Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 X Laufey Bjamadóttir Snævarr - Minning Fædd 15. október 1917 Dáin 29. mars 1992 Einu sinni var ... Telpunni hafði verið sagt að jafn- aldra hennar í Galtafelli væri frænka hennar. Þetta var einhvern tímann á árunum eftir stríð og handan við Laufástunið, ofar í hæð- inni, blasti við henni þetta tígulega hvíta hús með turni. Forvitnin að , kynnast þessari frænku og fá að skyggnast inn í „húsið“ var til þess að dag einn knúði hún dyra á Galta- felli, og heimurinn var ekki samur eftir. Hún eignaðist vinkonu, og fólkið og lífið í Galtafelli við Laufásveg varð hluti af æsku hennar. Foreldrar nýju vinkonunnar, þau Árni og Bíbí, tóku þessari forvitnu hnátu forkunnar vel. Henni leið vel í návist þeirra en þau höfðu ein- stakt lag á að láta henni finnast hún vera aufúsugestur, bæði sem bam, .unglingur og sem fullorðin kona. Hún fékk að kynnast stóríjöl- skyldunni og taka þátt í leikjum og hátíðum þeirra, ferðum til Þing- ;valla, að ógieymdum sunnudags „menningarferðum“ í Nýja-bíó. Undursamíegir hringstigar leiddu vinkonurnar um bernskuna og um þetta hús, fyrst hjá Árna og Bíbí, síðan upp á miðhæðina til ömmu Sesselju og afa Bjarna, og síðan upp í þetta dularfulla turnher- bergi. Fyrstu kynni telpunnar af verkum íslensku meistaramna í umgjörð sem nefna má listasafn var án efa í rismikla „holinu“ á miðhæð- inni. -4 Allt þetta fólk.er konunní nú enn Ijóslifandi í minningunni sem gott, umhyggjusamt, mannlegt, og ævin- týralegt, e.t.v. eins og húsið. í minningu Bjama og Sesselju, Áma og elsku Bíbí vill hún þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessu ævintýri. Æskuvinkonu minni, Lillý Svövu, systrum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Arndís S. Árnadóttir. Laufey Bjamadóttir Snævarr er horfin okkur, en minningu um ein- staklega góða og fallega konu geym- um við í helgistað minninganna. Oft gekk ég að kommóðunni hennar ,mömmu og dró út efstu skúffuna. ' Þar vissi ég af mynd af fallegri ungri stúlku, sem brosti svo blítt til mín. Ég vissi að þesi unga stúlka átti að verða tengdadóttir fósturforeldra minna, hún var heitbundin elsta fós- aturbróður mínum. Þótt hún væri kölluð Bíbí af öllum bar hun sama nafn og önnur stúlka sem var mér kær. Á vikulangri sjóferð að heiman til Reykjavíkur hafði hlaðist upp í huga mínum kvíði fyrir því sem í vændum var á ókunnum slóðum. En þegar ég kom á áfangastað mætti mér sama hlýja brosið, sem svo oft hafði yljað mér frá myndinni í skúff- unni hennar mömmu og allur kvíði hvarf mér. Það fór ekki hjá því að kynni okk- ar yrðu náin, í 5 ár átti ég heimili mitt hjá þeim Árna og Bíbí og þá var lagður grunnur að ævilangri vin- áttu. Þótt Bíbí væri bara fímm árum eldri en ég þá var hún lífsreyndari en ég og ekki leið á löngu að ég lagði allar mína áhyggjur á hennar ungu herðar. Ekki stóð á vilja henn- ar að leysa sem best úr vanda mín- um. Þegar Bíbí byijaði að búa var algengt að ungar konur hefðu heimil- ishjálp, en vel man ég hvað allt fékk annan svip og eins og meiri glans þega hún vann verkin sjálf. Öll mat- argerð og allur bakstur lék í höndum hennar, aldrei man ég eftir að hafa séð mislukkaða köku hjá henni. Margoft stóð ég hjá og fylgdist með