Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992
19
4
Gæðaflísar á góðu verði
- tí '*r\ n
|V
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
áhættuþáttur, sem skiptir miklu
máli. Sígarettureykingar íslenskra
kvenna eru áhyggjuefni þar sem
þær sem reykja rúmlega pakka á
dag hafa sjöfalda hættu á að fá
kransæðasjúkdóm.
Sem betur fer hafa helstu
áhættuþættir hjarta- og æðasjúk-
dóma Islendinga lækkað síðustu
tvo áratugi. Minnkun áhættu frá
1968 vegna reykinga, blóðþrýst-
ings og blóðfitu er 34% meðal karla
og 37% meðal kvenna. Um 12%
lækkun á kransæðadauða hefur átt
sér stað á milli áranna 1970 og
1975 og 1986 og 1988 og er þetta
marktækur munur.
Heilbrigðisyfirvöld hvetja íslend-
inga til að - drepa í sígarettunni,
- hreyfa sig, t.d. ganga til vinnu
sé þess kostur, - láta fylgjast með
blóðþrýstingnum, - forðast streitu,
- smyija þunnt á brauðið, - salta
matinn minna.
Landlæknisembættið.
Alþjóða heilbrigðisdagurinn:
Hjartslátturinn - taktur lífsins
BLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi frá landlæknisembættinu:
í dag, 7. apríl, er alheims heil-
brigðisdagurin. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin helgar daginn að þessu
sinni hjarta- og æðasjúkdómum.
Um heim allan eru þessir sjúkdóm-
ar aðal óvinir heilbrigði, valda 12
milljón dauðsföllum árlega.
í iðnvæddum ríkjum eru hjarta-
og æðasjúkdómar algengasta dán-
arorsökin, um 50% dauðsfalla eru
vegna þeirra. í þróunarlöndum eru
þeir í þriðja sæti með um 15%
dauðsfallanna.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
áætlar, að árlega deyi jafnmargir
úr lvjarta- og æðasjúkdómum í þró-
unarlöndum - um sex milljón
manna - og í þróuðum ríkjum. Það
eru fleiri dauðsföll um heim allan
vegna þessa nútíma sjúkdóms en
vegna nokkurs smitsjúkdóms.
Eftir áratug er reiknað með fleiri
dauðsföllum vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma í þróunarlöndum en
vegna fjölda smitsjúkdóma saman-
legt, svo sem niðurgangs, blóð-
ögðusóttar, berkla, malaríu, misl-
inga og kíghósta. Þá verða krans-
æðastífla og heilablóðfall ageng-
ustu hjarta- og æðasjúkdómarnir í
þessum löndum. Menntað fólk og
leiðtogar verða fyrst fyrir barðinu
á þessari aukningu og mun það
koma sér illa fyrir þróunarlöndin.
Forvarnir
Hægt er að koma í veg fyrir
helming þessara dauðsfalla, þ.e.
bjarga sex milljón mannslífa á ári.
Þess vegna hvetur Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin heilbrigðisyfíx-völd
til að leggja sérstaka áherslu á
forvarnir fremur en lækningar til
að bjarga mannslífum og spara
peninga. Þarf þar að beijast gegn
helstu áhættuþáttum eins og
reykingum, offitu, streitu og
hreyfingarleysi. Rétt er að hefjast
handa með fræðslu til barna, því
eins og máltækið segir: „hvað
ungur nemur gamall gemur“.
I Bandaríkjum Norður-Ameríku
er áætlað, að lækkaða dánartíðni
vegna hjartasjúkdóma á síðustu
áratugum megi að einum þriðja
rekja til tækniframfara svo sem
blóðþrýstingslyfja, gjörgæslu-
deilda, hjartaaðgerða o.fl. Tveir
þriðju hlutar þessarar lækkuðu
dánartíðni eru hins vegar vegna
þess, að fæðan er orkuminni en
áður og neytt er minni fitu og salts.
Betur er fylgst með blóðþrýstingi
og Bandaríkjamenn hreyfa sig
meira og reykja minna en áður.
Ríkidæmi og fátækt.
