Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 Öfgaflokkar eflast í Þýskalandi: CDU og SPD taka höndum saman gegn hægriöfgamönnum Bonn. Reut«r, The Daily Telegraph. KRISTILEGI Demókrataflokkurinn (CDU) missti meirihluta sinn í sambandslandinu Baden-Wiirttemberg í kosningum þar á sunnudag. CDU, sem hefur farið með völd í þessu sambandslandi í tuttugu ár, fékk einungis tæplega 40% atkvæða sem er um 10% minna fylgi en í síðustu kosuingum. Einnig var kosið í sambandslandinu Slésvík- Holtsetalandi. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) tapaði þar um 8% fylgi og fékk um 4J% atkvæða. SPD heldur þó meirihluta sínum með einu þingsæti. Öfgaflokkar til hægri fengu mikið fylgi í báðum sambandslöndunum og hafa stóru flokkarnir tveir boðað aukið sam- starf til að berjast gegn þeirri hættu sem af þeim stafar. í Baden-Wiirttemberg fékk Repúblikanaflokkurinn 10,9% og er það mesta fylgi sem hægriöfga- flokkur hefur fengið í kosningum í Þýskalandi síðan í byrjun fimmta áratugarins. Forystumenn flokks- ins voru sigri hrósandi þegar úr- slitin 'tágu fyrir og sögðu þetta vera til marks um að stefnu þeirra, sem byggir á andstöðu við aukinn fjölda innflytjenda til Þýskalands, yxi stöðugt ásmegin meðal kjós- enda. Annar hægriöfgaflokkur, Þýska þjóðarsambandið (DVU), fékk 6,3% atkvæða í Slésvík-Holt- setalandi sem er aðeins meira fylgi en flokkurinn fékk í kosningum í Bremen í september í fyrra. Kosningamar eru mikið áfall fyrir báða stóru flokkana, CDU og SPD, sem höfðu hreinan meiri- hluta hvor í sínu sambandslandi. Baden-Wiirttemberg, var síðasta sambandslandið í fyrrum Vestur- Þýskalandi þar sem CDU hafði meirihluta, og er Saxland, í fyrram Austur-Þýskalandi, nú eina sam- bandslandið í Þýskalandi þar sem flokkurinn hefur hreinan meiri- hluta. Er talið líklegt að Ervin Teufel, forsætisráðherra Baden- Wurttemberg, muni verða að mynda samsteypustjórn með SPD en hann hefur útilokað samstarf við Repúblikana. Þá eru úrslitin í Slésvík-Holtset- alandi áfall fyrir SPD þar sem formaður flokksins og kanslara- efni í næstu kosningum, Björn Engholm, hefur gegnt embætti forsætisráðherra undanfarin ár. Það er hins vegar samdóma álit þýskra dagblaða að sá sem mesta álitshnekkinn beið í þessum kosn- ingum hafi verið Helmut Kohl kanslari. „Þetta er hrikalegur ósigur fyrir okkur,“ sagði hann á blaðamannfundi í gær. Kanslarinn sagðist vera þeirrar skoðunar að hluti skýringarinnar á því hvernig farið hefði í kosningunum væri að stóru flokkarnir, CDU og SPD, ættu ekki nægilegt samstarf. Boðuðu forystumenn í báðum flokkum aukið samstarf í mála- flokkum á borð við pólitíska flótta- menn og auknar skuldir ríkisins en óánægja kjósenda með þessi mál er helst talin hafa valdið því að öfgaflokkarnir fengu eins mikið fýlgi og raun ber vitni. Björn Eng- holm lagði samt áherslu á það á blaðamannafundi í gær að flokkur hans myndi einungis starfa með CDU á þeim sviðum þar sem þjóð- amauðsyn krefði. Ekki stæði til að láta af stjórnarandstöðuhlut- verkinu. Reuter írönsk herþota skotin niður Tvær konur og liðsmenn Mujahideen khalq-hreyfingarinnar, sem berst gegn stjórninni í Teheran, virða fyrir sér brakið úr F-4 Phantom-þotu íranska flughersins. Var hún skotin niður í árás á bækistöðvar skæru- liða í írak og hefur íraksstjórn mótmælt árásinni við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. íranir segjast aftur á móti hafa gert árásina í varnarskyni vegna „árása gíæpaflokka og hryðjuverkamanna" inn í Iran. Efnahagsaðgerðir finnsku stjórnarinnar: Eiga að stöðva skuldasöfnunina Helsinki. