Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Valgerður Guðmunds- dóttír - Minning Fædd 30. júm 1935 Dáin 27. mars 1992 Þegar ég nú kveð æskuvinkonu mína Völku er mér efst í huga minningin um okkur 12 ára gaml- ar, þegar við kynntumst í Miðbæj- arskólanum, en við vorum miðbæj- arbörn. Valka bjó í Tjarnargötu 37 en ég í Veltusundi 3B. Við hitt- umst þá daglega og oft á dag. Ef veður leyfði var spanað heim með töskurnar, borðað og svo hist við Tjöminá til að fara á skauta. Á vorin voru það svo hjólreiðatúrar, fallin spýtan og alls kyns útileikir með krökkunum í nágrenninu. Þá var enn hægt að leika sér í Tjarnar- götu og í Suðurgötu; aðeins var vikið fyrir þeim fáu bílum sem .áttu leið um. Þetta voru skemmti- legir tímar og ómetanlegur vin- skapur okkar á milli. Á sumrin fórum við í sveit, Valka að Hvítárbakka í Borgar- firði, ég að Arnarstapa á Mýrum. Sautján ára gamlar fórum við gagnfræðingarnir svo í húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði. Valka var úr _ „Gaggó Vest“, ég úr „Kvennó“. Á Laugalandi vorum við um 40 stúlkur víða af landinu. Við fórum í helgarleyfi til Akur- eyrar aðra hveija helgi. Þar kynnt- ist Valka eftirlifandi eiginmanni sínum, Magna Guðmundssyni, traustum og yndislegum manni. Þau stóðu þétt saman gegnum gleði og sorgir í lífinu. Þessi veikindaár Völku stóðu hann og dætur þeirra tvær, Elín og Ingi- björg, sambýlismaður Ingibjargar; Marteinn, að ógleymdri systur Völku; Bergljótu, ávallt við hiið hennar þar til yfir lauk. Síðasta lega Völku á spítalanum stóð í tæpa viku. Hún hafði þá verið eins mikið heima og mögu- legt var. Valka hældi lækni sínum og hjúkrunarfólki á Landakoti mik- ið, en heima var alltaf best. Við höfum verið saman í sauma- klúbb næstum allt frá því við vor- um á húsmæðraskólanum. Við í klúbbnum söknum hennar sárt en þökkum Guði fyrir að gefa henni hvíld frá þrautum. Við þökkum henni samfylgdina og biðjum um styrk fjölskyldu hennar til handa í gegnum þessa erfiðu þraut. Veri traust og góð vinkona mín kært kvödd og hafi hún þökk fyrir 0DEXION MAXl-plastskúffur varðveita smáhluti Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. ( r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 allt gott í gegnum lífið. Kveðjur frá Ninnu, Möllu, Grétu og Línu. Auður Steingrímsdóttir. Látin er góð vinkona okkar hjóna, Valgerður Guðmundsdóttir. Hún lést á Landakotsspítala eftir erfið veikindi. Valgerður eða Valka eins og hún var kölluð var fædd í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Elín Olafs, húsfreyja og Guðmund- ur Ólafs, lögfræðingur. Valka ólst upp hjá foreldrum sínum og tveimur yngri systrum, þeim Bergljótu og Ástu. Innan við tvítugt fór Valka á húsmæðraskól- ann að Laugalandi í Eyjafirði og þar réðust'örlög hennar, því að þar hitti hún tilvonandi eiginmann sinn, ungan Akureyring, Magna Guðmundsson, lærðan skipasmið. Þau giftu sig nokkrum árum seinna og fóru til Stokkhólms. Þar fór Magni í framhaldsnám. I Stokk- hólmi hófust kynni okkar. Við bjuggum í sama húsi í erlendri stórborg í tvö ár, og það fór ekki hjá því að samgangur yrði náinn. Þarna fæddust okkar fyrstu börn, svo að margar sameiginlegar minningar eru bundnar þessu tímabili. Við höfum verið svo lán- söm að geta