Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Alþingi fari eitt með
fjárveitingavaldið
Ekkert gjald má greiða af hendi,
nema heimild sé til þess í fjár-
lögum eða fjáraukalögum, segir í
41. grein stjórnarskrár lýðveldisins
íslands.
Ætlun stjórnarskrárgjafans með
þessum skýru og ótvíræðu fyrir-
mælum er bersýnilega sú að heim-
ildar til fjárveitingar úr ríkissjóði
sé ævinlega aflað fyrirfram hveiju
sinni, annaðhvort í fjárlögum eða
fjáraukalögum á hvetju fjárlagaári.
Því miður hefur framkvæmdin
orðið allt önnur. „Um árabil hafa
svokallaðar aukafjárveitingar fjár-
málaráðherra tíðkast," segja fjár-
laganefndarmenn í greinargerð
með frumvarpi um greiðslur úr rík-
issjóði, „og þá ýmist með eða án
samráðs við ríkisstjórn eða fjárveit-
inganefnd. Framkvæmd þessi
styðst að sjálfsögðu hvorki við fyr-
irmæli í almennum lögum né aðrar
skráðar réttarheimildir, enda ekki
furða þar sem slík fyrirmæli hlytu
eðli sínu samkvæmt að vera í hróp-
legu ósamræmi við skýr ákvæði
stjórnarskrárinnar." í þessum efn-
um hefur því ein af grundvallar-
reglum íslenzkrar stjórnskipunar
verið brotin, sem sagt sú, að Al-
þingi fari með fjárveitingavaldið.
Sérstök undirnefnd fjárveitinga-
nefndar, sem skipuð var 1989,
komst að þeirri niðurstöðu, að
aukafjárveitingar, eins og þær sem
tíðkast hafa, standist ekki. Þess
vegna sé tímabært að setja reglur
sem reisi skorður við greiðslum
umfram heimildir fjárlaga. Undir-
nefndin benti jafnframt á, að
greiðslur umfram heimildir fjárlaga
þekkist nánast ekki hjá grannþjóð-
um okkar á Norðurlöndum.
Það hefur lengi einkennt íslenzk-
an ríkisbúskap, hve áætlanagerð
hefur reynzt óraunhæf, auk þess
sem framkvæmdavaldið hefur farið
iangt fram úr fjárlagaheimildum. í
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
framkvæmd fjárlaga á árinu 1991
kemur þannig fram, að á árabilinu
1988 til 1991 var í fjárlögum gert
ráð fyrir 7 milljarða króna rekstrar-
halla A-hluta ríkissjóðs. Reyndin
varð hins vegar sú að hallinn varð
fímmfalt meiri eða 35 milljarðar.
Rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs
síðastliðið ár nam hvorki meira né
minna en 12,5 milljörðum króna,
sem var 8,5 milljörðum króna meiri
halli ep fjárlög ársins gerðu ráð
fyrir. í fjáraukalögum, sem sam-
þykkt voru í desember 1991, voru
útgjaldaheimildir fjárlaga hækkað-
ar um 6,5 milljarða króna. Samt
sem áður varð rekstrarhalli ríkis-
sjóðs tæpum tveimur milljörðum
króna hærri en fjárlög og fjárauka-
lög, samþykkt í desember, stóðu til.
Frumvarp ellefu þingmanna,
sem skipa fjárlaganefnd, þess efn-
is, að ekki megi inna af hendi
greiðslur úr ríkissjóði nema heim-
ildar til þeirra sé aflað fyrirfram í
fjárlögum eða fjáraukalögum, er
ítrekun og nánari útfærsla á 41.
grein stjórnarskrárinnar. Ástæða
er til að fagna þessu frumvarpi.
Vonandi nær það fram að ganga
fyrir þinglausnir.
Upplagseft-
irlit og les-
endakönnun
Þeir sem gefa DV út hafa árum
saman verið ófáanlegir til
þess að taka þátt í upplagseftirliti
dagblaða, þar sem þar til bærir
aðilar fylgjast með fjölda seldra
eintaka hvers dagblaðs og senda
frá sér opinbera tilkynningu urr.
það með reglubundnum hætti. I
forystugrein í DV í gær, þar sem
fjallað er um niðurstöður nýrrar
fjölmiðlakönnunar, er eftirfarandi
skýring gefin á þessari afstöðu
blaðsins: „Stundum hafa verið
gerðar kröfur um upplagseftirlit
dagblaða og annarra útgáfutíma-
rita en DV hefur ekki tekið þátt í
því eftirliti, einkum og sér í lagi
vegna þess, að upplag blaðs og
eintakafjöldi segir ekki alla söguna
um útbreiðslu og lestur blaða.
