Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 26
26 MÖRGUfrBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Umboðsmaður Alþingis um leyfisgjöld: Hækkun gjald- töku ólögmæt Fjármálaráðuneyti endurskoði ákvörðunina UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur skilað áliti vegna kvörtunar Jóns Hauks Haukssonar héraðsdómslögmanns vegna þeirrar ákvörðunar þáverandi fjármálaráðherra Olafs Ragnars Grímsson- ar að hækka gjald fyrir leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi úr 4 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Gaukur Jörundsson, um- boðsmaður Alþingis, kemst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs hafi hækkun gjaldtökunnar verið ólögmæt. Tilmæli hans eru að fjármálaráðuneytið endur-_ skoði ákvörðun um slík leyfisgjöld og að Jóni Hauki Haukssyni, sem og öðrum sem kunni að vera í sömu aðstöðu, verði endur- greitt oftekið leyfisgjald í samræmi við niðurstöður endurskoð- unnar. Morgunblaðið/PPJ Svifdrekaflugmenn í reynsluflugi Niðurstaða Gauks er að laga- grundvöll fyrir gjaldtöku leyfisins hafi skort að því leyti sem þar var um öflun tekna umfram kostnað við útgáfu leyfanna og eftirliti tengdum þeim að ræða. I áliti sínu segir hann að samkvæmt reglu- gerðinni hafi hækkun á leyfis- gjöldum fyrir leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, leyfi til að stunda almennar lækningar og leyfi til að stunda tannlækningar hlutfallslega verið mun hærri en hækkun annarra leyfísgjalda. Að sögn Snorra Olsen, deildar- stjóra tekju- og lagadeildar fjár- málaráðuneytisins, segir að ekki sé komin niðurstaða í þetta mál, en nú sé m.a. verið að afla upplýs- inga um kostnað slíkra leyfísveit- inga. Það geti verið mjög misjafnt t.d. þar sem sumir lögfræðingar fari í gegnum fjögur prófmál, sem kosti ríkissjóð töluverðar fjárhæð- ir, og aðrir geti fengið leyfi eftir ákveðna starfsreynslu án þess að taka prófmálin. „I niðurstöðu umboðsmanns Alþingis kemur fram að óheimilt sé að byggja ákvörðun slíkrar gjaldtöku frá skattalegum sjónarmiðum. Hins vegar les ég út úr þessu að heim- ilt sé að ákveða gjaldið þannig að það standi undir þeim kostn- aði, sem er af því að veita þetta Ieyfí. Nú erum við að reyna að taka saman upplýsingar um hver kostnaður þessara leyfísveitinga í raun er,“ segir Snorri. Jón Haukur Hauksson segir að sér þyki eðlilegt að fjármálaráðu- neytið fái tíma til að skoða málið og taka afstöðu til þess og hyggst því ekki taka á málinu á næstu dögum. „Að mínu mati er álit umboðsmanns Alþingis hins vegar svo skýrt að ég mun gera kröfu um endurgreiðslu ef ég heyri ekki í þeim á næstunni,“ segir Jón Haukur. Hann segir fjölda lögmanna hafa greitt þetta sama gjald á tímabilinu frá því að reglugerðin var sett og fram til síðustu ár- móta og að hann hafi orðið var við óánægju sumra þeirra sem og lækna og tannlækna, en reglu- gerðin náði einnig yfir þá. Það var mikið um að vera á Reykjavíkurflugvelli í einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. Einkaflugmenn notuðu tækifærið til að dusta rykið af fákum sínum eftir veturlanga hvíld. En það voru fleiri fiðrildi á ferðinni um loftin blá því nokkrir áhugasamir svifdrekaflugmenn voru að reynslufljúga nýjum mótorsvif- dreka. Fisi þessu er stjórnað-með svipuðum hreyfingum og hefðbundnum svifdreka, en flugmaður situr í stað þess að liggja. Það er knúið 47 hestafla tvígengishreyfli og er hámarkshraði þess um 110 km/klst. Vinsældir slíkra flugtækja hafa vaxið hin síðari ár og eru nú um sjö mótorsvifdrekar með þessari útfærslu til á Islandi og þrír til viðbótar sem eru með föstum væng. Davíð Oddsson um EB-stefnu norskra jafnaðarmanna: Hefur leg-ið fyrir lengi að þetta yrði niðurstaðan Breytir ekki miklu fyrir íslendinga, segja fulltrúar stj órnarandstöðu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að yfirlýsing Gro Harlem Bruntland forsætisráðherra Noregs og samþykki héraðsþinga norska jafnaðarmannaflokksins um að Norðmenn eigi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu sé ekki ástæða til mikilla vangaveltna hér á landi. Það hafi lengi legið fyrir hver afstaða þessara aðila væri þó hún hefði ekki verið opinberuð formlega fyrr en nú. Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra segir að menn vænti þess að samningsskuld- bindingar samningsins um evrópskt efnahagssvæði gagnvart íslending- um haldi, þótt Norðmenn gangi í Evrópubandalagið. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Samtaka um kvennalista telja ekki að yfirlýsing- in breyti miklu fyrir Islendinga. Davíð Oddsson sagði þegar leitað var álits hans: „Þetta er frekar formsatriði en nokkuð annað. Það hefur legið fyrir lengi að þetta yrði niðurstaðan, og þó að Gro Harlem hafí ekki viljað lýsa þessu yfir opin- berlega fyrr en á þessum tíma held ég að þetta hafi ekki verið frétt fyr- ir nokkurn einasta mann. Ef þessi yfirlýsing hefði gengið þvert á það sem allir hafa spáð í marga mánuði hefði það þýtt einhverja breytingu. En þegar hún er nákvæmlega sú sem allir hafa spáð sé ég ekki að hún sé efni til mikilla vangaveltna." Samningsskuldbindingar haldi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að þarna hafi forsætisráðherra Noregs staðfest það sem allir vissu. En eftir stæði að Gro Harlem og norska ríkisstjórnin ætluðu ekki að taka þessa ákvörðun endanlega fyrr en á flokksþingi í nóvember. Ljóst væri að málið væri afar umdeilt í Noregi en þetta þýddi væntanlega að ríkisstjórnin færi nú að beita sér og þá mætti búast við auknum f'stuðningi við málið. Jón Baldvin sagðist ekki telja að þetta breytti miklu fyrir íslendinga. Það sem myndi brejda stöðu íslend- inga væru örlög samningsins um evrópska efnahagssvæðið og samn- Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Eðlilegt að takmarka strax að- gang- ríkisins að Seðlabanka FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segist telja eðlilegt að aðgang- ur ríkis að Seðlabanka verði takmarkaður nú þegar, til dæmis með þeim hætti að ríkissjóður hafi heimild til tímabundis yfirdráttar sem gæti orðið 5% af heildargjöldum fjárlaga. Þannig segir fjármálaráð- herra að tekið yrði fyrsta skrefið í átt til nýrra vinnubragða. Fjárlaga- nefnd hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um greiðslur úr ríkissjóði þar sem kveðið er á um að fjármálaráðherra sé á hverju fjárlagaári heim- ilt að stofna til timabundins yfirdráttar í Seðlabankanum vegna árstiðar- bundinna sveiflna f fjármálum ríkisins. Hámark yfirdráttar skal ákveða í fjárlögum. „Það er ljóst að í framtíðinni getur ríkissjóður engan veginn reitt sig á að nota Seðlabankann sem nokkurs konar kjörbúð. Ríkissjóður verður þá að afla fjár á lánamarkaðnum eins og hver annar lántakandi en slíkt getur orðið nauðsynlegt vegna þess að tekjur ríkisins og greiðslur þurfa ekki að standast á,“ segir Friðrik við Morgunblaðið. Nú er verið að_ endur- skoða lög um Seðlabanka Islands. „í því lagafrumvarpi er gert ráð fyr- ir að staða Seðlabankans Vérði sjálf- stæðari en nú og meginhlutverk hans verði að halda gengi og verðlagi stöð- ugu. Til að svo geti orðið þurfa sam- skipti ríkissjóðs og Seðlabankans að breýtast- og- fara fram á verðbréfa- markaði," segir Friðrik. í 'megindráttum segist hann sam- mála nýja frumvarpinu sem kveður á um að ekkert verði greitt úr ríkis- sjóði án heimildar frá Alþingi. „Menn verða að hafa í huga að ríkissjóður verður að afla fjár eins og hver ann- ar, annað hvort í viðskiptabönkum eða á verðbréfamarkaði," segir ráð- herra. „Ef ríkissjóður verður í miklum vandræðum færi hann út á markaðinn og Seðlabankinn gæti þá leyst til sín bréf og látið þau út aft- ur þegar öðruvísi áraði. Þetta verður erfitt fyrir okkur en við getum ekki haldið áfram að umgangast Seðla- bankann eins og hann .sé tékkhefti í vasa fjármálaráðherra," segir Frið- rik. .ílííli ingurinn væri nú í skoðun hjá Evr- ópudómstólnum. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort innganga Noregs í EB myndi ekki breyta forsendum EES-samningsins gagnvart íslend- ingum, þar sem viðurkennt væri að Norðmenn hefðu greitt fórnarkostn- að íslendinga í sjávarútvegsmálum í EES-samningnum, svaraði hann að samningar Norðurlandaþjóðanna þriggja, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs, auk Austurríkis, um EB-aðild, gætu tekið talsverðan tíma. Þótt gert væri ráð fyrir að þeir samningar tækjust, þá væri EES-samningurinn þjóðréttarleg skuldbinding við hvert ríki. Hins vegar hefði samningurinn náðst með því að gæta jafnvægis milli hagsmuna og ávinnings þjóðanna 19 sem að honum stóðu. Hægt væri að segja honum upp með árs fyrirvara og augljóslega yrði að taka einhverja þætti hans upp, svo sem eftirlitsþáttinn. „Þá stendur sú spurning eftir: Mun Evrópubandalagið neyta uppsagnarákvæðis vegna þess að forsendur séu brostnar, eða mun það standa við samningsskuldbindingar gagnvart því EFTA-ríki sem útaf stendur, sérstaklega með tilliti til þess að önnur EFTA-ríki yrðu komin inn og farin að leggja meira af mörkum en hin. Um þetta getum við ekkert fullyrt, en við væntum þess ( að samningsskuldbindingar haldi. Við væntum þess að EFTA-þjóðirnar sem inn fara leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess, þrátt fyrir breytingar sem óumflýanlega yrðu á eftirlitsþætti EES-samningsins,“ sagði Jón Bald- vin. Litlar breytingar Steingrímur Hermannsson sagði: „Eg sé ekki að þetta breyti miklu fyrir okkur. Norðmenn eru að leita eftir allt öðrum áhrifum á gang mála heldur en við, til dæmis í utan- ríkismálum og ýmsu fyrir utan Evr- ópska efnahagssvæðið. Enda eru þeir í miklu meira návígi við þetta en við. Ef við náum viðunandi samn- ingum um Evrópska efnahagssvæðið með þeim girðingum sem við höfum sett, fullnægir það okkar þörfum. Ég held til dæmis að Norðmenn komist ekki • í betá samkeppnisaðstöðu en við á fiskmörkuðunum. Með EES fáum við niðurfelldan toll eða lægsta tollflokk fyrir svo til allan útfluttan fisk til EES-landanna. Það er vel viðunandi fyrir okkur. Með inngöngu í Evrópubandalagið færu Norðmenn aftur á móti inn fyrir ákveðinn toll- múr og væru þá háðir ákvörðunum í Brussel um kjör á útflutningi til annarra,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist ekki skilja hvað ut- anríkisráðherra væri að fara í um- mælum sínum um EES-samningana að undanförnu en hann tæki forsæt- isráðherra trúanlegan þegar hann segði að EB-aðild væri ekki á dag- skrá. Hann tók það fram að hann væri ekki á móti umræðu um málið. Hins vegar væru ýmis rök þeirra sem vildu aðild Islands að. EB ótrúleg, til dæmis um sjávarútvegsstefnu EB. „Ég er sammála forsætisráðherra um að bara það eitt að sækja um veiðiheimildir til Brussel er nægjan- legt til að við getum ekki sætt okk- ur við sjávarútvegsstefnuna," sagði Steingrímur. Hann sagðist einnig telja að Islendingar myndu ekki til frambúðar njóta þeirrar sérstöðu sem talað væri um, heldur yrði litið á slíkt sem aðlögun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði: „Ég sé ekki að þetta breyti svo miklu fyrir okkur. Þetta staðfestir það sem við höfum. sagt, EES er tímabundið ástand. Stjórnvöld allra EFTA-ríkj- anna nema hér á landi hafa tekið stefnuna í EB. Þess vegna finnst mér að þeir sem hafa talið að EES myndi nægja okkur og að við ættum að beina kröftum okkar að því verði að svara spurningunni: Hvað svo?“ Ingibjörg Sólrún sagði að margir hefðu viljað líta á EES sem einangr- að fyrirbrigði sem myndi duga til frambúðar. „Þeir verða nú að svara spurningunni: Hvert er förinni heit- ið? Svörin verða meira aðkallandi eftir því sem fleiri EFTA-ríki fara í EB. Það er alveg ljóst hvað hin rík- in ætla sér með þessum samningi en ekki hvað við ætlum okkur með hann,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði að rætt hefði verið um að EES-samningnum yrði breytt í tví- hliða samning íslands og EB þegar hin ríkin gengju í EB, en enginn hefði svarað því hvernig það ætti I að | gerast. lltií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.