Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 69IISI, PÓSTHÓLF 1550 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 VERÐ I LAUSASÖLU 110 KR. Fæst tilfelli burðar- málsdauða á Islandi Burðarmálsdauði er hvergi minni en á íslandi. Burðarmálsdauði er samanlagður fjöldi andvana fæddra barna og barna sem látast á fyrstu viku eftir fæðingu miðað við 1.000 fædda andvana og lifandi. Síðustu ár hefur fjöldi slíkra tilfella verið svipaður hér á landi og í Svíþjóð, sem hefur verið með því lægsta í heiminum, en nú hefur tíðni burðar- málsdauða enn lækkað hérlendis. Að sögn Gunnlaugs Snædals, yfir- læknis á Kvennadeild Landspítalans, hefur tíðnin lækkað mikið síð- ustu 20 ár, meðal annars vegna betur skipulagðar mæðraskoðunar, aukinnar fræðslu og bættrar aðstöðu í meðferð nýbura. Gunnlaugur segir miklu minna um burðarmálsdauða eftir að nýja fæð- ingardeild Landspítalans var tekin í notkun árið 1975. Á árunum 1972 til 1976 fæddust alls 21.998 börn og þar af létust 360 börn á burðar- málsskeiði, eða 16,4 af hveijum 1.000. Til viðmiðunar fæddust ®*22.732 börn á árunum 1987 til 1991 og þar af létust 136 börn á burðar- málsskeiði, eða 6,0 af þúsundi og sýnir þetta fækkun slíkra tilfella. Gunnlaugur segir að í fæstum til- fellum sé hægt að koma í veg fyrir burðarmálsdauða þar sem börnin séu ýmist vansköpuð eða mjög litlir fyr- Island og EB: EB vill ræða "Veiðiheimildir irburar. „Hér á landi náum við miklu betur til allra heldur en í stærri lönd- um. Fólk hér er vel upplýst, konur fylgjast vel með og leita í langflest- um tilfellum til lækna ef eitthvað bjátar á. Læknar og ljósmæður fylgj- ast einnig vel með og sjá til þess að konan sé send annaðhvort hingað suður eða til Akureyrar ef eitthvað kemur upp á,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að lítið sé um burðar- málsdauða á landsbyggðinni og það heyri nánast til undantekninga. Þetta sé aðeins vegna þess hversu árvakrir Islendingar séu. Gunnlaugur segir að tíðni burðar- málsdauða í Færeyjum hafi stór- lækkað á undanförnum árum og þar náðst miklill árangur. Hins vegar sé ástandið á Grænlandi slæmt og þar hafi vegalengdir, áfengisvanda- mál og smitsjúkdómar mest áhrif. Morgunblaðið/Sverrir A peysufötum og kjólfötum Hinn svokallaði Peysufatadagur nemenda í Verslunarskóla íslands var í gær. Eins og jafnan á þessum degi gengu þeir nemendur sem þreyta verslunarpróf í vor fylktu liði um miðborgina, stúlkur í peysufötum en piltar í kjólfötum. Myndin var tekin skömmu áður en lagt var upp í gönguna, þegar námsmeyjarnar voru að ljúka við að setja upp andlit- ið, eins og sagt hefði verið einhvem tíma. SVR hættir akstri lítilla vagna: Oftastvoru 1- 2 farþegar í hverri ferð STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa ákveðið að hætta tilrauna- akstri með litlum vagni í gamla austurbænum frá og með næst- komandi fimmtudegi. Að sögn Sveins Björnssonar, forstjóra SVR, hefði verið ódýrara að greiða leigubílakostnað farþega á þessari leið. Hann segir að þessi tilraun hafi verið misheppnuð. Tilraunaaksturinn hefur staðið í l/i ár og sagði Sveinn að til jafnaðar hefðu verið 1-2 farþegar í hverri ferð, jafnvel nær einum farþega. Tekjur hefðu reynst brotabrot af kostnaði, sem nam rúmlega 1,9 millj- ónum kr. samkvæmt tilboði fyrir sex mánaða tímabil frá 10. október sl. „Það hefði verið miklu hagkvæm- ara fyrir okkur að panta leigubíl fyr- ir hvern einasta farþega sem ferðað- ist á þessari leið. Okkur er vandi á höndum með þjónustu við austurbæ- inn,“ sagði Sveinn. Hann sagði að hvorki væri hægt að koma við ferðum stærri vagna á Njálsgötu né Freyju- götu vegna aðstæðna. Skandia kaupir Verðbréfa- markað Fjárfestíngarfélagsins / Viðræður við Kaupþing um kaup á hlutabréfum í eignaleigufyrirtækinu Féfangi SAMKOMULAG hefur tekist um að norræna tryggingafélagið Skan- dia A/S kaupi öll hlutabréf í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. fyrir 186,5 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að starfsemi og starfslið verði óbreytt frá því sem verið hefur. Verðbréfafyrirtækið verður rekið áfram í Hafnarstræti og í Kringlunni sem hluti af Skandia sam- steypunni hér á landi. Þá eru hafnar viðræður við Kaupþing um hugs- anleg kaup á hlutabréfum í eignarleigufyrirtækinu Féfangi. Fjár- festingarfélagið á um 67% hlut í því en aðrir helstu eigendur eru Tryggingamiðstöðin, Islandsbanki, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sparisjóður vélstjóra. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnbladsins. Evrópubandalagið hefur farið þess á leit við Islendinga að samn- ingaviðræður um skipti á veiði- heimildum og samskipti á sviði sjávarútvegsmála hefjist fyrir lok þessa mánaðar eða í byijun þess næsta, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Brussel. Gert er ráð fyrir að samninga- fundurinn verði á íslandi. Auk þess að semja um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum verður samið um al- mennt samstarf vegna veiða og rannsókna. Til grundvallar verður Jagt samningsuppkast sem Islend- ingar lögðu fram í viðræðum við EB árið 1981 með nauðsynlegum breyt- ingum m.a. vegna breyttrar stöðu Grænlands gagnvart EB. Ljóst þykir að útfærsla samkomu- lagsins um skipti á veiðiheimildum getur orðið næsta snúin en semja þarf m.a. um fjölda veiðiskipa, fyrir- komulag eftirlits og hvernig reikna eigi kvóta EB á móti veiðum íslend- inga á loðnu við Grænland. „Þegar Skandia-samsteypan sænska eignaðist meirihlutann í Reykvískri tryggingu þá var mótuð sú stefna að bjóða líf- og lífeyris- tryggingar og fjármálaþjónustu," sagði Gíslj Örn Lárusson, forstjóri Skandia ísland. „Tenging trygg- ingafélaga og ijármálafyrirtækja er alþekkt um allan heim og núna erum við að fylgja eftir þessari stefnu. Skandia-samsteypan lítur á Norður- lönd sem sinn heimamarkað og við teljum að íslenskir neytendur eigi rétt á þjónustu og kjörum sem mót- ast af heilbrigðri samkeppni. íslensk þjónustufyrirtæki sem hafa búið við ákveðna vernd í sínu samkeppnisum- hverfi verða einfaldlega að laga sig að alvöru samkeppni." Gísli benti á að nú stæði eitt öflug- asta fjárfestingarfyrirtæki Evrópu sem bakhjarl við verðbréfafyrirtæki Fjárfestingarfélagsins. „Það eru mikil tækifæri framundan í því að ryðja nýjungum braut og færa ís- lenskum neytendum í senn ný tæki- færi til fjárhagslegs öryggis og bættrar afkomu. Við horfum til ýmissa nýjunga í tilboðum til al- mennings sem auka tryggingavernd, lækka iðgjöld og renna stoðum und- ir fjárhagslegt öryggi í lífi hvers ein- staklings," sagði Gísli. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Fjár- festingarfélagsins, sagði við Morg- unblaðið að Skandia væri mjög öflugt félag og þessi breyting hefði mikla möguleika í för með sér fyrir Verðbréfamarkað Fjárfestingarfé- lagsins. Kvaðst hann gera ráð fyrir einhveijum áherslubreytingum í rekstri í framhaldinu. ------» ♦ ♦------ Loft í Þjóðarbókhlöðu: Tilboðin 50 - 100 milljónum undir áætlun ÁTJÁN tilboð bárust í niðurhengd loft Þjóðarbókhlöðunnar en kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 321,647 milljónir króna. Hæst var boðið 277,269 miiy. í verkið en 220,330 millj. lægst. Ákveðið verður innan skamms hver hlýtur verkið. Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins, sagði að þijú Jægstu tilboðin í verkið sam- kvæmt útboðslýsingu hefðu verið frá Sveinbirni Sigurðssyni hf. 220,330 millj., Beiki hf. 221,961 milljónir og Harald og Sigurði hf. 226,238 millj- ónir króna. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 277,269 milljónir. Ók stolinni bifreið á 4 lögreglubíla, ljósa- staur og grindverk LOGREGLAN veitti í fyrrinótt ungum pilti á stolnum bíl eftirför frá bílasölu við Ártúnshöfða upp á Kjalarnes og aftur til Reykja- víkur. Áður en yfir lauk hafði maðurinn ekið á fjóra lögreglu- bíla, en meðan á eftirförinni stóð ók hann einnig utan í ljósa- staur og grindverk. Eftirförinni lauk um 40 mínútum eftir að hún hófst með því að pilturinn beygði bílnum inn í port lögreglu- stöðvarinnar við Hverfisgötu. Þar króaði lögreglan bílinn af en þurfti að brjóta rúðu til að ná piltinum út úr bílnum. Laust eftir klukkan þijú að- faranótt mánudagsins sáu lög- reglumenn hvar Ijóslausum bíl, af Pontiac-gerð, var ekið frá bíla- sölu við Hyijarhöfða. Lögreglu- mennirnir gáfu ökumanninum merki um að stöðva en hann gaf í og ók um Grafarvog og síðan eftir Vesturlandsvegi út úr bæn- um og allt upp á Kjalarnes. Þar sneri hann við og hélt til borgar- innar að nýju. Á þeirri leið var reynt að tálma för hans með því að láta tvo lögreglubíla aka hægt á undan honum og draga þannig úr ferðinni en hann ók utan í lög- reglubíla, komst fram hjá tálmum og sinnti hvergi beiðnum um að nema staðar, fyrr en hann ók Snorrabrautina og að lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu. Þá sveigði pilturinn skyndilega bíln- Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Eftirförinni lauk í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. um inn á port lögreglustöðvarinn- ar og ók inn á stæði lögreglubíla á lítilli ferð og þar tókst að króa hann af með því að aka lögreglu- bíl í veg fyrir Pontiac-inn. Piltur- inn læsti þá að sér og fékkst ekki til að koma út úr bílnum og brutu lögreglumenn hliðarrúðu til að ná honum út. Hann virtist mjög drukkinn að sögn lögreglu og var færður til yfirheyrslu. hjá RLR eftir að hafa sofið úr sér í fanga- geymslum. Talið er að pilturinn hafi brot- ist inn á bílasöluna og stolið þar lyklum að bílnum. Alls ók hann á fjóra lögreglubíla og skemmdi einn þeirra mikið. Ljósastaur skemmdist er pilturinn ók á hann og sömuleiðis grindverk sem á vegi hans varð. Bíllinn sem hann hafði stolið er stórskemmdur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.