Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 23 aukafullur þáttur þýskrar arfleifðar og það verður að bera þá byrði af hógværð og ábyrgð. Einmitt þess vegna þreytist ég ekki á að gagn- rýna fortíðina og fylgjast vel með því sem gerist. En þýsk arfleifð á líka annan hóp manna eins og Mart- in Luther, Friðrik mikla, Kant, Humboldt, Ferdinand Lasalle, Max Weber og Friedrich Naumann og einnig Konrad Adenauer, Theodor Heuss, Willy Brandt og Richard von Weizsaecker svo aðeins nokkrir séu nefndir. Vegna þess að Þýskaland er nú lýðræðisríki sem þekkir skyldur sín- ar þarf ég ekki að þegja ef saga eftirstríðsáranna er gróflega rang- færð; ef til vill af ásettu ráði í því skyni að beijast gegn því sem mín kynslóð vill beijast fyrir. Þótt Þjóðveijar séu að sjálfsögðu ekki fulkomnir, þá eru þeir ekki glæpamenn og eiga betri ummæli skilið því að þeir hafa sýnt það að þeir geta lært af reynslunni og snú- ið til betri vegar. Þegar því er bætt við að aðferð- irnar nú séu aðrar en notaðar voru áður og þannig sé gerður greinar- munur á fortíð og nútið, þá er í raun verið að bæta gráu ofan á svart vegna þess að með því er gefið í skyn að markmiðið sé enn hið sama sem það var fyrir-50 árum síðan. Að_ leggja undir sig Austur- Evrópu? Útrýma gyðingum og öðr- um hópum? Reisa útrýmingarbúðir? Hlaða undir herraþjóðina? Hver trú- ir þessu í alvöru? Að mínu áliti er ekki nokkur leið fyrir mann sem vill láta taka sig alvarlega, hvað þá fyrrum forsætis- ráðherra, að svo mikið sem láta að því liggja að það megi bera saman einræði, kynþáttaofbeldi og stríðs- áróður Þýskalands nasismans ann- ars vegar og lýðræði, fijálslyndi og friðaráhuga Sambandslýðveldisins hins vegar. Þótt Þýskaland sé langt Jónas Pétursson „En aldrei vottar fyrir g'lóru af skilningi á sök samfélagsins, sem hefir lengst af síðustu 10-12 árin rænt og ruplað af þessum atvinnuvegi arðinum sem hann hef- ir skapað!“ leiðslu, iðju og útflutningsgreina, og innlendrar sjálfsbjargar — yfir til peninga og fjármagns. Ég nefni dr. Magna Guðmundsson, Gunnar Tómasson, Bjarna Einarsson og nú ekki alls fyrir löngu hagfræðingur í skarpri ádrepu um daginn og veg- inn. Annaðhvort er þagað við eða álkór valdsins veifar veldissprotan- um! Og það grátlega fyrirbæri birt- ist í þjóðlífinu að verkalýðs- og al- þýðuforustan virðist heilluð af þeirri hagstjórn að pissa í skóinn! En þetta verður ekki til réttlæt- ingar viðhorfi forsætisráðherra semvirðist lifa í myrkvuðum hugar- heimi, í horfi til íslenzks atvinnulífs um strönd og dali, fiskveiða, bú- skapar og hvers konar iðju og bjarg- ræðis af íslenzkum rótum. Atvinnuieysi á íslandi! Heimsku- legasta fyrirbæri nútímans! Efni í aðra grein! Höfundur cr fyrrvernndi alþingismnöur. frá því að vera fullkomið, þá er það virtur þátttakandi í samfélagi þjóð- anna og hefur verið það um áratuga skeið. Sá sem ekki viðurkennir þetta, er varla fær um að meta og skilja sögulegt samhengi framvind- unnar í heiminum í dag. Sem betur fer hef ég lært það af löngum kynnum mínum af Islend- ingum að þeir eru vingjarnlegir, skilningsgóðir og skynsamir. Þess vegna veit ég að tilraunir til að skapa andúð á Þjóðveijum, og þar með andúð á Evrópu, munu ekki takast. Þau ummæli sem hér hefur verið fjallað um, munu væntanlega verða til þess — þvert ofan í það sem ætlast var til — að íslendingar geri sér betur grein fyrir því að þróunin í átt til samvinnu og sam- runa Evrópuþjóða verður ekki stöðv- uð. íslendingar hljóta að taka þátt í þeirri þróun. Höfundur er hagfræðingur og stjórnmálafræðingur. Viðurkenning fyrir gæði og þjónustu HANS Petersen hefur fyrir hönd Kodak veitt Bókaverslun Andrés- ar Níelssonar á Akranesi viður- kenningu fyrir gæði og góða framköllunarþjónustu, segir í frétt frá Hans Petersen hf. Kodak í Englandi hefur í gegnum umboðsaðila sína hér eftirlit með gæðum Kodak Express framköllun- arstaðanna á íslandi. Fylgst er með gæðum framleiðslunnar og þjón- ustunnar og jafnframt hæfni starfs- fólks. Þannig vilja Kodak og um- boðsaðili þeirra Hans Petersen tryggja að viðskiptavinir Kodak Express-staðanna njóti alltaf sem bestrar þjónustu. Bókaverslun Andrésar Níelssonar fær í verðlaun fyrir hinn góða árangur, auk viðurkenningarskjals, helgarferð fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu. Á myndinni eru talið f.v.: Þórður Skúlason frá Hans Petersen, Sigur- björn Guðmundsson og Hallgrímur Jónsson frá Bókaverslun Andrés- ar Níelssonar á Akranesi. , fýrir aðeins 99.900 kr. Ódýr og spennandi lúxusferð til Tælands Verö miöast viö einstakling í tveggja manna herbergi. 1250 kr. flugvallarskattur er ekki innifalinn í veröi. Nú er tækifærið til að hverfa á vit framandi menn- ingar og ævintýra í Tælandi. Royal Cliff hótelið er dval- arstaður sem er þekktur fyrir þægindi og glæsileika. ' Fjögur ár í röð hefur hótelið verið kosið besti hótelstaður- inn í allri suð-austur Asíu. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. Hvergi er auðveldara að lifa í vellystingum en einmitt þarna. Á hótelsvæðinu er t.d. að finna sundlaugar, fjóra 18 hoiu golfveili, glæsilegar versl- anir, spennandi námskeið í ströndinni og aðeins tveggja tíma akstur til Bangkok. SAS býður ferð og lúxus- dvöl á Royai Cliff hótelinu í tvær vikur á aðeins 99.900 kr. ff/f/SAS SAS á íslandi • valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 tælenskri matargerð auk bestu þjónustu og aðbúnaðar sem hægt er að hugsa sér. Stutt er í iðandi mannlífið á Pattaya Tekið er á móti farþegum á flugvellinum í Bangkok við komu og ekið aftur við brottför. Láttu draumaferðina til Tælands verða að veruleika - það er mögulegt með SAS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.