Gallup-könnunin sannar þessa
staðhæfingu, enda ber enginn
brigður á, að Morgunblaðið er selt
í mun fleiri eintökum en DV.“
Nú hefur tekizt samkomulag
milli samtaka auglýsingastofa, ljós-
vakamiðla, Morgunblaðsins, DV og
Pressunnar um reglubundna könn-
un m.a. á lestri þessara þriggja
blaða. Þar með hefur því skilyrði
DV verið fullnægt, að slík könnun
fari fram.'Er þá eftir nokkru að
bíða að blaðið taki jafnframt þátt
í upplagseftirlitinu? Auðvitað eiga
auglýsendur, viðskiptavinir fjöl-
miðlanna, kröfu á því að hafa und-
ir höndum ítarlegar upplýsingar um
selt upplag blaðanna og vandaðar
kannanir á lestri blaðanna, og þá
er átt við mun ítarlegri könnun en
þá, sem nú hefur verið fram-
kvæmd. Það ætti að vera metnað-
armál blaðanna að veita slíkar upp-
lýsingar og þeir, sem telja stöðu
sína sterka ættu ekki að hafa
áhyggjur af slíkri upplýsingagjöf -
eða hvað?
Hitt er svo annað mál, að þá
kröfu verður að gera til fjölmiðl-
anna allra, að þeir umgangist nið-
urstöður slíkra kannana með virð-
ingu fyrir staðreyndum. í forystu-
grein DV í gær og raunar líka í
fréttum blaðsins fyrir helgi var því
haldið fram, að blaðið væri meira
lesið en Morgunblaðið í aldurs-
flokknum 12-35 ára. Samkvæmt
niðurstöðum umræddrar könnunar
er Morgunblaðið meira lesið í þess-
um aldursflokki en DV alla útgáfu-
daga Morgunblaðsins nema laugar-
daga og munar í flestum tilvikum
verulegu, enda er Morgunblaðið
selt í 50-55 þúsund eintökum, mis-
munandi eftir útgáfudögum.
íslensk heilbrigðis-
þjónusta á lofvirði
Mynd 1. Viðbrögð við veikindum
eftir Símon
Steingrímsson og
Þórð Harðarson
í skýrslu Hagfræðistofnunar Há-
skóla íslands (HHÍ) „Samanburður á
heilbrigðisútgjöldum fyrri hluti" eru
útgjöld til heilbrigðismála á íslandi
borin saman við útgjöld á Norðurlönd-
um, í Bretlandi, Þýskalandi og Banda-
ríkjunum. Borin eru saman heildarút-
gjöld og útgjöld hins opinbera.
Aðferðin er að bera saman útgjöld
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu (VLF), útgjöld í bandaríkjadöl-
um, útgjöld umreiknuð til jafnvirðis-
gengis bandaríkjadala, útgjöld á
mann og útgjöld á mann með tilliti
til fjölda aldraðra.
Niðurstaða skýrslunnar hvað
kostnað við heilbrigðisþjónustu
áhrærir er þessi .. á síðastliðnum
áratug hafa útgjöld hérlendis farið
úr því að vera fremur lág í saman-
burði við aðrar þjóðir OECD, upp í
að vera með þeim hæstu, og er sama
hvaða viðmiðun er notuð. Sérstaklega
er þessi þróun áberandi ef litið er á
tímabilið frá 1985.“ Þetta er stutt
með 10 línuritum þar sem tölur frá
OECD eru umreiknaðar með mismun-
andi aðferðum í þríliðu. Engin tilraun
er gerð til að greina nánar þróunina
frá 1985, en látnar nægja athuga-
semdir eins og „... að útgjöldin hér-
lendis séu töluvert há“, og „... en
óneitanlega virðist hún (heilbrigðis-
þjónustan) nokkuð fjárfrek". Að lok-
um er sagt að mannaflanotkun sé lít-
il og stundið upp á að svarið liggi í
fjármagnsnotkun og skipulagningu
heilbrigðisþjónustunnar.
