Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 6
 6 FRÉTTIR/IIMIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992 LJósmynd/Bæjarins besta Fimm af börnum Halldóru Ingólfsdóttur ásamt umdæmisstjóra Flugleiða á Vestfjörðum. Frá vinstri: Ingólfur, Erna Björk, Guðbjörg, Inga Helga, Elísabet og Arnór Jónatansson umdæmis- stjóri við brottför frá ísafirði. Eitt barnanna, Björgúlfur, fór sama dag suður akandi en allur hópurinn fór síðan með Flug- leiðaþotu til Lundúna á fimmtudag. Bjóða sex börnum að heimsælga sjúka móð- ur sína til Lundúna ísafirði. HALLDÓRA Ingólfsdóttir, sex barna móðir frá Isafirði, sem dvelur nú á sjúkrahúsi í Lundúnum, og bíður eftir ígræðslu hjarta og lungna, mun fá börn sín í heimsókn yfir páskana. Halldóra spurðist fyrir um það það úr að Flugleiðir ákváðu að hjá Sieini Lárussyni stöðvar- stjóra Flugleiða í Lundúnum hvort hann gæti veitt henni ein- hvem afslátt á farmiðum fyrir börn hennar sex svo þau gætu heimsótt hana um páskana. Varð' bjóða öllum börnum hennar ókeypis flugferðir frá Isafirði til Lundúna og heim aftur. Þau eru nú komin til Lundúna og munu dvelja hjá móður sinni fram yfir páska. - Úlfar Lionshreyfingin á íslandi: Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn: íslensku skinn- in hækka í verði Vísbending um hækkandi skinnaverð ÍSLENSKU minkaskinnin sem seld voru í uppboðshúsi danska loðdýraræktarsambandsins í Kaupmannahöfn í vikunni fóru á 113 krónur danskar að meðaltali, sem samsvarar 1.050 kr. ís- lenskum, á meðan meðalverð allra seldra skinna á uppboðinu fóru á 125 danskar, eða 1.162 kr. íslenskar. Meðalverð íslensku skinnanna hækkaði um 4 krónur danskar (37 ísl. kr.) á meðan meðalverð uppboðshússins lækkaði um 5 krónur danskar. Uppboðið var haldið 4.-8. þessa mánaðar. Þar seldust 3,4 milljónir skinna, sem er 85% þeirra skinna sem send voru á uppboðið. Þar var voru 27.500 íslensk minkaskinn og er það 95% söluhlutfall. Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda, segir að niðurstaða uppboðs- ins sýni að íslenskum loðdýra- bændum fari fram í ræktun og meðhöndlun skinnanna. Arvid segir að farið sé að ganga á þær skinnabirgðir sem hlaðist hafa upp á undanförnum árum. í ár seljist 1,5 milljónum kr. fleiri minkaskinn en í fyrra. Segir hann að allt útlit sé fyrir léttari róður í þessari framleiðslu og vísbending- ar séu um hækkandi skinnaverð. Á uppboðinu í Kaupmannahöfn voru seld 200 þúsund refaskinn, sem er 77% af framboðnum skinn- um. Þar af voru rúmlega 3 þúsund íslensk refaskinn en tæplega 2 þúsund íslensk refaskinn seldust ekki. Meðalverð íslensku blárefa- skinnanna var 347 krónur dansk- ar, sem samsvarar 3.227 kr. ís- lenskum, og er það 186 ísl. kr. lægra verð en á uppboðinu í heild. Veiðibann um páskana í fiskveiðilandhelgi íslands frá kl. 20.00 laugardaginn 11. apríl til kl. 10.00 árdegis þriðjudaginn 21. apríl 1992 • Allar veiðar með þorskfisknetum 1. Veiðar í öll veiðarfæri, aðrar en skel- og grásleppuveiðar, eru bannaðar á svæðinu frá Stokksnesvita að Bjargtöngum 2. Allar veiðar á sérstöku svæðí / s