Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Hækkanir á gjaldskrá Lög- gildingarstofu gagnrýndar EINAR K. Guðfinnsson (S-Vfj) gagnrýndi harðlega hækkanir á gjald- skrám Löggildingarstofunnar við umræður um frumvarp iðnaðarráð- herra um mál, vog og faggildingu á Alþingi í gær. Sagði þingmaður- inn að könnun Sambands fiskvinnslustöðva hefði leitt í ljós að kostn- aður 17 fiskvinnslufyrirtækja vegna löggildingar á vogum hefði hækk- að að meðaltali um 76% á milli ára og dæmi væru um allt að 257% hækkun. Sagði þingmaðurinn að hálfopin- bert fyrirtæki kæmist upp með að -> senda fyrirtækjum slíka reikninga á sama tíma og verðbólga væri nánast engin í landinu. Sturla Böðvarsson (S-Vl) lét einnig í ljós óánægju með gjaldskrárákvarðanir Löggildingar- stofunnar vegna löggildingar á vog- um í ræðu sinni um frumvarpið. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um mál, vog og faggildingu í gær. Er því ætlað að leysa af hólmi gömul lagaákvæði um mælitæki og eftirlit með þeim og sagði ráðherra að þarfir atvinnu- lífsins um staðlaðar mælieiningar hefðu stóriega aukist. Sagði ráðherra að Islendingar gætu átt von á að verða krafðir um formlegan grund- völl vottunar og prófunar á vöru sem þeir hefðu í boði innan evrópska efna- hagssvæðisins. Vísaði hann til sátt- mála EFTA og EB um gagnkvæma viðurkenningu vottana og prófana frá 1988 sem tók gildi á íslandi árið 1990 og byggist á að vottunar- og prófunarstofnanir í einkaeigu sem opinberri eigu geti tekið að sér verk- efni í hvaða ríki EFTA eða EB sem er, enda fullnægi þær samræmdum kröfum. „Þessi staðlastarfsemi er einn af hornsteinum þeirrar markaðssam- vinnu sem er að komast á í álfunni en gagnkvæm viðurkenning vottunar og prófunar er þáttur í því að ryðja úr vegi öllum tæknilegum viðskipta- hindrunum á markaðinum," sagði ráðherra í ræðu sinni. Einar K. Guðfinnsson sagði löngu tímabært að endurskoða göm- ul lög um þessi efni en þingmaðurinn lýsti miklum áhyggjum sínum yfir að Löggildingarstofunni væri nánast selt sjálfdæmi um verðlagningu þjón- ustu sinnar. Sagði hann eðlilegt að atvinnulífíð greiddi fyrir þessa þjón- ustu en ganga yrði úr skugga um að gjaldtakan væri hófleg og rekstri stofnunarinnar veitt aðhald. Sagði Einar að gjaldskrár Lög- gildingarstofunnar hefðu hækkað ár frá ári, sem væri í engu samræmi við kostnaðarþróun í landinu. í ijár- lögum er gert ráð fyrir að sértekjur Þetta kom fram í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar (F-Ne) um hvort ráðherra hygðist grípa til ein- hverra aðgerða til vemdar almennum borgurum gegn innheimtumönnum sem virtust beita réttarkerfinu til að ná fé út úr saklausu fólki, eins og þingmaðurinn orðaði það. Vísaði hann í því sambandi til frétta í tengsl- um við innheimtu áskriftargjalda tímaritsins Þjóðlífs. Þorsteinn Pálsson sagði það ekki í verkahring dómsmálaráðuneytisins að hafa með höndum almennt eftir- lit með þeim sem störfuðu við inn- heimtur í landinu. „Spurningunni um Löggildingarstofunnar hækki til að mæta niðurskurði útgjalda til stof- unnar. I máli Einars kom fram að breyting á taxta Löggildingarstof- unnar í samræmi við fjárlög hefði átt að leiða til þess að sértekjur stofn- unarinnar hækkuðu um 23,6% en fyrrnefnd könnun hefði leitt í ljós að meðaltalskostnaður 17 fisk- vinnslufyrirtækja hefði hækkað um 76% vegna gjaldtöku Löggildingar- stofunnar. Jón Sigurðsson