Samanburðarlönd
Val sumra landanna í samanburð-
inum orkar tvímælis. Margir gera sér
ekki grein fyrir hversu óiíkt breska
og bandaríska þjóðfélagið er því ís-
lenska. I Bretlandi er þjónusta við
lágstéttirnar svo léleg að bráð og
langvarandi veikindi meðal ófaglærðs
fólks eru tvöfalt algengari en meðal
faglærðs fólks og stjórnenda.1 í
Bandaríkjunum eru u.þ.b. 12% þjóðar-
innar án réttinda til heilbrigðisþjón-
ustu og 12% heildarkostnaðar við
heilbrigðisþjónustu er greiddur af
Medicaid2 sem eru fátækratryggingar
með takmarkaða þjónustu. Þar er
veruleg andstaða við almannatrygg-
ingar. I báðum löndunum njóta minni
máttar takmarkaðrar þjónustu og öll
þjóðfélagsgerðin ólík þeirri íslensku.
Verðlag í Bandaríkjunum er jafn-
framt annað en á Islandi. Bretland
og Bandaríkin eiga því varla erindi í
samanburðinum.
Aldursvegnar mannfjöldatöflur
Sá misskilningur kemur fram í
skýrslunni að hægt sé að aldursvega
skráð heilbrigðisútgjöld á sama hátt
og nýgengi og algengi veikinda.
Þekkt er að veikindi eru að verulegu
leyti háð aldri og kyni. Börn fá eyrna-
bólgu. Hjartasjúkdómar hetja á mið-
aldra fólk. Þvagteppa á gamla karla.
Þá eignast konur á ftjósemisskeiði
börn. Um kostnað er öðruvlsi farið
og kemur þar fram að sinn er siður
í landi hveiju. í 1. mynd er tekið
dæmi hvernig sjúklingur gæti brugð-
ist við veikindum:
Sjá mynd 1.
í skýrslunni virðist gengið út frá
að I öllum löndum séu viðbrögð við
veikindum þau sömu. Menn leiti lækn-
is við veikindum og sjúklingur eða
tryggingar greiði kostnaðinn. Eins
og áður er greint eru Bandaríkin og
Bretland gott dæmi um að svo er
ekki. Þar fá margir litla þjónustu. í
Danmörku fellur aftur verulegur heil-
brigðiskostnaður undir félagsmál.
Aldursvegnu manníjöldatölurnar,
sem HHÍ notar, eru til að gera mun
á álagi á heilbrigðisþjónustu land-
anna, gefa íbúum yfir 65 ára aldri
þyngra vægi. Fjöldi íbúa sem eru 65
ára og eldri er margfaldaður með 5,5
og útkoman lögð við þann fjölda sem
er yngri en 65 ára. Aldursvegnu
mannfjöldatölurnar hafa því mest
áhrif í löndum með hátt hlutfall aldr-
aðra. Aðferðin er sótt til OECD”. í
skýrslu OECD segir að til að greina
kostnað samfara mannfjöldabreyting-
um þurfi að hafa tvennt í huga. í
fyrsta lagi að heilbrigðisútgjöld séu
hæst fyrir þá elstu og yngstu. í öðru
lagi, að kostnaðurinn skipti ekki einn
máli heldur líka fjöldi þeirra sem séu
á vinnualdri og hafi möguleika til að
afla tekna móti kostnaði. í kaflanum
er fjallað um að öldruðum muni fjölga
í aðildarríkjum OECD á komandi
árum. Þess vegna hefur OECD dreg-
ið saman tölur um kostnaðarauka af
öldruðum, sem sýndar eru í 1. töflu.
l.tafla:
Kostnaðarstuðull
heilbrigðisútgjalda vegna aldraðra 4
Svíþjóð a) og Finnland 5,5
Ástralía 4,9
Japan 4,8
Kanada, írland og Holland 4,5
Bretland 4,3
Nýja-Sjáland 4,2
Danmörk 4,1
USA a) 3,9
Sviss a) 3,6
Þýskaland 2,6
Frakkland 2,4
Ítalía 2,2
Belgía 1,7
Meðaltal 4,0
a) Hlutfall heildarkostnaðar.
Annars hlutfall opinberra útgjalda.
