Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 KÓPAL o%; tilhögun er vandséður. Námsmenn tapa og bankarnir græða. Þingmenn vísvitandi blekktir? Það er erfitt fyrir námsmenn að svara öllum þeim áróðri og jafnvel óhróðri sem hafður er í frampii af hálfu ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra, ekki síst þegar beitt er röng- um upplýsingum. Þetta er því miður tilfellið, jafnvel á hinu háa Alþingi. í þeim tilgangi að sýna fram á velmegun íslenskra námsmanna er í fylgiskjali með frumvarpinu gerður samanburður á námslánum íslensks námsmanns í Danmörku og þeirri aðstoð sem danskur skólafélagi hans fær frá danska ríkinu. Sú meðferð upplýsinga sem hér er um að ræða ber annaðhvort vitni um vanhæfni höfunda frumvarpsins eða um að vísvitandi sé verið að blekkja alþing- ismenn og aðra þá er frumvarpið lesæ í fylgiskjali númer 2 bls. 26 er stillt upp dæmi því sem sýnt er í töflu 1. Taflan sýnir einnig dæmið um einhleypa danska námsmanninn með réttum upplýsingum. Allar upp- hæðir eru í íslenskum krónum. í upplýsingunum er varða styrk- inn til Danans er í báðum tilvikum um rangar upplýsingar að ræða. Sú upphæð sem notuð er, á í raun við einstakling er býr í foreldrahúsum. Rétt upphæð er 29.554 og samtals er aðstoðin því 42.794. (Gengi 9,25.) Þess ber að geta að Daninn greiðir á mánuði ca. 2.500 af styrknum í skatt. Fyrir utan þessar röngu upplýs- ingai' eru dæmin í hæsta máta vill- andi. Daninn fær í báðum tilvikum aðstoð 12 mánuði á ári en íslending- urinn aðeins á námstíma (9-10 mánuði). í dærninu um fjölskyldu- manninn er íslendingnum ætlað lán til framfærslu íjölskyldu sinnar, en ekki á það minnst að maki Danans hefui' tekjur eða fær atvinnuleysis- bætur eða aðra félagslega aðstoð, þar sem auðvitað er tekið tillit til framfærslu barna. Þessar tekj- ur/aðstoð við maka koma ekki til skerðingar námsaðstoðar. Villandi samanburður í umræðum um frumvarpið á Al- þingi hefur einn af höfundum frum- varpsins, notað það sem rökstuðning Farseðill inn í framtíðina - um skammsýni og rangfærslur í umræðum um LÍN Haft hefur verið eftir forsætisráð- herra, Davíð Oddssyni, að á íslandi sé óþarfi að gera fjárhagsáætlanir, þær standist hvort eð er aldrei. Ef höfð er í huga reynsla Davíðs af fjár- hagsáætlunum, kemur þetta ekki á óvart, en engu að síður er þetta slá- andi fullyrðing. Þessi skoðun forsætisráðherra má segja að skíni í gegn I nýju frum- varpi til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem nú liggur fyrir Alþingi. Námsmenn sem nú eru í miðju námi mega, ef frumvarpið verður að lögum, horfa uppá að áætlanir sem gerðar voru í byijun náms, eru einskis virði. Er þetta ekki bara .enn ein grát- kviðan frá ofdekruðum námsmönn- um, spyija nú eflaust margir. Námsmenn eru ekki úr svo mikl- um tengslum við raunveruleikann að þeir átti sig ekki á, að þegar harðnar í ári verði þeir að taka á sig skerðingu eins og aðrir hópar í þjóðfélaginu. Á síðasta ári var fram- færslugrundvöllur námslána skorinn niður um tæp 20% og þó þetta hafi verið mikil skerðing, skildu flestir ástæðurnar sem lágu að baki og bitu í það súra epli, enda ekki aðrir valkostir í boði. Hver er að fjárfesta? Með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi, er ekki verið að lög- festa frekari beinan niðurskurð á námslánum. En af hveiju eru náms- menn þá að kvarta núna? spyija ein- hveijir aftur. Fyrst ber að telja þá grundvallar- breytingu á menntastefnu íslensku þjóðarinnar, að námslán til fram- færslu námsmanna skuli bera vexti. í núverandi kerfi endurgreiða náms- menn lán sín með ftillri verðtiygg- ingu en án vaxta. í frumvarpinu er lagt til að lánin beri að auki 3% raunvexti. Með þessari breytingu er verið að undirstrika það að ákveðnir einstakl- ingar séu að fjárfesta í menntun í gróðasjónarmiði en ekki að þjóð- félagið sem heild sé að fjárfesta í menntuðu fólki. Það