Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 Minning: Robin Gunnar Boucher, flugmaður Robin Gunnar Estcourt Boucher fæddist í Hovingham í Jórvíkurskíri á Englandi 15. september 1947, sonur hjónanna Alans. Estcourt Boucher og Áslaugar Þórarinsdótt- ur Boucher. Var hann skírður í Ampleforth Abbey, en faðir hans var kennari við menntaskóla reglu Heilags Benedikts þar. Ári síðar fluttu foreldrar hans með Robin og eldri systur, Alice Kristínu, til íslands, þar sem faðir hans bjó sig um þessar mundir undir doktorspróf við háskólann í Cambridge í íslenskri tungu og bók- menntum. Eftir tveggja ára ís- landsdvöl var haldið að nýju til Englands, fyrst til Cambridge, en þaðan til Lundúna, þar sem Robin gekk í kaþólskan barnaskóla í Mortlake og undirbúningsskóla Benediktsreglunnar í Ealing. Þaðan lá leið hans í fjölbrautaskólann í Holland Park, Kensington, þar sem hann stundaði nám til sautján ára aldurs. Árið 1964 héldu þau hjónin ásamt systkinunum tveimur og yngri bróður þeirra, Antony Leifi, til Islands öðru sinni og settust að í Reykjavík. Robin vann hér ýmis störf á þess- um árum, var m.a. háseti á Kyndli, olíuskipi sem þá var hér í strandsigl- ingum. Mun hann enn hafa verið óráðinn í því hvað hann vildi gera að ævistarfi, en hóf um þessar mundir nám í bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Jafnframt því hóf hann flugnám og ákvað fljótlega að gera flugið að ævistarfi sínu. Lauk hann brátt öllum til- skyldum prófum og flugtímum til einkaflugmannsréttinda, og öðlað- ist seinna réttindi sem atvinnuflug- maður. Var hann næstefstur á prófi í sínum útskriftarhópi. Vann hann nú um hríð hjá ýms- um litlum leiguflugfélögum, en setti markið hátt, og heilindi hans og afdráttarlausar kröfur um öryggi farþega ollu því að hann neitaði að fljúga ef honum virtist að teflt yrði á tvær hættur. Kann sú afstaða hans til starfs og þeirra sem honum var trúað fyrir að hafa átt sinn þátt í því, að hann gekk atvinnulaus um eins árs skeið. En nú hafði hann eignast sína eigin flugvél og var því hægara um vik fyrir hann að viðhalda flugkunnáttu sinni. Loks réðst hann sem flugmaður til Flugfélags íslands (eins og félag- ið hét þá) árið 1978 og var eftir það samfellt í Norður-Atlantshafs- flugi á vegum Flugleiða þangað til hann kenndi sjúkdóms þess er varð honum að aldurtila. Átti hann þá stutt í stöðuhækkun og að vera gerður að flugstjóra. Fram til þessa hafði hann verið stálhraustur, hafði keppt fyrir hönd Flugleiða í badminton við leikmenn annarra flugfélaga og stundað sund af kappi í Sundlaug Vesturbæjar, svo eitthvað sé nefnt. Er ljóst var orðið að hann þjáðist af hvítblæði, gekkst. hann undir stranga lyfjameðferð á Landspítal- anum í nóvember sl. Komst hann þá til nægilega góðrar heilsu til þess að geta haldið jólin í Linton hjá foreldrum sínum og systkinum í fyrsta sinn síðan þau fluttu frá Englandi ásamt eiginkonu sinni og þrettán ára syni, Kristófer. Er hér var komið virtust bata- horfur dágóðar, en við heimkomuna til íslands töldu læknar nauðsynlegt að senda hann til beinmergs- ígræðslu á The Strong Memorial Hospital í Rochester, New York, og kom bróðir hans, Antony, þang- að frá Frakklandi til þess að gefa honum merg. Fylgdi eiginkona Rob- ins, Ingibjörg Dís Geirsdóttir, hon- um vestur, og einnig áttu foreldrar hans, systir og Kristófer sonur hans þess kost að heimsækja hann á spítalann. Eftir að hafa undirgeng- ist lyfjameðferð öðru sinni hresstist hann nægilega til þess að geta far- ið með þeim í búðir og í Hope Lodge, gistiheimili Ameríska krabbameins- félagsins, sem af rausn hafði boðið aðstandendum Robins gistingu við frábært atlæti, meðan á Rochester- dvöl þeirra stóð. Illu heilli hrakaði Robin