Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Opið bréf til Kennarasambands íslands: Um ágæti sam- ræmdra prófa eftir Hannes Fr. Guðmundsson Eftir að hafa farið nokkuð í gegn: um samþykktir 6. fulltrúaþings KÍ frá því í júní 1991 sér undirritaður sér ekki annað fært en að taka til umræðu grein þá sem fjallar um samræmd próf og hlutverk þeirra. Mun hér verða farið nokkrum orð- um um það sem undirritaður telur skipta höfuðmáli, þ.e. það sem KÍ leyfir sér að kalla stefnu sambands- ins, og þá væntanlega kennara, gagnvart samræmdum prófum. Þar segir: 1) Fulltrúaþingið ítrekar þá stefnu sambandsins að samræmd próf verði lögð niður í þeirri mynd sem nú er en styður hugmyndir um að samræmd könnunarpróf séu lögð fyrir ákveðna árganga í ákveðnum greinum. Hér er e.t.v. rétt að upplýsa að með samræmdum prófum er átt við próf sem haldin hafa verið við lok grunnskóla í 10. bekk og lögð hafa verið fyrir alla nemendur í grunn- skólum landsins frá 1977, lengst af í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku, en aðeins í íslensku og stærðfræði hin tvö síðustu ár því að árið 1989 voru felld niður sam- ræmd próf í ensku og dönsku. Mér er raunar spurn hvar sam- bandið hafi fengið þessa stefnu. Mér vitanlega hefur ekki farið fram könnun meðal þeirra sem fást við kennslu á unglingastigi á því hvort þeir vilji eða telji æskilegt að fella niður samræmd próf í núverandi mynd. Sjálfur hefi ég ekki sótt kennara- sambandsþing og þess vegna e.t.v. brugðist þeirri skyldu að láta í ljósi skoðanir er þetta varða. Hitt er al- veg ljóst að þeir fulltrúar grunn- skóla þess er ég kenni við og setið hafa þingið, hafa ekki farið með neitt umboð til að styðja samþykkt sem þessa. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort sannleikurinn sé ekki sá að margir fulltrúar sem þingið sitja taki þátt í að sam- þykkja og veita brautargengi stefn- umarkandi ályktunum sem varða mál er þeir hafa ekki hugleitt nægj- anlega, mál sem snerta kennslu þeirra lítt eða ekki og sem ekki varða aldurshóp nemenda er þeir kenna. Árgangar grunnskóla eru 10 og samræmd próf aðeinsí elsta árgangi og nú aðeins í tveimur greinum. Það er því grunur minn að mjög fáir þeirra sem kennara- sambandsþing sitja fáist við kennslu og undirbúning nemenda undir samræmd próf. Þegar ég hefi rætt þessi mál við samkennara hefi ég fengið fram allt aðra skoðun en ályktunin þings- ins lýsir, raunar þá, að samræmd próf séu mjög af hinu góða gagn- vart kennslu. T.d. þá að sá þrýsting- ur sem fylgi því að þurfa að spanna ákveðið efni í kennslu og koma til skila til nemenda fyrirfram ákveðn- um undirstöðuatriðum og þekkingu, veiti okkur kennurum aðhald og geri til okkar kröfur. Mín reynsla af mannlegu eðli er sú að stjórnun sé nauðsynleg og að kennurum jafnt sem nemendum sé hollt að vita til þess að til þeirra séu gerðar ákveðnar væntingar sem ekki verði undan skorast. Fulltrúaþingið segir: 2) Núverandi skipan sam- ræmdra prófa við lok grunnskóia setur skólastarfi elstu árganganna þröngar skorður og hefir neikvæð áhrif á starfið. Hér er að mínu mati mjög ógrunduð fullyrðing á ferðinni og raunar eðlilegt að spyrja hvaða rannsóknir eða athuganir búa þarna að baki. Samræmd próf veita aðhald og auka virðingu nemenda fyrir við- komandi námsgrein. Þannig tel ég að samræmd próf hafi stuðlað að bættri kennslu og námi þar sem fyrir fram er vitað um námskröfur. Á hvaða hátt samræmd próf setja skólastarfi þröngar skorður veit ég ekki, tel enda að kennurum sé hægt um vik að kenna það sem þeir telja nauðsynlegt þótt óvissa sé um hvort efni konþ til prófs á samræmdu prófi. Enginn sam- starfsmaður minn eða kennari mér kunnugur hefur heldur tjáð mér eða Hannes Fr. Guðmundsson útskýrt fyrir mér að samræmd próf hafi neikvæð áhrif á starfið. Það er niðurstaða mín að það að fella niður samræmd próf í ensku hafi haft neikvæð áhrif og ég óttast að það leiði til þess að námi og kennslu í greininni hnigni. í skyldunámi eru agi og virðing mjög mikilvægur þáttur í öllu sem gert er og hafa samræmd próf átt drjúgan þátt í að auka virðingu nemenda fyrir námsefninu og þannig beinlínis stuðlað að aga. Engan bandamann megum við missa á þeim vett- vangi. Nýlega sagði mjög góður nemandi blákalt við mig að hann skildi ekki þessa áherslu sem ég legði á nám í ensku, það væri ekki samræmt próf í þessu fagi og það skipti þess vegna ekki neinu sér- stöku máli. Þetta var vond staðfest- ing á því sem hér er ýjað að. Fulltrú- aþingið segir: 3) Prófin á að hafa í formi til- boða til nemenda og samræmd próf verði réttur nemenda til þess að fá mælda þekkingu sína, nokkurs kon- ar stöðupróf sem reynst gæti þeim vegvísir í vali þeirra á framhalds- námi. Þessi ályktun fær mig enn til að halda að þeir sem að henni