Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUfM SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 23 ina. Leitt hefur verið getum að að bandarísk yfirvöld hafi tímasett innrásina rétt fyrir áramót til þess að þurfa ekki að efna til samstarfs við handbendi Noriegas og komast þannig hjá því að veita leppstjórn hans óbeina viðurkenningu.) Alla þessa sáttmála og stofn- skrár hafa Bandaríkjamenn skrifað undir. Þeir hafa meira að segja átt drjúgan þátt í því sjálfir að koma þessum ákvæðum í alþjóðasáttmála og stutt slíkar reglur í alþjóðalög- um. Bandarísk stjórnvöld segja að innrásin hafi ekki brotið í bága við alþjóðalög og reglur vegna þess að þau hafi aldrei viðurkennt stjórnina í Panama. í ljósi þess að flest önn- ur ríki, þar á meðal í Vestur-Evr- ópu, viðurkenndu stjórnina og mörg starfræktu sendiráð í Pa- nama duga þessi rök skammt. Enda var innrásin fordæmd með 75 at- kvæðum gegn 20 og 40 hjásetum í Sameinuðu þjóðunum og 20 at- kvæðum gegn einu af Samtökum Ameríkuríkja. Það hefur löngum verið deiluefni í alþjóðalögum hvernig sætta eigi andstæður nokkurn veginn skilyrð- islausrar helgi fullvalda ríkis ann- ars vegar og siðferðislegt kall um að lina ánauð ibúa ríkis, sem býr undir oki ógnarstjórnar hins vegar. Það er ekkert í alþjóðalögum, sem kveður á um að æskilegt sé að beita áhrifum eða valdi til að koma á lýðræði þar sem upp á vantar. Stjórn Noriegas gerðist vissu- lega sek um valdníðslu og hrotta- skap. En ýmsir einræðisherrar hafa stjórnað með ægivaldi án þess að til íhlutunar Bandaríkjamanna kæmi og oft með beinum stuðningi þeirra. Rökin um viðreisn lýðræðis eru því pólitísk en ekki lagaleg. Friðhelgi þjóðhöfðingja Þá er komið að Noriega sjálfum. Einn yfirlýstur tilgangur innrásar- innar var að handtaka Noriega og koma honum fyrir rétt í Bandaríkj- unum. Noriega var óumdeilanlega þjóðhöfðingi Panama. Samkvæmt alþjóðalögum nýtur þjóðhöfðingi, hvernig sem hann er kominn til valda, friðhelgi undan málaferlum og stefnum í öðru ríki. I Bandaríkj- unum háttar hins vegar svo að hæstiréttur hefur fyrirskipað að dómsvaldið sé bundið af tilmælum framkvæmdavaldsins um friðhelgi. Dómarinn í máli Noriegas tók því aldrei á þessu máli í réttarhöldun- um, heldur lýsti yfir því að lögsaga réttarins næði til Noriegas. Svo gæti farið að Noriega verði einnig dreginn fyrir rétt í Tampa í Flórída. Þar liggur fyrir ákæra á hendur honum marijúanasmygl og fjárglæfrastarfsemi. Noriega hefur einnig verið ákærður fyrir morð og misnotkun valds í heimalandi sínu, en Guillermo Ford, varaforseti Pan- ama, sagði síðdegis á fimmtudag að stjórnvöld þar í landi hygðust ekkert gera, sem hindraði banda- ríska réttvísi. Víst er að enginn grætur Nori- ega. Síst af öllu íbúar Panama, sem voru því fegnastir að losna við hann. í fréttum var greint frá því að Panamabúar hefðu glaðst yfir úrskurðinum þótt ekki hafi þeir hlaupið fagnandi á götur út. Bush getur einnig glaðst. Það hefði verið Bandaríkjastjórn niðurlæging ef Noriega hefði verið sýknaður eftir að hafa gert innrás í Panama til að hafa hendur í hári hans. Þessu máli er hins vegar ekki lokið. í fyrsta lagi verður því áfrýjað. Þá hefur þjóðhöfðingi erlends ríkis aldrei áður verið dreginn fyrir rétt í Bandaríkjunum og málið skapar því fordæmi í lögum. Fræðimenn og lögspekingar mundu því fjalla um hinar ýmsu hliðar þessa máls um ókomna tíð. Heimildir: The Boston Globe, The New York Times, LawAmong Nationse, Gerhard von Glahn, Washington’s Illegal Invasion e. Charles Maechling Jr., í Foreign Policy númer 79 sumarið 1990, The Invasion of Panama Was a Lawful Response to Tyranny e. Anth- ony D’Amato í The American Journal of Int- ernational Law 84. bindi, 1990. FISKUR, VATN OG VETNI eftir Sigurð Dagbjartsson Flestum mun bera saman um það að fiskur hafi átt ríkastan þátt í því að sjá íslendingum fyrir mat- vælum á undanförnum öidum og enn þann dag í dag byggist gjald- eyrisöflun þjóðarbúsins yfír 50% á útflutningi sjávarafurða, þótt ekki vinni nema u.