Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 SIEMENS ÞYSKALAND í EVRÓPU Kg?Ii - og frvstitœki í miklu úrvati! Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 eftir Heinz Joachim Fischer Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að nýlega hafa á opinberum vettvangi verið endur- teknar fullyrðingar um ættland mitt, Þýskaland, um landa mína Þjóðveija og um Evrópubandalagið sem grundvallað er á hugsjónum manna eins og Konrad Adenauer, Robert Schuman og Jean Monnet. Ef til vill ætti maður ekki að virða þessar fullyrðingar svars. Á hinn bóginn má segja að ágætt sé að fyrrverandi forsætis- og utanríkis- ráðherra íslands, og félagi í Alþjóða- sambandi fijálslyndra flokka, riíja þannig upp söguna. Mér virðist að þetta geti aukið skilning á framvind- unni í Evrópu meira en nokkur skyn- samleg umræða á íslandi gæti gert. í landi sem virðir málfrelsi getur hver sem er lagt Þýskaland ársins 1992 að jöfnu við Þýskaland nasista frá því upp úr 1930 og fram yfir 1940. Þótt sömu hlutir séu endur- teknir æ ofan í æ verða þeir ekki betri. Og af hvetju ætti ekki að setja þá hlið við hlið, Dr. Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, og Adolf Hitler, bölvun Þýskalands, eins og dagblaðið Tíminn gerði síðastliðinn miðvikudag? Hvort þetta er réttlæt- anlegt, heiðarlegt og sögulega rétt svo og hvort Þýskaland og Þjóðveij- ar eiga þetta skilið er allt önnur spurning. Sem Þjóðveija sárna mér þessi ummæli og sú aðdróttun að Þýska- landi sé nú að takast það sem Hitl- er mistókst, aðeins með öðrum að- ferðum, eins og að vísu var viður- kennt, það er að segja með fjár- magni en ekki vopnum. Mér þykir þetta sérstaklega leitt vegna þess að mér fínnst að Þýskaland sé hér notað til að dylja annað mál, þ.e.a.s. þróunina í Evrópu. Hvernig getur andstaða við sam- vinnu og samruna Evrópuþjóða ieitt til slíkrar óvirðingar við vinsamlegt lýðræðisríki? Það sem gerist á íslandi skiptir mig miklu máli vegna þess að ég hef búið hér síðan 1983, ég hef verið í nánum tengslum við Island síðan 1963 og árið 1966 kvæntist ég íslenskri konu. Hér er ég meðal vina og hér finnst mér ég eiga heima. En eins og áður sagði, þá er ég líka Þjóðvetji. Ég var og er nnn mjög ánægður með að Þýska- land hefir verið sameinað vegna þess að Þjóðvetjar eru ein þjóð og þeir vilja, þrátt fyrir fortíð sína, leggja sem mest af mörkum — ekki aðeins fjármagn — til að skapa Evrópu framtíðarinnar. Þess vegna er ég líka einlægur Evrópusinni. Það er fjarri mér að vera þjóðern- issinni en ég er stoltur af því að vera Þjóðvetji á sama hátt og Islend- ipgar eru stoltir af þjóðerni sínu. Ég tel mig ekki þurfa að lúta höfði vegna fortíðar þjóðar minnnar þar sem Hitler og nasistar eru ekki öll saga Þýskalands og hafa ekki þurrkað út 2000 ára sögu landsins. Ég er fæddur 1941, og man því ekkert eftir nasistatímabilinu. Ég hef hins vegar iesið sögu Þýska- Heinz Joachim Fischer. „Sem Þjóðverja sárna mér þessi ummæli og sú aðdróttun að Þýska- landi sé nú að takast það sem Hitler mis- tókst, aðeins með öðr- um aðferðum, eins og að vísu var viðurkennt, það er að segja með fjármagni en ekki vopn- um.