Talnanna virðist OECD ekki hafa
aflað með staðlaðri aðferð heldur
dregið saman ýmsar rannsóknir frá
1979 til 1987 þegar skýrslan er gefin
út. Sumstaðar er átt við opinber út-
gjöld, annars staðar við heildarút-
gjöld. Mikil breidd er í niðurstöðunum
og er engin tilraun gerð til að skýra
hana. Ljóst er að tilgangur OECD
með töflu þessari er að minna á vax-
andi fjölda aldraðra og þörf þeirra
fyrir þjónustu, en ekki að reikna heild-
arkostnað. Annars hefðu þeir tekið
tillit tii kostnaðar við börn. Lágar
hlutfallstölur geta haft margs konar
merkingu. í fyrsta lagi, mismunandi
þjónustu eftir áldursflokkum, t.d. fái
sjötugir ekki aðgang að gervinýra, í
öðru lagi, ódýra þjónustu, t.d. að öldr-
uðum væri þrengt saman á stofnanir,
í þriðja lagi, félagsmálagreiðslur fyrir
elliheimili og í fjórða lagi gæti þjón-
usta verið veitt á heimili af fjölskyld-
unni. Víst er að vegna félagsmála-
greiðslna Dana hafa þeir lægra hlut-
fall en Svíar og Finnar. HHÍ les út
út þessari heimild að aldursleiðrétting
með 5,5 henti til að bera útgjöld ís-
lendinga til heilbrigðismála saman við
umheiminn. Það er hrein hugdetta.
Tölurnar eru á bilinu 2 til 5 og við
samanburð verður hvert land að hafa
þá tölu sem við það á. Þarna þarf
að finna töluna sem á við ísland, en
ekki nota töluna sem gerir saman-
burðinn óhagstæðastan íslenskri heil-
brigðisþjónustu.
I 2. töflu er sýnd skipting saman-
burðarþjóðanna í aldursflokka og hve
margir ungir og gamlir koma á hveija
100 íbúa á vinnualdri. Þegar litið er
á íslensku tölurnar vekur strax at-
hygli lágt hlutfall þeirra sem eru eldri
en 65 ára. Jafnframt er hlutfall barna
hátt. Þar leynist skýring á því hversu
illa gengur hér á landi að anna eftir-
spurn eftir dagheimilum. Einnig kann
þetta að skýra hvers vegna barna-
sjúkdómar og lyfjanotkun við þeim
er algeng og dýr hér á landi. Ómagar
eru margir og fyrirvinnur þar með
fáar. Það hefur áhrif á tekjuöflun og
kostnað. Það skiptir ekki síður máli
en fjöldi aldraðra, eins og OECD
bendir á. Islenskar konur eignast að
meðaltali 2,2, börn meðan konur ann-
ars staðar á Norðurlöndunum eignast
1,6 til 2. Árið 1989 fæddust 18 börn
á 1.000 íbúa á íslandi en 12 til 14
annars staðar á Norðurlöndunum, eða
um 50% fleiri börn á íbúac á íslandi.
Þetta hlutfall ræður miklu um kostn-
að samfélagsins. Lauslega áætlað
kostar rekstur fæðingadeilda og ung-
barnagjörgæslu á íslandi um 1 millj-
arð kr. á ári, sem er 3% af heilbrigðis-
útgjöldum. Barnsburðarleyfi starfs-
fólks á Ríkisspítölum kosta um 60
milljónir kr. á ári sem er 1,4% af
launalið. Rekstur barnaheimila starfs-
fólks á Ríkisspítölum kostar um 100
milljónir kr. á ári sem er 1,6% af
heildarkostnaði. Fjöldi fæðinga og
ungbarna í landinu skiptir því veru-
legu máli fyrir kostnað og það ej'
rangt hjá HHÍ að taka ekki tillit til
2. tafla:
ísland Skipting á aldursflokka og ómegð5 a) % 0-4 % 15-64 %65+ ómeg<
25 64 11
Kanada 21 68 11 48
USA 22 66 12 52
Finnland 19 67 13 49
Þýskaland 15 70 15 44
Danmörk 17 67 16 48
Bretland 19 65 16 53
Noregur 19 65 16 54
Svíþjóð 18 64 18 56
a) Ómogð er hér noiað um fjölda 0-14 ára og 64+ á 100 íbúða 16-64 ára.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992
31
Niðurskurður á fiskveiðiflota EB um 40%:
Málið er enn á
umræðustigi
- segir Morten Laudrup Larsen, talsmað-
ur danska sjávarútvegsráðuneytisins
UPPI eru áform um að minnka fiskveiðiflota EB-landanna um 40%
og reyna þannig að ná jafnvægi milli sóknargetu flotans og aflaheim-
ilda sem löndin hafa. Sjávarútvegsráðherrar EB-landanna hafa sam-
þykkt fyrir sitt leyti að stefna beri að þessu markmiði. Morten Laudr- j
up Larsen, talsmaður danska sjávarútvegsráðuneytisins, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að málið sé hins vegar enn á umræðustigi og
að Danir telji fyrir sitt leyti að í fyrstu beri að stefna að samræmingu
á reglum um úreldingar skipa innan EB.