skyndi- lega áður en ígræðslan náði að hafa tilskilin áhrif. Var hann brátt meðvitundarlaus, og eftir að hafa meðtekið hinstu smurningu andað- ist hann fimmtudaginn 26. mars. Var kona hans við dánarbeð hans. Robin var í hópi þeirra sem ýtrustu kröfur gera til sjálfs sín. Allt sem hann gerði, gerði hann vel, hvort sem um var að ræða flug- mannsstarfið, iðkun íþrótta eða að koma þaki yfir sig og fjölskyldu sína. Áldrei sætti hann sig við minna en hið besta og fullkomnasta í hveijum hlut. Erfitt verður að sætta sig við að hann skuli horfinn okkur og við fáum ekki framar notið hjálpsemi hans og heilræða. Sennilega hefur hann haft hug- boð um hvert stefndi, jafnvel þegar batahorfur sýndust hvað vænleg- astar, og því viljað leggja á sig, fársjúkur, ferð á vit ástvina sinna til þess að njóta með þeim jólagleð- innar í hinsta sinn í ættlandi sínu. Við vitum einnig að sonur hans og fjölskylda voru efst í huga hans áður en yfir lauk. Þannig er skjótur endi bundinn á líf þess sem virtist eiga bjarta framtíð fyrir höndum. írska skáldið W.B. Yeats mælir svo eftir annan flugmann, sem lét lífið í hildarleik fyrri heimsstyijaldarinnar, og sýn- ast þau eiga næsta vel við um Rob- in: Some burn damp faggots, others may consume The entire combustible world in one small room As though dried straw, and if we tum about The bare chimney is gone black out Because the work had finished in that flare... ... What made us dream that he could comb grey hair? Lausleg þýðing: Sumir brenna hægt eins og rök við- arknippi, aðrir fuðra upp eins og þurr hálm- ur vegna þess að ætlunarverkinu er lokið með þeim blossa. Hvernig datt okkur í hug að hann fengi að kemba hærurnar? Við höldum að ætlunarverkinu hafi verið lokið og felum hann Guði í þeirri trú. Drottinn, veit honum eilífa hvíld og lát hið eilifa Ijós lýsa honum. Aðstandendur Robins flytja öll- um þeim þakkir sem heiðrað hafa minningu hans. Sérstakar þakkir færum við Félagi íslenskra atvinnu- flugmanna, Flugleiðum og Amer- íska krabbameinsfélaginu fyrir vel- vild þeirra og stuðning á erfiðri stund. Boucher-fjölskyldan. Þá er lokið þeirri erfiðu sjúk- dómsbaráttu, sem Robin háði frá sl. hausti. Studdur af ástvinum og fremstu tækni læknavísindanna, stóð lokabaráttan í USA frá byijun þessa árs. Allt fór eftir áætlun og lofaði góðu. Lokaaðgerð var fram- kvæmd. Bóðir hans gaf af sjálfum sér, svo Robin mætti sjálfur byggja sig upp frá grunni. Vopn sín, ónæm- iskerfíð, hlaut hann að láta af hendi, því nýtt skyldi til koma. En þar til uppbygging hæfist, hlaut líf hans að blakta á skari. Og svo fór, að hann náði ekki vopna sinna, og lífs- loginn fjaraði út. Robin fæddist 15. september 1947 í York á Englandi, sonur hjón- anna Áslaugar Þórarinsdóttur og Alans E. Boucher prófessors. Hann tengdist flugi mest af starfsævi sinni, hóf flugnám 22 ára gamall, og sóttist námið skjótt. Hann stund- aði flugkennslu hjá Flugstöðinni hf., en varð síðan flugmaður og flugstjóri hjá Vængjum hf. Árið 1978 réðst hann til Flugleiða hf., og starfaði þar æ síðan. Fyrstu árin í innanlandsflugi, á F-27, en síðan 1985 í utanlandsflugi, á DC-8, og frá vori 1990 á Boeing 757 flug- vélum. Þessi 14 ár höfum við starfað að mestu á sömu leiðum, þar af fyrstu sex ár hans í innanlandsflugi. Þar sem fáir flugmenn starfa langtímum saman, verða kynni miklu persónulegri en við hinar stóru aðstæður erlendra flugfélaga. Þó hið fyrrnefnda hafi sína kosti, geta gallarnir falist í því, að menn fái nóg hver af öðrum, í þröngu sambýli. Aðlögun og ögun eru hluti flugmannsstarfsins. Það var auð- fundið frá fyrstu kynnum, að Robin lagði metnað og stolt í störf sín, og fljótt treysti ég honum fyllilega. Robin hafði þá sérstöðu, að vera maður