vék að gjaldskrár- málum Löggildingarstofunnar og sagði að ekki hefði annað staðið til það hvort dómsmálaráðherra hyggst grípa til sérstakra aðgerða til að vernda borgara gegn innheimtu- mönnum verður því að svara neit- andi, enda eru slíkar aðgerðir ekki í valdi ráðuneytisins,“ sagði hann. Rakti Þorsteinn nokkur úrræði sem borgarar iandsins hefðu þegar ópr- úttnir innheimtumenn stefndu þeim fyrir dóm til greiðslu skulda sem þegar hefðu verið greiddar og sagði að nærtækast væri að mæta fyrir dóm og framvísa kvittun um að skuld sé greidd eða leita ráðgjafar lög- manns. Við slíkar aðstæður væri engin hætta á að dómur félli þeim í óhag sem hefði staðið skil á sínum Jón Einar Sigurðsson. Guðfinnsson. en að farið yrði að gildandi Ijárlög- um. „Dæmi um hærri hlutfallshækk- un en ætluð var í ijárlögunum hygg ég að stafi fyrst og fremst af því að sú ákvörðun var tekin að jafna niður ferða- og gistikostnaði eftirlits- manna á alla gjaldskrána öfugt við það sem áður var þegar fyrirtæki í afskekktustu byggðum borguðu mest,“ sagði ráðherra. Sagði hann mikilvægt að málið yrði kannað og rætt í samráði við starfsmenn og fulltrúa atvinnuveganna. gjöldum. Þá sagði dómsmálaráðherra að ef innheimtumenn væru bersýni- lega að reyna að ná fé af fólki með ólögmætum hætti væri það refsivert athæfi sem hægt væri að kæra til lögreglu. Jóhannes Geir sagðist telja að dómskerfið hefði brugðist í þessu máli, þar sem einstaklingar hefðu ekki verið upplýstir um rétt sinn til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Dómsmálaráðherra sagði að dóm- ara væri skylt að upplýsa ólöglærða aðila um réttindi sín og sagði að ekkert hefði komið fram um að það hefði ekki verið gert í þessum mál- um. Greindi hann frá því að dóms- málaráðuneytið hefði boðið gjafsókn í því máli sem mest hefði verið tii umijöllunar í fjölmiðlum, yrði því áfrýjað til Hæstaréttar. „Eg hygg að hveq'um einasta manni misbjóði það hvernig gengið var fram í þessu efni og það er vissu- lega ástæða til að öll þau viðskipti séu rannsökuð, allt frá því að kröf- urnar voru seldar og til þess, með hvaða hætti þær voru innheimtar: Slík rannsókn þarf að fara fram,“ sagði Þorsteinn. * * Imynd Islands erlendis: Fimm ára kynningarátak FRAM hefur verið lögð á Alþingi tillaga til þingsályktunar um kynningu á ímynd Islands erlendis. Tillögumenn leggja áherzlu á kynningu á gæðum og hreinleika umhverfisins, þann veg, að þegar nafn Islands sé nefnt komi upp í huga manna ímynd gæða og hrein- leika. Árni M. Mathiesen (S-Rn) og þrír aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokks standa að tillögunni. Sam- kvæmt henni skal forsætisráðherra skipa þriggja manna nefnd sem hafi frumkvæði að samræmingu á hvern veg ímynd íslands er kynnt á erlendum vettvangi í samvinnu við hagsmunaaðila. Nefndin standi að fímm ára kynningaráætlun og kostnaður við framkvæmd hennar greiðst af hagsmunaaðilum og rík- issjóði. Kynnig af þessu tagi hefur mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskap okkar, ekki sízt matvælaútflutning (sjáv- arvöru) og ferðaþjónustu. Tími við- skiptafrelsis og hins fijálsa mark- aðaf er runninn upp, segir í grein- argerð, og um leið tími samkeppni og samanburðar. Það er því mikil- vægt að nýta tiltækar leiðir til að miðla upplýsingum um land og þjóð, atvinnulíf og íslenzka fram- leiðslu og þjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og