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Lars Lundsten. Reuter. FINNSKA ríkisstjórnin tilkynnti á sunnudag, að ríkisútgjöldin yrðu skorin niður um 130 inilljarða ISK. Þegar Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, kynnti ráðstafanirnar sagði hann, að aðeins með róttækum aðgerðum á borð við þessar væri unnt að stöðva skuldasöfnunina, sem væri orðin stórhættuleg fyrir efnahagslífið og ríkisfjármálin. Skuldir finnska ríkisins voru 1.125 milljarðar ÍSK. um síðustu áramót en voru 660 milljarðar kr. í árslok 1990. í stúttu máli má segja, að nið- urskurðurinn verði mestur í félags- og heilbrigðismálum en einnig nokk- ur í menntamálum. Ríkisstjórnin tók hins vegar enga ákvörðun um að bæta stöðu smárra iðnfyrirtækja en þau standa illa og margir sjá fram á hrun að Ioknum sumarleyfum þeg- ar sérstakar launabætur eiga að koma til útborgunar. Mauno Koivisto, forseti Finnlands, ákvað í fyrradag, að Sirkkha Ham- alainen tæki við af Rolf Kuilberg sem seðlabankastjóri en hann sagði emb- ættinu. af sér um helgina vegna ágreinings við Aho forsætisráðherra um stefnu fínnska seðlabankans. Raunar tilkynnti Kullberg á fimmtu- dag í síðustu viku, að hann ætlaði að hætta 1. júlí nk. og olli sú yfirlýs- ing því, að vextir ruku upp og millj- arðar marka flæddu út úr landinu. Var búist við áframhaldandi fjár- magnsflótta í gær en Hamalainen, seðlabankastjóri og jafnframt fyrsta konan í seðlabankastjórn, sagði, að náðst hefði samkomulag við norska og sænska seðlabankann um stuðn- ingsaðgerðir við markið og hugsan- lega einnig við seðlabanka í sumum Evrópubandalagsríkjunum. Ákall John Majors á síðustu dögum kosningabaráttunnar; Bretland í hættu, vaknið, vaknið! Kinnock ítrekar vilja til að kanna breytta kosningaskipan Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðanianni Morgunblaðsins. LOKAVIKA kosningabaráttunanr í Bretlandi hófst á sunnudag með því að talsmenn stóru flokkanna tveggja, Ihaldsflokksins og Verkamannaflokksins, freistuðu þess að höfða til óákveðinna kjós- enda og þeirra sem kannanir gefa til kynna að hyggist styðja flokk Fijálslyndra demókrata. Áherslubreytingar varð vart í málflutn- ingi íhaldsmanna sem einkum miðuðu áróður sinn við ávinning þeirra undanfarinna þrettán ára sem þeir hafa verið við völd í Bretlandi en Neil Kinnock, forsætisráðherraefni Verkamanna- flokksins, ítrekaði að hann væri reiðubúinn að láta fara fram skoðun á því hvort breyta bæri kosningafyrirkomulaginu í Bret- landi. John Major, forsætisráðherra Bretlands, varaði kjósendur í gær við afleiðingum þess að enginn einn flokkur fengi meirihluta á þingi en skoðanakannanir gefa til kynna að sú verði raunin er Bret- ar ganga að kjörborðinu á fimmtudag. Major biðlaði ákaft til óákveðinna kjósenda sem kann- anir sýna að eru óvenjumargir og varaði við því „ófremdarástandi“ sem við blasti fengi enginn einn flokkur meirihluta á þingi. Hann kvað hættu á því að breska þjóðin „flyti sofandi að feigðarósi". „Bretland er í hættu, vaknið, vaknið!