Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 8
8 'MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNU bAGÉRtllJÍÍRÍL 1.092 /: J: )HOM * 1T\ \ /^ersunnudagur_12. apríl, sem er 103. dagur JL/xXVJ ársins 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 1.50 og síðdegisflóð kl. 14.40. Fjara kl. 8.22 og kl. 20.50. Sólarupprás í Rvík kl. 6.06 og sólarlag kl. 20.53. Myrkur kl. 21.47._ Sólin er f hádegisstað í Rvík kl. 13.28. (Almanak Háskóla íslands.) Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn." Jafnskjótt varð hann hreinn af lík- þránni. (Matt, 8,3.) ÁRNAÐ HEILLA /\/\ára afmæli. í dag er t/U níræðui' Björn Steff- ensen, Álfheimum 27, Rvík, löggiltur endurskoðandi. Eiginkona hans var Sigríður Árnadóttir. Hún lést árið 1985. ára afmæli. í dag, 12 apríl, er sjötugur Páll G. Hannesson fyrrv. toll- fulltrúi hjá Tollstjóraemb- ættinu, Ægisíðu 86, Rvík. Afmælisbarnið er Vesturbæ- ingur og á að baki rúmlega 40 ára starf í Tollinum. Eigin- kona hans er Laufey Jens- dóttir frá Hafnarfirði. Þau eru stödd á heimili sonar síns, Guðmundar læknis, austur á Héraði. /\ára afmæli. Á morgun, I \/ 13. apríl, er sjötugur Marías Þ. Guðmundsson fulltrúi, Skipholti 54, Rvík. Eiginkona hans er Málfríður Finnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Þau taka á móti gest- um í félagsheimilinu Drang- ey, Stakkahlíð 17, á morgun, afmælisdaginn, milli kl. 17 og 19. /? pTára afmæli. Á morgun, Ut) 13. þ.m., er 65 ára Einar Runólfsson. Hann er starfsmaður Flugleiða í New York. Hjá fyrirtækinu hefur hann starfað allar götur frá árinu 1943. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, kenndur við Holt á Skóla- vörðustígnum. Hann var í áhöfn flugvélarinnar Geysis er hún fórst á Vatnajökli. KROSSGATAN E 9 ffl 13 n ■" _ H-J- ■: 22 23 24 LÁRÉTT: 1 — nabbinn, 5 afstyrmi, 8 húsdýra, 9 ver, 11 gubbaðir, 14 illmenni, 15 áleit, 16 peningum, 17 kassi, 19 vætlar, 21 sigruðu, 22 versið, 25 bekkur, 26 tóm, 27 þræta. LÓÐRÉTT: — 2 hljóma, 3 keyra, 4 aurapúka, 5 erfiðar viðfangs, 6 poka, 7 ferski, 9 blátt áfram, 10 svalast, 12 bjálfanum, 13 þijót, 18 kvíslar, 20 slá, 21 ending, 23 tónn, 24 greinir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 skuld, 5 fælir, 8 argar, 9 drápa, 11 nagla, 14 sög, 15 lítil, 16 aktar, 17 sýr, 19 tind, 21 garð, 22 draug- ar, 25 les, 26 utg, 27 ilm. LÓÐRÉTT: — 1 kór, 3 lap, 4 drasl, 5 fangar, 6 æra, 7 ill, 9 dulítil, 10 ástands, 12 gutlari, 13 afráðum, 18 ýsur, 20 dr., 21 GA, 23 au, 24 gg. Davíð Oddsson: FRÉTTIR/MANNAMÓT í DAG er pálmasunnudagur, sunnudagurinn fyrir páska. „Minningardagur um innreið Krists í Jersúsalem. í kaþ- ólskum sið eru notaðar pálmaviðargreinar við guðs- þjónustur þennan dag, og af því er nafnið dregið," segir í Stjörnufræði/Rímfræði. í dag hefst Dymbilvika, síðasta vika fyrir páska dymbildagar, efsta vika, kyrra vika. Nafnið mun dregið af áhaldi sem notað er í klukku stað i kirkj- unum þessa viku. Sums stað- ar virðist trékólfur hafa verið notaður í stað venjulegs kólfs og þá kallaður dymbijl," segir í sömu heimildum. Á mánu- daghefst 17 vinnuvika ársins. HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur. Dómstjóri við Héraðs- dóm Reykjavíkur augl. í nýju Lögbirtingablaði lausar stöð- ur við dóminn, en í þær verð- ur ráðið frá og með 1. júlí næstkomandi er dómurinn tekur til starfa. Umsóknar- frestinn setur dómstjórinn til 28. þ.m. Þetta eru stöður að- albókara og sjö dómritara- stöður, stöður skrifstofu- manna, dómvarða, húsvarðar og símavarðar. HAFNARFJÖRÐUR: Krabbameinsfél. Hafnar- fjarðar gengst fyrir nám- skeiði í reykingabindindi, sem stendur yfir frá 22. þ.m. til 3. júní nk. Innritun þátttak- enda fer fram í Hafnarfjarðar Apóteki. SÝSLUMANNSEMBÆTTI verður sett á laggirnar austur í Neskaupstað í sumar, er hin nýju lög um virkni dómkerfis- ins tekur gildi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið augl. embættið laust til umsóknar í nýju Lögbirtingablaði. Er umsóknarfrestur til 30. apríl, en það verður veitt frá 1. júlí. GRINDAVÍK. Kvenfél. Grindavíkur heldur fund mánudagskvöldið kl. 20.30 í litla salnum í Festi. Kaffiveit- ingar. SINAWIK í Reykjavík heldur fund nk. þriðjudag í Ársal, Hótel Sögu, kl. 20. Fyrirlestur flytur Guðmundur Éinarsson verkfræðingur frá Sálarrann- sóknarfél. íslands. Félags- menn tilk. þátttöku.___ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ augl. lausa stöðu deildarstjóra svonefndrar virðisauka- skattsdeildar í skattstofu Norðurlandsumdæmis vestra, á Siglufirði. Umsóknarfrest- urinn, settur af skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra, ei' til 22. þ.m. í sjálfu ráðu- neytinu er líka laus staða lög- fræðings og er umsóknar- frestur fram tii 29. þ.m. HVÍTABANDSKONUR halda almennan félagsfund á Hallveigarstöðum mánudags- kvöldið kl. 20.30 og er fund- urinn opinn öllum konum. Hvítabandskonur helga sig störfum að mannúðarmálum. SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík, hið nýja embætti innan dómkerfisins, sem nú er undir stjórn yfirborgar- dómarans í Rvík, augl. í Lög- birtingi eftir starfskröftum, sem helji þar störf hinn 1. júlí. Um er að'ræða stöðu aðalbókara, tvær gjaldkera- stöður, 15 stöður skrifstofu- rnanna og tveggja símvarða. LÆKNINGALEYFI. í tilk. í Lögbirtingi hafa þessir ungu læknar hlotið leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins til að stunda almennar lækningar hérlendis. Björn Zoéga, Einar Páll Indriðason, Bergur Viðar Stefánsson, Soffía Gottfreðsdóttir og Dagbjörg Birna Sigurðardótt- ir. FÉL. eldri borgara. Félags- vist spiluð í dag kl. 13 í Ris- inu og í kvöld er dangað í Goðheimum kl. 20. Mánudag- inn er opið hús í Risinu kl. 13-17. Lögfræðingur félags- ins er til viðtals á þriðjudög- um, en panta þarf viðtal í skrifstofu félagsins. HÉRAÐSDÓMARAR. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið tilk. í Lögbirtingi skip- an héraðsdómara við héraðs- dóm Vesturlands, frá 1. júlí að telja. Fyrir valinu varð Hervör Þorvaldsdóttir dóm- arafulltrúi. Við héraðsdóm Norðurlands vestra hefur Halldór Halldórsson dómara- fulltrúi verið skipaður héraðs- dómari. HAFNARFJÖRÐUR. SVD Hraunprýði,' H afnarfirði, efn- ir til vorgleði í Álfafelli nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá og borið verður fram veislukaffi. BÚSTAÐASÓKN. Mánu- dagskvöldið kl. 20 heldur Kvenfél. Bústaðasóknar fé- lagsfund og spilað verður stórbingó. GRENSÁSSÓKN. Kvenfé- lagið í sókninni heldur fund annað kvöld, mánudag, í safnaðarheimili kirkjunnar, kl. 20.30. Þar verður m.a. rætt um fyrirhugað vorferða- lag félagsmanna og gesta þeirra og spilað verður bingó. LIONSKLÚBBURINN Fold Rvík, heldur kökubasar í dag, sunnudag, í Blómavali við Sigtún. KÖKUBASAR sem Katta- vinafél. heldur í dag, er í Kattholti kl. 14-16. Agóðinn fer til að bæta aðstöðu úti- legukatta, sem þar eru hýstir. KIRKJUSTARF GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Mánudag: Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18 og fundur í Æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20 og afmælistónleikar Mótettu- kórsins kl. 20. Jóhannesar- passían eftir J.S. Bach. "SELJAKIRKJA: Fundur hjá Æskulýðsfélaginu SELA mánudag kl. 20, helgistund. HÁTEIGSKIRKJA. Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Starf fyrir 10-11 ára mánudag kl. 17.30 og starf fyrir 12 ára kl. 19.30. Biblíu- lestur mánudagskvöld kl. 21. LAUGARNESKIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- fundur kl. 20 mánudagskvöld. SELTJ ARN ARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. 10-12 ára starf mánudag kl. 17.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Fund- ui' hjá Æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Foreldramorg- unn þriðjudag kl. 10-12. Starf aldraðra: Leikfimi þriðjudag kl. 13.30. Opið hús miðviku- dag kl. 13.30. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA: Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 18 mánudag og fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Söngur, leikir, helgi- stund. KÁRSNESPRESTAKALL. Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu Borgum þriðjudag kl. 10-12. Anton Bjarnason lektor kemur í heimsókn og ræðir um hreyfiþroska og hreyfiþörf barna. SKIPIN REYKJAYÍKURHÖFN: I gær var togarinn Viðey væntanlegur úr söluferð og þá kom og fór aftur \ ferð á ströndina Stapafell. í dag er olíuskipið Fjord Shell vænt- anlegt með farm. Leiguskip Samskipa, Tuvana, er vænt- anlegt af ströndinni og bresk- ur togari, Swanella, væntan- legur til viðgerðar. Á mánu- dag er Brúarfoss væntanleg- ur utan og togarinn Jón Baldvinsson væntanlegur inn af veiðum og væntanlegt er þá annað olíuskip, Torild Knudsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.