“ lands rækilega og sérstaklega kynnt mér hina hræðilegu og skelfilegu atburði áranna 1933 til 1945. Eg hef lifað og mun lifa í vitneskjunni um skömm Þýskalands. Ég öfunda íslendinga að eiga sér sögu sem er óflekkuð. Þýskalands nasismans er sárs- Hundrað millj- arða skuldir Skrautfjöður á undirstöður íslendinga eftir Jónas Pétursson Að kvöldi miðvikudags 22. janúar í fréttum á rás 1 kl. 19 var rætt af fréttamanni um skuldamál út- gerðar og fiskvinnslu og tíundaðar tölur: Skuldir þessarar meginundir- stöðu mannlífs á fósturlandi okkar taldar vera um þessi áramót eitt hundrað milljarðar króna! Þessu var fylgt eftir með umræðu eða vanga- veltum sem ég greip á þánn hátt að orsakir væru alls kyns ráðleysi, vanhæfni, allt of dýr veiðifloti og smákóngaráðleysi og ég man óglöggt allt sem til var tínt, því í sannleika sagt funaði ég upp, svo hastarlega reiddist ég. Og þetta ekki í fyrsta skipti setn heyrist bull- að af alls konar lýð um ráðleysi og þæfnisskort margra þeirra er hafa lífsstarfið á þessum sviðutn. En aldr- ei vottar fyrir glóru af skilningi á sök samfélagsins, sem hefir lengst af síðustu 10-12 árin rænt og rupl- að af þessum atvinnuvegi arðinum sem hann hefir skapað! Með ósvtf- inni gengisstjórnun og siðlausu verðbóta- og vaxtaokri afhent hann til gróðaafla í valdaklíkum — í brask, og viðskiptasveiflum. Þar sem steinrunnir álhausar, valdhroka og gróðahyggju hreykja sér! Æ koma mein eftir munuð Eitt al' spakmælum yfir tíma og rúm: „Æ koma mein eftir munuð", felur í sér sannleik tímabilsins. Munuð þjónustu og neyzlu. Mein framleiðslunnar, lífgildis íslenzkrar þjóðar. Stöðugt gengi, tilbúin tala á skrifstofu, handaflsstjórnun í raun! Margar lotur þessi síðustu ár að festa gengi — þar til stöðvun útflutningsframleiðslu var komin í hlað. Áihausar peningavalds hafa áorkað það á þessu skeiði að hundr- að milljarðarnir eru eignaðir útgerð og fiskvinnslu / skuld. Enga skarp- skyggni þarf þó til að skiija að sá hagnaður sem orðið hefur til á þessu tímabili, er að meginhluta kominn frá fiskveiðum og fiskvinnslu. En það hefir tekist með siðlausri stjórn- un peninga- og vaxtamála, með ólögum gengisskráningar að hirða gróðann til peninga og fjármagns en „skreyta“ lífsbjargariðju þjóðar- innar með 100 milljarða skuld! Að skilja skylduna við skráningu gengis Frá þeim tíma er svonefndir GATT-samningar voru gerðir í lok sjöunda áratugarins hefir hagur inn- lendrat' iðju mjög fallið. Mér er ekki launung á að öll min hugsun var í raun andstæð grunni og yfirbragði málsins. Tíu ára aðlögunartími átti að slétta úr áhrifunum. En sjálfs- björg íslendinga er á mörgum svið- um horfin. En við höfum þó alltaf átt einn kost til að vernda og tryggja íslenzka framleiðslu — það er geng- ið! Islenzka krónan í þágu íslenzks afla og iðju til útflutnings og eigin nota! Þessa hefir ekki verið gætt! En þegar neyðin hefir þó valdið gengisbreytingu, lækkun íslensku krónunnar, þá hefir alltaf vantað nauðsynleg gerð: Enga hækkun inn- lendrar framleiðslu í innanlandssölu a.m.k. í 6 mánuði! Lækkun gengis hefði aðeins verðhækkun í för með sér á innfluttri vöru og þjónustu. Með þeim hætti næðist bættur hag- ur útflutnings án verulegra áhrifa á innlent verðlag. Til þes eru íslenzk stjórnvöld að stjórna — ekki aðeins með handafli heldur fyrst og síðast af viti! Helzt þagað við rökum! Á öllu þessu skeiði, 10-12 árum hafa komið fram menn sem sáu ófarnaðinn, ránið í formi fastgengis, verðbóta og vaxta frá frumfram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.