Símon Steingrímsson
þess liðar. Til að aldursveginn mann-
fjöldi gefi hugmynd um kostnað þarf
að taka tillit til fjölda fæðinga. Lík-
lega þarf einnig að skipta íbúum í
nokkra aldursflokka þar sem heil-
brigðiskostnaður breytist verulega
með aldri. Jafnframt þarf að taka
tillit til hvort þjónustan er mismun-
andi eftir aldurshópum og hvort
kostnaðurinn telst til félagsmála.
Félagsmálaframlög
Skýrsluhöfundar gera sér ekki
grein fyrir eða leyna því að félags-
málaframlög skekkja verulega sam-
anburð á milli landa. Áður er komið
fram að OECD mældi 4,1 faldan heil-
brigðiskostnað við aldraða I Dan-
mörku en 5,5 faldan kostnað í Sví-
þjóð. Mismunurinn er líklega fólginn
í félagsmálaframlögum. Það stendur
reyndar í norrænu tölfræðihandbók-
inni/ töflu 214. Þar kemur fram að
Danir veija 16 milljörðum dkr. í flokki
félagsmála til elliheimila meðan opin-
ber framlög til heilbrigðismála eru
37 milljarðar dkr. Þessu leynir HHÍ
en vitnar þó í bókina. HHI birtir í
kafla 6.3 línurit sem sýnir að lág
heilbrigðisútgjöld og há félagsmálaút-
gjöld fara saman, en ræðir þá aðeins
um framlög til menntamála sem ekki
eru sýnd á myndinni.
Flókinn þáttur í þessu sambandi
er samspil útgjalda einstaklinga og
útgjalda ríkisins. Líklegt virðist að
sumstaðar séu lífeyrisgreiðslur til ein-
staklinga, sem notaðar eru til að
greiða fyrir elliheimili, snar þáttur í
svokallaðri einkaneyslu, en annars
staðar falli lífeyririnn niður og ríkið
flokki elliheimiliskostnaðinn sem heil-
brigðismál.
Aukning kostnaðar
Önnur mynd sýnir heildarútgjöld
til heilbrigðismála sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu. Til að ein-
falda samanburðinn er hér stuðst við
meðaltal þriggja landa, Finnlands,
Noregs og Þýskalands, til að bera
saman við ísland.
Samanburður heilbrigðisútgjalda
sem hlutfall af VLF hefur þann galla
að hann mælir bæði breytingar í heil-
brigðisútgjöldum og landsframleiðslu.
.Vaxandi heilbrigðisútgjöld og minnk-
andi landsframleiðsla verða ekki
greind sundur. Hagvöxtur er magn-
aukning landsframleiðslunnar. Á ár-
unum 1972 til 1981 er um 6% hag-
vöxtur í kjölfar útfærslu landhelginn-
ar. Frá 1982 til 1985 er lítill hagvöxt-
ur. Síðan stekkur hagvöxturinn I um
8% árin 1986 og 1987. Sá hagvöxtur
byggist að miklu leyti á erlenduin
lántökum og ofveiði á þorski*. Árin
1988 og 1989 minnkar VLF, hagvöxt-
ur er neikvæður, og 1990 er enginn
Þórður Harðarson
hagvöxtur. Þetta endurspeglast í 2.
mynd. VLF minnkar, fólki fjölgar og
lítið breytt heilbrigðisþjónusta mælist
sem aukin heilbrigðisútgjöld sem
hlutfall af VLF. Önnur mynd sýnir
því minnkandi landsframleiðslu á ár-
unum 1988 og 1989.
Aðrar ytri aðstæður eru mjög trufl-
andi. Framan af tímabilinu er óða-
verðbólga, síðar kemur „skattlaust
ár“ og staðgreiðsla skatta. Á árunum
1989 og 1990 eru prentuð skuldabréf
Atvinnutryggingasjóðs útflutnings-
greina uppá um 10 milljarða, sem er
heldur óvenjuleg efnahagsaðgerð I
ríkjum OECD. Allt ruglar þetta mæl-
ingar hagstærða og gerir samanburð
við önnur lönd með jafngengisvísitölu
villandi. Þar sem erfitt er að setja
fram á einfaldan hátt magntölur,
verður hér farin sú leið að skoða
launalið Ríkisspítala, sem líklega er
dæmigerður fyrir starfsfólk í heil-
brigðisþjónustu. Laun eru um 70%
af kostnaði spítala. Frá 1980 til 1990
fjölgaði starfsmönnum (stöðugildum)
á Ríkisspítölum úr 2.266 í 2.599 eða
um 14,6%. Á sama tíma fjölgaði þjóð-
inni um 12,3%. Fjölgun starfsmanna
Ríkisspítala umfram fólksfjölgun er
því lítil. Séu borin saman heilbrigðis-
útgjöld á mann í landinu og heildar-
laun á mánuði má sjá hvort heilbrigð-
isútgjöld vaxa umfram laun. Þriðja
tafla sýnir samanburð heilbrigðisút-
gjalda á mann og meðalheildarlauna
á mánuði á Ríkisspítölum 1983 til
1990. Þar er einnig sýnt hlutfall heild-
brigðisútgjalda af VLF.
