Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 59 Kosningaspá DV: Sjálfstæðisflokkur held- ur áfram að missa fylgi Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi samkvæmt kosningaspá sem DV hefur birt og byggir á skoðanakönnun sem blaðið gerði um síðustu helgi. Stjórnarflokkarnir missa fylgi en aðrir flokkar bæta við sig frá því í síðustu kosningum samkvæmt spánni. Samkvæmt kosningaspánni fengi Alþýðuflokkurinn 11,5% fylgi ef kosið væri nú. Flokknum var spáð 9,1% fylgi í síðustu kosningaspá DV í febrúar en í Alþingiskosning- unum sl. vor fékk flokkurinn 15,5% fylgi. Framsóknarflokkurinn fengi 26,0% fylgi samkvæmt kosninga- spánni nú. Honum var spáð 26,7% fylgi í febrúar en fékk 18,9% fýlgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 29,5% fylgi sam- kvæmt kosningaspánni nú. Honum var spáð 31,9% fylgi í febrúar en fékk 38,6% fylgi í síðustu kosning- um. Alþýðubandalag fengi 23,1% fylgi samkvæmt kosningaspánni nú. Flokknum var spáð 23,6% fylgi í febrúar en fékk 14,4% í síðustu kosningum. Kvennalisti fengi 9,7% fylgi samkvæmt kosningaspánni nú. Honum var spáð 8,8% fylgi í febrúar en fékk 8,3% fylgi í síðustu kosningum. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns og voru jöfn skipti voru milli kynja og höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar. 33,8% voru óákveðnir ög 2,5% vildu ekki svara. Fulltrúi Rauðakrosshússins tekur við gjöfinni af nokkrum félögum Caritas. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Nokkrar skemmdir urðu á húsinu að Ingólfsstræti 6 í brunanum. Eldur í ljósmyndavöru- verslun í Ingólfsstræti ELDUR kom upp í húsinu að Ingólfsstræti 6 á sunnudagskvöld. I húsinu er Ijósmyndavöruverslun og urðu nokkrar skemmdir í versluninni af völdum elds og reyks. Slökkviliðinu var tilkynnt um reyk frá húsinu kl. 22.35 um kvöldið. Þegar það kom á vett- vang lagði töluverðan reyk út með þakskeggi hússins. Slökkviliðs- menn brutu upp tvær hurðir til að komast inn og gekk greiðlega að slökkva, eld sem logaði í vegg og gólfi. Þá kom á daginn að enn logaði í lofti í kjallara, en ekki tók langan tíma að slökkva eldinn þar heldur. Slökkviliðið varð að ijúfa þak hússins að hluta til að komast að eldinum. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu, en eiganda verslunar- innar tókst með aðstoð lögregl- unnar að bjarga vörum á meðan á slökkvistarfi stóð. Félag skógar- bænda stofnað*. á Suðurlandi Selfossi. FÉLAG skógarbænda á Suður- landi var stofnað 7. mars. Þetta er fyrsta félagið sem stofnað er um skógrækt sem atvinnugrein. Það er ætlað þeim sem hyggjast hafa skógrækt að atvinnu á bú- jörðum og hafa hug á svonefndri bændaskógrækt. Undanfarin ár hafa nokkrir bændur á Suður- landi hafið skógrækt í nokkruni mæli og hugur þeirra stendur tir™ að auka þar verulega við en til þess þarf skipulagsbreytingar í landbúnaði. Félagið verður stéttar- og hags- munafélag og stefnt er að því að skógarbændur fái fulltrúa hjá Stétt- arsambandi bænda eins og önnur búgreinafélög. Bændurtelja að auð- veldara verði að fá framgengt hags- munamálum þessarar búgreinar í gegnum Stéttarsambandið en Skógrækt ríkisins. Á fundinum var samþykkt álykt- un til landbúnaðarráðherra um að Skógrækt ríkisins verði breytt þannig að hún verði ráðgjafar- og rannsóknaraðili en bændur sjái umjM| framkvæmdir við skógræktarstörf- in. Skógarbændur sjá Skógrækt ríkisins fyrir sér í svipuðu hlutverki og Vegagerð ríkisins er í dag. Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi skipa Hörður Harðar- son, bóndi í Laxárdal, Sigurður Jónsson, bóndi í Ásgarði og Gunnar Sverrisson, bóndi í Hrosshaga. Sig. Jóns. Líknafélagið Caritas fær- Isafjörður: ir Rauðakrosshúsinu gjöf Agreiningur um ráðningn aðalbókara hjá Bæjarsjóði LÍKNARFELAGIÐ Caritas færði Rauðakrosshúsinu 150.000 kr. að gjöf 5. mars sl. Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, auk þess sem þar er símaþjónusta og ráðgjöf fyrir sömu aldurshópa. Síðastliðið haust tók Rauðakross- húsið í notkun svokallað grænt númer. Með tilkomu þess geta ung- menni utan af landi hringt í síma- þjónustuna, þannig að kostnaður símtalsins er sá sami og um innan- bæjarsímtal væri að ræða. Gjöf þeirra Caritasfélaga gerir Rauða- krosshúsinu kleift að greiða þennan mismun. Hringingar í símaþjónustuna hafa stóraukist undanfarna mánuði og tilkoma græna númersins er þar örugglega hlut að máli. T.d. hefur verið hringt rúmlega 2.300 sinnum fyrstu þijá mánuði þessa árs en árið 1991 voru hringingarnar 942 á sama tímabili. Listasafn Flugleiða í GEGNUM tíðina hafa Flugleið- ir styrkt menningu og listir, auk þess sem félagið hefur keypt myndlistarverk eftir listamenn, sem sett hafa verið upp víðs vegar um fyrirtækið. Má í því sambandi nefna höggmyndina ,,í gegnum hljóðmúrinn“ eftir Ásmund Sveinsson og mósaík- veggmynd við Hótel Loftleiðir eftir Nínu Tryggvadóttur. Síðastliðin tvö ár hefur sérstök listverkanefnd hjá Flugleiðum unnið markvisst að því að koma á fót veglegu safni af íslenskri nú- tímalist. Listasafn Flugleiða, sem í eru rúmlega 500 listaverk, hefur allt verið ljósmyndað og skráð á þar til gerð eyðublöð og er það því einkar aðgengilegt. Listaverka- eignin er í húsakynnum félagsins, skrifstofum, hóteli og söluskrif- stofum hér heima og erlendis. Þá hefur Listasafn Flugleiða tekið upp þá nýbreytni að kynna sér- staklega verk úr eigu safnsins á söluskrifstofunni í Kringlunni. Og að þessu sinni er það olíumálverk eftir Erró, Sabina, frá árinu 1990 sem safnið eignaðist á síðastliðnu ári. (Úr fréttatilkynningu.) Olíumálverkið Sabina eftir Erró. ísafirðL ELLEFU aðilar sóttu um stöðu aðalbókara hjá Bæjarsjóði Isa- fjarðar. Ágreiningur varð í bæj- arráði um ráðninguna, en Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag mynda meirihluta í bayarstjórn. Málið var síðan leyst með óbund- inni atkvæðagreiðslu í bæjar- stjórn á fimmtudag. Eftir því sem næst verður komist stóð aðalágreiningurinn um ráðn- ingu Guðbjargar Konráðsdóttur við- skiptafræðings og Birgis Valdi- marssonar, fyrverandi útgerðar- stjóra. Þar sem ekki náðist sam- komulag um ráðninguna var ákveð- ið að vísa afgreiðslu til fundar í bæjarstjórn. Þar fór atkvæða- greiðsla þannig að Guðbjörg Kon- ráðsdóttir fékk fimm atkvæði,' en Bára Einarsdóttir, sem einnig sótti um stöðuna, þijú. Einn bæjarfull- trúi skilaði auðu. Að sögn Smára Haraldssonar bæjarstjóra er enginn ágreiningur lengur um málið enda hafi ákaflega hæf manneskja verið ráðin, en Guð- Fjölbrautaskóli Suðurlands: Eftirprentanir Erró- mynda í happdrætti Selfossi. Kórinn hyggur á ferð til Þýska- lands í lok maí þar sem hann mun meðal annars syngja í dómkirkjunni í Köln. Þessa dagana æfir kórinn af kappi og hefur málverkin góðu til sýnis í skólanum. Málverkin eru gefin af listamönnunum sjálfum, eigendum þeirra. Skyldfólk Errós björg er viðskiptafræðingur af end- urskoðunarbraut og því með bestu menntunina til starfsins. Smári sagði jafnframt að Birgi Valdimars- syni og Báru Einarsdóttur hafi ver- ið boðin afleysingastörf hjá bænum og hafi þau fallist á að taka þau ef samningar takast. Einar Garðar Hjaltason, forseti bæjarstjórnar, sagði að engin rök væru fyrir frekari mannaráðningum hjá bæjarsjóði. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að ráða aðalbókara. Nú hefði hann verið ráðinn, fleiri mann- aráðningar væru hreinlega ekki á döfinni. Úlfar ILLFÁANLEGAR eftirprentanir eftir Erró eru meðal 26 málverka í málverkahappdrætti kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hleypt hefur verið af stokkunum. hafði milligöngu um að útvega eftir- prentanirnar eftir hann. Mikill söngáhugi er í kórnum sem smitar út frá sér, því hann stendur fyrir vísna- og söngkvöldum í skól- anum. Sig. Jóns. VANN ÞIN ■ ■ FJOLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin : 175.882.976 kr. 14. leiKvika 4.- 5. apríl 1992 Röðin : 111-11X-211-1212 13 réttir: 45 raðir á 12 réttir: 1.322 raðirá 11 réttir: 17.250 raöirá 10 réttir: 130.567 raðir á Þaö fundust tvær raðir meö 13 réttum hérlendis og voru þær báöar keyptar á Akureyri. Sá bær er aö veröa eitt helsta vígi tippara á Noröurlöndum. Vinningshlutfalliö var 72% hérlendis - geri aörir betur. Til hamingju Akureyringar!! 1.055.290- kr. 22.610- kr. 1.830 -kr. 510- kr. - tyrír þig og þina fjólskyldu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.