Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 33
rognttirifoMfe ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR I ATVINNUA UGL YSINGAR Hafnarfjörður fóstra Fóstra óskast á leikskólann Hörðuvöllum. Upplýsingar hjá leikskólastjóra í síma 50721. Framkvæmdastjóri - AFS á íslandi - AFS á íslandi óskar að ráða framkvæmda- stjóra. Starfið: - Stjórnun, skipulagning og ábyrgð starf- seminnar. - Umsjón bókhalds, fjármála og fjárhags- áætlana. - Kynning á starfi AFS - Þátttaka í ráðstefnum erlendis o.fl. Við ieitum að: Drífandi, sjálfstæðum og skipulögðum aðila, sem á gott með að umgangast fólk og hefur áhuga á félagsmálum. - Með háskólapróf (t.d. viðskiptafræði) oo reynslu í fjármálastjórnun. - Þarf að geta unnið langan vinnudag - Með gott vald á ensku og íslensku - Reynslu af félagsmálastarfi - Reynslu af erlendum samskiptum Umsóknum skal skilað til Ráðgarðs. Allar nánari upplýsingar veitir Torfi Markús son í síma 679595 fyrir 22. apríl. RÁDGAI®URHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Markaðsmál - vöruþróun Stórt þjónustufyrirtæki, sem starfar í alþjóð- legu umhverfi, leitar að starfsmanni til að sinna markaðsmálum og vöruþróun á þjón- ustu fyrirtækisins. Við leitum að háskólamenntuðum starfs- manni sem hefur starfsreynslu úr atvinnulíf- inu og áhuga á markaðsmálum. Viðkomandi verður að vera sjálfstæður í vinnubrögðum. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. í boði er umfangsmikið ábyrgðarstarf sem krefst dugnaðar og frumkvæðis. Verkefni eru fjölbreytt og starfið krefjandi. Góð starfsað- staða. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Markaðsmál - vöruþróun" fyrir 24. apríl Hagvangur h f Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Hagfræðingur - viðskiptafræðingur Umsvifamikið og traust fyrirtæki í verklegum framkvæmdum óskar að ráða hagfræðing til framtíðarstarfa í hagdeild. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í hag- kvæmnisútreikningum, rekstrareftirliti o.fl. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera vanur tölvunotkun. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til Ráðgarðs. Nánari upplýsignar veitir Torfi Markússon, í síma 679595 fyrir 22. apríl nk. RÁDGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Orðabókarritstjóri Staða ritstjóra við Orðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn (Den arnamagnæanske kommissions ordbog), Ordbog over det norrone prosasprog, er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. október 1992 eða sem fyrst eftir þann tíma. Staðan er fyrst veitt til þriggja ára, en síðan getur orðið um fasta stöðu að ræða. Ritstjórn orðabókarinnar ritstýrir henni og semur hana sameiginlega. Starfið felst í því að semja orðabókargreinar á grundvelli greiningar og túlkunar á norrænum heimild- artextum. ítarleg þekking á norrænu máli (forníslensku og fornnorsku) og bókmenntum er nauðsyn- leg. Umsækjandi þarf einnig að hafa stað- góða dönskukunnáttu, þar sem danska er aðalskýringamál orðabókarinnar. Við mat á umsóknum verður lögð áhersla á kunnáttu umsækjenda í nútímaíslensku og tekið tillit til hugsanlegrar latínukunnáttu og reynslu við orðabókarvinnu. Nánari upplýsingar um stöðu þessa veitir Helle Degnbol, orðabókarritstjóri, í síma 90/45/31542211 (biðja um 2165). Launakjör eru samkvæmt samningi danska fjármálaráðuneytisins og stéttarfélagsins Dansk Magisterforening. Árnanefnd skipar sérstaka dómnefnd sér- fræðinga til að meta umsóknir. Umsækjend- ur fá heildarniðurstöður nefndarinnar. Árna- nefnd skipar síðan í starfið, bæði í bráð og til frambúðar, ef um fastráðningu verður að ræða. Ritverk þau og gögn sem umsækjendur vilja fá metin skulu send Árnanefnd í þremur ein- tökum, eftir því sem kostur er. Umsóknir skulu sendar til Árnanefndar, nán- ar tiltekið: Den arnamagnæanske kommissi- ons formand, rektor for Kpbenhavns Uni- versitet, Norregade 10, Postboks 2177, 1017 Kobenhavn K, Danmörk. Umsóknir skulu hafa borist rektor fyrir 1. maí 1992, kl. 10.00. Fjölbrautaskóli Suðumesja Sími 92-13100 Kennarar - kennarar Við*FS verður í haust tekin í notkun 3.000 m2 viðbygging og verður þá aðstaða öll til kennslu hin glæsilegasta. Okkur vantar nokkra kennara í hressan og góðan hóp frá og með næsta hausti: A. Kennara í: íslensku, málmiðnum, sögu og líffræði. B. Samkvæmt lögum nr. 48/1986 eru kennara stöður í eftirfarandi greinum einnig aug- lýstar lausar til umsóknar: F.nska, félagsfræði, viðskiptafræði, franska, danska, stærðfræði, rafiðnir, vélritun og háriðnir. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upp- lýsingar veitir undirritaður í síma 92-13100 eða 92-14160. Umsóknir skulu berast undirrituðum. Skólameistari. Háskólinn á Akureyri Eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar: Frá 1. janúar 1993: Staða forstöðumanns við sjávarútvegs- deild. Deildarfundur kýs forstöðumann úr hópi umsækjenda. Forstöðumaður skal fullnægja hæfniskröfum, sem gerðar eru til fastráðinna kennara við skólann, sbr. reglugerð nr. 405/1990 fyrir Háskólann á Akureyri. Há- skólanefnd staðfestir tilnefningu deildar og ræður forstöðumann til þriggja ára. Frá 1. ágúst 1992 eða eftir nánara sam- komulagi: Staða dósents/prófessors í hagfræði við sjávarútvegsdeild. Staða dósents f hjúkrunarfræði við heil- brigðisdeild. Staða dósents í iðnrekstrarfræði við rekstr- ardeild. Til greina kemur að ráða tímabundið lektora í ofangreindar þrjár stöður. Tvær stöður lektora í hjúkrunarfræði við heiibrigðisdeild. Staða lektors í rekstrarhagfræði við rekstr- ardeild. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknum skal fylgja rækileg skýrsla um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir, svo og greinagerð um námsferil og fyrri störf. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans í síma 96-11770. Umsóknir skal senda Háskólanum á Akur- eyri fyrir 15. maí nk. Háskóiinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.