Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 Minning: Jón Baldvinsson, bifreiðastjóri Fæddur 20. desember 1947 Dáinn 30. mars 1992 Ég les sjaldan dánartilkynningar í dagblöðum, en þegar ég fletti Morgunblaðinu 1. apríl var líkt og hvíslað væri að mér: Gerðu nú und- antekningu. Ég opna blaðið með þeim ásetningi að verða við þessari innri rödd eða skilaboðum. Það fyrsta sem ég rek augun í er dánarfregn góðkunningja míns Jóns Baldvinssonar bifreiðastjóra. Mér varð hverft við, maður í blóma lífsins horfinn af sjónarsviðinu. Ég neitaði í fyrstu að trúa þessari fregn. En því miður, þetta reyndist bláköld staðreynd. Fyrir um það bil hálfum öðrum áratug bar fundum okkar Jóns fyrst saman. Mig vantaði bílstjóra til að aka leigubíl, sem ég átti og réði Jón til starfsins. Að öðrum bílstjórum ólöstuðum, sem unnið hafa hjá mér, reyndist Jón framúrskarandi í þessu ábyrgð- armikla og oft vanþakkláta starfi. Hann var duglegur, stálheiðarlegur, lipur og hjálpsamur, í einu orði sagt hvers manns hugljúfi. Jón eignaðist líka marga fasta viðskiptavini, má þar meðal nefna starfsfólk Morgun- blaðsins. Jón starfaði hjá mér í fjögur eða fimm ár, eða þar til hann fékk sjálf- ur atvinnuleyfi leigubílstjóra. Hann ók síðan á Bifreiðastöð Reykjavíkur allt til dauðadags. Jón var greindur vel og bjó yfir ríkri kímnigáfu. Frásagnarlist var honum í blóð borin, og var unun að vera í návist hans og njóta með honum líðandi stundar. Líkamlega var Jón einnig vel á sig kominn. Hann var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, kvikur í hreyfingum og samsvaraði sér vel. Andlitið frítt, en þó karlmannlegt, og yfirbagð frekar Ijóst. í æsku naut Jón ekki annarrar menntunar en lögboðinnar fræðslu. Hann varð snemma að fara að vinna til að létta undir með fjölskyldunni, enda atorka og dugnaður honum í blóð borin. Foreldrar Jóns eru heiðurshjónin Lína Jónsdóttir, sem er færeysk að ætt, og Baldvin Jónsson starfsmað- ur í Hampiðjunni. Hafa þau stutt son sinn með ráðum og dáð þegar erfiðleikamir steðjuðu að. Jón kvæntist rúmlega tvítugur þýskættaðri stúlku, Helgu Stolz- enwald, og reistu þau sér bú að Tunguseli 9 í Breiðholti. Heimili ungu hjónanna bar vott um smekk- vísi og myndarbrag. Jón taldi ekkL eftir sér að vinna langan vinnudag. ' Hann var góður og ástríkur heimil- isfaðir, og sat fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi hjá honum. Barnahópur- inn stækkaði fljótt og eru systkinin fimm að tölu. Þau eru eftir aldurs- röð: Helena María, Baldvin, Berg- lind, Líney Rakel og Anna Björg yngst, sem nú er þrettán ára. Fyrir nokkrum árum dundi ógæf- an yfír. Hjónin skildu og var það . þung raun, beiskja og sárindi. For- eldrarnir skiptu með sér yngri börn- unum og Jón bjó áfram í íbúð sinni. Elsta dóttirin er nú í sambúð. Hennar maður er Smári Björgvins- son og eiga þau dreng og stúlku, Guðmund Inga og Kristjönu Ósk. Berglind á eina dóttur, Ónnu Mar- gréti Magnúsdóttur að nafni. Nú er Jón sjálfur horfínn, en eft- ir lifír minningin um góðan dreng og manndómsmann. Mér fljúga í hug Ijóðlínur þjóð- skáldsins: Mér finnst ég vera í ætt við allt, sem að sér hug minn dró, en allt var leyndu lífi gætt í lofti, jörð og sjó. En friður sá, er þreyttir þrá, í þöglum fjöllum bjó. (D.St.) Ég votta