Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Karlakórinn Fóstbræður _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Vortónleikar Karlakórs Fóst- bræðra voru haldnir um síðustu helgi í Langholtskirkju. Nýr söng- stjóri, Árni Harðarson, hefur tekið við kórnum en með honum komu fram einsöngvararnir Marta Hall- dórsdóttir, Guðlaugur Viktorsson, Þorsteinn Guðnason, Már Magnús- son og Jónas Ingimundarson pían- óleikari. Á efnisskránni var íslensk karla- kórs-klassík. Söngverk eins og Sumarnótt og Fyrstu vordægur eftir Árna Thorsteinsson, Töfra- mynd í Atlantsál og Sprettur eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson, radd- setning Emils Thoroddsens á þjóð- laginu Sé ég eftir sauðunum og íslands lag eftir Björgvin Guð- mundsson, sem Þorsteinn Guðna- son söng fallega, auk þess að eiga vandasömu upphafsstrófurnar í FASTEIGIMASALA Sudurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hiltnar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýli ÁLFTANES Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Noröurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góö svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. LINDARBRAUT Mjög gott einbhús á einni hæð. Hú- sið er 145 fm auk 30 fm blómaskála. Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket. Fallegur garður. V. 16 m. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. í góðu lyftu- húsi. LANGHOLTSVEGUR Einbýlishús á einni hæð, 124 fm ásamt 43ja fm sérb. bílsk. Góöur garöur. V. 10,5 m. Raðhús HRAUNBÆR Vorum að fá í sölu mjög gott enda- raðh. á einni hæð. 137 fm. Nýtt parket. Bílskréttur. Skipti á góöri 3ja-4ra herb. íb. koma til greina. KAMBASEL Glæsil. raðh. á tveimur hæðum m. innb. bílsk., samtals 190 fm. Skipti á minni eign möguleg. V. 13,5 m. BREKKUBYGGÐ V 8,5 M. Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra—6 herb. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæö í lyftuh. Laus nú þegar. SÓLHEIMAR Til sölu glæsil. 4ra herb. 113 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. 25 fm bílsk. Hús- vörður. BÓLSTAÐARHLÍÐ Mjög góð 4ra-5 herb. 105 fm íb. á 3. hæö í fjölbhúsi. Bílskréttur. Laus strax. NEÐSTALEITI Til sölu stórglæsil. 4ra-5 herb. íb. 121 fm. Parket á gólfum. Þvottaherb. innaf eldh. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. Stæði í lokuðu bílahúsi. HRÍSATEIGUR Til sölu falleg 90 fm hæö í þríbh. Eld- hús og baö nýuppg. Parket á stofu. 25 fm bílsk. V. 8,8 m. 3ja herb. VESTURBERG Ti! sölu góða 3ja herb. 87 fm íb. á 3. hæð. V. 6,4 m. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risib. Sérinng. V. 4,2 millj. 2ja herb. ÁSBRAUT Vorum að fá í sölu ágæta 2ja herb. 37 fm íb. á 3. hæð í fjölbh. Laus fljótl. V. 3,5 m. SKÚLAGATA 2ja herb. 50 fm íb. á 1. hæö. Suö- ursv. V. 3,7 m. LYNGMÓAR GBÆ Til sölu mjög falleg 2ja herb. 60 fm íb. á 3. hæö (efstu) ásamt innb. bflsk. Parket á gólfum. Stórar suöursv. Laus fljótlega. V. 6,3 m. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Franssón, hs. 39558. Töframynd Sveinbjörns. Með þess- um lögum var mylgrað í millum nokkrum erlendum, eins og Nú hnígur sól eftir Bortniansky, Fjall- ið Skjaldbreiður eftir Stuntz og enska þjóðlagið Drink too me only, sem hér var sungið við texta Ing- ólfs Þorsteinssonar, Kvöldið er fag- urt og í raddsetningu Jóns Þórar- inssonar. Öll voru þessi lög vel sungin, sérstaklega þau hægu, en í hröðum lögum hættir söngstjóranum um of til að höggva á tóninum, sem er sagt að hljóðfæraleikurum hætti til að gera í söng. Með þessu móti næst skýrari framburður og meiri hrynskerpa en ella, ef reynt er að halda í tónunina með því að hafa sérhljóðin sem lengst. Invoeation, eftir Debussy var síðast fyrir hlé en í því lagi söng Marta Halldórsdóttir og Jónas Ing- imundarson lék með á píanóið. „Ákallið“ semur Debussy við texta eftir Lamartine, á árinu 1883, og er hann þá enn í skóla. Ári seinna hlaut hann Rómarstyrkinn. Verkið var fyrst hugsað sem framlag með umsókn um styrkinn, en Debussy hætti við að rita