þegar Bíbí baðaði og klæddi litlu dætur sínar, hvað hún var fumlaus og fallegar hendurnar hennar fóru varfærnislega að öllu. Seinna, þegar að mér kom að annast ungbörn, reyndi ég að muna hvernig Bíbí hafði gert. Af mörgu því í fari Bíbíar sem ég dáðist að og reyndi að tileinka mér, var eitt öðru fremur, en það var að hún kvartaði aldrei. Þegar hún var unglingur fékk hún snert af berklum, en hélt því leyndu fyrir foreldrum sínum. Svo batnaði þetta og gleymdist. Mörgum árum seinna brotnaði sárið upp og þá þurfti að blása inn á lungun og það var gert í mörg ár. Þá kom nýr læknir, sem aftók með öllu að þessu yrði haldið áfram. Þá sagði Bíbí við mig: „Ég held að ég hefði ekki haldið þetta út miklu lengur.“ Ég varð undr- andi að heyra þetta, því aldrei. hafði hún heyrst kvarta öllu þessi ár. Slík hetja gat þessi litla, fíngerða 'kóna verið. Sjálfsagt er hætt við að þeir sem eru viljasterkir beygi þessar blíðu sálir, en við sem þekktum Bíbí vissum að hún gat verið fosf fyrir og að það var ástin til hennar nán- ustu sem gerði henni svo Ijúft að láta undan. Á sorgartímum, þegar tvær systur hennar dóu með stuttu millibíli, var hún mikil stoð og stytta forfeldrum sínum. Um líkt leýti kö'm hún inn'í fjölskylduna með sinn góða mann, sem fljótt varð handgenginri foreldr- um hennar sem besti sonur. Þegar fyrsta dóttir þeirra Árna og Bíbíar fæddist, sá ég hvernig þessi litla stúlka, sem hlaut nöfn systranna sem dánar voru, yljaði öllum, ékki síst afa og ömmu. Svo fjölgaði börnum í fjölskyldunni og þessum litlu mann- verum var vel fagnað enda voru þær duglegar við að ýta burt sorginni, sem grúfði yfir heimili og æ sjaldnar sáust tár á kinn ömmu. Vegna veikinda Bíbíar hafði samband við hana rofnað síðustu árin, en þegar ég stóð við kistuna hennar og horfði á þetta kæra andlit fann ég hvað ég hafði saknað hennar. Eitt augnablik óskaði ég þess að allt gæti aftur orðið eins og þegar það var best. En tíminn gengur ekki afturábak og dauðinn skilar engu aftur. Ég er þakklát fyrir það sem var og tel það gæfu mína að hafa átt Bfbíu að vini. Hugurinn leita til Stefaníu, systur Bíbíar, sem nú fylgir síðasta systkini sínu til grafar. Ég votta henni mína innilegustu samúð. Við Jón og börn- in okkar viljum þakka Bíbí fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og var okkur. Dætrum Árna og Bíbíar og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Hún var kvenna prúðust, gekk hljóðlátum skrefum gegnum lífíð og hljóðlega hvarf hún á braut. Blessuð sé minning hennar. Guðrún. Elskuleg tengdamóðir mín Lauf- ey Snævarr, Bíbí, eins og hún var kölluð í daglegu tali, lést að morgni sunnudagsins 29. mars sl. Mjirgs er að minnast og margt kemur upp i hugann sem of langt mál væri að telja upp, en hæst ber minninguna um ljúfar móttökur og yndislegar stundir á heimili þeirra Áma á Laufásveginum, þar sem hún naut sín sem gestgjafí og mat- móðir. Ég átti svo sannarlega góða tengdamóður. Svo undarlega hög- uðu örlögin því að dóttir okkar Stellu, Sesselja, eignaðist litla stúlku daginn eftir, þann 30 mars, fyrsta barn hennar og þriðja barna- barn Bíbíar. Hún kom sem ljós- geisli sem breytti sorg í gleði á þessum erfiðu stundum. Með þess- um fáu orðum vil ég kveðja elsku- lega