“ sagði Major er hann vék að þeim möguleika að íhaldsmenn misstu meirhluta á þingi í kosn- ingunum. Major breytti áherslum íhalds- manna í baráttunni á sunnudag er hann tók að vekja athygli á sigrum og ávinningi stjórnar Ihaldsflokksins undanfarin þrett- án ár. „Aldrei áður hafa Bretar átt meira og náð viðlíka árangri,“ sagði Major og vísaði þannig til frægra ummæla Harolds Macmill- ans, forsætisráðherra íhalds- flokksins, sem árið 1959 hvatti kjósendur til að greiða íhalds- mönnum atkvæði sitt með eftir- farandi ákalli: „Þið hafið aldrei áður notið slíkra lífsgæða.“ Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að flokkur- inn væri tilbúinn til að láta fara fram víðtæka könnun á gildi þess að breyta núverandi kosningafyr- irkomulagi í Bretlandi. Kosið er í 651 einmenningskjördæmi þannig að sá frambjóðandi sem flest at- kvæði hlýtur hreppir viðkomandi þingsæti en atkvæði greidd öðrum flokkum og frambjóðendum falla dauð og ómerk. Þetta fyrirkomu- lag vinnur einkum gegn flokki fijálslyndra demókrata sem sett hefur endurskoðun þess arna á oddinn í kosningabaráttu sinni og kannanir sýna að þetta sjónarmið á umtalsverðu fylgi að fagna. John Major forsætisráðherra hef- ur með afdráttarlausum hætti háfnað sérhverri hugmynd um að gera breytingar á þessu fyrikomu- lagi en á hinn bóginn þykja fijáls- lyndum demókrötum yfirlýsingar Neils Kinnocks ekki nógu afdrátt- arlausar í þessu efni. „Hann situr enn klofvega á grindverkinu," sagði Paddy Ashdown, leiðtogi fijálslyndra demókrata, er þessi ummæli Kinnocks voru borin und- ir hann. Neil Kinnock vakti hins vegar máls á breyttu kosningafyrirkom- ulagi um helgina og sagði afdrátt- arlausa neitun íhaldsmanna við því að ljá máls á hugsanlegum breytingum á þessu sviði lýsa Reuter Kinnock með konum, sem eru í framboði fyrir Verkamannaflokkinn. „ótrúlegum hroka". „Verkamann- aflokkurinn er tilbúinn til að hlýða á önnur sjónarmið og ná sann- gjörnu samkomulagi," sagði for- sætisráðherraefni Verkamanna- flokksins. Það er mat stjórnmálaskýrenda hér í Bretlandi að atkvæði þeirra kjósenda sem nú teljast óákveðnir muni ráða úrslitum í kosningun- um á fimmtudag, sem þykja hinar tvísýnustu frá árinu 1974. Nú síð- ustu dagana þykir sýnt að íhalds- menn muni einkum leggja áherslu á minnkandi verðbólgu, lækkandi vaxtastig og meinta vanhæfni Kinnoks en kannanir sýna að efa- semdir um getu hans og hæfni eru nokkuð almennar meðal kjós- enda. Verkamannaflokkurinn mun hins vegar í kosningaáróðri sínum enn og affur beina athygli kjósenda að efnahagskreppunni hér í landi, sem er raunveruleg og hin alvarlegasta frá fjórða ára- tugnum. Með þessu hyggjast Kinnnock og menn hans höfða bæði til miðjufylgis og óánægðra kjósenda Ihaldsflokksins með þeirn rökum að aukin hlutdeild ríkisvaldsins í sköpun atvinnutæk- ifæra og auknar skattgreiðslur hátekjumanna muni verða til þess að lina þau ógnartök kreppu sem nú um stundir þykja einkenna breskt efnahagslíf. Þeir sem sér- fróðir mega teljast um bresk stjórnmál segja að þetta atriði kunni að vega sérlega þungt á kjördegi; e.t.v verði kjósendur til- búnir að hafna áframhaldandi stjórn íhaldsmanna á þeirri ein- földu forsendu að tími sé til kom- inn til að gefa Verkamanna- flokknum tækifæri til að sanna sig eftir þrettán ára stjórn íhalds- flokksins. Líkt og í héraðsráða- kosningunum í Frakklandi og kosningunum á Ítalíu nú um helg- ina reynist „þreyta og leiði“ áhrif- amesta aflið er alþýða manna gengur á kjörfund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.