hljómsveitargerð þess og samdi annað verk, svo að það er aðeins til í söngraddskrá með píanóundirleik. Verkið ber þess merki að hann hafði á þessum tíma ekki náð að móta sinn sér- stæða stíl, þó það sé fallega sam- ið. Fiutningurinn í heild var góður, sérstaklega söngur Mörtu Hall- dórsdóttur, sem er vaxandi söng- kona og við hana bundnar miklar vonir. Frumflutt var nýtt söngverk eft- ir John Speight, við kvæði Hannes- ar Péturssonar, Söngvar til jarðar- innar, og sungu Marta Halldórs- dóttir og Guðlaugur Viktorsson tvísöng í þessu veki. Kvæðið fjallar um stríðsóttann og fegurð jarðar- innar, sem er sú friðarvin og svöl- un, er aðeins bíður þess að verða kraminn undir hófum vitskertra hesta stríðsguðsins. Verkið er ágætlega samið, á köflum áhrifam- ikið og var flutt af öryggi. Dance og gnomes eftir Edward MacDowell hefur trúlega ekki heyrst hér á landi áður. MacDow- ell (1861-1908) var eitt af fyrstu stórtónskáldum Bandaríkjanna og starfaði fyrri hluta ævi sinnar í Evrópu og meðal annars með Franz Liszt. Dans jarðálfanna er ágætt lag og var flutt af þokka. Sommerens sidste blommer, fallegt lag, sem Gylfi Þ. Gíslason samdi við samnefnt kvæði eftir Krist- mann Guðmundsson. Einn félagi í kórnum, Árni Jóhannsson, átti að syngja lagið en forfallaðist. Már Magnússon, raddþjálfari kórsins, hljóp í skarðið og söngJagið mjög Sýnishorn úr söluskrá: ★ Einn þekktasti pylsuvagn landsins. ★ ísbúð. Nú er besti tíminn framundan. ★ Heildversl. m/70,0 millj. kr. ársv. í eigin húsn. ★ Lítil heildverslun með sportfatnað. ★ Veitingahús og matsala í nágrenni Reykjavík- ur. Það eina á staðnum. ★ Skyndibitastaður þar sem fólkið er. Gott verð. ★ Stór bjórkrá í miðbænum. ★ Ein elsta og þekktasta barnafataversl. landsins. ★ Fataverslun við Laugaveg. ★ Líkamsrækarstöð. Mikið af tækjum. Laus strax. ★ Sólbaðsstofa, fallega innréttuð. Vinsæl stofa. ★ Hárgreiðslust., vel staðsett tii sölu eða leigu. ★ Sérversl., sú eina á landinu. Eigin innflutning- ur. ★ Innflutn. á tækjum og bílum. Góð sambönd. ★ Sólningaverkstæði til flutnings út á land. ★ Bílasala á besta stað í Skeifunni. ★ Gallerí í miðbænum. Spennandi fyrirtæki. ★ Efnalaug við hliðina á Hagkaupsverslun. ★ Til sölu áningarstaður við fjölf. þjóðveg landsins. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 1 RH 91 970 L*RUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÍjRkH L 1 I wU'b I 0 / V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturFASTÉiGÍíAéALL Nýjar eignir á söluskrá: Við Blikahóla - langtímalán Rúmgóð 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Laus strax. Suðursvalir. Sameign vel umgengin. 40 ára húsnæðislán um kr. 2,2 millj. Við Hulduland - sérþvottahús - bílskúr Góð 5 herb. íbúð á 2. hæð 120 fm. 4 svefnherb. Góðir skápar. Sólsval- ir. Yfirstandandi endurbætur utanhúss. Útsýni. Við Álftamýri - hagkvæm skipti Suðuríbúð, 3ja herb. á 3. hæð. Rúmgóð stofa. Ágæt sameign. Nýlega endurbætt. Skipti á eign í nágrenninu æskileg. í Hlíðunum - tilboð óskast Góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 103,3 fm. Nýlegt gler. Gott skáparými. Svalir. í kjallara fylgir rúmgott geymslu- og föndurherb. Fyrir smið eða laghentan Lítil séríbúð, 3ja herb. efri hæð í timburhúsi í gamla bænum. Tvíbýli. Allt sér. Hálfur kjallari fylgir. Eignarlóð. Laus strax. Tilboð óskast. Góð íbúð á góðu verði (lyftuhúsi á 6. hæð við Asparfell 2ja herb. einstaklíb. Parket. Sólsval- ir. Mikil og góð sameign. Laus fljótlega. Útsýni. Gegn greiðslu í peningum Á söluskrá óskast 4ra herb. nýl. og góð íbúð, 5-10 ára. Breiðholt kemur til greina. 3 rúmgóð svefnherb. íbúðin verður greidd út í pening- • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda að íbúðum, sérhæðum, einbýlis- og raðhúsum. Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGHASAIAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Árni Harðarson vel. Þrjú Norðurlandalög (eftir Törnudd, Palmgren og Járnefeldt) fylgdu á eftir en tónleikunum lauk með Bolero eftir Ravel, nokkuð vel gerðri útfærslu fyrir píanó og karlakórl. Bolero var hressilega flutt og ágætt niðurlag á skemmti- legum tónleikum, sem hinn nýi söngstjóri Fóstbræðra stýrði af því öryggi, er gefur fyrirheit um vax- andi gengi hans sem stjórnanda. V erslunarmanna- félag Suðurnesja: Jóhann Geir- dal kosinn formaður KOSNINGUM til stjórnar Versl- unarmannafélags Suðurnesja er lokið og var Jóhann Geirdal kjörinn nýr formaður félagsins. Magnús Gíslason fráfarandi for- maður gaf ekki kost á sér. Tveir listar voru í boði, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi fram borinn af þeim Val Ketilssyni og Fjólu Sigurðardóttur. Kosið var um íjóra af sjö stjórnarmönnum. Alls greiddu 605 atkvæði í kosn- ingunum eða 62% félagsmanna. Féllu atkvæði þannig að A-listi hlaut 384 atkvæði en B-listi 218 atkvæði. 3 seðlar voru auðir. Jóhann Geirdal vinnur nú í Kaupfélagi Suðurnesja en hann er menntaður félagsfræðingur og hefur áður starfað sem kennari. Kammerkór Gautaborg- ar í Norræna húsinu ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Engin prentuð efnisskrá, maður gekk inn, settist og beið eftir því hvað kórnum þóknaðist að syngja fyrir okkur áheyrendur, og þannig vill kórinn víst hafa það, sjá fram- an í þá sem mættir eru og ákveða þá fyrst verkefnavalið. Nokkur sænsk lög um hafið, kunnuglega útsettum, sambland af H.Alvin með og innsýn í nýrri tíma. Vel flutt og gaf strax hugmynd um getu kórsins. Geta kórsins kom þó enn betur í ljós í verki eftir Sandström (að ég held) sem reyndi mjög á tónhæfni söngfélaganna, sem munu að hluta til vera tón- listarkennarar, en þessu verki skil- uðu þau af miklu öryggi. Kórinn mun hafa verið stofnaður fyrir 30 51500 Hafnarfjörður Álfaskeið Góð 4ra herb. rúml. 100 fm íb* á 3. hæð auk bílsk. Áhv. ca 2,5 millj. Verð 7,6 millj. Breiðvangur Góð 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Gott útsýni. Blómvangur Glæsil. efri sérh. í tvíbhúsi ásamt bílsk. Smyrlahraun Gott eldra timbureinbh., ca 170 fm kj., hæð og ris. Verð 9,0 millj. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb. á 1. hæð. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn,- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Einbýlishús óskast i Hafnarfirði í skiptum fyrir efri sérh. ásamt risi ca 140 fm. Atvinnuhúsnæði Vantar atvhúsnæði ca 1000- 1500fm. Helmingur lagerpláss. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. Árnl Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. árum af núverandi söngstjóra kórsins Gunnari Eriksson og virð- ist kórinn hafa ferðast um hálfan hnöttinn á þessu tímabili og safnað að sér tónlist frá viðkomustöðum sínum og í kvöld fengum við að heyra dæmi frá Kúbu, Júgóslavíu, nánar Makedóníu, Georgiu, en þó fyrst og fremst frá Svíþjóð og kynnti söngstjórinn verkefnin jafnóðum með viðeigandi húmor. Hljóðfæraleikarar voru og með í ferðinni, Gunnar Lindgren á saxó- fón, Harald Svensson, píanó, og Anders Malmström sem lék á gít- ar. Pianóleikarinn „improviseraði" á píanóið eftirlíkingu af sænsku vísnalagi, sem varð að sænskum djass, en píanóleikarinn mun hafa heimsótt ísland fyrir mörgum árum og leikið þá á djasstónleikum hér. í kynningu um kórinn segir að um sé að ræða einn fremsta kór á Norðurlöndum. Þótt góður sé, og það er hann sannarlega, þá verður þessi yfirlýsing að vera á ábyrgð kórsins sjálfs. Kórinn viðhafði það skemmtilega uppá- tæki að raða sér kring um áheyr- endurna og syngja hvert sænska vísnalagið á fætur öðru, sem kór- inn gerði mjög skemmtilega, en um tíma fannst manni maður kom- inn inn í sænska miðnætur-jóns- messu, sem reyndist að vísu afar notaleg, en óvenjuleg í alvöru kon- sert. Gunnar Eriksson hefur auð- heyrilega strangan aga á söngfólki sínu og synd var að kórstjórar hér skyldu ekki notfæra sér að kynn- ast vinnubrögðum hans. Sextán karlaraddir fluttu tvö lög frá Ge- orgíu og gerðu það mjög vel og hefðu karlakórsöngvarar okkar haft gott af að heyra hvernig einn- ig má syngja. VJterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.