Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Ókeypis Hectrolux og Rowento ef ísiond vinnur Ekki missa af Eurovisionleiknum. Öll Rowenta og Electrolux heimilistæki sem eru keypt fyrir 9. maí fást endurgreidd ef ísland vinnur í Eurovision söngvakeppninni. Vib vefcjjum á ísland, veðja þú á okkur 11©) rtttan i Ei HÚSASMIÐJAN Heimasituðjan oe sölustaðir um land allt. BÖRN OG NÁTTÚRA Á NORÐVESTURHORNINU Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Ævintýri á norðurslóðum Þrjú ævintýri frá Grænlandi, Færeyjum og Islandi Móðir hafsins (Grænland). Leikstjórn Mariu Olsen. Hand- rit Jens Brönden. Aðalleikend- ur Klara Jakobsen, Niels Thomassen, Agga Olsen. Hannis (Færeyjar). Leikstjórn og handrit Katrin Ottarsdótt- ir. Aðalleikendur Sólja Klar- gaard, Rúni Gunnarsson, Martina Olsen, Kári Mourits- en. Hestar og huldufólk (ísland). Leikstjóri Kristín Pálsdóttir. Handrit Guðný Halldórsdóttir. Aðalleikendur Guðmar Þór Pétursson, Sylvía Sigurbjörns- dóttir, Bessi Bjarnason, Edda Heiðrún Bachmann, Arnar Jónsson, Þórhallur “Laddi“ Sigurðsson. Þumall kvik- myndagerð, Magmafilm, Kvik- myndafélagið Umbi, íslandi. Nanoq Film & TV., Græn- landi. Kaleidoskop Films, Fær- eyjum. Fyrstu kvikmyndirnar sem unnar eru í sameiningu af eyríkj- unum þrem sem staðsett eru á svokölluðu Norðvesturhorni, byggja öll á svipuðu þema - börn- um útí náttúrunni sem sveipuð er nokkurri dulúð. Þá eru höf- undar myndanna mikið til konur. Allir leikstjórarnir og tveir hand- ritshöfundanna. Fyrsta myndin í þrennunni kemur frá nágrönnum okkar í vestri, Grænlendingum. Gömul frænka kemur í heimsókn í lítið veiðimannaþorp og segir ungum systkinum ævintýrið af Móðir hafsins sem kvarti undan óstjórnlegri mengun í hafinu sen setjist í hár hennar. Dagin eftir halda systkinin útá ísinn, og viti menn, ævintýrin ennþá gerast. Dulúðarfyllsta sagan og um- hverfið ægifagurt. Boðskapurinn kristalstær, við verðum að sýna umhverfi okkar meiri virðingu annars mun illa fara. Enda lúðan mikið til horfin við Vestur- Grænland af mannavöldum, svo dæmi sé tekið. Því hefði verið betur komið litríku plastsorpi í hár Hafsmóðurinnar en þara, þangi og skel. Hér segir nokkuð reynsluleysi til sín, einkum í leik barnanna. Hér talar sögumaður íslensku yfír textanum og tekst sá kostur bærilega. En skærin hafa gleymst... Hannis heitir hann, skiýtni karlinn í litla fiskiplássinu í Fær- eyjum. En þar eyða ung systkin frá Þórshöfn sumarfríinu sínu undir verndai'væng ömmu. Er hún reyndar eina manneskjan sem umgengst Hannis, þennan undarlega einfara sem börnun- um stendur nokkur stuggur af þó þau setji sig ekki úr færi að hrekkja hann. En amman segir barnabörnunum sínum frá Þórs- höfn ástæðuna fyrir annarlegri hegðun karlsins og í lokin hafa þau skilið þá lífskvöi sem býr að baki hátta gamla mannsins. Hlý og falleg saga og snyrti- lega gerð en kemst ekki sem skyldi til skila. Persónurnar, einkum börnin, eru fjarlæg, fá- mál og heldur viðvaningsleg. Þá er myndin talsett og raddirnar passa ekki alltaf nógu vel. Það sem eftir situr er ábúðamikið, rúnurn rist andlit Kára Mouritsen í hlutverki Hannisar. Rúsínan í pylsuendanum er hinn íslenski hluti þrennunnar, Hestar og huldufólk. Rammís- lenskt ævintýri með mörgum þeim eðlisþáttum sem hrífa börn á öllum aldri. Samvistir við dýr- in, drauminn um fyrsta hestinn, veðiskapur, fjallganga, sjálf- skeiðungurinn góði að ógleymdu huldufólkinu sem hafði búsetu í öðrum hverjum hól og hamri fram eftir öldinni. Þessa þræði fléttar handritshöfundur laglega saman svo úr verður skemmtileg kvikmynd um smásögu úr sveit- inni. Ungu leikararnir standa fyrir sínu og þeir eldri slá á hár- réttar nótur. Þetta er eina mynd- in sem ekki líður fyrir lengd. Þijár misgóðar myndir en allar hafa þær eitthvað til síns ágætis og í það heila tekið er gerð þeirra lofsvert framtak sem undirstrik- ar sérstöðu okkar meðal annarra Evrópuþjóðu, ekki veitir af nú þegar hriktir í öllum landamær- um. Við njótum þess greinilega framyfir granna okkar að íslensk kvikmyndagerð stendur orðið styrkum fótum og eigum orðið fjöldan allann af bæði reyndum og hæfum kvikmyndagerðar- mönnum. Æfingin skapar meist- arann. íslensk gæðahúsgögn með 5 ára ábyrgð. Skrifborðsstólar ímikluúrvali. Verð frá kr. 7.125,-stgr. Margargerðiraf tölvuborðum. Verðfrákr. 12.500,- BÍRÓ SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐKR.12.350,-STGR. MEÐÖRMUMKR. 16.500,- h j n q TB-10 TÖLVUBOI VERÐKR. 11.875,-STC s t e i n a r meðhuðarplö SMIÐJUVEGI2 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI46600 KR. 14.70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.