Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 35
MORGtlNBLAÐÍÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ]>HIÐ.IUDÁGUR 7. APRÍL 1992 35 Hagnaður Sparisjóðs Hafn- arfjarðar 66 milljónir Bankamai HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar nam alls 66 rnilljónum króna á sl. ári að teknu tilliti til áætlaðs eignaskatts og tekjuskatts. Miðað við sömu uppgjörsaðferð nam hagnaður ársins 1990 alls um 55 millj- ónum. Sú breyting var gerð á uppgjöri sparisjóðsins að eignarlilut- ar lians í Lánastofnun sparisjóðanna hf. og Kaupþingi hf. eru nú færðir á því verði sem svarar til hlutdeildar i eigin fé þeirra en ekki framreiknuðu kaupverði eins og fyrri ár. Breyting þessi leiðir m.a. til hækkunar á eigin fé sparisjóðsins og betri afkomu á árinu 1991 en ella hefði orðið. Eigið fé sparisjóðsins í árslok nam alls 799 milljónum og jókst frá árinu áður um 17,6%. Sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahagsreiknings nam eigið fé 14,7% samanborið við 14,6% í árslok 1990. Samkvæmt ákvæðum laga um sparisjóði nam eiginfjárhlutfall 20% en það má ekki vera lægra en 5%. Innlán Sparisjóðs Hafnarfjarðar námu í árslok rúmum 3,3 milljörðum og höfðu aukist um 13,3% frá árinu áður. Að meðtöldum seldum spari- sjóðsvíxlum og sparisjóðsbréfum námu heildarinnlán tæplega 4,3 milljörðum króna og höfðu aukist um 16,8% á milli ára. Útlán Sparisjóðs Hafnarfjarðar námu í árslok rösklega 4,1 milljarði og höfðu aukist um 7,5% frá árinu áður. Afskriftarreikningur útlána nam tæpum 78 milljónum í ái'slok eða 1,75% af útlánum, áföllnum vöxtum og ábyrgðum. Hækkun reikningsins á árinu er færð til gjalda í rekstrarreikningi og nam hún auk afskrifaðra krafna á árinu tæpum 29 milljónum. Lagt hefur verið til hliðar að fullu í lífeyrisvara- sjóð til að mæta útreiknuðum lífeyr- isskuldbindingum Sparisjóðs Hafn- arfjarðar og nam sú fjárhæð sam- tals rúmum 137 milljónum í árslok 1991. Ferðamál RADIOVIRKINN — Nýiega flutti Radiovirkinn í nýtt hús- næði í Borgartúni 22 en hafði áður verið til húsa að Týsgötu 1. Fyrirtækið var stofnað árið 1959 og hefur frá upphafi annast innflutn- ing og sölu á loftnetum, loftnetsefni, talstöðvum, spennubreytum, mælitækjum og alls kyns tengibúnaði ásamt diktafónum frá Olymp- us, segir í frétt frá Radiovirkjanum. Viðskipti Vöruskiptajöfnuður Tímabilið lengist en menn eru íhaldssamir Dieter W. Jóhannsson kynnti ísland í Sviss 7.003 Svisslendingar heimsóttu ísland í fyrra. Það var 23,9% aukn- ing svissneskra ferðamanna frá því 1991. Búist er við 17% aukningu í ár. Dieter Wendler Jóhanusson, forsljóri Landkynningarskrifstofu Islands í Frankfurt, segir að fjölgun svissneskra ferðamanna á Is- landi sé heimsmet. miðað við fólksfjölda. „Aukningin er með eindæm- um,“ sagði hann. Hann vill að hún haldi áfrain og því fór hann nýlega í yfirreið í Sviss og kynnti Island fyrir ferðasölum í þremur borgum. Dieter vinnur ötull að því að lengja ferðatímabilið á Islandi og fjölga stöðum sem ferðamenn heim- sækja. Hann segir tímabilið farið að lengjast en það gangi verr að breyta ferðamáta fólks. „Þeir stefna allir á hringveginn og hálendið," sagði hann. Það kom skýrt fram í kynningarræðu sem hann flutti um leið og hann sýndi skuggamyndir að hann vill að fólk gæfi sér tíma til að njóta fegurðarinnar á Aust- fjörðum og uppgötvi Vestfirði og Snæfellsnes. Hann benti á að á þessum stöðum sé tilvalið að fara í gönguferðir, á hestbak og veiða. „Það hefur verið kvartað við mig um fólksmergð í Þórsmörk og Land- mannalaugum og umferðin getur orðið ansi mikil á Sprengisandsleið. Það þarf að ná fólki niður af hálend- inu. Ef það gæfi sér tíma til að bíða þangað til feijan og mannfjöld- inn.eru farin frá Seyðisfirði myndi það átta sig á náttúrufegurðinni þar.