I dálki D er sýnt hlutfall heilbrigðis-
útgjalda á mann og meðalheildarlaun
á mánuði á Ríkisspítölum. Eftir
nokkra hækkun 1983 hefur þetta
hlutfall verið lítið breytt frá 1983 til
1990. Meðalheildarlaun á mánuði í
heilbrigðisþjónustunni hafa þróast
svipað og vísitala atvinnutekna. Þetta
bendir til að sveiflur í kostnaðarsam-
anburði við aðrar þjóðir endurspegli
fyrst og fremst breytingar á launa-
töxtum en ekki sé um raunaukningu
á kostnaði við heilbrigðisþjónustuna
að ræða. Hefðu útgjöld einstaklings
til heilbrigðismála hækkað meira en
laun heilbrigðisstarfsmanns gæti
skýringin verið fjölgun heilbrigðis-
starfsmanna, meiri fjárfesting eða
aukin rekstrargjöld. Lítil hækkun út-
gjalda á íbúa til heilbrigðismála árin
1983 til 1990 sýnir að slíku er ekki
til að dreifa.
Fundur um skýrslu HHÍ
Hinn 19. mars sl. hélt heiibrigðis-
ráðuneytið fund um skýrslu HHÍ með
aðilum sem tengjast málinu. Þar var
staddur Jean Pierre Poullier frá
OECD og sagði frá því að tölur OECD
væru ósambærilegar milli landa og
ráðlagði mönnum að hyggja að fram-
förum frekar en þessum tölum. Hann
lofaði betri tölum næst. Landlæknir,
Hagstofa og Þjóðhagsstofnun kynntu
skýrslugerð sína. Þórólfur Matthías-
son kynnti skýrslu HHÍ og lést ekki
hafa frétt að forsendur hennar hefðu
reynst rangar og samanburðaraðferð
villandi. Hann sagði að þróun kostn-
aðar við íslensku heilbrigðisþjón-
ustuna héldu engin bönd, jafnvel þótt
Þjóðhagsstofnun sýndi línurit með
lækkandi útgjöldum.
Niðurstöður
1. Samanburður á kostnaði ís-
lensku heilbrigðisþjónustunnar og
þeirrar bresku og bandarísku er óeðli-
legur. Á íslandi er veitt miklu meiri
opinber þjónusta.
2. HHI rangtúlkar tilraunir OECD
til að reikna út kostnað vegna aldr-
aðra og notar hana sem aðferð til að
reikna heildarkostnað. Af mörgum
hugsanlegum margföldunarstuðlum
velur stofnunin þann sem óhagstæð-
astur er íslenskri heilbrigðisþjónustu
og tekur ekki tillit til fjölda fæðinga
og ungbarna á íslandi.
3. HHÍ leynir upplýsingum um að
í samanburðarlöndum, t.d. Dan-
mörku, er hluti af heilbrigðisútgjöld-
um færður sem félagsmál.
4. HHÍ getur þess ekki að minnk-
andi landsframleiðsla hefur áhrif á
hækkun útgjalda til heilbrigðismála
sem hlutfalls af vergri landsfram-
leiðslu og að þetta á þátt í hækkun
hlutfallsins frá 1988 á íslandi.
5. Heilbrigðisútgjöld á mann hafa
vaxið á svipaðan hátt og heildarlaun
starfsmanns í heilbrigðisþjónustu frá
1983. Því er líklega ekki um verulega
raunaukningu annars kostnaðar á
mann að ræða síðan. Hluti af þeirri
aukningu sem HHI sér er líklega
vegna ónákvæmni í mælingu hag-
stærða í óðaverðbólgu og á tímum
afbrigðilegra efnahagsaðgerða. Jafn-
virðisgengi landsframleiðslu er lík-
lega lélegur mælikvarði á heilbrigðis-
þjónstu.
6. Þess er enn beðið að Hagfræði-
stofnun Háskóla íslands standi við
einkunnarorð sín (Mbl. 27. febrúar)
„að hafa það sem sannara reynist í
hveiju máli“.
