efstu hæðunum tveimur, sem ekið yrði inn í af Gilsbakkavegi og er enn verið að skoða möguleikana á því, að sögn Aðalsteins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Verið er að steypa plötu á fjórðu hæð verslunar- og skrifstofuhús- næðis við Hafnarstræti 97. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey í ræðustól er húsnæði fyrir aldraða var gefið nafnið Hlein. Hús fyrir aldraða: Mestu framkvæmdir í Hrísey við bygginguna - Var gefið nafnið Hlein við hátíðlega athöfn á sunnudag HÚSNÆÐI aldraðra í Hrísey, sem nú er í byggingu, var á sunnudag gefið nafn við hátíðlega athöfn, þá var húsið einnig sýnt íbúum eyjarinnar og úthlutunarreglur kynntar. Húsinu var gefið nafnið Hlein við athöfnina og er talið að nær helmingur íbúa eyjarinnar hafi komið og skoðað það. Jónas Vigfússon sveitarstjóri Hríseyjarhrepps sagði að auglýst hefði verið eftir tillögum að nafni á húsinu og um 50 nöfn borist, en menn hefðu ekki verið fylliiega sátt- ir við þau, þannig að þriggja manna nefnd var falið að finna á það nafn. Niðurstaðan var sú að húsinu hefur verið gefíð nafnið Hlein, sem hefur þríþætta merkingu, þ.e. klöpp í flæðarmáli, hvíld í ró og næði og stólpi í vefstað. Húsið er um 580 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum og er sú neðri steypt en hin efri úr timbri. Áætlað er að húsið verði fullbúið á miðju næsta ári og reiknað er með að kostnaður við bygginguna nemi um 45 milljónum króna. Hátt í 20 milljónir króna fengust að láni hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og þá fékkst styrkur úr Framkvæmda- sjóði aldraðra upp á um 11 milljón- ir króna, en það sem upp á vantar koma heimamenn til með að leggja fram. Á fjárhagsáætlun Hríseyjar- hrepps sem afgreidd verður á fundi í dag er gert ráð fyrir 25 milljóna króna framlagi til byggingarinnar á þessu ári. Á neðri hæð hússins verða fjórar íbúðir, en ein á neðri hæðinni. Þar verður einnig rekin dagvist í sam- eiginlegu rými, en m.a. verður þar matsalur, eldhús, föndur- og hvfld- araðstaða auk annars. Við athöfnina á sunnudag voru úthlutunarreglur kynntar, en fólki verður gefinn kostur á að kaupa sér búseturétt í húsinu, sem endur- greiddur verður ásamt verðbótum flytji fólkið úr húsinu. Þess er vænst að sögn Jónasar að hreyfíng komist á fasteigna- markaðinn í kjölfar þess að húsið verður tekið í notkun, en í eynni vantar nú tilfínnanlega húsnæði. Hríseyjarhreppur; Fjárhags- áætlimin afgreidd Búnaðarsamband Eyjafjarðar 60 ára: Nýjungar í hagfræðiþi ónustu Ytri-Tjörnum. BÚNAÐARSAMBAND Eyjafjarðar er 60 ára um þessar mundir. Stofnfundur var haldinn 16. janúar 1932. Fyrsti formaður var Olafur Jónsson, sem kenndur var við Gróðrarstöðina á Akur- eyri. Núverandi formaður er Pétur Ó. Helgason á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit. Framkvæmdastjóri er Guðmundur Steindórs- son, Akureyri. Af helstu þáttum í starfsemi sambandsins á liðnum árum má nefna leiðbeiningarþjónustuna, sem hefur verið mikil og stuðlað að bættum búskaparháttum á sam- bandssvæðinu, enda hefur BSE haft á sínum snærum mjög hæfa ráðunauta. Á tímabili rak búnaðarsambandið búvélaverkstæði, sem sá um við- gerðir á vélum fyrir bændur og einnig var þar töluverð nýsmíði, s.s. kerrur vagnar, haugsugur og fleira. Einnig stóð BSE í rekstri skurðgrafa og sá um framræslu mýrlendis til fjölda ára. Með samdrætti í landbuhaði hef- ur á síðustu árum farið gífurlegur tími hjá ráðunautum í það að út- skýra og kynna bændum kvóta- kerfí, búmark, fullvirðisrétt og nú síðast greiðslumark og greiða fyrir leigu á fullvirðisrétti milli manna og/eða sölu. Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur á undanfömum árum haft forgöngu með svokallað bændabók- hald og eru nú um 100 bændur af Eyjafjarðarsvæðinu meðlimir í því. Ilelsta nýjungin þar er hagfræði- þjónusta, þar sem bændum er leið- beint á þann veg að þeir nái sem allra mestum arði út úr hverri fram- leiðslueiningu. Nýlega hélt sambandið 60. aðal- fund sinn og þar flutti erindi Ævar Hjartarson ráðunautur og sýndi fram á mjög mikinn mismun milli bænda, þar sem nokkrir bændur ná 55-60% arði út úr afurðaeining- unni meðan þeir slökustu ná ekki nema um 25%. í tilefni af 60 ára afmælinu kem- Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Pétur Ó. Helgason formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Guð- mundur Steindórsson framkvænidastjóri. ur út ný bók um byggðir Eyjaíjarð- út í haust. Í ritnefnd eru Guðmund- ar þar sem verður í máli og mynd- ur Steindórsson, Akureyri, Kristján um lýst öllum bújörðum og einnig Sigfússon, Ytra-Hóli, og Gunnar greint frá ábúendum og eigendum Jónsson, Sólgarði. jarðanna. Áætlað er að sú bók komi -Benjamín Fjárhagsáætlun Hríseyjar- hrepps verður afgreidd á fundi hreppsnefndar í dag og þá verður einnig til fyrri um- ræðu þriggja ára fram- kvæmdaáætlun hreppsins. Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey sagði að aðalfram- kvæmdir hreppsins á þessu ári yrðu við byggingu húsnæðis fyr- ir aldraða og væri áætlað að veija 25 milljónum króna á þessu ári í þá byggingu. Af þeim sökum yrði lítið um aðrar framkvæmdir á vegfum hreppsins. Þó er íyrirhugað að ljúka við breikkun á íþróttavelli, sem áður var byijað á og eins er ætlunin að klára framkvæmdir á skóla- lóðinni. Einnig yrði unnið við viðhald á hitaveitu og þá væri áhugi fyrir þvi að halda áfram að helluleggja götur í þorpinu. Hellumar eru til, en enn er ekki ljóst hvort hægt verður að ráð- ast í þetta verkefni. Þriggja ára framkvæmdaá- ætlun Hríseyjarhrepps verður til fyrri umræðu á fundi hrepps- nefndar í dag, þriðjudag og sagði Jónas að aðhald væri helsta ein- kenni á þeirri áætlun. Efst á óskalista Hríseyinga væri að koma upp heitum potti við sund- laugina, en að líkindum yrði ekki hægt að fara í það verk fyrr en á næstá ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.