tengdamóður mína og þakka henni fyrir allt og allt. Bið ég algóð- an guð að geyma hana og blessa minningu hennar. Lárus Guðmundsson. Flestir Reykvíkingar kannast við Galtafell við Laufásveg, hvítmálað glæsilegt hús í kastalastíl á horni Bragagötu og Laufásvegs. Hús þetta lét Pétur Thorsteinsson á Bíldudal byggja árið 1918, en arki- tekt var Einar Erlendsson, húsa- meistari ríkisins. Árið 1921 keypti Bjarni Jónsson, forstjóri Nýja Bíós, þetta hús og hét það eftir bemsku- heimili sínu að Galtafelli í Hmna- mannahreppi. Bjarni Jónsson hafði numið húsgagnasmíði í Kaup- mannahöfn um aldamótin, samtíða bróður sínum Einar Jónssyni, sem var við nám í höggmyndalist. Heim- kominn frá námi stofnaði Bjarni ásamt fleirum Gamla Kompaníið í Reykjavík, en árið 1916 keypti hann Nýja Bíó, en við það var hann kenndur æ síðan. Bjarni Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Stefaníu Stefáns- dóttur, missti hann eftir skamma sambúð. Síðari kona hans var Sess- elja Guðmundsdóttir frá Feijukoti í Borgarfirði, einstök mvndarkona. Bjarni og Sesselja bjuggu að Galta- felli nær 50 ár. Heimilið í Galta- felli var annálað fyrir gestrisni og glæsileik. Þar var hver hlutur dýr. Þeim Galtafellshjónum varð fimm b.ama auðið og einn son átti Bjarni með fyrri konu sinni. Börnin í Galta- felli héldu gjarnan utan til náms, þar sem þau námu tungur og til- einkuðu sér erlenda menningar- strauma. Þó gleymdi sorgin ekki þessu húsi. Þijú barnanna, Stefán sonur Bjarna og dæturnar. Lillý og Svava, dóu í blóma lífsins, Lillý 17 ára, Svava frá eiginmanni sínum þýskum og Stefán frá konu og ung- um sonum. Eftir lifðu þau Hörður húsameistari, Stefanía Thors og Laufey, sú sem hér er kvödd. Laufey Bjarnadóttir Snævarr fæddist í Reykjávík 15. október 1917, dóttir áðurnefndra merkis- hjóna, Sesselju Guðmundsdóttur og Bjarna Jónssonar frá Galtafelli. Laufey, eða Bíbí eins og hún var ávallt kölluð, ólst upp í stórum systkinahópi á hinu listræna menn- ingarheimili foreldra sinna í Galta- felli við Laufásveg. Að loknu námi við Kvennaskólann á Reykjavík hélt Laufey til Þýskalands og nam snyrtingu í Dresden 1935-36, en þar var Hörður bróðir hennar einn- ig við nám í húsgerðarlist. Meðal námsmanna í Dresden var einnig á þessum árum ungur Norðfirðingur, Árni Snævarr að nafni, og las verk- fræði. Má leiða að því líkur að dvöl- in í Dresden hafi orðið þessum ung- mennum örlagarík, og vart er það tilviljun að Katla Pálsdóttir, er síðar varð eiginkona Harðar Bjarnason- ar, var við nám í Leipzig á sama tíma. Námi Laufeyjar erlendis lauk með matreiðslunámi í Danmörku síðari hluta árs 1938, og átti sá er þetta ritar eftir að njóta góðs af. Laufey giftist Árna Snævarr verk- fræðingi 19. ágúst 1939. Þau Lauf- ey og Árni bjuggu lengst af á neðri hæðinni í Galtafelli í tvíbýli við for- eldra Laufeyjar. Um 1960 keyptu þau húseignina að Laufásvegi 63, en byggðu loks um 1970 tvíbýlishús að Laufásvegi 47, gegnt Galtafelli, í félagi við Hörð Bjarnason húsa- smíðameistara og Kötlu konu hans. Þar sameinaðist allur hópurinn frá Dresden og Leipzig í uppruna sín- um. Laufeyju og Árna varð fjögurra dætra auðið. Elst er Lillý Svava, skrifstofustjóri Póstgíróstofunnar, fædd 1940, gift Sverri Ingólfssyni