Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 15 Jóhannes Kjartansson og Halla Sverrisdóttir sem skötuhjúin Pat og Meg. GÍSL Morgunblaðið/KGA Kristján Gíslason nieð útbúnað sem hann hefur í bifreiðinni þeg- ar hann safnar vélrænt upplýs- ingum í gagnagrunn sinn, það er lítið staðsetningartæki á þaki hílsins og ferðatölvu. Tækið sem Kristján heldur á er EPIRB bauja og með henni er hægt að skrá sjálfvirkt neyðartilfelli með að- stoð gervitungla. sem björgunarsveitir og stofnanir væru kallaðar til, bæði á sjó og landi. Leitarskipulagi ógnað Kristján sagði að björgunarsam- tökin hefðu skipt landinu upp í átj- án svæði og starfaði svæðisstjórn á hveiju þeirra. Þær ættu að skipu- leggja leit og björgun og útbúa handbók fyrir leitar: og björgunar- skipulag svæðisins. í handbókunum væi'u yfirlitskort, undirkort og lýs- ing á undirsvæðum. Sagði Kristján að helstu vandamál fyrirkomulags- ins væru mikil vinna við gagnasöfn- un, samræming upplýsinga erfið og uppfærsla og dreifing upplýsinga takmörkuð. Þetta hefði þær afleið- ingar að upplýsingar kynnu að vera vefengdar, notkun handbókar minnkaði og leitarskipulagi væri ógnað. Taldi hann hægt að vinna þetta á mun betri og öruggari hátt í tölvu. Þar væri hægt að safna alls kyns upplýsingum um svæðið, bæði vél- rænt og handvirkt. Urvinnsla væri þægileg og framsetning á grafísku formi sem auðveldaði vinnuna. Markmiðið væri að auka yfirsýn og auðvelda ákvarðanir þannig að leit- ar- og björgunarstörf yrðu mark- vissari og árangursríkari. Upp- færsla og dreifing upplýsinga yrði auðveldari. Byggður upp gagnagrunnur Kristján er byijaður að byggja upp gagnagrunn fyrir leitarskipu- lag með aðstoð tölvu. Hann segir að einstakir notendur eða samtök þeirra gætu síðan aukið við eftir þörfum. Landa- og sjókort þurfa að vera grunnupplýsingar og hefur Kristján þegar fengið leyfi Sjómæl- inga til þess að setja sjókortin á geisladisk en hann hefur ekki feng- ið svar frá Landmælingum íslands. Hægt er að setja nánast endalaust aðrar upplýsingar þarna inn. Krist- ján nefnir í því sambandi leiðir, hættur, slys og sæluhús auk leitar- skipulags. Hveiju atriði er síðan hægt að láta fylgja nákvæma lýs- ingu, til dæmis lýsingu á leið eða sæluhúsi og Ijósmynd eða jafnvel myndband. Möguleikar tölvunnar eru miklir, til dæmis er hægt setja inn staðsetningar og reikna út veg- alegdir og áætlaða komu leitar- flokka, svo eitthvað sé nefnt. í tölvunni er hægt að fylgjast sjálfvirkt með ferðum farartækja og skipa sem hafa tölvuvædd upp- lýsingakerfi og staðsetningartæki eða gervihnattaloftnet og staðsetn- ingartæki. Þá er hægt að staðsetja neyðartilfelli með aðstoð bauja sem senda boð um gervihnetti. Þá sagði Kristján að hægt væri að senda upplýsingar úr aðaltölvu viðkom- andi björgunaraðila til stjórnstöðva á staðnum sem hefðu ferðatölvur eða faxtæki og jafnvel einstakra leitarflokka. Kristján sagði að það myndi skýr- ast á næstunni hvernig þetta kerfi hans kæmist í notkun. Á meðan notaði hann tírnann til að safna upplýsingum í gagnagrunninn. „Ég vona að þetta starf leiði til þess að hægt verði að taka réttari ákvarð- anir á örlagastundu og mannslífum þannig bjargað á sem skemmstum tíma og með sem minnstum til- kostnaði," sagði hann. __________Leiklist_____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Keflavíkur: Gísl. Höfundur: Brendan Behan. Þýðandi: Jónas Árnason. Leiksljóri: Pétur Eggerz. Söngstjóri: Gróa Hreinsdóttir. írar og Bretar hafa sjaldan átt friðsamlega sambúð og írska þjóðar- vitundin geymir margar sagnir af ofbeldisverkum grannanna í vestri. Síðustu mánuðina . hafa átökin á Norður-írlandi verið með mesta móti og vandséð hvernig takist að brúa hið núkla gap sem hlýtur að hafa myndast milli fylkinganna tveggja. Sárin eru of djúp. Leikritið Gísl gerist árið 1960 í upphafi núverandi átaka írska lýð- veldishersins (IRA) gegn bresku valdi. Ungur kaþólikki bíður aftöku í Belfast og lýðveldissinnar ræna pilti á sama aldri úr breska hernum og halda honum sem gísl í mótmæla- skyni. Hann er geymdur á gistiheim- ili sem skötuhjúin Pat og Meg reka. Ibúar heimilisins hafa fæstir miklar áhyggjur af gangi heimsins mála en sameinast þó í samúð með piltinum í Belfast. Ánnars líður lífíð við bjór- drykkju og fijálslegt ástarlíf. Þetta fólk sér þó fljótt að gíslinn, Leslie, er einungis einmana piltungsgrey sem ræður litlu um gang mála. Það er óhugsandi að enskur hermaður hlyti jafn hlýtt viðmót hjá lýðveldis- sinnum í dag, reyndar ráða íbúar gistiheimilisins litlu um afdrif Lesli- es. Það er mikið um söngva í Gísl, í þeim koma tilfinningar og boðskapur verksins mun betur í ljós en í textan- um sjálfum sem er á tíðum of lang- dreginn og dramatískur. Söngatriðin . voru líka aðal sýningarinnar, kröftug og áhrifamikil, ekki spillti fyrir að hafa lifandi píanóundirleik. Persónu- sköpun var eilítið fálmkennd og í heild fannst mér að leikstjórn hefði þurft að vera sterkari. Framburður var vandamál margra, einkum skorti ögun í raddbeitingu þegar persón- urnar urðu æstar. Þetta er atriði sem fæst ekki nema með mikilli æfingu en skilar sér þegar á sviðið er komið. Margt var þó vel gert og leikur oft til sóma. Að öðrum ólöstuðum fannst mér Halla Sverrisdóttir (Meg) og Hafsteinn Gíslason (Leslie) ná hvað sterkustum tökum á leiktúlkun- inni. Halla var hvatvís og hressileg Meg, laus við alla spennu í röddinni sem hijáði marga. Hafsteinn var afslappaður í sínu hlutverki en hann býr yfir ágætis leiktækni, einkum hvað varðar tjáningu með andlitinu. Margrét Örlygsdóttir gerði sér gott mat úr litlu hlutverki og Jóhannes Kjartansson var ágætur sem Pat nema hvað mér fannst hann eyða of mikilli orku í að gera röddina í sér gamla. Það voru ekki margir mættir á þessa sýningu sem ég sá og fínnst mér að Keflvíkingar og nærsveita- menn mættu styðja betur við bakið á leikfélaginu á þijátíu ára afmæli þess. 1 FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsi- legar línumar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburðahönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að s bílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna 1 fólki. Fallegt útlit, góðar innréttingar, Í* þægileg sæti, stórt farangursrými, gott rými fyrir börnin, kraftmikil og spameytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í’þessum stærðarflokki. Ahersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.184.000,- stgr. Greiðslúkjör við allra hæfi. (0) Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Ferðaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásúlum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.