foreldrum, börnum, bamabömum og öðm venslafólki Jóns Baldvinssonar dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning hans. Ármann Kr. Einarsson. Nú er hann Jón vinur minn far- inn. Við kynntumst í vinnunni. Bæði bílstjórar hjá BSR. Samband okkar Jóns var ætíð náið og gott. Hann var mikill félagi og vinur. Hann var ákaflega vinmargur, enda búinn að vera leigubílstjóri í 17 ár. Þar var oft glatt á hjalla þegar við sátum í bílnum hans á milli ferða. Þá setti hann gjarnan spólur í tæk- ið með færeysku lögunum sínum og söng með. Hann hafði mjög fal- lega söngrödd. Jón átti auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á málun- um enda mikill húmoristi. Einnig hafði hann frásagnarhæfileika og stundum þurfti ekki annað en að horfa á hann og spyija sjálfan sig. Þórhallur Bjarna- son - Minning Bróðir okkar, Þórhallur Bjarna- son, andaðist á Borgarspítalanum hinn 30. mars sl., eftir hetjulega baráttu við banvænan sjúkdóm. I þessu helstríði sýndi hann mikið æðruleysi og andlegan styrk. Þórhallur var fæddur á Suðuiv eyri við Súgandafjörð, hinn 6. ág- úst 1932 og var 7. í röðinni af 16 systkinum. Foreldrar okkar voru Bjarni Guðmundur Friðriksson sjó- maður og vitavörður og Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir frá Gelti í Súgandafírði. Árið 1943 fluttist fjölskyldan að Galtarvita þar sem faðir okkar tók við vitavarðarstöðu. Á þessum bernskuslóðum kynntist Þórhallur fyrst sjómennskunni, en hún átti eftir að skipa dijúgan sess í lífi hans. Út frá lítilli vör fyrir opnu hafí reri hann til fiskjar með bræðrum sínum á opnum árabát. Þar kynnist hann fyrst hinum harða heimi sjómennskunnar og ógnum ægis. Á þessum slóðum eru veður válind. Því ekki var ósjaldan lagt úr vör í lygnum sjó og góðu veðri en er heim var snúið var komið brim og slæmt sjólag við sker og boða. Það þurfti því rétt mat, styrka hönd og fyllstu aðgæslu til að ná landi í grýttri vör. Við þessar að- stæður mótaðist skapgerð Þórhalls, auk sem honum var innrætt í for- eldrahúsum að vera heiðarlegur, vinnusamur og kvarta ekki þótt á móti blési. Með þessa eiginleika að vega- nesti flutti Þórhallur suður ungur að árum. Eftir að suður kom átti sjómennskan hug hans allan. Frá unglingsaldri og fram á efri ár sótti hann sjóinn á hinum ýmsu bátum og togurum landsins. Eftir að Þór- hallur hætti sjómennsku vann hann hjá íslenska álverinu þar tii hann veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Þórhallur er farinn jríir móðuna miklu. Minningin um hann er þó eftir. Minningin um kæran bróður sem reyndist þeim vel sem leituðu til hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Hvað kemur næst? Væntingarnar brugðust aldrei. Það var gaman að koma í heim- sókn til hans í Tunguselið. Hann var alltaf að dytta að íbúðinni, enda gat hann aldrei setið auðum hönd- um. Þá var oft skemmtilegt að fylgj- ast með, nákvæmnin var svo mikil með alla hluti og snyrtimennskan, allt varð að vera á sínum stað. Hann var fjölskyldurækinn og barn- elskur maður. Það var unun að sjá þegar dóttir hans kom með börnin í heimsókn og sjá hvað hann var mikill afi. Foreldra sína heimsótti hann á hverjum degi og fylgdist með börnunum sínum sem voru farin að heiman. Hann mátti ekkert aumt sjá, því þá var hann kominn til að hjálpa og