talið þau hjón til okk- ar bestu vina allar götur síðan. Við minnumst áranna í Stokk- hólmi. Allra heimsóknanna upp á„ efstu hæð í litlu skemmtiiegu og hlýlegu íbúðina þeirra Völku og þáðum góðar veitingar og ræddum saman á meðan sólin hvarf bak við skógarásana og ljósin kviknuðu í gluggum stórborgarinnar hinum megin við sundið. Þá fundum við hvað Valka gat oft séð hlutina frá öðru sjónarhomi en maður sjálfur og það fékk mann til að hugsa upp á nýtt og velta upp nýjum flötum á málefninu. I minningunni er mik- il sól og hlýja yfir þessum samveru- stundum. - Það eru að verða. 30 ár síðan við hittumst fyrst, en sambandið rofnaði ekki þótt við flyttumst heim. Oft höfum við komið á heim- ili Völku og Magna hvar sem það hefur staðið. Síðustu 16 árin hafa þau búið á Seltjamarnesi og'-komið sér vel fyrir á fallegu heimili. Við höfum setið góðra vina fundi, tek- ið þátt í gleði og sorg hvers ann- ars, rætt það sem á dagan hefur drifið, hlegið saman eins og aðeins er hægt að gera með góðum vin- um. Núna hefur Valka kvatt þenn- an heim á besta aldri og einhvern veginn finnst manni, að hún hafi átt eftir að framkvæma svo margt fyrir nokkrum ámm. í fyrstu voru góðar vonir um að hún yfirstigi sjúkdóminn, en þá tók hann sig upp aftur og síðustu mánuðina var hún mjög veik. HREINLÆTI = ÖRYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis - er gœlt. Hagstœtt verð. ARMULA 21 SIMAR 686455 685966 Valka veiktist af krabbameini fyrir nokkram árum. í fyrstu voru góðar vonir um, að hún yfirstigi sjúkdóminn, en þá tók hann sig upp aftur og síðustu mánuðina var hún mjög veik. Valka og Magni eignuðust tvær dætur þær Elínu'VÍðskiptafræðing og Ingibjörgu bankastarfsmann. Unnusti hennar er Marteinn Sig- urðarson nemi. Nú að leiðarlokum minnumst við sérstakrar konu og glæsilegrar, vinar sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Við sendum Magna, Ellu og Ingu og öðrum aðstandendum, okkar innilegústu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra stóra sorg. Gunna og Sammi. „Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma“ segir í hinni helgu bók. Mönnum, sem öðru, virðist vera afmörkuð stund af almættinu. Tíminn líður áfram jafnt og þétt og bíður ekki eftir neinum. Við höfum nú fengið að skynja á áþreifanlegri hátt en ella, að tímans rás fær ekkert stöðvað. Allt of stutt fengum við að njóta samvistar við vinkonu okkar og nágrannakonu, Valgerði Guð- mundsdóttur, sem í dag verður kvödd hinstu kveðju. Hún andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 27. mars. Valgerður, eða Valka eins og hún var jafnan kölluð meðal vina og vandamanna, var fædd 30. júní 1935, dóttir hjónanna Guðmundar Ólafs, fyrrverandi bankastjóra, og Elínar Magnúsdóttur, sem bæði eru látin. Valka var elst af þremur dætrum þeirrá hjóna. Hún giftist Magna Guðmunds- syni tæknifræðingi og eiga þau tvær dætur, Elínu og Ingibjörgu. Valka var glæsileg kona, greind og heilsteypt, með elskulegt viðmót og góður vinur vina sinna. í 16 ár höfum við verið nágrann- ar í landi Mýrarhúsa á Seltjarnar- nesi, en þaðan var Valka ættuð í föðurætt. Af miklu er að taka þegar minnst er vináttu og nábýlis í lang- an tíma. Mörg vorin höfum við notið þess að horfa á allt vakna til lífsins á ný í