tveggja menningarheima, enskur og íslenskur, uppalinn í Englandi. Varkár og íhugull, þó kappsamur, þegar til kasta kom. Hann tók ekki viðhlæjendur sem vini sína. Mér virtist hann seintek- inn, en hann var traustur vinur og félagi, þar sem hann tók því. Það bar uppeldi hans gott vitni, hve jafnvígur hann var á báðar sínar tungur. Gátlisti flugmanna er á ensku, og það voru yfir 100 atriði á F-27 listanum. Ég varð aldrei leiður á að hlusta á Robin lesa list- ann, og reyndar hváði ég í fyrstu, vanur okkar íslenska enskufram- burði. En hann talaði glitrandi Cambridge-ensku. Jafnoki hans á því sviði fannst ekki, og flugfarþeg- um hefur eflaust komið þægilega á óvart að heyra slíkt mál á hjara veraldar, þegar hann ávarpaði þá. Nú að leiðarlokum kveð ég góðan dreng, félaga og vin. Eiginkona hans, Ingibjörg D. Geirsdóttir, stóð sem klettur við hlið hans til hins síðasta. Mikið hefur á hana reynt. Ég flyt henni þakkir, um leið og ég samhryggist henni. Einkasynin- um, Kristófer, votta ég innilega samúð mína, svo og foreldrum hans og öllum ástvinum. Ámundi H. Ólafsson. Vinur okkar Robin er látinn. Hann náði ekki háum aldri, bráður sjúkdómur reyndist honum of erfið- ur. Minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar svo vingjarnlegur og skilningsríkur sem hann var. Móðurmál hans var hvort tveggja enska og íslenska. Menntun hans og vísdómur náði þar langt öðrum framar. Nærvera hans heiðraði og styrkti, það gjörði gæfumuninn því hann mundi alltaf vel sinn minnsta bróður. Oft tókum við upp á ýmsu skemmtilegu og óvæntu. Tók hann því öllu með jafnaðargeði þrátt fyr- ir alvörugefni og þann virðuleika sem honum var í brjóst borinn. Drottinn Jesús gefi honum nú þann styrk að íklæðast þeim himn- eska friði og þeirri upprisu sem við ástvinir Robins vonum honum. Edda Geirsdóttlr. Vinur minn, Robin Boucher flug- maður, er dáinn. Ótrúlegt en því miður satt. Hann lést á sjúkrahúsi í Rochester í Bandaríkjunum, eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Robin fyrst fyrir sex árum þegar hann byrjaði að spila badminton i klúbbnum okkar hjá Flugleiðum. Það kom fljótlega í ljós að Robin ar traustur og skemmtilegur félagi, sem var alltaf tilbúinn að taka þátt í öllu sem þurfti að gera. Þegar farið var í keppnisferðalög þótti Robin ómissandi ferðafélagi, enda átti hann mjög auðvelt með að blanda geði við fólk. Fram í hugann koma margar ljúfar minningar, sem verða vel geymdar, og er Robins sárt saknað af öllum félögunum sem hann eignaðist á þessum árum. Elsku Kristófer og Inga, fyrir hönd badmintonklúbbsins sendi ég ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur svo og foreldrum og systk- inum. Guðrún Pétursdóttir. Ég man fyrst eftir honum úti á flugvelli. Hann sniglaðist í kringum allar þær vélar sem hann komst nálægt, eins og við hinir sem vorum allt að því helteknir af sama áhuga- máli og hann, fluginu. Hann var eilítið eldri og þar af leiðandi aðeins lengra kominn í faginu og það var því við hæfi að líta örlítið upp í návist hans. Það var svo sennilega árið 1977 sem leiðir okkar lágu saman á fag- legum nótum, þegar við störfuðum báðir hjá sama flugfélaginu sem þá hét Vængir. Hann hafði náð þeim merka áfanga að verða flug- stjóri á tveggja hreyfla farþegaflug- vél, sem þótti allnokkur áfangi á þeim tíma, þegar það var jafnvel enn erfiðara að fá vinnu við flug en það er í dag. Hann var vel að því starfí kominn. Fyrir tæpum 14 árum réðst hann svo til Flugleiða þar sem hann starf- aði til dauðadags. Allan þann tíma sem ég þekkti til hans var hann ímynd hreystinnar og sportmennsk- unnar. Því kom veikindafréttin sem reiðarslag. Starfi sínu sýndi hann alla tíð fádæma áhuga og sinnti því af alúð með velgengni