hughreysta. hann þurfti ekki annað en að birtast þá tóku menn gleði sína aftur. Þannig gleðigjafi var hann. Jón átti kærleiksríka fjölskyldu, foreldra, bróður, 5 yndisleg börn og 3 barnabörn. Þau veittu mér mikinn styrk og ástúð við fráfall Jóns, í þeirra miklu sorg. Elsku Lína, Baldvin, börn og barnabörn. Ég votta ykkur og öðr- um ættingjum, mína innilegustu samúð. Guð gefí ykkur styrk. Ef að líkum lætur þá hefur hann vakn- að á nýjum slóðum, glaðbeittur til að takast á við verk morgundagsins. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll'er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Eyja. Mig langar í nokkrum orðum að minnast góðs drengs. Ég kynntist honum hjá Morgunblaðinu þar sem Minning: Þórdís Guðmunds- dóttir frá Hjarðardal Fædd 24. október 1924 Dáin 30. mars 1992 í dag kveðjum við húsfreyju sem í nær 40 ár átti góðan þátt í að móta svip sveitar minnar fyrir vest- an. Þórdís Guðmundsdóttir fæddist að Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 24. október 1924. For- eldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Þorsteinsson og Guðrún Jónsdóttir, skagfírskt bændafólk með ættartengsl víða um hérað þó að ég kunni lítt að rekja. Þórdís ólst upp í systkinahópi í föðurgarði. Hún tók þátt i félagslífí sveitar sinnar. Hér langar mig til að minnast þess að Hersilía Sveins- dóttir kennari hennar hélt uppi barnastúku í skóla sínum með hjálp áhugamanna í sveitinni þau ár sem Þórdis var í barnaskóla. Það var þáttur í félagslegu uppeldi skólans. Leiðir Þórdísar lágu vestur í Onundarfjörð. Þar var hún eitt sum- ar í kaupavinnu. Þá kynntist hún mannsefni sínu, Hagalín Guð- Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja frá systkinum. mundssyni. Til hans fluttist hún alfarin vorið 1950 að Innri-Hjarð- ardal þar sem bjuggu hátt á fjórða áratug. Hér verður búskaparsagan ekki rakin en þau hjón voru samhent og bjuggu vel. Húsfreyjan kunni til verka úti og innanbæjar og dró ekki af sér. Og heimili þeirra fylgdi sérstakur þokki. Hér langar mig til að vitna í ummæli Oddnýjar Guð- mundsdóttur sem var farkennari í sveitinni 1950-1952 og dvaldi þá m.a. á heimili þeirra. Hún kvaðst trúa því að þar hefði ekki í manna minnum verið talað styggðaryrði, en mest fannst henni til um ungu konuna aðfluttu. Fyrir nokkrum árum fór heilsu Þórdísar að hnigna. Hún tók hrörn- unarsjúkdóm sem smám saman sleit tengsl við samtímann og um- hverfíð, það sem er að gerast gleymist jafnóðum en hugurinn dvelur helst við myndir og minning- ar frá unga aldri. Jafnframt vakir þó tilfinning ábyrgðar og skyldu svo sem dagsins önn kalli að og enn þurfí að rækja hlutverk sitt. Það er ærin raun gáfaðri konu að vita sig þannig missa andlegt atgervi og tapa sambandi en háttvísin brást henni aldrei. Hagalín sá að hveiju fór, þeirra tími við búskapinn væri liðinn, svo hann losaði sig við jörðina og flutti í Kópavog haustið 1988. Þar voru þau í Vogatungu 33 þar til Þórdís vistaðist í Sunnuhlíð. Þar var hún síðustu vikurnar tvær en þá slitnaði lífsþráðurinn snögglega. Sjálf hafði hún óskað þess að ekki bættist lík- amleg kröm við andlega fötlun og herra h'fs og dauða varð henni náð- ugur. Þau Hagalín og Þórdís eignuðust 4 börn. Þau eru Ingvi yfirkennari í Fellaskóla í Breiðholti, Sigríður