standa fáist við eitthvað annað en það sem ég starfa við, þ.e. kennslu á ung- lingastigi grunnskóla. Þegar nemendur fara í nám í framhaldsskólum landsins verða þeim engin tilboð gerð önnur en þau að standa og falla með þeirri þekkingu sem þeir hafa áunnið sér. Nógur er glundroðinn í þessum heimi. Börnin eiga að gangast und- „Ég hefi árum saman velt þessum málum fyr- ir mér og stöðugt sann- færst betur um ágæti samræmdra prófa. Tel þau raunar einu færu leiðina til að skapa sam- hengi í námi og kennslu á grunnskólastigi í grunngreinum. “ ir samræmd próf án skilyrða. Próf er verði þeim leiðbeining um stöðu sína og um raunhæfa ákvörðunar- töku varðandi frekara nám. Um þá námskosti sem bíða nem- enda er allt annað að segja. Aðeins liggur fyrir af hálfu yfirvalda að allir sem vilja skuli eiga kost á fram- haldsnámi. Það hefur bara gleymst að hafa til reiðu nám við hæfi allra. í samþykkt 6. fulltrúaþings kennarasambandsins er sitthvað af viti en það er skoðun mín að í af- komu satnan þriðjudaginn 24. mars kvenfélagskonur frá þrem kvenfélögum í Mýrdal. Tilefnið var að afhenda Heilsugæslustöð- inni í Vík gjafabréf fyrir blóð- rannsóknatæki og tölvuvog. drifaríkum málum eins og þeim er varða samræmd próf hafi þetta þing ekki forsendur til að álykta á þann hátt sem það gerir. Að mínu mati er mjög áríðandi að taka upp ný samræmd próf í greinum eins og ensku og dönsku og e.t.v. fleiri greinum, að ég tali nú ekki um að halda áfram sam- ræmdum prófum í íslensku og stærðfræði. Mér hefir virst okkar ágæti menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hafa jákvæð viðhorf gagnvart samræmdum prófum og er það einlæg von mín að hann leiði þau til vegs á ný. Ég hefi árum saman velt þessum málum fyrir mér og stöðugt sann- færst betur um ágæti samræmdra prófa. Tel þau raunar einu færu leiðina til að skapa samhengi í námi og kennslu á grunnskólastigi í grunngreinum. Þau eru auk þess markviss, ódýr og góð aðferð til að afla upplýsinga um námslega stöðu einstaklinga og heildar. Höfundur er grunnskólakennari. Forsaga þessa máls var að á M-hátíðarviku sem haldin var í Vík 10.-17. nóvember sl. fengu félaga- konur aðstöðu í gistihúsinu Ársalir til þess að selja þar veitingar þenn- an tíma. í tilefni M-hátíðarinnar voru einnig í Ársölum ýmsar menn- ingaruppákomur, málverkasýning- ar, list- og kirkjumunasýning og ljósmyndasýning, rithöfundar lásu upp úr verkum sínum og kórar sungu. Alls komu í Ársali um eitt þúsund gestir þessa viku. Kvenfé- lögin ákváðu að láta heilsugæslu- stöðina í Vík njóta afrakstur kaffí- sölunnar og í samráði við heilsu- gæslulækni, Sigurgeir M. Jensson, og konu hans, Helgu Þorbergsdótt- ur hjúkrunarfræðing, voru gefin til stöðvarinnar blóðrannsóknatæki og tölvuvog. Helga Þorbergsdóttir þakkaði þessar gjafir og kvað það ómetanlegan stuðning hverri heilsugæslustöð að eiga að góð fé- lagasamtök, sem legðu þeim lið og taldi upp í því sambandi kvenfélög í læknishéraðinu og Lionsklúbbinn Suðra sem áður hafði gefið m.a. barnavog, eyrriaskoðunartæki, sjúkraþjálfunarbekk og tannlækna- tæki. Formaður kvenfélags Hvamms- hrepps, Hrönn Brandsdóttir, þakk- aði húsráðendum gistihússins Ár- sala, hjónum Kolbrúnu Hjörleifs- dóttur og Símoni Þ. Waagfjörð, fyrir að lána húsið til þessarar starf- semi á M-hátíðarvikunni og færði þeim fagran blómvönd frá kvenfé- lögunum þrem í þakkarskyni. Það má geta þess að gistihúsið Ársalir sem er að hefja formlega starfsemi í sumar var áður sýslu- mannssetur Vestur- og Austur- Skaftfellinga en var selt á síðast- liðnu ári þeim Kolbrúnu og Símoni og hefur þeim tekist að gera þarna mjög vistlegt og hlýlegt gistihús sem eflaust á eftir að setja svip á Víkina í næstu framtíð. BARNATAN ÁHRIFARÍKT GEGN TANNSKEMMDUM - ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU TANNHIRÐUSÉRFRÆÐINGUM Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað börnum. Það inniheldur fluor til varnar tannskemmdum. Bangsa barnatannkremið freyðir minna en venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir það gjarnan að verkum að barniðspýtirfyrr en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu lengi um tennurnar. Bangsa barnatannkremið er meö mildu og góðu myntubragði sem börnunum líkarvel og gerirtannburstuninaskemmtilega! Sér- staklega ef þau nota mjúkan tannbursta frá Sensodyne. Tennurnar eiga að endast alla ævi — gættu þeirra vel — gerðu tannburstunina skemmtilega fyrir börnin. KIMIKMÍX HÖRGATÚI sh Nl 2, GAROABÆ SÍMI 40719 Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Frá afhendingu gjafanna til Heilsugæslustöðvarinnar í Vík. Vík í Mýrdal: Heilsugæslustöðinni gefin rannsóknartæki Vík í Mýrdal. í GISTIHÚSINU Ársölum í Vík - R.R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.