viðskiptafræðingi og Iöggiltum end- urskoðanda. Þau eiga þrjár dætur, Unni lögfræðing, Svövu Guðlaugu viðskiptafræðinema og Layfeyju Brynju stúdent. Síðan kemur Stef- anía, húsmóðir, fædd 1947, gift Lárusi Guðmundssyni umsjónar- manni á Dalbraut. Þau eiga tvö börn, Árna og Sesselju. Næst í röð- inni er Sesselja, yfirkennari, gift Kristjáni Steinssyni gigtarlækni. Þeirra börn eru Helga líffræðingur, Halldóra menntaskólanemi og Hild- ur og Kristján Árni nemar. Yngst er Sigrún fóstra, fædd 1951, gift Jakobi Möller kennara og verslun- armanni. Þeirra börn eru Sunna Dóra menntaskólanemi, Kristín Þóra og Árni Baldur nemar. Eftir heimkomuna frá Dresden rak Laufey ásamt fleirum snyrti- stofuna Pirolu og um hríð rak hún eigin stofu í Austurstræti. Heimilis- störfin og annir húsbóndans leyfðu þó ekki útivinnu húsmóðurinnar til frambúðar og starfsvettvangur hennar var því innan veggja heimil- isins upp frá því. Árni stofnaði ásamt fleirum Al- menna byggingafélagið árið 1941 og var ásamt félaga sínum, Gústafi E. Pálssyni, framkvæmdastjóri þess um aldarfjórðungsskeið, eða þar til hann tók við embætti ráðuneytis- stjóra í iðnaðarráðuneytinu árið 1970. Heimili Laufeyjar og Árna var fágaður griðastaður, kannski svolít- ill helgidómur. Á löngum kvöldum sat húsmóðirin við lestur en hús- bóndinn að tafli við sígilda tónlist. Þar var aldrei hávaði þrátt fyrir ærsl barnanna. Það átti einhvern veginn ekki við. Á hátíðarstundum var heimili þeirra samkomustaður fjölskyldunnar. Þar gat að líta hús- bóndann að leikjum við börn eða leggjandi þrautir iyrir fullorðna, en húsmóðirin dekraði við gesti sína. Laufey Snævarr var afar fírtgerð kona, fremur lágvaxin og fríð sín- um. Öll framkoma hennar ein- kenndist af hljóðlátri háttvísi og hógværð. Hún var. einkar smekkleg en látlaus í klæðaburði, tandurhrein og sá aldrei á hrukku. Hún var skipulögð verkmanneskja og vann öll sín störf af undarlegu áreynslu- leysi. Laufey var fagurkeri eins og hún átti ætt til, hafði yndi af fögr- um listum og naut þess að leyfa þeim að erta skilningarvitin. Laufey hafði næmt tóneyra og tungumál voru henni opin bók. En hún var líka viðkvæm, kannski öll of fíngerð fyrir þennan heim. Hálf öld er liðin frá því að sá sem hér heldur á penna sá Laufeyju Snævarr fyrst. Hún kom út úr heitri sumarþokunni á Héraði í fylgd með móðurbróður mínum, Árna Snæv- arr. Undirrituðum, þá þriggja ára snáða, varð starsýnt á þessa konu. Það var yfir henni einhver fram- andi fágun, blær evrópskrar menn- ingar ættaðrar sunnan fyrir Rín. Mér fannst hún ekki snerta jörðina, en draga skósíða kápuna. Það hvarflaði að mér hvort þetta mundi ekki álfkona. Með elskulegri fram- komu sinni tókst henni fljótt að yfirvinna styggð sveitabarnsins. Það voru heldur ekki margir á þeim árum, sem töluðu við hann eins og jafningja. Mörgum árum síðar buðu þau mér til sín, Árni og Laufey, til að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík. í raun tóku þau mig í fóstur öll mín menntaskólaár og raunar gott lengur. Þannig urðu þessi elskulegu hjón mínir örlaga- valdar. Það var mikið ævintýri ung- um dreng austan af landi að koma að Galtafelli við Laufásveg. Þar ríkti glæsileiki utan dyra sem inn- Aldarminning: Halldóra Ólafsdóttir