Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 35
MORGtlNBLAÐÍÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ]>HIÐ.IUDÁGUR 7. APRÍL 1992
35
Hagnaður Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar 66 milljónir
Bankamai
HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar nam alls 66 rnilljónum króna
á sl. ári að teknu tilliti til áætlaðs eignaskatts og tekjuskatts. Miðað
við sömu uppgjörsaðferð nam hagnaður ársins 1990 alls um 55 millj-
ónum. Sú breyting var gerð á uppgjöri sparisjóðsins að eignarlilut-
ar lians í Lánastofnun sparisjóðanna hf. og Kaupþingi hf. eru nú
færðir á því verði sem svarar til hlutdeildar i eigin fé þeirra en
ekki framreiknuðu kaupverði eins og fyrri ár. Breyting þessi leiðir
m.a. til hækkunar á eigin fé sparisjóðsins og betri afkomu á árinu
1991 en ella hefði orðið.
Eigið fé sparisjóðsins í árslok nam
alls 799 milljónum og jókst frá árinu
áður um 17,6%. Sem hlutfall af
niðurstöðutölu efnahagsreiknings
nam eigið fé 14,7% samanborið við
14,6% í árslok 1990. Samkvæmt
ákvæðum laga um sparisjóði nam
eiginfjárhlutfall 20% en það má
ekki vera lægra en 5%.
Innlán Sparisjóðs Hafnarfjarðar
námu í árslok rúmum 3,3 milljörðum
og höfðu aukist um 13,3% frá árinu
áður. Að meðtöldum seldum spari-
sjóðsvíxlum og sparisjóðsbréfum
námu heildarinnlán tæplega 4,3
milljörðum króna og höfðu aukist
um 16,8% á milli ára.
Útlán Sparisjóðs Hafnarfjarðar
námu í árslok rösklega 4,1 milljarði
og höfðu aukist um 7,5% frá árinu
áður. Afskriftarreikningur útlána
nam tæpum 78 milljónum í ái'slok
eða 1,75% af útlánum, áföllnum
vöxtum og ábyrgðum. Hækkun
reikningsins á árinu er færð til
gjalda í rekstrarreikningi og nam
hún auk afskrifaðra krafna á árinu
tæpum 29 milljónum. Lagt hefur
verið til hliðar að fullu í lífeyrisvara-
sjóð til að mæta útreiknuðum lífeyr-
isskuldbindingum Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar og nam sú fjárhæð sam-
tals rúmum 137 milljónum í árslok
1991.
Ferðamál
RADIOVIRKINN — Nýiega flutti Radiovirkinn í nýtt hús-
næði í Borgartúni 22 en hafði áður verið til húsa að Týsgötu 1.
Fyrirtækið var stofnað árið 1959 og hefur frá upphafi annast innflutn-
ing og sölu á loftnetum, loftnetsefni, talstöðvum, spennubreytum,
mælitækjum og alls kyns tengibúnaði ásamt diktafónum frá Olymp-
us, segir í frétt frá Radiovirkjanum.
Viðskipti
Vöruskiptajöfnuður
Tímabilið lengist en
menn eru íhaldssamir
Dieter W. Jóhannsson kynnti ísland í Sviss
7.003 Svisslendingar heimsóttu ísland í fyrra. Það var 23,9% aukn-
ing svissneskra ferðamanna frá því 1991. Búist er við 17% aukningu
í ár. Dieter Wendler Jóhanusson, forsljóri Landkynningarskrifstofu
Islands í Frankfurt, segir að fjölgun svissneskra ferðamanna á Is-
landi sé heimsmet. miðað við fólksfjölda. „Aukningin er með eindæm-
um,“ sagði hann. Hann vill að hún haldi áfrain og því fór hann nýlega
í yfirreið í Sviss og kynnti Island fyrir ferðasölum í þremur borgum.
Dieter vinnur ötull að því að
lengja ferðatímabilið á Islandi og
fjölga stöðum sem ferðamenn heim-
sækja. Hann segir tímabilið farið
að lengjast en það gangi verr að
breyta ferðamáta fólks. „Þeir stefna
allir á hringveginn og hálendið,"
sagði hann. Það kom skýrt fram í
kynningarræðu sem hann flutti um
leið og hann sýndi skuggamyndir
að hann vill að fólk gæfi sér tíma
til að njóta fegurðarinnar á Aust-
fjörðum og uppgötvi Vestfirði og
Snæfellsnes. Hann benti á að á
þessum stöðum sé tilvalið að fara
í gönguferðir, á hestbak og veiða.
„Það hefur verið kvartað við mig
um fólksmergð í Þórsmörk og Land-
mannalaugum og umferðin getur
orðið ansi mikil á Sprengisandsleið.
Það þarf að ná fólki niður af hálend-
inu. Ef það gæfi sér tíma til að
bíða þangað til feijan og mannfjöld-
inn.eru farin frá Seyðisfirði myndi
það átta sig á náttúrufegurðinni
þar.“
Það kom fram á sameiginlegri
ferðakynningu Norðurlandanna í
Zurich að Island er dýrasta landið
í þeirra hópi. Mataiyerð gerir út-
slagið. „Gistingin á íslandi er ekki
svo dýr en það vantar alveg ódýra
staði til að borða á,“ sagði Dieter.
„Samanburður sýndi að súpa, kjöt
og kaffí á góðum stað á íslandi
kostar 3.400 ÍSK en 2.000 ÍSK á
hinum Norðurlöndunum. Máltíð á
skyndibitastöðum kostar 1.000 ÍSK
á íslandi en ekki nema 400 ÍSK
annars staðar. Fólk býst við að
geta sparað fé með því að borða
spaghettí, pizzur eða hamborgara
á ferðalögum en það er ekki hægt
á íslandi."
Svisslendingar og Italir eyða
meiru í íslandsferðir en aðrir Evr-
ópubúai'. Meðalferð Svisslendings
með uppihaldi kostar 150.664 ÍSK
og ítala 155.664, samkvæmt könn-
un Félagsvísindastofnunai' sem
kom út í febrúar. Meðalkostnaður
Þjóðveija. er til samanburðar
117.682 ÍSK og Austurríkismanns
107.735. Dieter sagði að margir
Italir ættu nóga peninga og vildu
sýna það. „Þeir vilja líka i'á þjón-
ustu í samræmi við kostnaðinn,"
sagði hann. 4.808 ítalir heimsóttu
Island í fyrra, en það var 33% aukn-
ing frá árinu áður. Dieter spáði að
LSpánverjar myndn einnig fei'ðast
til íslands í auknum mæli á næstu
árum. „Þeir eru sámskonar ferða-
menn og ítalir:“ Richard Guggerli,
framkvæmdastjóri skrifstofu Flug-
leiða í Zúrich, sagði að beint flug
til Mílanó gæti borgað sig fyrir
Flugleiðir ef flugáhafnii' sættust á
að fljúga fram og til baka, en flug-
tíminn er lengri en þær fljúga yfir-
leitt á einum degi.
Dieter sagði að vandinn yrði að
flytja ferðamenn til landsins á
næstu árum en næga gistingu væri
að fá úti á landi. „Eg óttast bara
að bændurnir hætti búskap og fari
út í hreinan hótelrekstur. Það væri
slæmt, því fólk kýs að gista á
bóndabæjum til að kynnast búskap.
Það vill geta sýnt börnunum dýr
og starfið í kringum þau. Það hefur
minni áhuga á að gista á bóndabæ
ef enginn búskapur er stundaður
þar.“
NIÐURHENGD
KERFISLOFT
MIKIÐ ÚRYAL
FRÁBÆRT VERÐ
ÍSLENZKA
VERZLUNARFÉLAGIÐ
SKÚTUVOGI12C
SÍMI687550
verri / janúar sl.
en á sama tíma ífyrra
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR íslendinga í janúar sl. var óhagstæður
um 586 inilljónir króna, en í janúar á síðasta ári var hann óhagstæð-
ur um 127 milljónir á sama gengi. Alls nam vöruútflutningur rúmuni
4,8 milljörðum í janúar á þessu ári, en þá voru fluttar inn vörur
fyrir 5,4 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings var 12% ininna á föstu
gengi en í sama mánuði í fyrra og verðmæti vöruútflutnings var 4%
lægra.
Sjávarafui'ðii' voru 78% vöruút-
flutnings í janúar sl. og voru 6%
minni að verðmæti en á sama tíma
í fyrra. Verðmæti álútflutnings
dróst mikið saman milli áranna og
var 45% minna í janúar á þessu ári
en í sama mánuði í fyrra, eða 517
milljónir samanborið við 939 millj-
ónir í fyrra. Útflutningsverðmæti
kísiljárns var tæpar 84 milljónir í
janúár sl. og hafði þá nær þrefald-
ast fi'á sama tíma í fyrra miðað við
fast gengi.
Innflutningur til stóriðju var 12%
meiri í janúar sl. en á sama tíma
1991, en nær enginn olíuinnflutpT
ingur kom í innflutningsskýrsluf
janúarmánaðar í ár. I frétt frá
Hagstofu íslands kemur frarn að
þessir liðir, svo og innflutningur
skipa og flugvéla eru jafnan breyti-
legir frá einu tímabili til annars.
Séu þeir frátaldir reynist annar inn-
flutningur, sem er 89% af heild-
inni, svipaður því sem hann var í
janúar í fyrra, reiknað á föstu
gengi.
8,4%
Arsávöxtim umliam verAbólgu s.l. mán.
SJOÐSBREF 5
Mjög öruggur sjóður
sem eingöngu fjárfestir
í ríkistryggðum verðbréfiim.
VÍB
VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30.
Morgunverðarfundur föstudaginn 10. apríl nk. kl. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi.
ÍSLENSK FISKVEIDISTJÓRNUN: VEIÐIGJALD EÐA EKKI?
Framsögumenn veröa:
RagnarÁrnason, prófessor við viöskipta- og hagfræöideild H.í.
Rögnvaldur Hannesson, prófessor viö Verslunarháskólann i Bergen.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræöingur L.Í.Ú.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta.
V
FÉLAG VIÐSKÍPTAFRÆÐIIMGA
OG HAGFRÆÐINGA
J