þjóða í umheiminum. Innheimta áskriftargjalda Þjóðlífs: Rannsókn þarf að fara fram - segir dómsmálaráðherra ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segist leggja áherslu á að fram færi rannsókn á viðskiptum vegna innheimtu áskriftargjalda tíma- ritsins Þjóðlífs. Greindi ráðherra frá því í fyrirspurnartíma á Alþingi, að rannsóknarlögreglustjóri ríkisins hefði haft frumkvæði að því við dómsmálaráðuneytið að gerð verði athugun á því hvernig skynsamlegt sé að vinna að rannsóknum og forvarnarstarfi varðandi efnahagsbrot. Sagði Þorsteinn að gera þyrfti átak í því máli og að dómsmálaráðuneyt- ið hafi nú þegar slíka athugun og tillögugerð í undirbúningi. „Það er mín skoðun að það sé mjög brýn þörf á því og það þurfi að taka þessi mál föstum tökum,“ sagði Þorsteinn. Alþýðubandalagið: Segir trúnaðarbrest í sam- skiptum við forsætisnefnd VARAFORMAÐUR Alþýðubandalagsins segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á samskiptum þingflokks Alþýðubandalagsins og forsætis- nefndar Alþingis vegna fréttar Morgunblaðsins sl. sunnudag. Þar var sagt frá bréfi þingflokksins frá 1. apríl þar sem mótmælt er ákvörðun forsætisnefndarinnar um að senda aðeins tvo fulltrúa Alþingis á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasiliu í sum- ar. Umræður urðu um málið á Alþingi í gær. Jóhann Arsælsson varaformaður þingflokks Alþýðubandalagsins tók þetta mál upp utan dagskrár á Alþingi í gær og sagði að forseti Alþingis hefði staðfest í Morgun- blaðinu ranga frásögn af bréfi flokksins. Salome Þorkelsdóttir for- seti Aiþingis svaraði og sagðist hafa staðfest það við blaðamann Morgunblaðsins að bréf hefði borist frá Alþýðubandalaginu, þar sem lýst hefði verið andstöðu við það að fyrirhugað væri að senda aðeins tvo fulltrúa frá Alþingi. Að öðru leyti sagðist hún óska eftir því að geta rætt þetta mál með formönn- um þingflokka eftir að forsætis- nefnd Alþingis hefur komið saman, væntanlega í dag, og fjallað um bréfið. Síðar í umræðunni vísaði hún því á bug að hafa átt nokkum þátt í að upplýsa fjölmiðla um þetta bréf frekar en önnur sem bærust til forsætisnefndar þingsins. Steingrímur Sigfússon varafor- maður Alþýðubandalagsins sagði á blaðamannafundi í gær, að flokkur- inn vildi ekki sitja undir því að vera sagður með óhóflegar kröfur um þátttöku í þessari ráðstefnu, en í frétt Morgunblaðsins um áður- nefnt bréf sagði að flokkurinn vildi senda fimm fulltrúa frá Alþingi, einn frá hverjum flokki. I bréfi þingflokksins segir: „Það er lágmarkskrafa að tryggt verði í gegn um þátttöku Alþingis að þeir þingflokkar fái fulltrúa sem ekki eiga þegar menn úr sínum röðum í hópi ráðstefnufara sem fulltrúar ríkisstjómar eða ráðu- neyta.“ Steingrímur sagði að í frétt Morgunblaðsins hefði bréfið verið afflutt. Flokkurinn væri aðeins að fara fram á að fyllsta jafnræðis yrði gætt við samsetningu sendi- nefndar íslands. Mikilvægt væri að þar endurspegluðust sjónarmið allra flokka hvort sem þeir væru í stjórn eða stjómarandstQðu þessa stundina. Og því væri eðlilegt að fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna þriggja á Alþingi væru í nefndinni þótt hún teldi aðeins um 10 manns, eins og nú virtist ráð- gert. Þegar Morgunblaðinu varð kunnugt um bréf Alþýðubanda- lagsins og snéri sér til Salome Þor- kelsdóttur forseta Alþingis sl. laug- ardag og spurði nánar um efni