Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 Fiskileitartækni við björgunarstörf; A tímamótum nýrrar tækni við leit og leitarskipulag - segir Kristján Gíslason kerfisfræðingur Morgunblaðið/Kristján Gíslason Hér er búið að stækka íslandskortið þannig að höfnin og tjörnin í Reykjavík verða augljós í rammanum uppi. A tölvuskjánum er hægt að fylgjast jafnóðum með færslu skipa, flugvéla og bíla sem hafa gervitunglatengdan staðsetningarbúnað sem merkt hafa verið inn á minni myndina. A stærri myndinni hafa verið kallaðar fram til frek- ari glöggvunar upplýsingar um kennileiti, slys á svæðinu, leitartilhög- un og leiðina að skálanum Garpi. Á þessari mynd af tölvuskjá sést að núverandi leitarskipulag (ramm- inn uppi í horninu vinstra megin) er haft til hliðsjónar um leið og unnið er í leitarsvæði 1 (Reykjavík og Bláfjallasvæðið). Hringurinn afmarkar það svæði sem á að leita. Innan hringsins er undirsvæði 1.4.2 en þar hafa upplýsingar um hættur og skála verið kallaðar fram við frumathugun á aðstæðum. A neðri hluta þessarar myndar er skoðað þversnið af leiðinni að skálanum Garpi en það er aðeins mögulegt að búið sé að skrá hæðar- punkta leiðarinnar. Þar við hliðina, í horninu hægra megin, hafa verið kallaðar fram upplýsingar um skálann með mynd af honum. Þar væri einnig hægt að kalla fram myndband, til dæmis af aðstæð- um í kring eða innra skipulagi skálans. STUTT er í að hægt verði að taka tölvutæknina í notkun í auknum mæli við leitar- og björgunarstörf. Kristján Gísla- son kerfisfræðingur kynnti hugmyndir sínar um leitar- skipuiag með aðstoð tölvu á ráðstefnunni Björgun ’92 sem fram fór fyrir nokkru og vakti erindi hans mikla athygli. Þetta kerfi er byggt á notkun sjó- manna á tölvum til aðstoðar við veiðar en Kristján er fram- kvæmdastjóri Radiomiðunar hf. sem sérhæfir sig í sölu tölvu- og fjarskiptabúnaðar í fiskiskip. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið að áhugi sinn á þessum málum hefði vaknað þegar hann fór upp á Grænlandsjökul fyrir nokkr- um árum til að aðstoða við leit að flugvélum í jöklinum. Ferðin hefði átt að taka þrjá daga og vistir ver- ið miðaðar við það en tekið níu daga. „Þessir dagar urðu því mikil lífsreynsla fyrir mig og gott tæki- færi gafst til að hugsa um lífið og tilveruna á þessum stað. Eg sá hvað slíkar ferðir eru hættulegar. Maður er eins og fangi en þó ekki verndaður af umhverfinu eins og í fangelsi. Menn vissu af ísbjörnum á þessum slóðum og sálarástandið var ekki upp á það besta hjá mann- skapnum. Þetta varð til þess að ég fór að gefa gaum að björgunarmál- um,“ sagði hann. Fiskileitartækni við bj örgunarstörf Kristján sagði að fyrirtækið sem hann stjórnar, Radiomiðun hf., tengdist náið allri hátækni við fiski- leit og þar sem mikil samsvörun væri á milli þess og leitar að fólki hefði honum dottið í hug að nýta sömu tækni. Radiomiðun hefur selt fransk-íslenska tölvu- og fjarskipta- búnaðinn Macsea í yfir fimmtíu ís- lensk fiskiskip. „Við erum með tækjabúnaðinn og í samvinnu við franska framleiðandann fór ég í að breyta honum og bæta við því sem til þarf. „Ég tel að við stöndum á tíma- mótum nýrrar tækni við leit og leit- arskipulag á sama hátt og við