er sjálfsögð og skiljanleg krafa að þjóðin vill fá arð af eigin fjármagni — einnig af því fé sem fer í Lánasjóðinn. Spurningin er hins vegar: Á þessi arður að koma frain í bókhaldi lánasjóðsins frekar en í velmenntaðri þjóð? Svarið við þessari grundvallarspurningu um menntastefnu þjóðarinnar hlýtur að vera, NEI! Aætlanir að engu gerðar Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt, hefur það í för með sér stór- aukna greiðslubyrði af námslánum. Hér er vert að undirstrika það strax, til að koma í veg fyrir misskilning, að námsmönnum þykir sjálfsagt að endurgreiða lán sín. I frumvarpinu er lagt til að endurgreiðsla lánanna heíjist strax einu ári eftir námslok í stað þriggja áður. Endurgreiðslan fyrstu fjögur árin nemi 4% af út- svarsstofni fyrra árs en eftir það allt að 8%. Þetta samsvarar því að ein brúttómánaðariaun á ári fari í að greiða af námslánunum. í núver- andi kerfi er endurgreiðslan hæst 3,75% af útsvarsstofni. Hér er komið að því sem áður var nefnt um áætlanir námsmanna. Námsmaður sem nú er í miðju námi og gerði sínar áætlanir eftir núgild- andi reglum um endurgreiðslu, á samkvæmt frumvarpinu um tvennt að velja. Annarsvegar að sameina gömlu lánin nýju lánunum og greiða alla upphæðina til baka samkvæmt nýjum reglum. Hinsvegar að greiða gömlu lánin samkvæmt núgildandi reglum og jafnframt að greiða af nýjum lánum samkvæmt breyttum reglum. Þetta þýðir í raun að fimm árum eftir námslok getur greiðslu- byrðin orðið 11,75% af útsvarsstofni eða sem getur numið um það bil fimmtungi tekna eftir skatt. Greiðslubyrðin er í raun þrisvar sinn- um meiri en gert var ráo fyrir í upphafi náms. Fjölskyldufólk sem kemur úr námi með þessa greiðslu- byrði á erfitt uppdráttar fjárhags- lega; og getur ekki einu sinni sjálfu sér um kennt. Þessi greiðslubyrði leggst á, einmitt á þeim árum þegar fólk er að koma sér upþ þaki yfir höfuðið. Geðþóttaákvarðanir stjórnar LÍN í frumvarpinu er gert ráð fyrir miklu valdi til handa stjórnar Lána- sjóðsins. Þetta eykur enn á óvissu námsmanna þar sem úthlutunarregl- ur verða algerlega háðar duttlungum ráðamanna á hveijum tíma. Sem dæmi um þetta má nefna að í frum- varpinu er kveðið á um að námslán „nægi hveijum námsmanni til að TAFLA 1. standa straum af náms- og fram- færslukostnaði meðan á nárni stend- ur“. Ekki eitt orð um félagslegar aðstæður svo sem fjölskyldustærð eða eins og segir í 3. grein núver- andi laga frá 1982 „ ... þegar eðli- legt tillit hefur verið tekið til fjöl- skyldustærðar...“ Markaðsvextir á námstíma Frumvarpið kveður á um að lánin séu vaxtalaus meðan á námi stend- ur. Er þetta i\ú sannleikanum sam- kvæmt? Á öðrum stað í frumvarpinu segir nefnilega að „Námslán skal aldrei veitt fyrr en námsmaður hefur skilað vottorði um skólasókn og námsárangur", og síðar að „Náms- lán skal ekki veitt nema námsfram- vinda sé með eðlilegum hætti“. Skilgreining á eðlile^ri námsfrain- vindu er eins og svo margt annað í frumvarpinu lagt í hendur stjórnar sjóðsins, en hver svo sem skilgrein- ingin verður, þýðir þetta í raun, að námsmaður fær aldrei útborgað námslán fyrr en að loknu hveiju misseri. Námsmaður verður því að fjármagna framfærslu sína og fjöl- skyldu sinnar með bankalánum á markaðsvöxtum. Ráðstöfunarfé námsmannsins skerðist »því sem nemur þessum vöxtum sem renna beint úr vasa hans og í bankakerfið. Sparnaður Lánasjóðsins með þessari möUÆt>i * \.°£0r § Óseyri 4, Auðbrekku 2, Skeifunni 13, § Akureyri Kópavogi Reykjavik 'ODÝKT // Einstaklingar fullu háskólanámi, sem búa í leiguhúsnæði Dani íslendingur Skv. fylgiskj. Réttar uppl. Styrkur 16.800 29.554 0 Lán 13.240 13.240 46.300 Samtals 30.040 42.794 46.300 Námsmaður í fullu námi, með tvö börn. Maki ekki í námi. Búa í leiguhúsnæði Dani íslendingur Styrkur 16.800 0 Lán 13.240 104.180 Samtals 30.040 104.180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.