Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 49 Það er ekki langt síðan að okkur barst sú fregn að vinur okkar, Rob- in, væri haldinn alvarlegum sjúk- dómi. Að sjálfsögðu kom þessi fregn okkur verulega á óvart þar sem Robin hafði aldrei kennt sér meins, okkur vitanlega. Engu að síður stöndum við nú frammi fyrir þeirri staðreynd að Robin er nú látinn, þessi einstaklega vel gerði maður, eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Kynni okkar Robins hófust á þeim skemmtilegu árum í kringum 1970 og voru það áhugamálin í sambandi við flugið sem tengdu okkur svo sterkum vináttuböndum. Vissulega voru einstaklingarnir inn- an þrenningarinnar að mörgu leyti ólíkir, svona eins og gengur, en Robin var þar ávallt í hlutverki hins ábyrga félaga. Við geymum minn- ingar um stórkostlega skemmtileg og góð ár og mikia samheldni okk- ar félaganna. Við gerðum víðreist til þess að sinna hinum ýmsu áhuga- málum okkar. Flugmannsferill Robins var allur hinn glæsilegasti. Hann hóf fiug- nám hjá Flugstöðinni hf. og starf- aði þar um tíma að námi loknu við flugkennslu og leiguflug. Síðan lá leiðin til flugfélagsins Vængja, en síðan var hann ráðinn til Flugfélags íslands og seinna til Flugleiða þar sem hann starfaði síðast sem að- stoðarflugmaður á B-757 flugvél- um. Kvöldið áður en Robin og Inga, kona hans, héldu til New York, þar sem hann leitaði sér lækninga, er ríkt í minningu okkar .Við komum þá saman vinirnir þrír ásamt eigin- konum okkar og rifjuðum upp ævin- týri þess tíma sem var okkur ávalit svo ofariega í huga. Þó svo að mjög væri af Robin dregið þetta kvöld, skemmtum við okkur, eins og okkur einum var lagið, við það að segja sögur um okkur sjálfa, sumar sann- ar, aðrar aðeins færðar í stílinn. Einhvern veginn höldum við þó að undir niðri höfum við skynjað að þetta kvöld gæti orðið það síðasta sem við værum allir þrír saman, því kvaðst var af miklum kærleika þegar við skildum. Um leið og við kveðjum gamlan góðan vin, biðjum við hann að haida fast um stýrið þar til leiðir okkar liggja saman á ný. Við vitum að hann verður þá búinn að kanna ókunna staði í nýjum heimi og verð- ur þá tilbúinn að taka okkur um borð og fyigja okkur á fund hins almáttuga Guðs. Við færum þér, elsku Inga, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sonur- inn Kristófer, foreldrar, systkini og aðrir vandamenn eiga samúð okkar allra. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á erfiðum tímum. Með vinarkveðju, Sigurgeir og Trausti. Kveðja frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna Föstudaginn 27. mars barst mér sú sorgarfregn að Robin Boucher væri látinn. Hann lést kvöldið áður á spítala í Rochester í New York fylki. A skömmum tíma hefur nú aftur verið höggvið skarð í hóp flug- manna hjá Flugleiðum hf. í bæði skiptin er um að ræða dáða félaga á besta aldri. Þrátt fyrir heilbrigt Iíferni og harða baráttu í veikindum sínum urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir þeim skæða sjúkdómi sem krabbamein getur verið. Kynni okkar Robins hófust um 1970 þegar við stunduðum flug- nám. Robin stundaði nám sitt af kappi og lauk atvinnuflugmanns- prófi árið 1971, blindflugsprófi næsta ár og öðlaðist svo flugstjóra- réttindi árið 1973. Robin var ætíð mjög vandaður, og um leið agaður flugmaður. Hann leitaði fullkomnunar í starfi sínu sem og í öllum öðrum hlutum sem hann tók sér fyrir hendur. Þessi eiginleiki fór ekki framhjá öðrum enda var hann vel liðinn þó hann P........... * Minningarkort Bandalags fslenskra skáta Síml: 91-23190 ffiŒ væri ákveðinn. Hann fékk því fljót- lega flugmannsstarf hjá Vængjum hf. og var innan skamms tíma beð- inn að gegna stöðu yfirflugstjóra hjá því félagi. Árið 1978 réðist Robin í vinnu til Flugleiða hf. í bytjun flaug hann Fokker flugvéium félagsins, en fluttist síðan yfir í milliiandafiug og starfaði á þeim vettvangi þar til sjúkdómur hans kom í ljós sl. haust. Það að auki tók hann þátt í starfi Landgræðslu ríkisins og flaug þar í dreifingarflugi á sumrin. Með starfi sínu sem flugmaður var Robin virkur á mörgum öðrum sviðum. Hann æfði badminton á vegum starfsmannafélags Flug- leiða, iðkaði sund í frítímum, átti auk þess litla einkaflugvél og var um skeið formaður Vélflugfélag íslands. Innan raða Félags íslenskra atvinnuflugmanna starfaði hann að tryggingarmálum, og í öryggis- nefnd félagsins meðan kraftar ent- ust. Nákvæmni, , prúðmennska og jafnvægi einkenndu fas Robins. Nákæmnin naut sín vel við bygg- ingu íbúðarhúss sem hann hóf að byggja fyrir sig og fjölskyldu sína, þau Ingu Dís og soninn Kristófer. Þó honum ynnist ekki tími til að ljúka því verki var hvert handtak úthugsað. Robin vildi frekar gera hlutina sjálfur og tryggja þannig að þeir yrðu gerðir eftir eigin höfði. Skömmu fyrir andlát Robins sameinuðust flest allir flugliðar Flugleiða um að senda honum hug- heilar kveðjur, og sýnir það best þann hug er samstarfsmenn báru til