kringum okkur eftir vetrardvalann, reynt að búa okkur til vin í görðum okkar við ströndina á Seltjarnarnesi og háð baráttú við sjávarsalt og næðing og verið býsna stolt af árangrinum. Milli húsa og yfir grindverkið var skipst á plöntum og græðlingum og tilraunir gerðar með ýmsar tegundir, sem ekki áttu að lifa á Nesinu, en lifðu þó. Svo var nota- legt að fá sér kaffi saman í amstr- inu og spjalla um daginn og veginn. En minningar um samveru- stundir ná lengra aftur í tímann. Kynnin ná til námsáranna í Sví- þjóð, en þar var iagður grunnur að vináttunni. Og margar góðar stundir höfuiji við átt með sameig- inlegum vinum frá þeim árum. Minningar um ánægjuleg ferðalög erlendis, sem við fyrst fórum fjög- ur saman og síðar með bömin. Nú, þegai- styttast fer í vorið, garðarnir okkar fara að taka við sér eftir vetrardvalann, daginn að lengja og vorkvöldin að verða svo óendanlega falleg hér við sjóinn, minnumst við með þökk góðu stundanna sem við höfum öll átt hér saman. Við fjölskyldan vottum Magna, Ellu, Ingu og Matta, systram Völku, tengdamóður og öðrum ættingjum innilegustu hluttekn- ingu og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Herdís og Sigurður. Föstudaginn 27. mars sl. lést. Valgerður mágkona mín á sjúkra- húsi í Reykjavík eftir langa og erfiða baráttu. Útför hennar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag, rúmum 6 mánuðum eftir að við kvöddum móður hennar þar. Valka var fædd í Reykjavík sumarið 1935, elsta dóttir hjón- anna Guðmundar Ólafs lögfræð- ings og Elínar Magnúsdóttur. Ólst hún upp í vesturbænum ásamt Bergljótu systur sinni, en yngsta systirin, Ástríður, fæddist ekki fyrr en þær eldri voru á unglingsáram. Eg kynntist Völku lítillega þegar við voram í Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar, jafnaldrar. Hún var glæsileg ung stúlka, há og tiguleg og var eftir henni tekið þar sem hún fór. Að loknu gagnfræðaprófi var hún einn vetur á húsmæðra- skólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Norðurförin átti eftir að reynast henni mesta happaskref því þar kynntist hún ungum iðnnema sem skömmu síðar ákvað að halda áfram námi sínu í Reykjavík. Var þar kominn Magni Guðmundsson og gengu þau í hjónaband í vetrar- byijun 1957. Áð lokinni skólagöngu hóf Valka störf í Útvegsbanka íslands og vann hún þar allmörg ár, eða þang- að til þau hjónin héldu til Stokk- hólms 1960 þar sem Magni hóf nám í byggingartæknifræði. Þar vann Valka í banka þangað til eldri dóttirin fæddist sumarið 1964, Elín, sem lauk prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands sl. vet- ur. Eftir 5 ára dvöl við nám og störf í Stokkhólmi fluttu þau heim til íslands og settust að í Vestur- bænum. Magni hóf strax störf hjá Landsvirkjun en Vaika sinnti heim- ili og dótturinni ungu. Vorið 1969 fæddist yngri dóttirin, Ingibjörg, sem lauk stúdentsprófi sl. vor. Hún er í sambúð með Marteini Sigurðs- syni. Jafnframt heimilisstörfum lauk Valka námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum. Eftir að um hægðist heima fyrir starfaði Valka utan heimilis, fyrst við tækniteiknun og skyld störf en síðast á sjúkraheimili Hvítabands- ins. Eg kom ungur á heimili foreldra hennar og kynntist vel mannkost- um sem þar ríktu. Heiðarleiki