Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Islandsmótið í sveitakeppni - Islandsbankamótið: Engin aukning í kvóta landsbyggðarinnar ___________Brids _____________ Amór Ragnarsson Sveitir Rauða ljónsins, S. Ár- manns Magnússonar, Verðbréfa- markaðar Islandsbanka, Hjalta Elíassonar, Tryggingamiðstöðv- arinnar, Gunnlaugs Kristjáns- sonar, Sigfúsar Þórðarsonar og Landsbréfa tryggðu sér rétt til að spila um Islandsmeistaratitil- inn í sveitakeppni en úrslita- keppnin hefst á Hótel Loftleiðum 15. apríl nk. Þessar sveitir urðu í efstu sætum í fjögurra riðla keppni sem Iauk sl. sunnudag. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar komst inn í gegnum undankeppn- ina án taps og varð stigahæst, hlaut 162 stig af 175 mögulegum. Keppnin í riðlunum var oft mjög skemmtileg og spennandi eink- um í C-riðli þar sem 13 stig skildu að 1. og 5. sveit í lokin A-riðill: Sveit Tryggingamiðstöðvarinnn- ar spilaði í þessum riðli og gaf aldr- ei færi á sér en keppnin um annað sætið var á milli Keiluhallarinnar og Sigfúsar Þórðarsonar. Keiluhöll- in hafði 8 stiga forskot fyrir síðustu umferð en tapaði illa í síðustu um- ferðinni á meðan Sigfús vann með 23-7 og komst þar með í úrslit. Lokastaðan: Tryggingamiðstöðin 162 Sigfús Þórðarson 124 Keiluhölin 115 Berghf. 101 Stefán G. Stefánsson 100 ' íslandsbanki 98 HótelHöfn 61 Karl G. Karlsson 44 Mönnum hleypur oft kapp í kinn þegar mikið liggur við. Meðfylgj- andi mynd var tekin þegar Búseti frá Rvík spilar gegn sveit Jóns Arnar Berndsen NL-V. Báðir spilararnir í N/S höfðu redoblað sögn- ina 6 hjörtu. Þess má geta að þeir stóðu spilið. B-riðiIl Heimsmeistarasveitin spilaði í þessum riðli og átti erfitt uppdrátt- ar í upphafi. Þeir náðu sér þó á strik og náðu öðru sætinu í riðlinum en sigurvegari riðilsins var sveit Hjalta Elíassonar sem aðeins tapaði einum leik, þ.e. á móti VÍB, með minnsta mun ,14-16. Lokastaðan: Hjalti Elíasson _ 146 Verðbréfamark. íslandsb. 135 Sjóvá-Almennar 115 J akob Kristinsson 114 Sigmundur Stefánsson 105 Kristinn Kristjánsson 77 Herðir 77 Hraðfr.hús Fáskrúðsíj. 60 C-riðill Þessi riðill var langskemmtileg- astur. Fimm sveitir börðust um tvö efstu sætin. Fyrir síðustu umferðina var sveit Roche efst með 107 stig, S. Ármann 106 stig, Rauða ljónið Sveit Gunnlaugs Kristjánssonar spilaði sig inn í úrslitin í síðustu umferð mótsins með því að sigra sveit Ármanns J. Lárussonar í síð- ustu umferðinni. Talið frá vinstri: Karl Logason, Jóhann H. Sigurðs- son, Gunnlaugur Kristjánsson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Ólafur H. Ólafsson og Jón Ingi Björnsson. Morgunblaðið/Arnór Sveit Sigfúsar Þórðarsonar verður eina utanbæjarsveitin sem spilar í úrslitunum. Talið frá vinstri: Sigfús Þórðarson, Brynjólfur Gests- son, Björn Snorrason og Gunnar Þórðarson. Á myndina vantar einn sveitarmeðlima, Erling Örn Arnarson. var með 104 stig, Víking-Brugg með 100 stig og Myndbandalagið var með 98 stig. Sveit Roche tap- aði sínum leik í síðustu umferð á meðan Rauða Ijónið og S. Ármann unnu sína leiki með 25 stigum og spila því í úrslitunum. Lokastaðan: S. Ármann Magnússon 131 Rauðaljónið 128 Garðbæingar Islands- meistarar taflfélaga Skák Margeir Pétursson TAFLFÉLAG Garðabæjar sigr- aði í deildakeppni Skáksam- bands Islands eftir æsispenn- andi lokaumferð á laugardags- kvöld. Skákfélag Akureyrar varð í öðru sæti, en tvær sveit- ir Taflfélags Reykjavíkur í fyrstu deild urðu að gera sér þriðja og fjórða sætið að góðu. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því deildakeppninni var hleypt af stokkunum áríð 1974 að Taflfélag Reykjavíkur sigr- ar ekki. Skákfélagið Mjölnir í Reykjavík, sem klofnaði á sín- um tíma út úr TR, sigraði árið 1976. Eftir fyrri hluta keppninnar í haust höfðu Akureyringar hálfs vinnings forskot á Garðbæinga en sveitir TR voru nokkuð á eftir. Það var því geysilega hart barist í lokaumferðunum þremur um helgina. TR gekk nú mun betur að fá sína öflugustu skákmenn til að mæta en í haust, en það dugði skammt, stríðsgæfuna skorti. í fimmtu umferðinni á föstudags- kvöldið virtist Suðaustursveit TR eiga sigurinn vísan gegn Garðbæ- ingum, en máttu að lokum sætta sig við jafntefli 4-4. Mestu mun- aði þar um að Björn Þorsteinsson missti stöðu þar sem hann hafði mann yfir, niður í tap gegn Elvari Guðmundssyni. Norðvestursveit TR tókst aðeins að vinna Skákfé- lag Hafnarfjarðar með minnsta mun 4 'h — $V2. Á meðan notuðu Akureyringar tækifærið og juku forskot sitt í 2 'h v. með 6-2 sigri yfir Vestfirðingum. í sjöttu umferðinni brugðust vonir TR manna síðan endanlega er Skákfélag Akureyrar vann Norðvestursveitina A'h — 3'/2. Góður sigur Akureyringa yfir liði sem á pappímum var talsvert sterkara dugði þó ekki til að halda forystunni því Garðbæingar fóru enn verr með Vestfirðingana en keppinautum þeirra hafði tekist daginn áður og sigruðu 7-1. SA og TG voru þyí jafnar fyrir síð- ustu umferðina og mættust ein- mitt innbyrðis í henni. Það er ekki langt síðan það hefði þótt með ólíkindum að gestgjafarnir í Taflfélagi Reykjavíkur yrðu að láta sér nægja að vera áhorfendur að úrslitaviðureigninni. Þótt Suð- austursveitin næði góðum sigri yfir Húnvetningum, 6‘/2 — U/2, dugði það aðeins til að viðhalda fræðilegum en afar veikum mögu- leika á sigri. Hann byggðist á því að Akureyringar og Garðbæingar gerðu jafntefli 4-4 í síðustu um- ferð, en Suðaustursveitin ynni Hafnfirðinga 8-0. Sá vonarneisti slokknaði fljótlega eftir að Ioka- umferðin hófst, því Hafnfirðingar náðu fljótt að tryggja sér eitt jafn- tefli og náðu reyndar þremur vinningum áður en yfir lauk. Úrslitaviðureignin: Taflf. Garðabæjar - Skákf. Akureyrar 5-3 Björgvin Jónsson - Margeir Pétursson 0-1 Sævar Bjarnason — Áskell Örn Kárason 1-0 Elvar Guðmundsson — Jón G. Viðarsson 1 -0 Bóbert liarðarson - Gylfi Þórhallsson 1-0 Kristj. Guðmundss. — Árnar Þorsteinss. 0-1 Magnús Sólmun darson — Bogi Pálsson 1-0 Jónas P. Erlingss. — Rúnar Sigurpálss. 1-0 Leifur Jósteinsson — Jón Árni Jónsson 0-1 Svo sem sjá má voru jafntefli lítt til umræðu í þessari æsispenn- andi viðureign. Garðbæingar náðu snemma forystu og verður sigur þeirra að teljast verðskuldaður, þótt hann hafi reyndar verið naumari en tölurnar gefa til kynna. Staðan var 4—3 þegar aðeins ein skák var eftir á milli Elvars og Jóns Garðars. Næði Jón sigri yrðu liðin jöfn að vinningum en bikarinn færi til Akureyrar á stigaútreikningi. Staðan á skák- borðinu hafði alla skákina verið í járnum og jafntefli líklegustu úr- slitin. Báðir keppendur voru í tímahraki, Jón þó sýnu verra. Þá urðu Elvari á herfileg mistök er hann hugðist skipta upp á biskup fyrir riddara. Hann gáði ekki að því að Jón átti millileik sem kæmi peði upp í borð og nýja drottn- ingu. Að sögn tóku hjörtu við- staddra Garðbæinga nokkur feil- slög við þetta, en Jón drap biskup- inn til baka að bragði og Elvar gaf honum ekki fleiri tækifæri. í örvæntingarfullri tilraun til að jafna metin missti Jón síðan skák- ina niður í tap. Úrslit í 1 deild: 1. Taflfélag Garðabæjar36'/! v. af 56 mögulegum. 