þess, svaraði hún orðrétt: „Já, þeir em ósáttir við þetta. Þeir höfðu gert ráð fyrir því að það færi einn fulltrúi frá hveijum þingflokki sem þýðir þá fimm fulltrúa frá Alþingi og Alþingi er það þröngur stakkur skorinn á fjárlögum að við sáum okkur ekki fært að leggja út í svo mikinn kostnað við þessa ráð- stefnu." Á blaðamannafundinum lagð'i •Steingrímuri fram bréf sem sent var fyrir hönd umhverfisráðherra til þingflokksformanns Framsókn- arflokksins 7. febrúar sl. þar sem segir að umhverfisráðherra leggi til að sendinefnd íslands á ráðstefn- unni verði skipuð fulltrúum ríkis- stjórnar og Aiþingis ásamt emb- ættismönnum. Er í bréfinu lagt til að fulltrúar Alþingis verði einn frá hveijum þingflokki. í bréfi Alþýðubandalagsins frá 1. apríl er síðan lýst megnri óánægju með þau munnlegu skila- boð sem borist hafi frá forsætis- nefnd Alþingis um að horfið verði frá því að allir þingflokkar eigi þess kost að senda fulltrúa sína. Steingrímur sagði að þessum and- mælum hefði fyrst verið komið munnlega á framfæri við forseta þingsins sem hefði þá óskað eftir að fá þau bréflega. Sólarhring síð- ar hefði frétt um bréfið verið í Morgunblaðinu og sagði Steingrím- ur að þótt hann tæki orð þingfor- seta trúanleg um að hún hefði ekki komið upplýsingum um bréfið tii fjölmiðla hefði þarna orðið trúnað- arbrestur. Bréf Alþýðubandalagsins Hér á eftir fer bréf Alþýðuband- alagsins frá 1. apríl en það var lagt fram á blaðamannafundinum í gær: Forsætisnefnd Alþingis Frú forseti Salome Þorkelsdóttir Alþingi Þingflokkur Alþýðubandalagsins lýsir megnri óánægju sinni með þau munnlegu skilaboð sem nú hafa borist frá forsætisnefnd Alþingis að horfið verði frá því að allir þing- flokkar eigi þess kost að senda fulltrúa sína á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem framund- an er í Brasilíu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur þegar valið Hjörleif Gutt- ormsson sem fulltrúa sinn á ráð- stefnuna og hefur hann nú um nokkurra vikna skeið unnið að und- irbúningi undir ráðstefnuna. Þing- flokkurinn taldi sig hafa upplýs- ingar um að fulltrúum allra þing- flokka myndi gefast kostur á að sækja ráðstefnuna og sama mun eiga við um aðra þingflokka. Því blasir sú staða við, ef í hlut þing- flokka stjórnarandstöðu kæmi að- eins einn fulltrúi, að fulltrúar tveggja stjórnarandstöðuflokka yrðu að sitja heima og það jafnvel einstaklingar sem þegar hafa lagt á sig undirbúningsvinnu í þessu sambandi. Þá vill þingflokkurinn lýsa þeirri skoðun að það geti með engu móti talist sanngjarnt að hlutur stjórnar- andstöðunnar verði aðeins einn fulltrúi. Ljóst er að stjórnarflokk- arnir munu eiga allmarga fulltrúa í sendinefndinni ef marka má frétt- ir í fjölmiðlum að undanförnu, bæði ráðherra og fleiri þingmenn. Þá verður því engan veginn trú- að að það sé vilji forseta Alþingis að hlutur Alþingis íslendinga á þessari mikilvægu alþjóðaráð- stefnu verði aðeins tveir fulltrúar þegar upplýst er að í sendinefnd Islendinga verði allt að 40 manns. Það er lágmarkskrafa, að mati þingflokks Alþýðubandalagsins, að það verði tryggt í gegn um þátt- töku Alþingis, að þeir þingflokkar fái fulltrúa sem ekki eiga þegar menn úr sínum röðum í hópi ráð- stefnufara sem fulltrúa ríkisstjórn- ar eða ráðuneyta. Virðingarfyllst, f.h. þingflokks Alþýðubandalags, Jóhann Ársælsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.