þ.b. 12% vinnuaflsins beint að fískveiðum eða fiskvinnslu. Þar með byggjast þau lífskjör, sem búið er við á Islandi, að miklu leyti á fiskveiðunum þrátt fyrir að furðu- lega lítill hluti vinnuaflsins stundi þær. Á síðustu árum hefur greinilega komið í ljós að urn ofveiði á öllum helstu fisktegundum hefur verið að ræða, þrátt fyrir stranga kvóta á flestum miðum. Allt bendir þar af leiðandi í þá átt, að afli muni drag- ast enn frekar saman. Og ekkert útlit er fyrir að verð erlendis muni hækka nóg til að halda gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar af fiskveiðum í horfinu, a.m.k. svo lengi sem land- búnaðarvörum er þar haldið í svo lágu verði sem nú er. Og þó að slíkt tækist, þá yrðu íslendingar örugg- lega ekki ánægðir, því að Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. (J. Hallgr.) Vatn er aðalauðlind íslendinga Ymsar leiðir hafa verið reyndar til að koma í veg fyrir að lífskjörin versni. Má í því sambandi minna á ýmsan smáiðnað, sem þó á í vök að verjast, a.m.k. ef selja á fram- leiðsluna á erlendum mörkuðum. Hvorttveggja veldur að vinnuafl er ekki ódýrt og svo þarf venjulega að flytja inn einhver hráefni. Betur hefur gengið með orkufrekan stór- iðnað (álver, kísilgúr, járnblendi), því þar hefur verið hægt að nýta sér þær fáu auðlindir, sem ísland hefur upp á að bjóða. En í öllum löndum hefur velgengni að miklu leyti byggst á innlendum auðlind- um, þótt auðvitað þurfi tii þess dugnað og ftjálslegt stjórnarkerfi, en af því höfum við íslendingar örugglega nægan skammt. A íslandi er mikilvægustu auð- lindirnar auk fisksins helst að finna í einhveiju formi- vatns, eins og bergvatn, heitt vatn og fallvötn. Miðað við að verð á rúmmetra neysluvatns í Mið-Evrópu er nú upp undir 200 kr. (þótt það vatn sé langt frá því að vera eins gott og það íslenska) mætti hugsa sér að neysluvatnsútflutningur í stórum stíl gæti kannski einhvern tímann borgað sig. Og víst er heita vatnið til ómetanlegra búbóta og gjaldeyr- issparnaðar. En það er þó eins með það og neysluvatnið, að flutnings- kostnaður kemur í veg fyrir að hagnaður fáist af útflutningi þess í stórum stíl. En notkun fallvatna til raforku- vinnslu hefur þegar sýnt sig vera mjög hagkvæma á meðan hægt er að nota raforkuna í landinu, hingað til einkum til stóriðnaðar. En nú sem stendur er yfir 50% allrar raf- orku notað til stóriðju og þar með til gjaldeyrisöflunar, þótt ekki séu þær gjaldeyristekjur nema u.þ.b. 'A af þeim sem fást af fiskveiðum. Hagkvæmni slíks iðnaðar er mjög háð efnahagsástandi í löndum kaupanda og framboði frá keppi- nautum á tilsvarandi mörkuðum. Af þessum ástæðum sáu áhuga- menn um frekari álvinnslu á íslandi sér ekki fært að leggja í þær fram- kvæmdir að sinni. Umhverfisvernd krefst nýrra orkugjafa Á síðustu 'árum hefur áhugi á umhverfisvernd farið ört vaxandi í hinum vestrænu iðnaðar- og háþró- unarlöndum. Þar af leiðandi hefur grundvöllur verið þar fyrir hendi til að knýja fram ýmsar dýrar fram- kvæmdir til umhverfisverndar. í sambandi við raforkuvinnslu, sem ennþá byggist að langmestu leyti á brennslu kola eða olíu, hafa t.d. í vesturhluta Þýskalands öll slík orkuver verið útbúin með lofthreins- itækjum fyrir milljarða marka. Með því hefur framleiðsla brenni- steinstvíildis (S02) minnkað um u.þ.b. ZA án þess þó að mengunin hafi minnkað að sama skapi. Svip- aða sögu má segja frá bifreiðaiðn- aðinum. Engir bílar eru nú seldir án hreinsitækja fyrir útblástursloft þótt vegna þeirra séu þeir dýrari. En almenningur borgar allan þenn- an aukakostnað með glöðu geði í þeirri góðu trú að með því sé hann að leggja sitt af mörkum til um- hverfisverndar. í viðbót við hina „hefðbundnu" skaðvalda lofthjúps jarðarinnar (sót, brennisteinssýrling o.