í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Halldóru Ólafsdóttur skól- ameistarafrúar, en hún fæddist 7. apríl 1892 að Kálfholti í Holtum. Foreldrar hennar voru Ólafur Finnsson prestur í Kálfholti og kona hans Þórunn Ólafsdóttir. Þórunn par ættuð frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi, Ólafur faðir hennar var þar útvegsbóndi, merkismaður sem beitti sér fyrir stofnun barnaskóla á Seltjarnarnesi árið 1875. Séra Ólafur Finnsson var frá Meðálfelli í Kjós, einnig af merkum bændaætt- um. Halldóra_ ólst upp í menningar- •^mhverfi. Á öldinni sem leið voru prestheimili oft gróðrarstöðvar menningar^og .mennta í sy^itum og svo mun hafæ verið um heimilið í Kálfholti. Hún naut góðrar mennt- unar, talsvert umfram það sem al- gengj, var. Tvítug að aldri lauk hún námi við húsmæðraskóla í Dan- mörku. Eftir það gerðist hún kenn- ari á Eyrarbakka þar sem hún kenndi í tvö ár, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og fór að kenna við Heyrnleysingjáskólann. Árið 1915 giftist Halldóra Sig- urði Guðmundssyni. Hann Var fjór- tán árum eldri en hún, hafði lokið meistaraprófí f íslenskum fræðum í Kaupmannahöfn árið 1910, stund- aði kennslu og ritstörf í Reykjavík, hafði orð á sér fyrir gáfur en þótti sérkennilegur. Halldóra var þá að- eins tuttugu og þriggja ára. Kom ýmsum á óvænt að þessi unga og glæsilega kona skyldi velja sér mann svo miklu eldri, sem þar að auki þótti nokkuð sérvitur, þótt enginn frýði honum vits. En það kom fljótt á daginn að Halldóra hafði valið vel. Sex árum síðar fluttust þau hjón- in til Akureyrar þar sem Sigurði hafði verið falin stjórn gagnfræða- gkólans. Þar áttu þau síðan heimili í tuttugu og sjö ár. Á þeim tíma óx skólinn úr gagnfræðaskóla með um hundrað nemendur í mennta- skóla með hálft fjórða hundrað nemenda. Þessi tími var að kalla má óslitið gróskutímabil skólans, en hann var þó ekki tími neinnar lognmollu. Oft var stormasamt í kringum Sigurð, hann sótti á bratt- ann fyrir skólans hönd, var vakinn og sofínn í starfi sínu, lagði sig allan fram við að gera skólann menntandi og mannbætandi, draumur hans var að skapa skóla sem væri ekki aðeins fræðslustofn- un heldur vekjandi uppeldisstofnun. Sigurður skólameistari Guð- mundsson var sérstæður maður, persónuleiki hans ofínn úr mörgum ólíkum þáttum. Hann var geðríkur kappsmaður, málafylgjumaður mikill, en jafnframt svo ofuivið- kvæmur að smá atvik gátu komið honum í uppnám. Slíkum manni er lífsnauðsyn að eiga góðan bakhjarl. Óhætt er að fullyrða, að Sigurður hefði aldrei orðið það sem hann varð, hefði hann ekki notið frú Halldóru. Hún vargædd miklu jafn- lyndi og rósemi sem kom sér áreið- anlega oft vel. Hún stóð við hlið bónda síns í hverium vanda sem að höndum bar, jók honum kjark þegar á þurfti að halda, en var einn- ig mannasættir og miðlaði málum þegar þess þurfti með. Hún bjó Sig- urði heimili sem gott var að hverfa til frá önnum og amstri daganna. Hún átti einnig sinn hlut í að gera skólann að öðru heimili þeirra er þar dvöldust, enda var heimsvistar- bragur á Akureyri sérstakur. Nem- endur fundu að þeir áttu þar heim- ili sem þeim þótti vænt um. Fram- koma Halldóru og persónuleiki voni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.