fyrir suðvesturlandi.. Unnið að opnun heimilis fyrir hreyfihömluð börn í Póllandi Þrotabú Hraðfrysti- húss Olafsvíkur: Flestar eignir í rekstri FLESTAR eignir þrotabús Hrað- frystihúss Ólafsvíkur eru nú í rekstri að undanskildu sjálfu hraðfrystihúsinu. Og enn á eftir að selja bátana Garðar II og Gunnar Bjarnason en nokkur til- boð í þá liggja fyrir sem stjórn Snæfellings hf. hefur til könnun- ar. Af eignunum sem í rekstri eru má nefna að Jón Ásbjörnsson keypti saltfiskverkunina fyrir rúmlega mánuði og vinna þar nú um 20 manns. Fiski- og síldarmjölsverk- smiðjan var nýlega keypt af Lands- bankanum en hana hefur leigt og rekið Bjarni Magnússon og er svo áfram. Bjarni festi jafnframt kaup á ísvél þrotabúsins. Af bátunum er búið að selja Tungufellið innanbæjar með kvóta en kvótinn af Tindfeilinu, samtals 300 tonn af þorskígildum, var seldur heimamönnum á venjulegu mark- aðsverði. Um söluna á bátunum tveimur sem eftir eru segist Stefán Garðarsson bæjarstjóri bjartsýnn á að þau mál muni skýrast á næstunni. Svartfugl ~ kominn út í Frakklandi SVARTFUGL Gunnars Gunnars- sonar kom út í Frakklandi 8. apríl sl, og er það í fyrsta skipti sem verk eftir þennan þekkta íslenska rithöfund er gefið út á frönsku. Kemur bókin út í flokki erlendra bókmennta, sem nefnist „l’ Etrangere", hjá bókaforlag- inu Arlea. Þýðandi er Jacqueline Delia. Á frönsku nefnist bókin „L’ois- eau Noir“ og segir þýðandinn það sæta furðu að verk þessa stórkost- lega rithöfundar skuli aldrei hafa komið út í Frakklandi. En af ís- lenskum bókmenntum til kynningar í þessum bókaflokki erlendra bók- mennta valdi forlagið Svartfugl, sem það segir sér heiður að kynna frönskum lesendum, þótt alltaf sé erfitt að kynna og koma á fram- færi í blöðum greinum um óþekkta höfunda í landinu. LIONSHREYFINGIN á íslandi hefur ásamt Lionshreyfingum á Norðurlöndunum unnið að verkefnum í Póllandi að undan- förnu. Meðal þess sem unnið hefur verið að er opnun heimil- is fyrir um 80 hreyfihömluð börn og unglinga í Porsnon í Póllandi og safnaði Lionshreyf- ingin tækjum til endurhæfingar og þroskaþjálfunar fyrir þau. Auk þess hefur Lionsklúbbur Garðabæjar fengið 50 rúm, sem ekki voru lengur notuð á Borg- arspítalanum, og gert þau upp. Verða þau bráðlega send á sjúkrahús í Gdansk í Póllandi og gefur Eimskipafélag íslands flutninginn til Póllands. Jón Bjarni Þorsteinsson, fyrr- verandi fjölumdæmisstjóri Lions- hreyfmgarinnar, segir að Lions- hreyfingar hér á íslandi, í Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Finn- landi hafi skipt með sér svæðum í Póllandi. Það svæði sem íslend- ingar hafa er Olsten, en þar búa um 700 þúsund manns. „Þar erum við að stofna Lionsklúbb 6. júní næstkomandi. Við höfum einnig byijað að hjálpa þar við heilbrigð- isþjónustuna og í því sambandi gaf Austurbakki hf. okkur hjúkr- unarvörur og læknaáhöld m.a. til að gera að brunasárum. Pólver- jarnir sögðu okkur að meðferðar- hæfni þeirra hefði fleytt fram um nokkur ár við þessa gjöf,“ segir Jón Bjarni. Hann segir að verðgildi þessar- ar gjafar hafi verið hátt