Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÍ) SUNMJDAGUR 12. AF’RIL 1992 Snorri Sveinn Friðriksson Halldor Laxness Sérútgáfa á sögunm um Jón í Brauðhúsum VAKA-Helgafell hefur gefið út á ný í stóru broti samásögu Halldórs Laxness, Jón í Brauðhúsum, með vatnslitamyndum Snorra Sveins Friðrikssonar. Halldór skrifaði söguna 1964 og birtist hún í Sjöstafa- kverinu sama ár. Þessi útgáfa nú dórs Laxness 23. apríl. í fréttatilkynningu útgefenda seg- ir m.a.: „í sögunni segir frá læri- sveinunum Andrisi og Filpusi sem hittast og taka tal saman við vatns- þró á torgi eftir að meistari þeirra, Jón í Brauðhúsum, er búinn að vera fjarri í meira en tíu ár. Þeir minnast hans og ber í engu saman um hann en báðir bíða þeir eftir „ríkinu" sem meistarinn sagði að kæmi. Undir nýkveiktum mána skilja þeir síðan, tortryggnir og varir um sig, og halda hvor í sína áttina. Við vitum ekki hvor hefur rétt fyrir sér um fortíðina né hvort Jón í Brauðhúsum er kannski í minningunni orðinn eins og þeir vilja að hann hafi verið. Sag- an veitir engin endanleg svör í þess- um efnum. Halldór kveikir efa og er í tilefni af níræðisafmæli Hall- spurningar í huga lesandans — leyf- ir óvissunni að lifa. Snorri Sveinn hefur sagt um myndskreytingu sína í sögunni að hann hlusti eftir samtali þeirra And- risar og Filpusar um samveru þeirra með Jóni í Brauðhúsum og þá djúpu reynslu sem þeir höfðu orðið fyrir. Hún breytti allri persónugerð þeirra og gerði þá að allt öðruvísi manneskj- um en þeir höfðu verið áður. Snorri Sveinn segist reyna að fanga hugblæinn í samtalinu sem bæði sé tregablandinn og jafnframt upphafin gleði hjá þessum endubornu mönn- um.“ Prentvinnsla á bókinni Jón í Brauðhúsum fór fram í Odda hf. ÁTAK FYRIR AFRÍKU MILLJÓNIR SVELTA! Þessi drengur þarfnast hjálpar þinnar. Gíróseðlar í bönkum og sparisjóðum. . HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Ærður hugi Vojtseks veldur því að hann grípur til ódæðisverka. Benedikt Axelsson og Guðfinna Gunnarsdóttir í hlutverkum Vojt- seks og Maríu. Yojtsek ennáný Leiklist Gubrún Þóra Gunnarsdóttir Leikhópur Fjölbrautaskóla Suð- urlands sýnir á Hótel Selfossi leikritið Vojtsek. Höfundur: Georg Buchner. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Umsjón búninga: Agústa Þóris- dóttir. Höfundur dansa: Auður Bjarna- dóttir. Höfundur tónlistar: Hákon Leifsson. Ljósamenn: Sveinn Viðar Hjart- arson, Heimir Tómasson. Allt er þegar þrennt er, nú hefur þriðja uppfærslan á leikritinu Vojt- sek litið dagsins ljós á þessum vetri. Vojtsek-æði virðist hafa gripið um sig hjá leikfélögum framhaldsskói- anna á suðurhorni landsins. Hvað veldur veit ég ekki, kannski er þetta leikrit sem höfðar sterkt til leikstjóra en þeir hafa oft mikið að segja við val á skólaleikritum. Verkið er ekki fullmótað frá höf- undarins hendi þannig að það býð- ur heim margvísiegri túlkun og þessar þijár sýningar eru lifandi sönnun þess svo ólíkar sem þær hafa verið. Saga Vojtseks er ákaflega dap- urleg. Þessi lánlausi hermaður er alls staðar fótum troðinn og á end- anum missir hann öll tök á tilver- unni og lætur stjórnast af röddum síns bijálaða hugar. Buchner dreg- ur upp samúðarfulla mynd af Vojt- sek sem bugast í grimmu samfé- lagi þar sem lítilmagninn verður alltaf undir. Dans og afkáraleg sirkusatriði verða stundargaman í annars ömurlegri .tilveru. Það er mikið lagt í sýningu Fjöl- brautarskóla Suðurlands á Vojtsek, atvinnufólk fengið til leiðbeiningar á sviðum leiklistar, tónlistar og dans. Stór hljómsveit slær taktinn þegar áhorfendur ganga í salinn og er með í sýningunni allan tím- ann en mér finnst að það hefði að ósekju mátt nota hana meira og tónlistin hefði getað verið sterkari. Búningar voru mjög fallegir og atriðin komu oft feykivel út mynd- rænt séð. Leikið er í stórum sal á Hótel Selfossi og sviðið tekur mik- ið pláss af salnum en leikrýmið er vel nýtt og þannig skapast ákveð- inn hreyfanleiki í sýninguna. Það dugði hins vegar ekki til því í heild- ina var sýningin líkt og tempruð, hvert atriði teygt aðeins of lengi. Einkum var þetta áberandi í kráar- atriðunum, sem voru allt að því værðarleg, þrátt fyrir nokkurs kon- ar can can-stúlkur og kóskakka- söng. Lífsnautnin fijóa virtist iðkuð á afar hófsaman hátt. Allt þetta gerði að verkum að hin mikla ör- vænting Vojtseks,.grimmdin í sam- félaginu og hinn ógnvænlegi undir- tónn sem boðar endalokin fengu ekki notið sín. Ekki er þó við leik að sakast því hann var yfirleitt til mikils soma. Sævar Þór Helgason sýndi til að mynda