2. Skákf. Akureyrar, A sveit 34 Vi v. 3. TR, norðvestursveit 33 v. 4. TR, suðaustursveit 32lh v. 5. Skáksamband Vestfjarða 23 V2 v. 6. Skákfélag Hafnarfjarðar 23‘A v. • 7. Ungmennas. A-Húnvetn. 22Vi v. 8. Skákf. Akureyrar, B sveit 18 v. Úrslit í 2. deild: 1. Taflfélag Kópavogs 30 ’/z v. af 42 mögu- legum. 2. Taflfélag Rvíkur, C sveit 24 v. 3. Taflfélag Reykjavíkur, D sveit 23 v. 4. Ungmennasamb. Eyjafj. 21 'h v. 5. Skáksamb. Vestfjarða, B sveit 20 v. 6. Taflfélag Akraness 20 v. 7. Skákf. Akureyrar, C sveit 15'/2 v. 8. Skáksamband Austurlands 13'h v. Taflfélag Kópavogs tekur sæti B-sveitar Skákfélags Akureyrar í fyrstu deild næsta vetur. Taflfé- lagið Hellir í Reykjavík varð hlut- skarpast í úrslitakeppni þriðju deildar og fær því sæti Austfirð- inga í annarri deild. Stórmeistararnir björguðu ekki málunum Sveitir TR voru miklu sterkari í síðustu umferðunum, en í haust og tókst liðsstjórum sveitanna að fá þijá af stórmeisturum sínum til að tefla sína skákina hver. Þetta herbragð heppnaðist þó ekki betur en svo að Guðmundur Sigur- jónsson var sá eini þeirra sem náði að sigra. í mikilvægri viður- eign suðaustursveitar TR við ís- landsmeistarana tapaði Jón L. Árnason á fyrsta borði fyrir Björgvini Jónssyni og á sömu lund fór er Helgi Ólafsson mætti fyrir Norðvestursveitina gegn Skákfé- lagi Akureyrar. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. Bg5 - Rc6 7. Dd2 - e6 8. 0-0-0 - Bd7 9. f4 - Be7 10. Rf3 - b5 11. Bxf6 - gxf6 12. Bd3 - Dc7 13. Hhel - Bf8?! 14. Kbl - h5 15. Df2 - Da7 16. Dh4 - 0-0-0 17. f5! Veiki blettur svarts í þessu svo- nefnda Rauzer-afbrigði Sikileyj- arvarnarinnar er e6 eins og heldur betur á eftir að koma á daginn. Rangt var hins vegar 17. Dxf6? - Be7 18. Dxf7 - Hdf8 18. Dg7 — Hfg8 og svartur þráleikur. 17. - Be7 18. Re2 - Hdg8 19. Dh3 - Hh6 20. Rf4 - Hgh8 21. c3 Eftir leiktöp í bytjuninni lenti svartur í slæmri stöðu. 21. — Bd8? væri nú æskileg lausn á brýnasta vandanum, en því svarar hvítur með 22. Rxe6!, sem vinnur peð og sundrar svörtu peðastöð- unni. Svartur átti því afar erfítt um vik, en næsti leikur byggir á misreikningi og leiðir til tapstöðu. 21. - Re5? 22. Rd4! - Rg4 Nú virðist svartur hóta bæði 22. — Rf2 og 22. — e5, en sú síðarnefnda er gervihótun eins og hvítur hefur þegar gert sér grein fyrir. 23. Dg3! - Hg8 23. — e5 má einfaldlega svara með 24. Rd5 og hvítur hefur náð d5-reitnum á sitt vald og unnið herfræðilegan sigur. Svartur reynir nú að grugga vatnið, en losaraleg staða hans er ekki líkleg til að þola miklar flækjur. 24. fxe6 - fxe6 25. Rfxe6 - h4 26. Df4 - IIh5 Leikur af sér skiptamun en staðan var hrunin 27. Be2 - Hhg5 28. Rxg5 - Hxg5 Með peð og skiptamun undir er svarta staðan gjörtöpuð, en Björgvin ferst ekki úrvinnslan vel úr hendi og skákin lengist um 30 leiki, án þess að sigurinn sé þó nokkru sinni í hættu. Riddara- kaupin sem hann stofnar nú til létta t.d. mikilli pressu af svarti. 29. Rc6? — Bxc6 30. Bxg4+ — Kc7 31. Bf3 - He5 32. Dd2 - a5 33. Dd4 - Db7 34. a3 - Hc5 35. Dd2 - He5 36. h3!? - Bxe4+ 37. Bxe4 — Hxe4 38. Hxe4 — Dxe4+ 39. Dc2 - De5 40. Dd3 - Kc6 41. c4 - b4 42. Dd5+ - Kc7 43. Dxe5 — dxeð 44. a4 — Kc6 45. Kc2 - Bd6 46. Hfl - Be7 47. b3 - Kd6 48. Hdl+ - Kc6 49. Hd5 - Bd6 50. Hxa5 - f5 51. Hd5 - Bc7 52. Kd2 - Bd6 53. Ke2 - f4 54. Kf3 - e4+ 55. Kxe4 - Kb6 56. Hxd6+ - Ka5 57. Hd5+ og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.