“ Það kom fram á sameiginlegri ferðakynningu Norðurlandanna í Zurich að Island er dýrasta landið í þeirra hópi. Mataiyerð gerir út- slagið. „Gistingin á íslandi er ekki svo dýr en það vantar alveg ódýra staði til að borða á,“ sagði Dieter. „Samanburður sýndi að súpa, kjöt og kaffí á góðum stað á íslandi kostar 3.400 ÍSK en 2.000 ÍSK á hinum Norðurlöndunum. Máltíð á skyndibitastöðum kostar 1.000 ÍSK á íslandi en ekki nema 400 ÍSK annars staðar. Fólk býst við að geta sparað fé með því að borða spaghettí, pizzur eða hamborgara á ferðalögum en það er ekki hægt á íslandi." Svisslendingar og Italir eyða meiru í íslandsferðir en aðrir Evr- ópubúai'. Meðalferð Svisslendings með uppihaldi kostar 150.664 ÍSK og ítala 155.664, samkvæmt könn- un Félagsvísindastofnunai' sem kom út í febrúar. Meðalkostnaður Þjóðveija. er til samanburðar 117.682 ÍSK og Austurríkismanns 107.735. Dieter sagði að margir Italir ættu nóga peninga og vildu sýna það. „Þeir vilja líka i'á þjón- ustu í samræmi við kostnaðinn," sagði hann. 4.808 ítalir heimsóttu Island í fyrra, en það var 33% aukn- ing frá árinu áður. Dieter spáði að LSpánverjar myndn einnig fei'ðast til íslands í auknum mæli á næstu árum. „Þeir eru sámskonar ferða- menn og ítalir:“ Richard Guggerli, framkvæmdastjóri skrifstofu Flug- leiða í Zúrich, sagði að beint flug til Mílanó gæti borgað sig fyrir Flugleiðir ef flugáhafnii' sættust á að fljúga fram og til baka, en flug- tíminn er lengri en þær fljúga yfir- leitt á einum degi. Dieter sagði að vandinn yrði að flytja ferðamenn til landsins á næstu árum en næga gistingu væri að fá úti á landi. „Eg óttast bara að bændurnir hætti búskap og fari út í hreinan hótelrekstur. Það væri slæmt, því fólk kýs að gista á bóndabæjum til að kynnast búskap. Það vill geta sýnt börnunum dýr og starfið í kringum þau. Það hefur minni áhuga á að gista á bóndabæ ef enginn búskapur er stundaður þar.“ NIÐURHENGD KERFISLOFT MIKIÐ ÚRYAL FRÁBÆRT VERÐ ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ SKÚTUVOGI12C SÍMI687550 verri / janúar sl. en á sama tíma ífyrra VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR íslendinga í janúar sl. var óhagstæður um 586 inilljónir króna, en í janúar á síðasta ári var hann óhagstæð- ur um 127 milljónir á sama gengi. Alls nam vöruútflutningur rúmuni 4,8 milljörðum í janúar á þessu ári, en þá voru fluttar inn vörur fyrir 5,4 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings var 12% ininna á föstu gengi en í sama mánuði í fyrra og verðmæti vöruútflutnings var 4% lægra. Sjávarafui'ðii' voru 78% vöruút- flutnings í janúar sl. og voru 6% minni að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Verðmæti álútflutnings dróst mikið saman milli áranna og var 45% minna í janúar á þessu ári en í sama mánuði í fyrra, eða 517 milljónir samanborið við 939 millj- ónir í fyrra. Útflutningsverðmæti kísiljárns var tæpar 84 milljónir í janúár sl. og hafði þá nær þrefald- ast fi'á sama tíma í fyrra miðað við fast gengi. Innflutningur til stóriðju var 12% meiri í janúar sl. en á sama tíma 1991, en nær enginn olíuinnflutpT ingur kom í innflutningsskýrsluf janúarmánaðar í ár. I frétt frá Hagstofu íslands kemur frarn að þessir liðir, svo og innflutningur skipa og flugvéla eru jafnan breyti- legir frá einu tímabili til annars. Séu þeir frátaldir reynist annar inn- flutningur, sem er 89% af heild- inni, svipaður því sem hann var í janúar í fyrra, reiknað á föstu gengi. 8,4% Arsávöxtim umliam verAbólgu s.l. mán. SJOÐSBREF 5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir í ríkistryggðum verðbréfiim. VÍB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Morgunverðarfundur föstudaginn 10. apríl nk. kl. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi. ÍSLENSK FISKVEIDISTJÓRNUN: VEIÐIGJALD EÐA EKKI? Framsögumenn veröa: RagnarÁrnason, prófessor við viöskipta- og hagfræöideild H.í. Rögnvaldur Hannesson, prófessor viö Verslunarháskólann i Bergen. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræöingur L.Í.Ú. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. V FÉLAG VIÐSKÍPTAFRÆÐIIMGA OG HAGFRÆÐINGA J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.