í tvær milljónir króna en að það marg- faldist í notagildi og hagkvæmni. Fátækum þjóðum hafi verið hjálp- að án þess að miklu hafi verið jcostað til þess. „Þarna höfum við íslendingar unnið í samvinnu við aðrar norrænar Lionsþjóðir við að reyna að hjálpa Pólverjum og síðar meir Rúmenum, baltnesku þjóðun- um og jafnvel Rússum undir kjör- orðum Lionshreyfingarinnar, „við leggjum lið“,“ segir Jón Bjarni. Arthúr Farestveit, alþjóðlegur samskiptastjóri Lions á íslandi, segir að vaxandi áhugi sé meðaí íslenskra Lionsmanna á að taka þátt í og öi-va þróunaraðstoð við þjóðir sem eigi í erfiðleikum, eink- um þjóðir sem hafi verið í nánum samskiptum við Islendinga á und- anförnum áratugum, svo sem Pól- veijar og Rússar. „Nokkrir Lions- klúbbar hér á landi eru að vinna i að því að bjóða hingað aðilum frá I Póllandi í ýmiss konar starfsþjálf- un og leggja þannig sitt af mörk- um svo að vestrænar hugmyndir eigi greiðari aðgang að stöðnuðu þjóðfélagi þeirra," segir Atrhúr. Risajeppi kemur til íslands í júní FRÆGASTI risa-jeppi heims, Ford F250 Bigfoot mun í júní verða sýndur hérlendir í samvinnu við Landsamband ísleuskra aksturs- íþróttafélaga. Þetta tæki laðaði að sér 10 milljónir áhorfenda í Bandaríkjunum í fyrra og er einn af svokölluðum Monster trukkum sem keppa á jeppamótum þar í landi. Bigoot jeppinn var fyrst smíðað- ur 1974 og í dag hafa sjö útgáfur hans verið smíðaðar og keppa um 200 rísajeppar í alskonar útgáfum, á mótum í Bandaríkjunum sem laða tugþúsundir áhorfenda að. Á sýn- inguna hér munu koma tveir jeppar en auk þess verða ýmiskonar atriði á vegum Hell Drivers hópsins, sem skipuleggur sýninguna. „Við ætlum að vera með tvo nýja Ford Escort bíla sem við keyr- um á tveimur hjólum, verðum með eldatriði og heimsmeistara í því að aka á afturhjólinu á mótorhjóli. Hann heitir Colin Swayle og mun aka yfir bíla og hluti til að sýna jafnvægislistir. Þá verðum við með klessubílaatriði að auki.“ sagði Svíinn Steve Ericson í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur _um- sjón með sýningunni ásamt Ólafi Guðmundssyni hjá LÍA. Sýningin verður á einhverjum knattspyrnuvelli, en verið er að leita að hentugu svæði og sam- vinnu við fyrirtæki um flutning á tækjum og tólum sýningarhóps- ins.„„Bigfoot“ jeppinn er mjög öflugur, er með 1200 hestafla vél og þó hann sé sjö tonn á þyngd er leikur einn fyrir ökumanninn að Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ford Bigfoot, risajeppinn, verður sýndur hérlendis í sumar og verð- ur hluti af ævintýralegum atriðum sem Hell Drivers flokkurinn frá Englandi mun sýna í samvinnu við Landssamband íslenskra aksturs- íþróttafélaga. stökkva 3-4 metra á loft yfir bíla, en stökkmet Bigfoot er yfir 13 bíla. „Fyrirtækið sem á Bigfoot-nafn- ið rekur 13 risajeppa á sýningum í Bandaríkjunum og við fáum tvo þeirra hingað og komum sjálfir með 25 manna starfslið til að ann- ast sýningamar, sem verða nokkr- um sinnum í Reykjavík, einnig á Akureyri, Selfossi og jafnvel á Egilsstöðum,“ sagði Steve.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.