fiski- leitina. Hraðinn er orðinn svo mik- ill. Dagskipunin er að sækja aflann á sem skemmstum tíma með sem minnstum tilkostnaði. Það sama gildir auðvitað við leit að fólki. Ég kynnti fyrstu hugmyndir mín- ar að notkun tölvutækninnar við leitar- og björgunarstörf fyrir tveimur árum og hef síðan verið að þróa aðferðina og undirbúa. Nú er rétti tíminn til að láta til skarar skríða. Ég hef trú á því að leit og björgun vegna ferða almennings eigi eftir að stóraukast á næstu árum. Með tilkomu sérútbúinna jeppa, vélsleða og annarra farar- tækja og auknum frítíma fólks eykst yfirferð ferðafólks. Og ef eitt- hvað bjátar á er allt í voða, hvað þá ef slys verða. Við þessu verður að bregðast og ég tel að það sé erfitt með núverandi leitarkerfi," sagði Kristján. Hann sagði að þetta ætti við um allar tegundir slysa þar Launafotritið ERASTUS heldur saman öllum tölum vfir ^£5 cnið, þessvegnaþarfenginnaðsitja við aó fletta i gegnum q launaseðlana í janúar ár hvert og reikna og reikna. Þegarað launamiðaprentun kemur hjá notendum ERASTUS 3 hrosa þeir, vta á tvo takka og launamiðarnir prentast út. oJ5S5 Launaforritið ERASTUS ‘Einfaldlega þczyjiltgra iS M.Flðvent ^ími: 91-6X8933 og 985-30347 Námskeið Sjálf sþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvemig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Alfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Innritun og nanari upplysingar ( jjjjjjjji V/SA® í símum Sálfræðistöðvarinnar: E 62 38 75 eg 21110 kl. 11-12. 1 EUPOCAHD Fjölbrautarskóli Suðurlands: Leiklistarhópur sýnir Vojtsek LEIKLISTARHÓPUR Fjölbraut- arskóla Suðurlands ákvað rétt fyr- ir jól að ráðast í uppsetningu á hinu sígilda verki Vojtsek eftir Geprg Biiehner. Áætlað er að frumsýna verkið hinn 9. apríl í Hótel Selfoss. Leikstjórn er í höndum Ingu Bjarnason, en æfing- ar hafa staðið yfir frá í janúar. í frétt frá ieikhópnum ségir m.a., að án efa sé þessi sýning ein sú metnaðarfyllsta sem leikhópur Fjöl- brautarskóla Suðurlands hefur ráðizt í. í leikritinu er mikið um sögnva og dansa, en öll tónlist er frumsamin af Hákoni Leifssyni og dansar samd- ir af Auði Bjarnadóttur. Um það bil 35 manns taka þátt í sýningunni með einum eða öðrum hætti. Guðfinna Gunnarsdóttir, sem leikur Maríu og Benedikt Karlsson, sem leikur Vojtsek. SÍMSVÖRUN Þjónusta í síma Örugg símaþjónusta er andlit fyrirtœkisins Símanámskeió er ætlað starfsfólki sem sinnir símsvörun og þjónustu við viðskipta- vini símleiðis. Kynntar eru helstu nýjungar í símatækni, gæði símsvörunar og áhersla lögð á bætta þjónustulund. A námskeiðinu verður einnig farið í tækni- leg atriði sem tæknimenn Pósts og síma annast. Einnig verður simsölutækni gerð skil og kynntar verða helstu nýjungar á þeim vett- vangi. Sýning á myndbandi. Námskeiðið er haldið i Stjórnunarfélagi ís- lands dagana 28., 29. og 30 apríl kl. 13-18 og seinna námskeið dagana 12.. 13. og 14. maí kl. 13-18. Innritun hafln. Leiöbeinendur: Fanný Jónmundsdóttir, verkefnisstjóri, Helgi Hallsson, deildarstjóri. Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri. A Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15, sími 621066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.