þ.h.), sem hafa aðallega áhrif í grennd við yfirborð jarðar, hefur athygli fræðimanna — og upp á síðkastið líka almennings — í síauknum mæli beinst að þeim áhrifum, sem mannlegar athafnir hafa á efni hluta lofthjúpsins. í því sambandi eru orð eins og gfððurhúsaloftslag og ósongat í allra munni. Búast má við að almenningur verði reiðu- búinn að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við þessum fyrir- bærum, a.m.k. svo lengi sem það kostar bara peninga en ekki lífs- þægindi. Nota má vetni í stað jarðgass En hvað kemur skoðun almenn- ings á umhverfismálum íslensku vatni við? Jú, ef til vill er álitleg- asta leiðin til að minnka framleiðslu koltvígildis (CO^), sem á mesta sök á gróðurhúsaloftslaginu, sú að fara að brenna vetni í stað kolefnissam- banda. Og vetni má framleiða úr íslensku bergvatni með hjálp raf- magns. Ekki skal að þessu sinni farið nánar út í notkun vetnis í stað kolefnissambanda því að flestar notkunaraðferðir krefjast enn mik- illar íjárfestingar. Á eina notkun skal þó bent, sem þegar í stað væri hægt að hrinda af stað. Jarð- gas, sem notað er í Mið-Evrópu í stöðugt vaxandi mæli, má blanda mikið upp í u.þ.b. 20% með vetni eða tækjum sem brenna gasinu. Kostir vetnis í jarðgasi koma um- hverfisvernd þegar í stað til góða, því að við vetnisbrennslu myndast bara vatnsgufa. Því meira vetni í jarðgasi þeim mun minni fram- leiðsla kolsýrings. Burtséð frá því að flutningur vetnis er alltaf tölu- vert fyrirhafnarsamur, krefst mark- aðsfærsla vetnis sem framleitt yrði á íslandi minnstu fyrirhafnar sem hægt er að komast af með í því sambandi, þar sem því væri dælt beint úr flutningsskipum inn í gas- leiðslur í borholum Norðmanna í Norðursjó. Kolsýringsskattur getur gert vetni samkeppnisfært Enn sem komið er mun vetni ekki vera kostnaðarlega samkeppn- Sigurður Dagbjartsson „En hvað kemur skoðun almennings á umhverf- ismálum íslensku vatni við? Jú, ef til vili er álit- legasta leiðin til að minnka framleiðslu koltvígildis (C02 ), sem á mesta sök á gróður- húsaloftslaginu, sú að fara að brenna vetni í stað kolefnissam- banda.“ isfært við jarðgas. í lokaverkefni sínu við verkfræðideild Tæknihá- skólans í Stuttgart í Þýskalandi sýnir Ragnar Gunnarsson fram á að verð vetnis við verksmiðjuvegg á íslandi gæti orðið svipað á hitaein- ingu og verð á jarðgasi er nú til neytandans í Þýskalandi. Er þá lagt til grundvallar það raforkuverð á íslandi sem stóriðja nýtur, en vetn- isverð fer að miklu leyti eftir raf- magnsverðinu við framleiðsluna. En nú er þegar farið að tala um að setja á kolsýringsskatt, sem mundi gera jarðgas dýrara. Auk þess er mjög erfitt að spá um verð- lag á olíu og því ber að hafa í huga að væri olíuverð eins hátt og það var í lok áttunda tugar aldarinnar, mundi vetni framleitt með íslensku rafmagni vera samkeppnishæft jarðgasi, en verðlag þess er bundið olíunni. Að framan hefur verið drepið á nokkur atriði í sambandi við hugs- anlega vetnisvinnslu á íslandi án þess að skýra ýtarlega nein þeirra sjónarmiða, sem þar skipta máli. Ef þessari grein verður vel tekið mætti fjalla nánar um þau mál í framhaldsgreinum. Höfundur cr eðlisfræðingur og vinnur að orkuverkfræðistörfum í Þýskalandi. Breyttii pallbílnum í ferðabíl á hálftíma Eigum til afgreiðslu strax pallbílahús fyrir alla ameríska og japanska Pick up bíla, þ.á m. Double Cap bíla. Hús-1 in eru fellihús, þ.e. lág á keyslu en há í notkun. Glæsileg innrétting fyrir 4-5 með rúmum, borðum, skápum, bekkjum, sjálfvirkum hitastilli, fullbúnu eld- húsi, þrefaldri eldavél, raf-vatnsdælu, vatnstanki, vaski, ísskáp, o.fl. Ódýr lausn á ferðalögum á íslandi og erlendis. Tækjamiðiun íslands hf., Bíldshöfða 8, sími 674727. m e xx-m e xx-m e xx Erum að taka inn vor- og sumaiiínuna frá Nlexx. Fatnaður i sérflokki. Haust- og vetrarvara ennþá á tilboðsverði. Óskum jafnframt eftir duglegum starfskrafti. Mexx fyrir þá sem vanda valið. Barna og unglingafatabúðin M © X X junior, Laugavegi 52.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.