hans. Um leið og ég þakka samfylgd félaga, sem hefur gefið samstarfs- fólki og vinum sínumn af sjálfum sér, þá vona ég að minningarnar um góðan dreng styrki Ingu Dís, Kristófer, foreldra, systkini, ætt- ingja og vini í sorg þeirra. Tryggvi Baldursson. Kveðja frá Flugfreyjufélagi Islands Robin er látinn. í annað sinn á þessu ári kveðjum við góðan vinnu- félaga. Við sitjum hnípin eftir og veltum fyrir okkur tilgangi þess að ungur maður í blóma lífsins er hrif- inn burt. Robin var hlédrægur og þægileg- ur, hlýr og traustur, afar nákvæm- ur. Hann var þægilegur vinnufé- lagi. Þegar tækifæri gafst til að ræða saman kom hlýja hans best í ljós, þá leiddust umræðurnar oft að eiginkonu hans og syni sem hon- um þótti svo vænt um. Hann var mikill fjölskyldumaður og ræddi um fjölskyldu sína á þann veg að okkur sem ekki þekktum hana þykir óhjá- kvæmilega vænt um hana líka. í hugum okkar var Robin ímynd heilbrigðs lífernis, hann var reglusamur og stundaði mikið úti- vist og íþróttir. Við vonujluni að ákveðni hans og dugnaður leiddu til sigurs í erfíðri baráttu hans við krabbameinið og að við fengjum að vinna með honum að nýju. Bar- áttunni er nú lokið og við kveðjum með hryggum hug og söknuði góð- an dreng. Eiginkonu, syni og öðrum ástvin- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. F.h. félaga í Flugfreyjufélagi íslands, Gréta Önundardóttir. Minning: Gunnlaugur Ingi Haraldsson Fæddur 7. september 1928 Dáinn 23. mars 1992 Það er erfitt að trúa því að hann afi minn sé dáinn. Minningarnar hrannast upp í huganum. Eg var mikið hjá afa og ömmu enda er ég elsta barnabarnið þeirra og er fædd á afmælisdaginn hans afa. Það er sárt til þess að hugsa að við höldum ekki fleiri afmælisveislur saman ýmist í sumarbústöðum út um allt land eða heima. Alitaf var jafn gott að kúra í fanginu á afa og passa „holuna“ hans þegar hann var við vinnu úti á landi. Mig lang- ar að þakka fyrir öll ferðalögin og allt sem hann kenndi mér um land- ið og sögurnar sem hann sagði mér. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu á þessum erfiðu tímum. Ég kveð elsku Gulla afa jneð þakklæti fyrir allt. Anna Rós. Með þessum línum langar okkur að minnast Gulla- afa okkar og þakka fyrir að hafa mátt eiga hann að. Hann var okkur alla tíð hlýr og góður og þannig var hann öilum sínum barnabörnum. Við löðuðumst öll að afa og söknum hans. Minningin um traustan vin mun lifa meðal okkar. Við biðjum góðan Guð að geyma hann afa okkar í sínum náðarfaðmi og styrkja hana ömmu í hennar sorg. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú, sem djúpur harmur sker, þótt hrynji tár og svíði sár, að mest er miskunn Guðs. Og syng þú hveija sorgarstund þann söng um ást, þótt blæði und, og allt sé misst, þá áttu Krist Því mest er miskunn Guðs. (Sig. Einarsson, SB. 391) Gunnlaugur Ingi, Sunna Eir og KamiIIa Mjöll Haraldsbörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður og stjúpföður, JÓHANNS KRISTINS HALLDÓRSSONAR, vistheimilinu Seljahlfð. Sérstakar þakkir viljum við fœra starfsfólkinu í Seljahlíð fyrir frá- bæra umönnun. Ragnheiður Sölvadóttir, Sólveig Jóhannsdóttir, Jón Jónsson, Guðjón Jónsson. Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns og föður, BIRNIS BJARNASONAR héraðsdýralæknis, Höfn, Hornafirði. Edda Flygenring, Sigrún Birna Birnisdóttir, Garðar Ágúst Birnisson, Hildur Björg Birnisdóttir. + Eiginmaður minn, ALFREÐ ÞÓRARINSSON, lést á Hrafnistu aðfaranótt 5. apríl. Kristfn Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON, Framnesvegi 63, lést í Borgarspítalanum 5. apríl. Ásdís Steingrímsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Guðrún Kristmundsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Ásmundur Kristinsson, Steingrfmur Guðjónsson, Marfa Hreinsdóttir og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMUNDUR ÞÓRÐARSON, Sólvangi, andaðist laugardaginn 4. apríl. Sigurdór Hermundarson, Sigrún Ólafsdóttir, Bjarni Hermundarson, Ester Hurle, Sigurður Hermundarson, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + ELSA KRISTJÁNSDÓTTIR hjúkrunarkona, Aifheimum 70, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8. apríl kl. 13.30. Stefán Guðnason, Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir, Baldur Jónsson, Svava Stefánsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs. ADOLFS TÓMASSONAR. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar A-3 á Borgarspítalánum. Sjúkrahússpresti, séra Birgi Ásgeirssyni, sam- starfsfólki, ættingjum og vinum eru færðar þakkir fyrir hjálpina. Sigrún Baldvinsdóttir, Þorsteina S. Adolfsdóttir, Tómas I. Adolfsson. Sigríður Pálsdóttir, Þórsteina Guðjónsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AÐALBJARGAR BJARNADÓTTUR, Droplaugarstöðum. Stella Magnúsdóttir, Nikulás Sveinsson, Kristján Einarsson, Þórdís Sigurjónsdóttir, Vera Einarsdóttir, Einar Jónsson, Sigríður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.