kennari við Þingholtsskóla í Kópa- vogi, Guðrún landbúnaðarkandidat, gift í Noregi og kennari þar og Guðmundur kerfisfræðingur hjá Eimskipafélagi íslands. Systkinin öll eru atgjörvisfólk eins og þau eiga kyn til. Ég veit ég mæli fyrir hönd sveit- unga okkar allra nú á þessari skiln- aðarstund að Þórdís Guðmundsdótt- ir sé kvödd með virðingu og þökk fyrir það sem hún var og vann. H. Kr. .. .og þeyrinn þýtur í lofti og þerrar daggir af foldinni. Fegursta vísan um vorið er vísan um fræið í moldinni. (D. St.) hann var við afleysingar. Jón var alltaf boðinn og búinn að keyra mig ef með þurfti. Er þess skemmst að minnast er hann sótti mig á árshátíð Morgunblaðsins og ók mér heim aftur. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Jóni fyrir góð kynni og bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu hans í sorg þeirra. Gunnar Lund Fyrir hálfum mánuði, jafndægri á vori, máttur ljóss og lífs er að taka völdin eftir dimman og drung- alegan vetur. Mig setti hljóðan þeg- ar mér barst til eyrna andlátsfregn Jóns Baldvinssonar, sem nú er horf- inn okkar sjónum langt fyrir aldur fram. Á BSR lágu leiðir okkar sam- an í allmörg ár, hann ungur að árum en ég tekinn að eldast. Bjartar og fagrar minningar á ég um þennan hógværa dugnaðar- mann, sem lagði nótt við dag að sjá sér og sínum farboða. Kynni mín af Jóni voru á þann veg að hann brást ekki því trausti sem honum var sýnt og hann mat einn- ig að verðleikum það sem fyrir hann var gert. Ég naut þess að eiga hann að, þegar stríðandi fylkingar í félags- málum tókust á. Hann var traustur í birtu vakandi vors andaðist tengdamóðir mín, Þórdís Guðrún Guðmundsdóttir á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún var fædd 24. október 1924 og var Skagfírðingur að ætt og uppruna. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorsteinsson og Guð- rún Jónsdóttir og bjuggu þau allan sinn búskap að Ytra-Vatni í Lýt- ingsstaðahreppi. Þórdís var elst systkina sinna og ólst upp við öll venjuleg sveitastörf. Á unglingsárum fór hún til Akur- eyrar í gagnfræðaskólann þar. Árið 1947-1948 fer hún síðan á Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyj- afirði. Sú menntun sem Þórdís fékk nýttist hénni ákaflega vel enda var hún einstaklega vel gefin kona. Sumarið 1948 kemur hún síðan sem kaupakona að Þórustöðum í Önundarfirði og í Önundarfirðinum kynnist hún Hagalín J: Guðmunds- syni frá Hjarðardal, sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau giftust í apríl 1950 og eignuðust fjögur börn. Þau eru: Jóhannes Yngvi fæddur 1950, aðstoðarskólastjóri í Reykja- vík, kvæntur undirritaðri, Sigríður fædd 1952, kennari í Kópavogi, gift Skafta Halldórssyni, Guðrún Ragnheiður fædd 1953, landbúnað- arfræðingur í Noregi, gift Arne Vaag og Guðmundur fæddur 1956, kerfísfræðingur, kvæntur Ágústu Halldórsdóttur. Barnabörnin eru 10. Þórdís og Hagalín bjuggu á Innri-Hjarðardal til ársins 1988, er þau brugðu búi vegna heilsu- brests hennar og fluttu í Kópavog- inn. Eins og ég hef áður sagt nýttist tengdamóður minni vel sú menntun sem hún hlaut og stuðlaði hún að því að hennar börn gengu öll menntaveginn. Henni var mikið í mun að dætur hennar fengju ekki síðri menntun en synirnir þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.