og hreinskiptni vora það veganesti sem dæturnar fengu úr foreldra- húsum. Valka stóð dyggan vörð um þann auð sem hún hlaut að heiman. Hún var glæsileg kona, frekar hlédræg, hófsöm og ákaf- lega hreinlynd og felldi sig ekki við lausung og óheiðarleika, sem allt-of oft blasa við okkur í dag. Henni lét best að hlúa að heimili sínu og börnum en skeytti minna um veraldlegt fánýti. Fyrir um 15 árum byggðu þau hjón sér fallegt raðhús á norðan- verðu Seltjarnarnesi, í túni ömmu hennar og nöfnu í Mýrarhúsum. Átti Valka margar góðar minning- ar af þessum slóðum um sunnu- dagsheimsóknir til föðurfjölskyldu sinnar í æsku. Á þeim árum stóðu Mýrarhús berskjölduð fyrir norðanáttinni og ennþá næðir kald- ur vindur um norðurströnd Nessins þegar þannig viðrar. Þess vegna var hún stolt af garðinum sínum að húsabaki, sem hún ræktaði af eljusemi og mikilli smekkvísi og hún hafði gaman af að sýna systr- um sínum og fjölskyldu hverju hún fékk áorkað, þar sem þau öll þekktu til veðráttunnar. Öll undr- uðumst við hvað hægt var að gera þarna þegar hún sýndi okkur nýj- ustu rósirnar sínar og skrúðblómin öll, sem blómstraðu þar í skjóli hennar. Heimili þeirra hjóna er afar fal- Iegt og smekklegt og veit ég að húsmóðirin réði þar- miklu um. Ekki er svo að skilja að þau hjón hafi verið ósammála um frágang Sigurlilja Þorgeirs- dóttir - Minning, í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Sigurlilja Þor- geirsdóttir. Nú að leiðarlokum langar mig að minnast þessarar góðu konu með örfáum orðum. Sigurlilja, eða Lilja eins og hún var alltaf kölluð, var fædd að Eystra-Fíflholti í Landeyjum 13. febrúar 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Pálfríður Jónasdóttir og Þorgeir Þorsteinsson. Lilja var næstelst fjögurra systkina, en þau voru Guðjón Kristinn, sem nú er látinn, Þórhildur og Jónína Re- bekka. Lilja giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurjóni Sigurðssyni, 17. nóvember 1945, og eignuðust þau tvö börn, Guð- leifi Fríði, gifta Ólafi Ólafssyni framkvæmdastjóra, þau eiga tvo syni, Hjört og Jónas; Sigurgeir ljósmyndara, kvæntan Helgu J. Gísladóttur, og eiga þau þijú börn, Helgu Jenný, Siguijón og Benjam- ín. Ég var aðeins unglingur að aldri þegar fundum okkar bar fyrst sam- an. Mér er það mjög minnisstætt hversu hlýlega hún tók mér, sem og öllum vinum og kunningjum barna hennar. Við vorum alltaf velkomin og veitingar framreiddar af rausnarspak. Pönnukökurnar voru leynivopnið hennar enda róm- aður af heimilisvinum. Það leið öllum vel í návist hennar. Hún hafði tignarlegt fas. Góðvild og hlýja einkenndu framgöngu henn- ar. Hún var alltaf tilbúin að leið- beina og aðstoða og barnabörnin nutu óspart dugnaðar hennar með pijónana. Alltaf var jafnræðis gætt. Hún var sterk í trú sinni og kenndi barnabörnunum bænir. Síðustu árin bjuggu þau hjónin í Miðleiti 7 þar sem þau áttu yndis- leg ár í hópi góðra granna. Er á engan hallað þó sérstaklega sé getið þeirra Sólveigar og Eysteins. Lilja og Siguijón voru mjög sam- rýnd og er því mikill harmur kveð- inn að mínum kæra tengdaföður, en ljúfar minningar hljóta að milda sáran trega. Lilju bið ég Guðs blessunar um leið og þökkuð eru gengin epor. Helga J. Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.