Vissir hjarta- og æðasjúkdómar
leggjast á ríka, aðrir á fátæka.
Kransæðasjúkdómar og heilablóð-
fall eru tíðust meðal ríkra þjóða
og tengjast fitu- og saltríku fæði
auk reykinga og hreyfingarleysis.
Hjá þeim, sem minna bera úr být-
um, eru aftur á móti minna þekkt
vandamál svo sem hjartasjúkdómar
vegna gigtsóttar. Gigtsótt byijar
með steptococca (keðjukokka-)
sýkingu í hálsi, sem getur síðan
farið í liði og hjartalokur. Sjúkdóm-
urinn er algengari þar sem fólk býr
margt saman í þrengslum og lækn-
ishjálp er af skornum skammti.
Hann leggst aðallega á ungt fólk
á aldrinum 5-35 ára og er 20 til
30 sinnum algengari hjá ýmsum
fátækum þjóðum en meðal þeirra
ríku. Penicillin ver fólk fyrir sjúk-
dómnum.
Annar hjartasjúkdómur, sem
tengist fátækt, er Chagas-veikin,
sem hrjáir 17 milljónir manna i
Rómönsku Ameríku. Þetta er smit-
sjúkdómur, sem orsakast af sníkju-
dýrum, sem lifa í sprungum og rif-
um lélegra húsa. Aukin hætta er á
að sýkjast af Chagas-veikinni, þar
sem fólk býr á moldargólfum og
hefur enga hreinlætisaðstöðu.
Árangursríkar aðgerðir
I Norður-karelíu-héraði í
austurhluta Finnlands var hæsta
dánartíðni í heimi vegna hjarta-
sjúkdóma fyrir 20 árum. Með
markvissum aðgerðum, sem mið-
uðu að því að minnka neyslu mett-
aðrar fitu og að fá fólk til að hætta
að reykja tókst að lækka dánar-
tíðni vegna kransæðastíflu. Hjá
35-64 ára karlmönnum varð
helmingslækkun, úr 720 dauðsföll-
um á 100.000 íbúa um 1970
á 100.000 í dag.
ísland
360
íslendingar tilheyra þeim 20%
jarðarbúa, sem sitja við allsnægta-
borð heimsins. Hjarta- og æðasjúk-
dómarnir á Isiandi eru langalgeng-
asta dánaroreökin eins og hjá öðr-
um ríkum þjóðum. Mikilvægustu
áhættuþættir hjarta- og æðasjúk-
dóma hjá okkur eru hækkuð blóð-
fita, hækkaður blóðþrýstingur og
reykingar. Athyglisvert er, að
rannsóknir Hjartavemdar sýna, að
meðal karla, sem aldrei hafa reykt,
reynist hækkuð blóðfita ekki vera
l-fi-
wr
TILBOÐSVERÐ 06 TILB0ÐSKJÖR
Á 30 NOTUÐUM BÍLUM
Það er hreint útilokað að láta slíkt úr hendi sleppa
Nokkur dæmi um það sem við erum að bjóða
CHEVROLET BLAZER S-10 ÁRG. 1985
ekinn 118 þ.km, beinskiptur, verð 850 þús. stgr.
TOYOTA COROLLA 1600 GTI ÁRG. 1986
ekinn 86 þ.km, 5 gíra, álfelgur verð 490 þús. stgr.
Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og jafnvel engin útborgun
MMC LANCER 1500 GLX ÁRG. 1986
ekinn 99 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 410 þús. stgr.
MMC LANCER 1500 GLX ÁRG. 1988
ekinn 72 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 620 þús. stgr.
ÖRUGG BÍLASALA
Á
GÓBUM STAD
OPID
LAUGARDAG
10-17
CHEVROLET MONZA 1800 SLE ÁRG. 1988
ekinn 52 þ.km, 5 gira, vökvastýri verð 420 þús. stgr.
MAZDA 626 1600 LX ÁRG. 1987
ekinn 70 þ.km, 5 gíra, aukadekk verð 480 þús. stgr.
BILASSSI&
SÆVARHÖFÐA 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar