Morgunblaðið - 07.04.1992, Page 17

Morgunblaðið - 07.04.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 17 fyrir álagningu 3% vaxta á námslán, að nágrannar okkar Danir krefjist 9,5% vaxta af námslánum til þar- lendra námsmanna. Þrenns var látið ógetið. í fyrsta lagi er þarna um að ræða nafnvexti en ekki raunvexti eins og íslenska frumvarpið gerir ráð fyrir. I öðru lagi greiðir Daninn að- eins vexti af u.þ.b. þriðjungi að- stoðarinnar, styrkurinn er auðvitað styrkur. í þriðja lagi er þess ógetið, að vextir þeir er Daninn greiðir eru 100% frádráttarbærir frá skatt- stofni. Þijú lýsandi dæmi um vill- andi málflutning. Það er forkastanlegt að umræður á Alþingi skuli byggjast á röngum upplýsingum sem þessum. Þetta dæmi sem hér var tekið er aðeins eitt af mörgum um vitleysur og/eða rangfærslur í fylgiskjölum frum- varpsins. Hver veit hvaða vitleysur leynast í samanburðinum sem gildir fyrir hin Norðurlöndin? Verða al- þingismenn ekki að gera þá lág- markskröfu að upplýsingar sem gefnar eru í fylgiskjölum frumvarpa séu réttar? Á hátíðum og tyllidögum talar utanríkisráðherra íslands íjálglega um að ísland verði að tryggja sér farseðil inn í framtíðina. Ef þetta eru kjörin sem þjóðin ætlar að bjóða sonum sínum og dætrum er ekki ólíklegt að þau verði farþegar hjá erlendu flugfélagi. 30. mars 1992, f.h. íslenskra námsmanna í Álaborg, Eggert Tryggvason, Gunnar Guðlaugsson, Klemens Hjartar. Höfundar stundn nám ! verkfræði við Aalborg Universitetscenter i Álaborg. Sr. Friðrik Friðriksson Magnús Baldvinsson Ný hljómsnælda með söngwm séra Friðriks KFUM HEFUR gefið út hljómsnældu með 17 söngvum eftir séra Frið- rik Friðriksson. Magnús Baldvinsson, ungur bassasöngvari, syngur lögin við undirleik Olafs Vignis Albertssonar. Magnús hefur stundað nám í Bandaríkjunum og víðar og er nú ráðinn óperusöngvari í San Francisco. Upptakan var gerð í desember sl. er hann var hér í stuttri heimsókn og fór hún fram í Langholtskirkju. Ilann kynntist sjálfur mörgum þess- ara söngva á yngri árum og syngur þá hér á látlausan og hrífandi hátt, segir í frétt frá KFUM. Söngvar séra Friðriks eru fleiri en svo að tölu verði á þá komið með góðu móti. Margir þeirra eru vel þekktir, ekki síst þeir sem eru í sálmabók kirkjunnar. Aðrir eru ekki eins kunnir utan vébanda þeirra fé- laga, sem séra Friðrik stofnaði og veitti forstöðu til æviloka, KFUM og KFUK. Hann var fundvís á falleg lög við söngva sína og sálma, sem flytja jafnframt þann boðskap sem var honum hjartans mál og kristin kirkja hefur flutt frá öndverðu. Unnt er að fá hljómsnælduna á skrifstofu KFUM og K við Holtaveg. Má einnig panta hana í síma félag- anna. Auk þess er hún seld í Kirkju- húsinu við Kirkjutorg, Jötunni, Há- túni 2, og nokkrum hljómplötuversl- unum. Utgáfan er einnig til styrktar byggingu aðalstöðva KFUM og K við Holtaveg. Stórafsláttur af hvítum fataskápum Vönduð íslensk framleiðsla. Verðdæmi: Skápur100x210x62 cm Áður: 27.373 kr. Páskatilboð: 22.104 kr. stgr. Stakir skápar ---1---------------1--- Skápur 300x248x62 cm =K Aður: 117.620 kr. Páskatilboð: 89.979 kr. stgr. Einingar milli veggja AXIS HÚSGÖGN HF., A YI C SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGI, /VVl J SÍMI43500 m ÚLPU dágu 20-50^ 5.-15. APRÍL Raðgreiðslur Póstsendum samdægu Ss .MORRABIWA60SÍM11Z0Æ r—*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.