Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 41
MÓRGUXBI.ADiri ATVINNA/RAÐ/SMÁ 2. AI’llÍL 1992 4Í Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóti ávarpar gesti M-hátíðar. Vogar: Fjölbreytt dagskrá við setningu M-hátíðar Vogum. M-HÁTÍÐ í Vatnsleysustrandar- hreppi var sett við hátíðlega at- höfn í Glaðheimum, Vogum, 1. apríl sl. Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri bauð gesti velkomna og sagði að frá því farið var að undirbúa hátíðina hafi komið í ljós fleiri listamenn í hreppnum en hún vissi um. Erlendur Kristjánsson fulltrúi í menntamálaráðuneytinu setti svo hátíðina formlega. Við setningarathöfnina var boðið upp á fjölbreytt atriði, söng, hljóð- færaleik og upplestur. Þeir sem komu fram voru á fimmta tug, flest heimafólk, sá yngsti aðeins átta ára gamall. Athöfnin var vel sótt eða á þriðja hundrað manns. M-hátíðin mun svo standa yfir næstu vikur og mánuði með menn- ingarviðburðum. Þjóðieikhúsið Bræðurnir Baldvin Hróar og Arnar Daníel Jónssynir leika fjórhent á píanó. heiðrar hreppsbúa með leiksýningu svo eitthvað sé nefnt. - E.G. Fundur um forvarnir lang- vinnra sjúkdóma haldinn hér SERSTOK ráðgjafanefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um stefnumörkun, framkvæmd og þróun Cindi-verkefnisins, sem er alþjóð- legt samstarfsverkefni um forvarninir langvinnra sjúkdóma, hefur haldið ráðgjafafund hér á landi síðustu daga. Island hefur frá árinu 1984 verið aðili að samstarfsverkefninu en alls eru 16 lönd aðilar að því. Hrafn V. Friðriksson, yfirlæknir í heilbrigðisráðuneytinu, er verkefn- isstjóri Cindi hér á landi. Hann seg- ir að fundurinn hafi verið haldinn hér þar sem ákveðið hafi verið fyr- ir nokkru að endurskoða stefnu í forvarnarmálum langvinnra sjúk- dóma með því að heimsækja nokkur lönd og ræða við stjórnendur for- varna í þessum Jöndum og nú sé röðin kominn að íslandi. „Þetta var ákveðið í því skyni að taka saman sameiginlega skýrslu fyrir Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina og Cindi- verkefnið þar sem fram kæmu til- lögur um framtíðarstefnumörkun a.m.k. fram til ársins 2000 í for- vörnum langvinnra sjúkdóma,“ seg- ir Hrafn. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að þrátt fyrir að búið sé að skipu- leggja forvarnir hér á íslandi á mörgum sviðum sé það jákvætt að reyna að líta á áhættuþætti fyrir marga sjúkdóma sameiginlega eins og gert er í Cindi-verkefninu. „Hug- mynd okkar er sú að í framhaldi af þessu verði reynt að sarneina slíkar forvarnir og nú liggja fyrir tillögur um að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur verði notuð sem heilsu- verndarstöð fyrir allt ísland. Þar myndi þessi starfsemi öll koma saman og Cindi-verkefnið yrði sam- einandi skipulagsaðili," segir Páll. Hann segir það mjög gott að fá hóp af fólki hingað til lands til að skoða stöðuna hér og geta gefið Islendingum hlutlausa skoðun á því REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Catchfire". Með aðalhlutverk fara Jodie Foster, Dennis Hopper og Charlie Sheen. Listakonan Anna er eina vitnið að grimmilegu mafíumorði og er nauðbeygð til að flýja til að halda hvernig við stöndum í forvarnar- málum. „Ég lít svo á að það sé mikilvægt fyrir okkur að ’pessi fund- ur sé haldin hér. Það gefur okkur tækifæri á því að fara yfir þetta svið þar sem við fáum fyrirlesara frá mörgum löndum til að fjalla um þessi mál,“ segir Páll. iífi. Hundelt af mafíunni og Alríkis- lögreglunni lifir hún í einangrun og ótta þar til að leigumorðinginn Milo finnur hana. Milo neyðir hana til að gerast ástmey hans eða deyja ella. Anna velur að halda lífi en gerir sér grein fyrir að hún og Milo hafa möguleika á að halda lífi og byija nýtt líf. Einn af aðalleikurum í mynd Regnbogans, Jodie Foster. Regnboginn sýnir kvik- myndina „Catchfire“ Sámhjólp Pálmasunnudagur Almenn samkoma í Þríbúðum í dag kl. 16.00. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður verður Óli Ágústs- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Dagskrá Samhjálpar um páskahátíðina verður sem hérsegir: SkírdagurtAlmenn samkoma kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Vitn- isburðir Samhjálparvina. Ræðu- maður verður Kristinn Ólason. Föstudagurinn langi: Almenn samkoma kl. 16.00. Mikill al- mennur söngur. Ræðumaður verður Gunnbjörg Óladóttir. Páskadagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Samhjálparvinir vitna. Ræðu- maður verður Óli Ágústsson. Allar samkomurnar verða í Þribúðum, félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Barna- gæsla verður á meðan á sam- komu stendur og boðið verður upp á kaffi að henni lokinni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Gleðilega páska! Samhjálp. Audbrckha 2 . Kopawaur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFELAG ÍSLANDS öLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Páskaferðir Ferðafélagsins Ertthvað fyrir alla! 1. 16.-18. april Snæfellsnes- Snæfellsjökull (3 dagar). Frá- bær gistiaðstaða að Görðum í Staðarsveit. Gengið á Snæfells- jökul og einnig verða aðrar göngu- og skoðunarferðir í boði. Pantið tímanlega, sætum fer fækkandi. Fararstjórar: Jóhanna B. Magnúsdóttir og Þorvaldur Öm Árnason. 2. 16.-20. april Landmanna- laugar, skíðagönguferð (5 dag- ar). Gist I sæluhúsinu Laugum. Ferð til Landmannalauga að vetri er ævintýri sem ekki gleymist. Gengið frá Sigöldu. Séð verður um flutning á farangri. Farastjóri: Jón Gunnar Hilmarsson. 3. 16.-20. april Skíðagöngu- ferð: Landmannalaugar-Hrafn tinnusker-Laufafell-Land- mannaleið. Ný spennandi skíða- gönguferð á Torfajökulssvæðinu fyrir vant skiðagöngufólk. 4. 16.-20. apríl (5 dagar) skíða- gönguferð um „Laugaveginn". Ný ferð! Gist í sæluhúsum F.í. Skiðamenn, nú er tækifærið að kynnast „Laugaveginum'' að vetri í öruggri ferð. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 5. 18.-20. apríl Þórsmörk (3 dagar). Gistiaðstaða í Skag- fjörðsskála Langadal er ein sú besta sem gerist í óbyggðum. Fjölbreyttar gönguferðir. Hvíld fyrir þá sem það velja. Farar- stjórar: Gróa Halldórsdóttir og Jóhann Friðbjörnsson. 6. 18.-20. apríl Borgar- fjörður-Húsafell. Gist að Brúar- ási. Gönguferðir, skíðagöngur í uppsveitum Borgarfjarðar. Brottför í allar ferðir kl. 8 að morgni. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Öldu- götu 3. Allir með! Dagsferðir um bænadaga og páska 16. apríl, kl. 13.00 - Vífilsfell. 17. apríl, kl. 11.00 - Strandar- kirkja - Selvogur (ökuferð). 18. apríl, kl. 14.00- Páskaganga fjölskyldunnar (2 klst.). 20. apríl, kl. 13.00 - Flekkuvík- Keilisnes-Staðarborg. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferdir Ferðafélags- ins sunnud. 12. apríl 1) Kl. 10.30. - Þjóðleið 3: Kal- manstjörn - Staðarhverfi. Gamla þjóðleiðin milli Hafna og Grindavíkur. Vel vörðuð leiö og ber greinileg merki þess að um hana hafi margir átt leið fyrrum. Gangan tekur um 5 klst. Verð kr. 1.100,-. 2) Kl. 10.30. - Skíðaganga yfir Kjöl. Ekið að Stíflisdal, gengið þaðan yfir Kjöl, Þrándarstaða- fjall og komið niður við Fossá í Kjós. Gangan tekur um 5 klst. Verð kr. 1.100,-. Nægur snjór - skemmtileg leið - gott útsýni. 3) Kl. 13.00. - Lágafell - Eld- vörp. Ekið að Stapafelli og geng- ið þaðan um Árnastíg að Lága- felli og áfram I Eldvörpin, en þar bökuðu (jarðhiti) Grindvíkingar stundum brauð á árum áður. Áfram verður gengið um Eld- varpahraun og í kvos i hrauninu ber fyrir augu mannvirki, hlaðin byrgi, en um tilurð þeirra hafa ekki fundist öruggar heimildir. Göngunni lýkur við Húsatóttir. Gengið í um 3 klst. Verð kr. 1.100,-. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin (ekki Mörkinni 6). Ókeypis fyrir börn með fullorönum. Ath.: Ný ferð um páska: Skíða- gönguferð um „Laugaveginn", nánar auglýst á sunnudag. Raðgöngurnar til Borgarness hefjast sunnudaginn 26. apríl. - verið með frá upphafi. Ferðafélag Islands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Kristniboðsfélag karla Reykjavík Fundur verður í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60 mánu- dagskvöldið 13. april kl. 20.30. Skúli Svavarsson sér um efnið. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnudag- inn 12. apríl Kl. 10.30. Skfðaganga ílnnstadal. Kl. 13.00. Reykjanes. Ferðir um páskana. Dagsferðir; 16. apríl: kl. 10.30. Skógfellaleið. Kl. 13.00. Höskuldarvellir. 17. apríl: Kl. 13.00. Þingvellir 18. april: Kl. 13.00. Blikastaða- kró. 19. apríl: Kl. 13.00. Naustanes- Þerneyjarsund. 20. apríl: Kl. 9.15. Kirkjugangan. Kl. 13.00. Skiöaganga. Lengri ferðir: 16.-19. apríl: Snæfellsnes- Snæfellsjökull. 16.-20. apríl: Skíðaganga frá Landmannalaugum í Bása. 18.-20. apríl: Páskar í Básum. Sjáumst! Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagaskóli kl. 11.00. Sagan „Jesús frá Nazaret'' sögð í máli og myndum. Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjá unglingastarfs Ffladelfíu. Ræðumaður Theódór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli kl. 11.00. Orð lífsins, Grensásvegi8 Fjölskyldusamkoma kl. 11. Vakningasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! §Hjálpræðis- herinn ) Kirkjustræti 2 Pálmasunnudagur kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20: Samkoma. Ann Merethe Jakobsen og Erlingur Nielsson stjórna og tala. Skírdagur kl. 16: Tónleikar í Neskirkju. Föstudagurinn langi kl. 20: Golgata-samkoma í Neskirkju. Unlingalúðrasveit hjálpræðis- hersins frá Musterinu í Ósló, Einar Höyland majór og fl. taka þátt m. hljóðfæraleik, söng og ræðu. Allir hjartanlega velkcrr.nir. ÍSLENSKI ALPAKLÚBBURINN Myndasýning Heimskunni breski fjallamaður- inn Doug Scott mun halda myndasýningu í bíósal Hótels Loftleiða, þriðjudaginn 14. apríl nk. kl. 20.30. Myndirnar eru úr ferðum hans vlðsvegar að. Hann mun einnig kynna nýútkomna bók sína sem veröur til sölu á tilboðsverði á myndasýningunni. Miðaverð kr. 400. ISALP. ¥kfuk KFUM Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 í kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58. Upphafsorð og bæn: Ragnhildur Gunnarsdóttir. Ræðumaður: Ólafur Jóhanns- son. Allir velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉIAGA ,mir VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Fjölskyldusamkoma kl. 11.00, Björn Ingi Stefánsson prédikar. Almenn samkoma kl. 16.30, Einar Gautur Steingrimsson prédikar, Almenn samkoma kl. 20.30, Björn Ingi Stefánsson prédikar. Ath. Nýtt. Miðvikudagur 15. apríl kl. 17.30, séra Halldór S. Gröndal verður með biblíulestur. Allir velkomnir. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Nýja postulakirkjan íslandi Ármúla 23, 2.h., 108 Reykjavík. Guðsþjónusta verður hald- in pálmasunnudag kl. 11.00. Ritningarorð: „Þér hlið, lyftið höfðum yðar hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga." (Sálmarnir 24.7.) Verið velkomin. Hákon Jóhannesson, safnaðarprestur. □ GIMLI 599213047 - 1 Frl. □ MÍMIR 599204137 = 1 FRL. HELGAFELL 59924137 VI 2 I.O.O.F. 10 = 1734138Ú2 = Kripalujóga Kripalujóga hentar öllum óháð kyni, aldri, þyngd eða stærð. Teygjuæfingar, öndun, hug- leiösla og slökun. Byrjendanámskeið hefjast eftir páska. Upplýsingar í síma 679181 milli kl. 17.00 og 18.00. Frímerki Hver hefur áhuga á að skipta á frímerkjum, sérstaklega á notuð- um umslögum, fyrir frimerki, peninga o.s.frv.? Vinsamlegast skrifið á ensku, þýsku eða frönsku til: Chris Markus, Lyndakkers 31, 5672 CA Nuenen, Holland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.