Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 17 fyrir álagningu 3% vaxta á námslán, að nágrannar okkar Danir krefjist 9,5% vaxta af námslánum til þar- lendra námsmanna. Þrenns var látið ógetið. í fyrsta lagi er þarna um að ræða nafnvexti en ekki raunvexti eins og íslenska frumvarpið gerir ráð fyrir. I öðru lagi greiðir Daninn að- eins vexti af u.þ.b. þriðjungi að- stoðarinnar, styrkurinn er auðvitað styrkur. í þriðja lagi er þess ógetið, að vextir þeir er Daninn greiðir eru 100% frádráttarbærir frá skatt- stofni. Þijú lýsandi dæmi um vill- andi málflutning. Það er forkastanlegt að umræður á Alþingi skuli byggjast á röngum upplýsingum sem þessum. Þetta dæmi sem hér var tekið er aðeins eitt af mörgum um vitleysur og/eða rangfærslur í fylgiskjölum frum- varpsins. Hver veit hvaða vitleysur leynast í samanburðinum sem gildir fyrir hin Norðurlöndin? Verða al- þingismenn ekki að gera þá lág- markskröfu að upplýsingar sem gefnar eru í fylgiskjölum frumvarpa séu réttar? Á hátíðum og tyllidögum talar utanríkisráðherra íslands íjálglega um að ísland verði að tryggja sér farseðil inn í framtíðina. Ef þetta eru kjörin sem þjóðin ætlar að bjóða sonum sínum og dætrum er ekki ólíklegt að þau verði farþegar hjá erlendu flugfélagi. 30. mars 1992, f.h. íslenskra námsmanna í Álaborg, Eggert Tryggvason, Gunnar Guðlaugsson, Klemens Hjartar. Höfundar stundn nám ! verkfræði við Aalborg Universitetscenter i Álaborg. Sr. Friðrik Friðriksson Magnús Baldvinsson Ný hljómsnælda með söngwm séra Friðriks KFUM HEFUR gefið út hljómsnældu með 17 söngvum eftir séra Frið- rik Friðriksson. Magnús Baldvinsson, ungur bassasöngvari, syngur lögin við undirleik Olafs Vignis Albertssonar. Magnús hefur stundað nám í Bandaríkjunum og víðar og er nú ráðinn óperusöngvari í San Francisco. Upptakan var gerð í desember sl. er hann var hér í stuttri heimsókn og fór hún fram í Langholtskirkju. Ilann kynntist sjálfur mörgum þess- ara söngva á yngri árum og syngur þá hér á látlausan og hrífandi hátt, segir í frétt frá KFUM. Söngvar séra Friðriks eru fleiri en svo að tölu verði á þá komið með góðu móti. Margir þeirra eru vel þekktir, ekki síst þeir sem eru í sálmabók kirkjunnar. Aðrir eru ekki eins kunnir utan vébanda þeirra fé- laga, sem séra Friðrik stofnaði og veitti forstöðu til æviloka, KFUM og KFUK. Hann var fundvís á falleg lög við söngva sína og sálma, sem flytja jafnframt þann boðskap sem var honum hjartans mál og kristin kirkja hefur flutt frá öndverðu. Unnt er að fá hljómsnælduna á skrifstofu KFUM og K við Holtaveg. Má einnig panta hana í síma félag- anna. Auk þess er hún seld í Kirkju- húsinu við Kirkjutorg, Jötunni, Há- túni 2, og nokkrum hljómplötuversl- unum. Utgáfan er einnig til styrktar byggingu aðalstöðva KFUM og K við Holtaveg. Stórafsláttur af hvítum fataskápum Vönduð íslensk framleiðsla. Verðdæmi: Skápur100x210x62 cm Áður: 27.373 kr. Páskatilboð: 22.104 kr. stgr. Stakir skápar ---1---------------1--- Skápur 300x248x62 cm =K Aður: 117.620 kr. Páskatilboð: 89.979 kr. stgr. Einingar milli veggja AXIS HÚSGÖGN HF., A YI C SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGI, /VVl J SÍMI43500 m ÚLPU dágu 20-50^ 5.-15. APRÍL Raðgreiðslur Póstsendum samdægu Ss .MORRABIWA60SÍM11Z0Æ r—*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.