fyrirtækisins og áframhaldandi þróun flugsins að leiðarljósi. Þó var ekki laust við að þeir erfíðleikar sem hann átti við að stríða án vitundar okkar hinna, tækju þann toll sem erfitt var að skýra þangað til hann hringdi í mig og tilkynnti mér hvernig kom- ið væri. Þó hann hafí unnið marga orrustuna upp á síðkastið, þá tap- aði hann að lokum stríðinu. Með Robin er genginn góður drengur með bjarta framtíð. Hinn smái hópur fyrrum samstarfs- manna hans og félagið allt er fá- tækara fyrir vikið. Fyrir hönd Flugleiða og sérstak- lega samstarfsmanna flugdeildar vil ég senda fjölskyldu hans, skyld- mennum og ættingjum dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi allar góðar vættir vernda þau á erfiðum tímum. Guðmundur Magnússon, Flugrekstrarstjóri Flugleiða hf. Ég fagna með þeim sem fljúga hátt. Fagurt er loftið og draumablátt og hættunni hetjur gleyma. Gefðu þeim faðir, meiri mátt lát magn þitt um bijóst streyma svo þeir geti flogið djarft og dátt um draumanna undraheima. (Davíð Stefánsson) Það er sárt að sakna, okkar góði vinur Robin er farinn. Minningarnar um fyrstu kynni okkar af Robin koma Ijóslifandi upp í hugann. Það voru áhyggjulausir og glaðir daga þegar við vorum í Versló með Ingu Dís. Morguninn sem Inga sagði okkur frá flugmann- inum sem hún hafði þá nýlega kynnst gleymist seint, og spennan sem fylgdi yfirtók allan áhuga á bóklega náminu sem þá stóð yfir. Hann féll strax inn í vinahópinn og þó að 12 ár séu liðin hefur vinskap- urinn haldist og styrkst. Óteljandi eru allar skemmtilegu samverustundirnar og ógleyman- legar útilegurnar þar sem Robin lagði mikið af mörkum, til að gera þær sem ánægjulegastar. Oft reyndist hann úrræðagóður á neyð- arstundum, eins og best sást þegar hann bjargaði púströrinu með bjór- dós og tjaldhælum. Veittum við því athygli síðla sum- ars að Robin var ekki samur, en vissum ekki þá að þetta væri byrj- unin á veikindunum sem síðar náðu yfirhöndinni. Við höfum staðið hjálparvana meðan Robin barðist við kvalafullan sjúkdóm en höfum dáðst að þeim styrk og þeirri festu sem Inga hef- ur sýnt í gegnum þetta erfiða tíma- bil. Hún var Robin ómetanleg stoð og vitum við að það hefur gert þrautir hans léttbærarí. Við sem vorum aðskilin af fjarlægðinni þökkum henni fyrir hetjuskap sinn. Það hefur stórt skarð verið höggvið í trausta vinahópinn og eftir er tómarúm. Hans verður sárt saknað af okkur sem sjáum á bak honum. Það er ekki ætlunin að kveðja hann hér því minningarnar lifa áfram meðal okkar um ókomna framtíð. Við vottum foreldrum, systkinum og aðstandendum samúð okkar. Kristófer, sem misst hefur góðan föður, sendum við óskir um styrk til að yfirstíga þennan mikia missi og þessa sorg. Okkar elskuðu vin- konu, Ingu, sendum við allar okkar dýpstu og hugljúfustu hugsanir sem mættu verða henni stoð í harmi hennar. Háa skilur hnetti himingeimur; blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Gulla, Kristín, Lalla, Steina og makar. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY BJARNADÓTTIR SNÆVARR, áðurtil heimilis á Laufásvegi 47, sem lést 29. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, þriðju- daginn 7. apríl kl. 15.00. Lilly Svava Snævarr, Sverrir Ingólfsson, Stefanía Snævarr, Lárus Guðmundsson, Sesselja Snævarr, Kristján Steinsson, Sigrún Snævarr, Jakob Möller, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, sonar og bróðurs, SIGMUNDAR MAGNÚSAR ELÍASSONAR, Grundargötu 4, Grundarfirði, sem fórst með togaranum Krossnesi SH-308 frá Grundarfirði. Eva Margrét Jónsdóttir, Marfella Sigmundsdóttir, Petrea Sigmundsdóttir, Kristján Oli Sigmundsson, Elias Magnús Finnbogason, Petrea Guðný Pálsd. og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.