Morgunblaðið - 07.04.1992, Page 29

Morgunblaðið - 07.04.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 29 Línur skýrast í EB-málinu í Noregi: Brundtland vill senda inn aðildarumsókn í nóvember Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. „VIÐ MEGUM engan tíma missa. Umsókn Noregs um EB-aðild verður að senda í nóvember," sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, við biaðamenn er árlegt þing Verkamannaflokksins á Ilörðalandi var haldið um helgina. Sjö af þeim átta fylkjasamböndum Verkamannaflokksins, sem tekið hafa afstöðu til aðildar að Evrópu- bandalaginu, eru fylgjandi aðild og er ljóst af andrúmsloftinu í flokkn- um að Norðmenn eru að skiptast í fylkingar þvert á flokksiínur í EB-málinu. Norskir stjórnmálaskýrendur túlka atburði helgarinnar svo að söguleg barátta hafi farið fram um EB. Fylgismenn jafnt sem andstæð- ingar aðildar höfðu skipulagt fjölda- samkomur í tengslum við að átta fylkjasambönd Verkamannaflokks- irjs héldu árleg þing sín. Var því fyrirfram spáð að forysta flokksins myndi taka af skarið og taka endan- lega afstöðu til aðildar Noregs að bandalaginu. Gro Harlem Brundtland hafði val- ið sér smáþorpið Ullensvang, innst í Harðangursfirði, sem vettvang þess er hún tæki afstöðu til aðildar. Ræða hennar síðdegis á laugardag tók klukkutíma og tíu mínútur í flutningi. Viðbrögðin við ræðunni á ársþingi Verkamannafiokksins í Hörðalandi voru gífurleg fagnaðar- læti. Fyrir utan hótelið, þar sem þingið var haldið, tóku hins vegar þrettán hundruð andstæðingar aðild- ar þátt í mótmælagöngu. A firðinum sigldu svo um ijörutíu bátar sem báru borða er á stóðu slagorð á borð við „Sjálfstæður Noregur" og „Hús- bóndi á eigin heimili“. Þessi sömu slagorð voru áberandi fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna 1972. „Eins og svo oft áður í sögu lands okkar hvílir afrifarík ákvörðun fyrst og fremst á herðum norska Verka- mannaflokksins. Samvinna innan EB er ekki svar við öllum þeim Gro Harlem Brundtland spurningum sem við þurfum að svara en gerir okkur betur í stakk búin að mæta þeim. Ég tel að við tryggjum hagsmuni Noregs mest með því að ganga í EB. Þar getum við barist fyrir okkar gildum í sam- vinnu við sköðanabræður í öðrum löndum. Þar getum við barist fyrir þeim lausnum sem við teljum eiga við í Noregi, á Norðurlöndum og í Evrópu. Við getum ekki beðið til að sjá hvernig framtíðin verður. Fram- tíðina sköpum við núna,“ voru loka- orð forsætisráðherrans. í ræðunni lýsti hún EB-aðild Nor- egs sem „nýjum mikilvægum áfanga í sögu lýðræðisins". Hún lagði áherslu á að atvinnuástand myndi ekki batna í Noregi ef landið yrði eina ríki Vestur-Evrópu sem stæði fyrir utan EES og EB. ,;Fyrirtæki okkar munu ekki getað skapað fleiri atvinnutækifæri þar sem þau hefðu ekki sömu réttarstöðu og evrópskir samkeppnisaðilar þeirra,“ sagði hún. Degi síðar höfðu sjö af þeim átta fylkjasamböndum flokksins sem fjölluðu um málið lýst yfir stuðningi við stefnu Gro. Alls greiddu um 60% atkvæði með EB-aðild en 40% á móti. Einungis í fylkinu Norðland, þar sem sjávarútvegur er mjög mikil- vægur, voru menn andvígir aðild. Einnig er búist við að hin tvö fylkin í Norður-Noregi, Troms og Finn- mörk, muni taka afstöðu gegn aðild. Meiri óvissa ríkir um Þrændalaga- fylkin tvö en búist er við að eftir að þau halda ársþing sín eftir páska verði Noregur klofinn í tvennt í af- stöðu sinni til Evrópubandalagsins. Suðurhlutinn verði fylgjandi aðild en norðurhlutinn andvígur. Verkamannaflokkurinn hyggst nú vinna áfram að EB-aðild með stuðn- ingi Hægriflokksins og. Framfara- flokksins, sem samþykkti stuðning við aðild á landsfundi sínum um helgina. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur enn ekki gert upp hug sinn en talið er að hann geti snúist gegn aðild. Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn eru algjörlega á móti aðild. VEIÐISUMARIÐ ’92 Veiðibókin I bókinni er sérstakur kafli um sportveiðar á Islandi ásamt upplýsingum um allt það nýjasta frá Abu Garcia Lítið inn og tryggið ykkur ókeypis eintak tímanlega. Opið til kl. 19 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á Iaugardögum. Napp & Nytter komin “Abu Garcia Hafnarstræti 5 Símar 1 67 60 og 1 48 00 ^“®.erðö Mikið vöruval & Greiðslukortaþjóm** íqra vóruvaro fatnaður fynr böm og Sssr- /K1 Thefur lækkað stórlega! „ú pökkuð í neytendaumbuð.r. AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.