mikil tilþrif í hlutverki læknisins sem notar Vojtsek ræfil- inn sem tilraunadýr. Benedikt Ax- elsson var fölur og fár sem Vojtsek en kannski hefði mátt leggja enn meiri áherslu á beiskjuna sem fyll- ir huga hans. Guðfinna Gunnars- dóttir fer með hlutverk Maríu, barnsmóður Vojtseks. Guðfinna náði prýðilega að túlka tilfinningar Maríu sem þráir skemmtun og stundargaman, það er ekki af ill- mennsku sem hún tekur glæsilegan major fram yfir Vojtsek heldur vegna þess að hann getur veitt henni þá gleði sem Vojtsek er ófær um að gefa. Benedikt Karl Valdi- marsson var röggsamlegur kallari og Ólafur Jens Sigurðsson náði sér vel á strik í hlutverki hins létt skrýtna höfuðsmanns sem Vojtsek sér um að raka og snyrta. Eins og áður sagði voru allar stöður og hreyfingar vel útfærðar og sýningin er í alla staði vel unn- in en spennuna skorti. Að lokinni sýningu komu leikarar ekki fram. Eg veit ekki af hvaða ástæðu nema ef vera skyldi dramatískur endir sýningarinnar en eru þau ekki ófá leikritin sem enda' á slíkum há- punkti? Grikkirnir töluðu um að leikhúsupplifun væri ákveðin hreinsun hugans og það er oft á tíðum rétt en þá vill áhorfandinn fá að þakka leikaranum fyrir, kalla hann fram á sviðið og sýna þakk- læti sitt í verki. Að sumu leyti finnst mér þar vera unr nokkurs konar lokastig hreinsunarinnar að ræða, þar sem leikarinn og áhorf- andinn sameinast í upplifun sinni á sýningunni. Auðvitað er þetta líka vani en ég efast ekki um að marg- ir áhorfendur gengu út með tóm- leikakennd. Sinf óníutónleikar: Sir, sænskur trompetisti og skoskur sekkjapípuleikari Tónlist Ragnar Bjömsson Marga erlenda gesti hafa sin- fóníuhljómsveitarmenn fengið að beija augum á stjórnendapallinum í Háskólabíói en nú síðast, líklega í fyrsta skipti, ekta enskan Sir, sem þar að auki er þekktur sem eitt helsta núlifandi tónskáld Englend- inga. Sir Peter Maxwell Davies, grannur og léttur á sér sem hind, sveiflaði sér upp á stjórnpallinn og sló upptaktinn að forleiknum að Brúðkaupi Figaros Mozarts. For- leikurinn var spilaður í gegn án mikillar nákvæmni í áherslum og styrkbreytingum né áhugaverðrar túlkunar. Þá kom Konsert fyrir trompet og hljómsveit eftir Sir Davies sjálfan, en einleikshlutann lék sænskur trompet-virtúós, Hák- an Hardenberger, sem skilaði hlut- verki sínu með glæsibrag. Sir Dav- ies kallar verkið „Franciscus pau- per et humilis" og mun einleikst- rompetið eiga að tákna rödd heil- ags Frans en hljómsveitin um- hverfi það sem umlék Sir Davies við samningu verksins, en það var vindarass og sjávarsorfin auðn Orkneyja. Þótt ekki væri hægt að segja að verkið beinlínis líktist verki Mendelssohns frá svipuðum slóðum þá var lýsingin á ygglibrún og seiðmagni hafsins auðheyrð þótt segja megi að „Sirinn" hefði að skaðlausú getað sagt sömu sögu Sir Peter Maxwell Davies. í færri nótum, en dálítið einmana- leg varð kompósisjónin innilokuð í þröngum hljómasamböndum og tvíundarhreyfingum sem tónsmíð- in var heft í og var eins og þyrði ekki að bijótast út úr. Slíkt getur verið tónskáldinu áhugavert þótt langt sé, en áheyrandanum lang- dregið. Meðferðina á g-moll Sinfóníu Mozarts nr. 40 kunni ég ekki að meta. Þótt kölluð sé stundum hin tragíska, er hún tær sem kristall í formi og sama þarf að vera um meðferð hennar, og þótt Mozart hafi í seinni uppskrift bætt við klarinetfum er yfirleitt ráðið frá þeirri útgáfu, til þess að vernda tærleika hljómsins og forðast þykkan og of rómantískan lit, fyrsti þátturinn varð enda sæt- rómantískur, of hægur og hélt ekki nákvæmlega út upphaf- stempóið. Fráleitt er að slá tvo í Andante-kaflanum, það hefur held ég engum dottið í hug utan nem- anda einum sem á sínum tíma misskildi ummæli Wagners, en við að slá tvo tapar þátturinn sinni eðlilegu hrynjandi og verður sæt- súpa. Menuettinn var heldur ekki í anda þess Mozarts sem maður þekkir og dáir. Nokkuð náði Moz- art sér þó á strik í síðasla þættin- um þrátt fyrir hneigingar og dans- spor Sir Davies á stjórnendapallin- um. Þótt meðferð og aðferðir stjórnandans hafi ekki fallið mér í geð skiptir það litlu máli, aðalatr- iðið er að hljóðfæraleikararnir í hljómsveitinni voru ánægðir með stjórnanda sinn þetta kvöldið. Tón- leikunum lauk með „Orkneyjar- brúðkaupi" eftir Sir Davies þar sem ýmsir úr hljómsveitinni fengu að Ieika listir sínar, en kórónan var skoski sekkjapípuleikarinn George Macllwaham sem labbaði gegn um salinn með sekkjapípu slna og með viðeigandi fótahurði og skemmti það mörgum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.