Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
Runnar teygja sig upp úr gryfjum á Blóðvöllun-
um.
Til minningar um milljón manns.
Hótel Cambodiana
yfir verk sín og mynduðu fangana á
ýmsum stigum pyndinganna. Það er
iíklega eitt af fáu sem hefur verið
skipulagt þessi hroðalegu ár sem Pol
Pot ríkti. Bijóstmyndir af foringjan-
um eru til sýnis á safninu og Kim
leiðsögumaður sagði að hann hefði
verið mjög upptekinn af því að láta
gera af sér steinmyndir í stíl þeirra
sem við sáum seinna í Angkor.
Það hlýtur að vefjast fyrir venju-
legu fólki að skilja hvernig á því
stendur að Rauðu kmerarnir njóta
enn stuðnings meðal fólks í Ijósi þess
sem gerðist þessi ár. Það var óhugs-
andi að koma á vopnahléi þó brot-
hætt væri og mynda bráðabirgða-
stjórn nema hafa fulltrúa þeirra með
eins og margsinnis hefur komið fram.
Pol Pot hefur aldrei náðst, hann og
fjölmennir herflokkar hans hafast við
á svæðum við thailensku landamærin
og það fer engum sögum af því að
reynt hafi verið að ráða niðurlögum
hans. Og kmerarnir láta víðar að sér
kveða. I Phnom Penh koma þeir fyr-
ir sprengjum, leyniskyttur læðast um
á nóttunni, þeir dreifa sprengjum um
akrana og víða úti á landinu er um-
ferð útlendinga bönnuð því kmerarn-
ir eru þar alls ráðandi.
Þó er friður að nafninu til í Phnom
Penh þó víða úti um landið séu átök
næstum daglegt brauð. Friðurinn er
ekki traustari en svo að fyrir nokkr-
um vikum var sett á útgöngubann
frá tíu á kvöldin til sex á morgnana.
Það er verið að baksa við að und-
irbúa fijálsar kosningar og þúsundir
manna úr friðarsveitum Sameinúðu
þjóðanna eru komnir til að reyna að
halda uppi lögum og reglu og koma
samgöngum, svo sem fjarskiptasam-
bandi og þess háttar, í lag. Það er
reynt að láta ekki fara hátt ef eitt-
hvað gerist en ekki tókst að halda
öllu leyndu. Daginn áður en ég fór
frá Kambódíu var ráðist inn á heim-
ili eins ráðherra í bráðabirgðastjórn-
inni að næturlagi, farið með hann
út fyrir borgina og hann skotinn til
bana. Það er kannski ofmælt að slík-
ir atburðir séu daglegt brauð en þeir
gerast æ oftar og spenna og ótti er
að magnast aftur.
að er almennt varasamt að vera
á ferli á eigin vegum og án
leiðsagnar, því fylgismenn Rauðu
kmeranna eru á sveimi á ótrúlegustu
stöðum.
Samt er Phnom Penh vöknuð. Við
fyrstu sýn virðist í rauninni flest
vera með felldu. Borgarstæðið er
fagurt og þar mætast þverár Mek-
ong-fljótsins, Bassac-fljót og Tonlé
Sap. Áður var Phnom Penh talin
unaðslegust borga í löndum Indókína
og töfrana má enn skynja þrátt fyrir
að flest hafi drabbast niður og grotn-
að og rotnað þessi síðustu 30 ár.
Af löndum fynverandi Indókína
finnst mér Kambódía hafa mest að
bjóða, þar sem menningararfleifðin
er og sagan í Angkor, og segir frá
heimsókn þangað í seinni grein. Stór-
kostlegar pagóður og trúarleg minn-
ismerki eru einnig í Phnom Penh þó
Rauðu kmerarnir hafi, þegar leið að
lokum valdatíma, reynt að eyðileggja
eins mikið og þeir gátu. Borgin stát-
aði áður af frábærum veitingastöðum
og þeir eru líka að rétta við aftur.
Menn búa við kröpp kjör en mikið
endurbóta- og hreinsunarstarf stend-
ur yfir og vekur aðdáun.
íbúar Phnom Penh voru hálf mill-
jón eða vel það þegar Pol Pot komst
til valda. Þá voru allir íbúar reknir út
í sveitir, það er að segja þeir sem
ekki voru drepnir eða fangelsaðir.
Eftir að Víetnamai' gerðu innrás í
landið 1979 og steyptu Pol Pot fóru
íbúar að voga sér aftur til borgarinn-
ar, sem hafði verið alger draugabær
undangengin fjögur ár. Rauðu kmer-
arnir settu í gildi nýtt tímatal, árið
núll, Kambódíumenn urðu til þegar
þeir komu til valda og foitíðin skyldi
þurrkuð út. Þetta tímatal gilti þó
ekki nema þessi 4 ár en þau voru
afdrifarík fyrir þjóðina og blóði drifn-
um valdaferli Pol Pot-stjórnarinnar
verður ekki jafnað við neitt nema
belst nasista svo sem áður var minnst
á. Þeim var sérstaklega uppsigað við
þá sem töluðu erlend tungumál eða
notuðu gleraugu, slíkt fólk var ekki
verið að hafa fyrir að færa í pynding-
arstöðina, það var skotið hvar sem
í það náðist, líkum staflað á vagn
og uxar drógu hrúguna út til Blóð-
valla þar sem þeim var stuitað í
gryfjurnar og stundum mokað yfir.
