Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 41 Sjávarútvegsráð- herra í Stykkishólmi Stykkishólmi. SJALFSTÆÐISFÉLAGIÐ Skjöldur í Stykkishólmi boðaði til almenns fundar í Stykkisiiólmi 19. mars sl. Þar voru mættir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, þeir Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson. Auk þeirra mætti Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra. Fundinum stýrði Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri og var þetta einn fjölmennasti stjórnmálafundur sem hér hef- ur verið haldinn um langan tíma. Sturla hóf umræður, ræddi um nauðsyn þess að sporna við fótum og minnka svo sem hægt væri eyðsluna á þessum óvissutímum. Hefði þar verið gengið föstum skrefum og takmarkið að bæta stöðu ríkissjóðs svo sem hægt hefði verið. Hann kvað reynt svo sem mögulegt hefði verið að minnka þensluna án þess að skerða kjör þeirra sem erfiðast ættu í þjóðfélag- inu og eins að landsbyggðin héldi sem mestii af nauðsynlegum fram- kvæmdum t.d. til vega o.fi. Hann kvað þegar sjást þess merki að rétt hefði verið í þetta farið og þegar til lengri tíma væri litið. Á þreng- ingartímum yrðu allir að fórna ein- hverju. Guðjón Guðmundsson ræddi einnig byggðarmálin og þá kom hann sérstaklega inn á iðnaðinn, skipasmíðina, sem nú væri komin í þann vanda að geta ekki keppt við erlend fyrirtæki í slíkum rekstri sem hefðu þau fríðindi að ríkissjóð- ur niðurgreiddi verð skipa og báta smíðuðum í þeirra landi og minnti á að Noregur gerði slíkt og þó byðu Pólverjar bestu kjörin. Þessu hefðu menn áhyggjur af og eins væru viðgerðir báta jafnvel framkvæmd- ar erlendis. Þorsteinn Pálsson hóf máls á því að sér fyndist orðið „bölmóður“ hafa fengið hærri sess í hugum manna en áður. Kvað hann slíkt orð litla stoð hafa í dag. Hann sagði að tekið hefði verið upp það ný- mæli að nú verði hvert ráðuneyti gert ábyrgt fyrir eyðslu þess og það gæfíst vel. Þá sagði Þorsteinn að staða sjávarútvegsins væri slæm. Greininni hefði verið haldið niðri á sama tíma og viðskiptahalli hefði stóraukist og þar með öll eyðsla í landinu. Hagsmunir sjávarútvegs- ins færu saman við hag sjávar- byggðanna og því yrði að huga betur að landsbyggðinni því að það væri þjóðinni stórtjón ef meiri flótti yrði suður og landsbyggðin færi í eyði. Hann var spurður um stjórn fískveiða. Hánn sagði að unnið væri að mótun heildstæðrar sjávar- útvegsstefnu. Kvótakerfið kvað hann hafa reynst þannig að ekki væri hægt annað en skoða það vel áður en því yrði lagt fyrir róða. Að sínum dómi sæi hann þann kost vænstan og af reynslunni mætti bæta það. Hann kvað það líka undir þeim komið sem ættu að njóta þess, hvernig til tækist. Það væri ekki hægt að útiloka misjafna meðferð að öllu leyti en vonandi færi nýting og meðferð kvótans batnandi. Fjöl- margar fyrirspurnir komu fram á fundinum sem Þorsteinn svaraði. JytfKlPO LÍFSSTILL, LEIPTIL SAMRÆMIN6AR HUCAROC LÍKAAAA Mörkin 8, austast v/Suður- landsbraut, s. 679400. Daginn eftir fór Þorsteinn Páls- son í fiskiðjuverin og kynnti sér starfrækslu þeirra og ræddi við fólkið. Hann sagði að þessi heim- sókn í Stykkishólm hefði verið sér mikils virði. - Árni Þorsteinn Pálsson skoðaði fiskiðjuver í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason ERTU MEÐ HEILT HÚSFÉLAG Á HERÐUNUM? Meö hjálp Húsfélagaþjónustu sparisjóöanna geta gjaldkerar húsfélaga *rétt úr bakinu og horft fram á bjartari tíma. Eina talan sem þeir þurfa nú aö leggja á minnið er símanúmeriö í næsta sparisjóöi. Húsfélagaþjónusta sparisjóöanna býöur eftir- farandi: INNHEIMTUÞJÓNUSTA Sparisjóöurinn sendir gíróseöil til þeirra sem eiga að greiöa húsfélagsgiöld. GREIÐSLUÞJÓNUSTA Sparisjóöurinn sér um aö greiöa reikninga fyrir húsfélagiö. BÓKHALDSÞJÓNUSTA Þær færslur sem myndast I Innheimtu- og Greiösluþjönustunni eru grunnur að bókhaldi húsfélagsins. Um hver mánaðamót fær gjaldkeri húsfélagsins sent yfirlit um allar færslur. YFIRLIT YFIR ÓGREIDD GJÖLD Sparisjóöurinn sendir gjaldkera húsfélagsins yfirfit um ógreidda gíróseöla. ÁRSUPPGJÖR Um hver ðramót sendir sparisjóöurinn galdkera húsfélagsins rekstraryfirlit fyrra ðrs þar sem tekjurnar og gjöldin eru flokkuð niöur. VANSKILASKULDIR Sparisjóöurinn sendir ítrekanir til þeirra sem ekki standa í skilum. Ef þaö ber ekki árangur kemur sparisjóöurinn, I sam- ráöi viö húsfélagiö, skuldinni til innheimtu hjá lögfræöingi. BÓKHALDSMAPPA Gjaldkeri húsfélagsins fær veglega möppu undir öll bókhaldsgögn. HIJSFÉIAGAÞJÓNUSTA SPARISJÓÐANNA IjSí n SPARISJÓÐIRNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.