7. „Á lofvirði" var eitt sinn notað
sem þýðing á þýska orðinu „preis-
wert“. Höfundar álíta að það lýsi ís-
lensku heilbrigðisþjónustunni vel.
1 Holland, W.W., Detcls, R„ Knox, G.: Oxford
Textbook of Public Health. Oxford University
Press. Oxford, 1986.
! Sonnefeld, S.D. et al: Health Care Financing
Review October 1991, bls. 6. HCFA. Baltimore
Maryland.
1 Financing and Delivering Health Care OECD,
bls. 88: París 1987.
* Financing and Delivering Health Care OECD,
bls. 90: París 1987.
* Recent demographic developments in Europe:
Council of Europe, 199.
1 Yearbook öf Nordic Statistics 1991.
’ Yearbook of Nordic Statistics 1991, bls. 318.
* Jóhann Rúnar Bjömsson, þjóðhagfræðingur:
Hagvöxtur íslands og OECD-rikjanna, Dagblað-
ið 3. desember 1991.
Símon Steingrímsson er
verkfræðingur á skrifstofu Ríkis-
spítala.
Þórður Harðarson er prófessor í
iyflæknisfræði við læknadeild
Háskóla íslands ogyfirlæknir
lyflækningadeildarLandspítalans.
í máli Larsens kemur ennfremur
fram að þótt engar ákvarðanir liggi
fyrir í þessu máli séu flskveiðiþjóð-
irnar innan EB almennt sammála
um að minnka verði verulega fisk-
veiðifiota þeirra. „Hér í Danmörku
hefur okkur tekist með rýmkun
reglna um úreldingu fiskiskipa að
minnka mjög flotann á síðustu fimm
árum. En þessar reglur eru mjög
mismunandi innan landanna og við
teljum að í fyrstu beri að samræma
þær,“ segir Larsen.
Jane Hollman, talsmaður breska
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu-
neytisins, segir að burtséð frá þess-
um hugmyndum um 40% niður-
skurð á fiskveiðiflotanum hafi
breska stjórnin ákveðið að veija 25
milljónum punda á næstu tveimur
árum í styrki til að úrelda físki-
skip.„Þessi ákvörðun nær til áranna
1993 og 1994 en við eigum eftir
að ná samkomulagi við útgerðar-
menn og fískvinnslur um hvaða
reglur eigi að gilda við úreldingu
skipa,“ segir Hollman. „Við viljum
að útgerðaraðilar verði með í ráðum
og samningar við þá eru hafnir.“
Aðspurð um hvort þessar 25
milljónir punda nægi til að minnka
breska fískveiðiflotann um 40%
segir Hollman að hún geti ekkert
um það sagt á þessari stundu þar
sem samningar við útgerðarmenn
liggja ekki fyrir. „Við getum ekki
mælt árangur okkar í þessu máli
fyrr en séð verður hvaða samkomu-
lag næst um reglurnar sem gilda
í ritinu Landið þitt ísland segir
um Eyjabakka: „Mýrlent svæði upp
Suðurfjarðavegur
í Reyðarfirði:
Lægsta tilboð
55% af áætlun
GUNNAR og Kjartan sf. áttu
lægsta tilboð í lagningu Suður-
fjarðavegar í sunnanverðum Reyð-
arfirði er tilboð í verkið voru opn-
uð á dögunum. Tilboð fyrirtækis-
ins var 7,7 milljónir kr., 55% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar sem var rúmar 14 milljónir kr.
Vegurinn, sem er 1,72 km að
lengd, er frá Eyri að Ytri-Eyrará.
Innifalið í verkinu er gerð tveggja
stálplöturæsa. Verkinu á að ljúka
fyrir 1. september næstkomandi.
Vegagerðin fékk fjórtán tilboð og
voru þau öll talsvert innan við kostn-
aðaráætlun. Næst lægsta tilboðið var
frá Ómari S. Ingvarssyni, tæpar 8,3
milljónir eða 59% af kostnaðaráætl-
un.
eiga,“ segir Hollman.
Norbert Kleeschulte, deildarstjóri
í sjávarútvegsdeild þýska landbún-
aðarráðuneytisins, sagðist telja að
Þjóðveijar þyrftu ekki að skera nið-
ur flota sinn að neinu verulegu leyti
umfram það sem þegar hefði verið
gert. Bráðabirgðatillögur fram-
kvæmdastjórnar EB settu aðildar-
ríkjunum mismunandi markmið
hvað þetta varðaði og miðuðust þau
við hlutdeild ríkjanna í heildarkvót-
um EB. Hollendingar og Spánveijar
t.d. hefðu mun stærri fiskiskipaflota
en kvótar þeirra segðu til um en
stærð þýska flotans væri eðlileg.