Opinberar tölur segja að ein mill-
jón hafi verið myrt, Kim leiðsögu-
maður sagði að þær hefðu verið tvær,
og að auki eru tugþúsundir bæklaðir
fyrir lífstíð. Kannski býttar ekki öllu
hvort ein eða tvær milljónir voru
drepnar. Þetta er fyrir löngu komið
út yfir þau mörk sem manneskjan
getur meðtekið.
Nú být' ein milljón í Phnom Penh
og fjölgar stöðugt. Fæðing-
artíðni er há en ungbarnadauði er
líka mikill. Heilbrigðisástand er mjög
slakt á okkar mælikvarða og jafnvel
nágrannaríkisins Víetnam, en fer þó
skánandi. Þegar menn eru spurðir
um þann tíma sem Víetnamar her-
sátu Kambódíu eru svörin mjög svip-
uð. „Þeir frelsuðu okkur. En þeir
voru of lengi. Þeir hefðu átt að fara
fyrr. Þá hefði ^kki setið eftir þessi
reiði. Þeir urðu smám saman yfir-
gangssamari og framferði þeirra síð-
ustu árin hér var skelfilegt. Þeir vissu
hver hugur okkar var og voru hrædd-
ir og því hættulegir." A hinn bóginn
virðast Víetnamar hafa látið það
óátalið að Kambódíumenn iðkuðu trú
sína og það var stórmikill léttir eftir
að hafa búið við það viðhorf Rauðu
kmeranna að nauðsynlegt væri að
uppræta trúna í eitt skipti fyrir öll.
En það kom fyrir ekki. Kambódíu-
menn bjuggu sér til frumstæða
bænastaði þar sem þeir sneru sér til
guðs síns.
Þau stóðu fyrir utan, tíu eða tutt-
ugu, sum þrýstu sér að kámugri rúð-
unni og stór og mörg augu störðu á
okkur. Þau sögðu ekki orð, sum gáfu
bendingu, þau voru að selja landa-
bréf og póstkort. Öðru hveiju reyndu
þjónar að stugga þeini í burtu en þau
komu jafnóðum aftur. Enda ekki á
hveijum degi sem þau gátu virt því-
líka sjón fyrir sér, tuttugu milljóna-
mæringar að borða veislumáltíð.
Þegar aðalréttirnir höfðu verið
bomir í okkur og þjónarnir gátu blás-
ið mæðinni var ekki að sökum að
spyija, áður en við var litið var
veitingastofan á International Rest-
aurant orðin troðfull af litlum krökk-
um og þau voru í miklum söluham.
Eitt póstkort á einn dollar, landabréf
á fimm. Hér er það dollarinn sem
gildir. Þá fimm daga sem ég var í
Kambódíu sá ég aldrei kambódískan
rial. Loks komu þjónar stökkvandi
og ráku krakkana út, en þá höfðu
þeir átt gott kvöld. Kim leiðsögumað-
ui' sagðist vera alveg btjálaður og
gersamlega miður sín. Svona átroðn-
ing ætti ekki að líða þegar annað
eins hefðarfólk væri í mesta sakleysi
að borða matinn sinn. Svo voru
krakkarnir allt í einu eins og gufaðit'
upp, það stafaði þó ekki af vöru-
þurrð. Utgöngubannið var að skella
á í þessu landi sem Kim sagði að
væri friðsamt og fijálst og okkur var
ekki til setunnar boðið heldur og var
keyrt i loftinu heim á Hótel Cambo-
diana.
Morguninn eftir lá leiðin til Siem
Riep og Angkor og þangað mætti
bregða sér í seinnj grein.
Stórafsláttur af hvítum fataskápum
Vönduð íslensk framleiðsla.
______Verðdæmi:______
Skápur100x210x62 cm
Áður: 27.373 kr.
Páskatilboð: 22.104 kr. stgr.
Sk — ápur300x248x62 cm
Áður: 11 Páskatilboð: 8 I 1 7.620 kr. 9.979 kr. stgr.
c: i i i I 1
Stakir skápar
Einingar milli veggja
AXIS HÚSGÖGN HF„
SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGI,
SÍMI43500
EITTHVAÐ FYRIR ALLA
FJOLSKVLPUKA
7 vikna námskeiö hefjast 22. apríl.
4
4
Kennari: Helga Mogensen.
Kennarar: Hafdís Árnad.,
Kennari: Harpa
4
4
KRIPALUfOGA
DANSLEIKFIMI
Agnes Kristjónsd. og Elísabet Gubmundsd.
Morgun-, hádegis- og síbdegistímar.
LEIKFIMI FYRIR BAKVEIKA
Helgadóttir,sjúkraþjálfi.
AFRÓ - Kennari: Nanette Nelms.
ARGENTINSKUR TANGO - Kennarar: Bryndís
Halldórsdóttir og Hany Hadaya, auk gesta-
kennara frá Argentínu.
4 DANSSMIÐfA (WORKSHOP) Modern • Jazz
• Afró • Dansar úr söngleikjum. -
Kennari: Nanette Nelms. STEFNT AÐ SÝNINGU.
4. DANS/LEIKIR/SPUNI fyrir 4-5 og 6-7 ára. -
Kennarar: Ásta og Harpa Arnardætur.
AFRÓ Á LAUGARDÖGUM fyrir börn og
unglinga. - Kennari: Nanette Nelms.
LISTASMIÐJA BARNA OG UNGLINGA hefst
14. mai n.k.! Nánar auglýst síbar.
SKOLAFOLK:
Náiö upp orku í próflestrinum.
15% afsláttur fyrir skólafólk.
Innritun hafin í símum
15103 og 17860.