Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 Goblin Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir BAR 8 Öruggur stúlknasigur ANNAÐ tilraunakvöld Músíktilrauna var haldið sl. fimmtudag og kepptu þá átta sveitir um sæti í úrslita- keppninni sem fram fer nk. föstudag. Öruggur sigur- vegari kvöldsins var kvennasveitin Kolrassa krókríð- andi, en dauðarokk kom þar fast á eftir. Forgarður helvítis Fyrsta sveit á svið var rokksveit úr Reykjavík sem bar heitið Goblin. Sveitin var full karakterlaus, en kannski hefði meiri gítar bætt þar úr. Þó söngvari sveitarinnar virtist afslapp- . aður voru aðrir sveitarmenn ’óöruggir og komust ekki á skrið fyrr en í þriðja laginu. Næsta sveit, BAR 8, var vel þétt sveit úr Kópavogi, sem galt þess hve hún var ófrumleg í lagasmíðum. Einnig var bassaleikari sveitarinnar full virkur, en söngvarinn var öruggur og gítarar skemmtilegir. Svo var og með Selfosssveitina Skítamóral, sem fetaði í fót- spor BAR 8. Þar bar einna mest á söngvara sveitarinn- ar sem var góður rokk- söngvari, en keyrði fullmik- ið á háu nótunum. Þá sveit láðist reyndar að kynna en hana skipa Herbert Viðars- son bassaleikari, Arngrimur Haraldsson gítarleikari, Gunnar Ólafsson gítarleik- ari og söngvari, Jóhann Backman trommuleikari og Kristján Eldjárn Þóroddsson hljómborðsleikari. Kvennasveitin Kolrassa Krókríðandi kom skemmti- lega á skjön við það sem áður var komið. Þær voru stirðar af stað, en annað iag sveitarinnar var fyrirtak og það þriðja hreint afbragð. Fimmta sveit kvöldsins, Keldusvínin, var sennlega með þá texta sem mest var lagt í, en ekki endilega þá bestu. Sveitin var skemmti- lega þétt, en lögin ekki eftir- minnileg, þó með sprettum. Ein eftirminnilegasta til- raunasveitin, Forgarður helvítis, kom á eftir Keldu- svínunum. Sú sveit kallaði sig grindcoresveit, en kannski var fullmikið af dauðarokki í stöku lögum og kaflaskiptingar ekki eins afgerandi og æskilegt væri. Hvað sem því líður var gam- an að fylgjast með sveitinni og vonandi að hún þrói stíl sinn áfram. Carpe Diem kom aftur á móti ekki eins skemmtilega á óvart. Sveit- in byrjaði geysivel, en svo datt botninn úr öllu saman og það besta við fjórða lag sveitarinnar var að það var lokalagið. Lokatónana átti eina dauðarokksveitin að sinni, Clockwork Diabolus. Gangvirkið djöfullega stát- aði af einum besta dauða- rokkrymjara Músíktilrauna til þessa, sem var með djö- fullega djúpa bassarödd og bar sveitina uppi á köflum. Gítarhljómur var afar ein- kennilegur en annar gítar- inn hljómaði eins og þota í aðflugi en í hinum heyðist nánast ekkert. Úrslit kvöldsins urðu þau að Kolrössur sigruðu nokk- uð örugglega, í öðru sæti urðu dauðarokkararnir í Clockwork Diabolus, en dómnefnd ákvað síðan að hleypa Skítamóral áfram. Árni Matthíasson. ■ ÚTER komiðnýttheftiafTíma- riti Máls og menningar og er það 1. hefti 53. árgangs. I kynningu út- gefanda segir: „Heftið er heigað __þarna- og unglingabókum og fjalla fimm greinar um það efni. Meðal þeirra má nefna yfirlitsgrein eftir Þuríði J. Jóhannsdóttur um íslenskar unglingabækur frá undanfömum árum og grein Ólafar Pétursdóttur um danskar unglingabækur. Báðar telja þær að of oft sé kastað höndun- um til slíkra bóka hér á landi. Þá fjallar Ragnheiður Gestsdóttir um myndskreytingar í bamabókum og nauðsyn þess að vandað sé til slíks efnis. Tveir ritdómar fjalla um barnabækur, annars vegar dómur Guðlaugar Richter um Sossu Sól- skinsbarn eftir Magneu frá Kleifum og hins vegaqdómur Silju Aðalsteins- dóttur _um Óðflugu Þórarins Eld- járns. í heftinu er beinskeytt hug- vekja um umhverfismál eftir Guð- mund Pál Ólafsson, frásögn Árna Bergmanns af rússneskum andófs- manni og viðtal Jóns Ólafssonar við Pál Skúlason um heimspeking. Þor- steinn frá Hamri skrifar um Jónas Hallgrímsson og Gísli Sigurðsson um strauma í íslenskum skáldskap síð- ustu ára, auk þess sem Pétur Gunn- arsson ræðir vanda lítilla málsamfé- laga á tímum aukins alþjóðsam- starfs. í heftinu eru ljóð eftir Úlf Hjörvar og Lindu Vilhjálmsdóttur og smásaga eftir Ólaf Gunnarsson. Rit- dómar eru fimm í heftinu. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir eru það dómar Dagnýjar Kristjánsdóttur um Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, dómur Kristjáns B. Jónassonar um Vetraráform um sumarferðalag og Heykvísl og gúm- mískó eftir Gyrði Elíasson og loks dómur Hallgríms Helgasonar um Svaninn eftir Guðberg Bergsson.“ Prentsmiðjan Oddi hf. annast prent- un og bókband tímaritsins; ristjóri þess er Árni Sigutjónsson. asL • Háskólabíói fimmtud EFNISSKRÁ: agmn 9. april, kl. 20.00 Mozart: Brúðkaup Fígarós, forleikur Maxwoli Davies: Trompetkonsert Mozart: Sinfónía nr. 40 Maxwell Davies: Brúðkaup á Orkneyjum með sólarupprás HLJÓMSVEITARSTJÓRI: Sir Feter Maxwell Davies Um hann hafa gagnrýnendursagt: ...Það eru ekki mörg nútímatónskáld sem geta fengið áheyrendur til að hrópa og kalla og stappa niður fótum af einskærri hrifningu... Elnleikari er Hákan Hardenberger, einn besti trompetleikarl heimsl ‘Símapantanir og miðasala Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir og Stefán Ólafsson veita gjöfum móttöku úr hendi Árna Björgvinssonar úr Keili. I miimingu góðs félaga Höfn. NOKKRIR félagar úr Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík komu til Hafnar fyrir nokkru færandi hendi. Þeir voru að heiðra minningu fyrrum forseta klúbbsins, Þórðar Arnar Karlssonar, sem fórst með skólaskipinu Mími 28. í október í fyrra. Félagar hans sem þá ijölmenntu austur til að taka þátt í leitarstarfi færðu nú Björgunarsveit Horna- fjarðar og kvennadeild slysavarna- félagsins Framtíðarinnar sínar 200.000 kr. hvorri til tækjakaupa að eigin ósk. Árni Björgvinsson, forseti Keilis, afhenti Stefáni Ólafssyni og Jó- hönnu D. Magnúsdóttur gjafirnar. Þá fengu deildirnar gjafabréf frá Smur- pg dekkjaþjónustunni Tindi sf. og Ólafi Haukssyni kafara, sem lögðu fram efni og vinnu við leit- ina, að andvirði 100.000 króna. Forseti KiWanisklúbbsins Óss á Höfn er Jóhann Guðmundsson. - JGG Meltanleiki fiskafóðurs og mengun frá fiskeldi Dr. C. Young Cho frá háskól- anum í Guelph í Kanada heldur fimmtudaginn 9. apríl kl. 10. f.h. erindi í fundarsal Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins í Keldnaholti sem hann nefnir: „Digestibility of feedstuffs as Leiðrétting í frétt um doktorspróf dr. Kesara Anamthawat-Jónsson í plöntuerfð- afræðum í blaðinu á laugardag var gerð villa í texta um starfsferil hennar. Hið rétta er að hún starf- aði sem aðstoðarprófessor í grasa- fræði við Chulalonkorn-háskóla í Bankok til 1982. Það ár fluttist hún tij íslands. nutritional strategies for aqua- culture waste management“. Dr. C. Young Cho er einn af fremstu sérfræðingum í næringar- og fóðurfræði fiska. Hann fæddist í Kóreu, lauk doktorsprófi við land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn og hefur síðan starfað við háskólann í Guelph i Kanada. Hann er ráðgjafi margra fóður-, fram- leiðslu- og fiskeldisfyrirtækja og hefur skrifað fjölda vísindagreina um fiskeldi. Þá hefur hann skrifað og ritstýrt nokkrum bókum um sama efni. Á síðari árum hefur áhugi hans einkum beinst að meng- un frá fiskeldi og hvernig hægt er að draga úr henni með fóðurfræði- legum aðferðum. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.