Kleeschulte sagði að í hugmyndum
framkvæmdastjórnarinnar fælist að
stæðu ríki ekki við sinn Wuta niður-
skurðarins yrðu þau svipt styrkjum
úr sameiginlegum sjóðum. Hann j
sagði að nú þegar fiskveiðistefna
EB hefði verið í gildi í tíu ár af
þeim tuttugu sem um var samið
árið 1983 væri ljóst að mikill árang-
ur hefði náðst en ekki væri síður
ljóst að margt væri ógert. Of mikii
afkastageta flotans stuðlaði að
ólöglegum veiðum og eftirlit þyrfti
að bæta. Hann sagði að Þjóðveijar
legðu áherslu á að aðildarríkin yrðu
að standa sig betur hvað hið síðar-
nefnda varðaði. Þeir væru hins veg-
ar ekki sannfærðir um ágæti eftir-
lits með gervihnöttum því slíkt
gæti einungis náð til skipaferða en
ekki til þess hve mikill afli færi um
borð.
af Fljótsdal, uppi undir Eyjabakka-
jökli. Jökulsá í Fljótsdal fellur þar
undan jöklinum í mörgum kvíslum
og hefur hún fyllt upp víðáttumikla
dæld, sennilega gamalt stöðuvatn.
Þessir óshólmar eru Eyjabakkar.
Mjög grösugt er þar, vaxið broki
og sums staðar stör en svo er þar
rótlaust víða að torfært er flestum
skepnum um Eyjabakka eftir að
klaki fer úr jörð.“
Þóroddur Þóroddsson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs,
sagði að Eyjabakkar væru hálendis-
vin í grennd við jökulinn, töluvert
gróin. Sérstaklega væri mikið af
gæs á þessu svæði og þar hefði
einnig sést til hreindýra. „Þetta er
stórt svæði og það eru ekki mörg
hliðstæð svæði til á landinu þar sem
gróðurvinjar eru í svo mikilli hæð.“
Hann sagði að Náttúruverndarráð
hefði á sínum tíma fallist á að gert
yrði uppistöðulón á Eyjabökkum en
í staðinn fengið því framgengnt að
Þjórsárver yrði Ramsar-verndar-
svæði, þ.e. félli undir Ramsar-sátt-
málann um verndun votlendis-
svæða, sem íslendingar urðu full-
gildir aðilkr að 1978.
3. tafla:
VLF heilbrigðisútgjöld og laun
A B c D
Hcilbrm. Ileilbrútg. Meðalheildar Hcilbrútg./
%af á manu laun á Rsp. Meðallaun
Ár VLF kr./mann kr./mán. a) B/C
1983 7,56 21.013 25.860 0,81
1984 7,02 25.588 32.397 0,79
1985 7,36 36.394 45.706 0,80
1986 7,82 51.021 60.357 0,85
1987 7,94 67.138 85.567 0,78
1988 8,48 86.376 106.197 0,81
1989 8,52 99.605 114.936 0,87
1990 . 8,34 109.375 129.817 0,84
a) IVleðuliiiáiiaAarluiiii eru med lauiialeiigfdiiin gjöldum.
Mynd 2.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hundraðshluti af VLF
6.0 -
Hére VLFá slandi n innkand S S —
í / \ /
S N. N.
iland MeÖajllal í Fin 1 : alandi. h oregi og Þýskala ndi
j i
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990
Eyjabakkar upp af Fljótsdal:
Einstök gróðurvin á
hálendinu undir vatn
Svæðið hefur alþjóðlegt verndargildi,
segir Ólafur Einarsson líffræðingur
EYJABAKKAR upp af Fljótsdal hverfa undir vatn ef af fyrirhugaðri
Fljótsdalsvirkjun verður. Þar er ráðgert að verði 46 ferkílómetra
stórt uppistöðulón. í grein sem Ólafur Einarsson líffræðingur ritaði
í Morgunblaðið 29. mars sl. vakti hann máls á því að svæðið hefði
alþjóðlegt verndargildi því um 10.000 heiðagæsir felldu þar flugfjaðr-
ir sínar hvert sumar. Meira en 1% af deildarstofni tegundarinnar
byggði því á einhvern hátt á tilvist svæðisins.