Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
Áldarminning:
*
Asa Guðmunds-
dóttir Wright
Ása Wright var ein þeirra ís-
lensku kvenna, sem dvaldist mestan
hluta ævi sinnar erlendis, en hélt
þrátt fyrir það ávallt mikilli tryggð
við æskuslóðir og talaði og skrifaði
hreina og góða íslensku. Hún var
raunverulega mjög stolt af því að
vera íslendingur og hélt uppi nafni
landsins þar sem hún gat komið
því við, enda þótt hún dveldist ára-
' tugum saman á erlendri grund og
hefði sjaldnast aðstöðu til að hafa
samskipti við nema örfáa íslend-
inga.
Ása var fædd á Laugardælum
12. apríl 1892. Foreldrar hennar
voru hjónin Arndís Jónsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson héraðs-
læknir, sem löngum var kenndur
við þau héruð sem hann þjónaði,
bæði Laugardæli og síðar Stykkis-
hólm. Móðir Ásu, Arndís, var dóttir
Jóns Péturssonar háyfirdómara frá
Víðivöllum í Skagafirði og síðari
konu hans, Sigþrúðar Friðriksdótt-
ur Eggerz frá Ákureyjum í Breiða-
firði. Var Arndís því systir þeirra
Friðriks og Sturlu, sem oft voru
kallaðir Sturlubræður, og einnig
systir Þóru, konu Jóns Magnússon-
ar forsætisráðherra. Faðir Ásu,
Guðmundur læknir, var sonur síra
Guðmundar Jónssonar á Stóruvöll-
um á Landi og konu hans Ingibjarg-
ar Jónsdóttur prófasts á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð. Börn þeirra Guð-
mundar og Arndísar, systkini Ásu,
dóu sum í frumbernsku, en önnur
í blóma lífsins. Sturla dó 26 ára,
ungur stúdent (f. 26.8. 1883, d.
15.6. 1910), Sigþrúður, tvítug
stúlka (f. 13.12. 1884 d. 15.6.
1905), Ingi kornungur (f. 3.2. 1886
d. 5.3. 1887) og síðan Þóra, rúm-
lega þrítug kona (f. 5.4. 1888 d.
14.11. 1918), sem gift var Oddi
Hermannssyni, skrifstofustjóra.
Ása var yngst þeirra systkina og
sú eina sem náði háum aldri.
Ása var sem unglingur í Stykkis-
hólmi og fylgdi þá oft föður sínum
í sjúkravitjanir og kynntist þar
traustum handbrögðum læknisins,
en Guðmundur, faðir hennar, var
talinn sérlega laginn skurðlæknir.
Þessi kunnátta hennar og umönnun
sjúkra átti síðar á lífsleiðinni eftir
að koma henni að góðum notum.
Guðmundur var einnig mikill
frammámaður um garðrækt og
fjutti tré og runna til landsins, sem
Ása aðstoðaði hann við að gróður-
setja, svo þar kynntist hún”garð-
ræktarstörfum. Sem ung stúlka
dvaldist Ása i Reykjavík hjá móður-
systur sinni Þóru og eiginmanni
hennar, Jóni Magnússyni, forsætis-
ráðherra. Þau hjón voru barnlaus
og varð Ása þeim mjög handgengin
á þessum árum. Aðstoðaði hún
frænku sína við móttöku gesta eins
og með þurfti og lærði hún þar að
viðhalda rausn og myndarskap á
gestkvæmu heimili. Dugnaður og
virðuleiki var henni í blóð borinn
og uppeldið og skólunin, sem hún
fékk þarna hjá frænku sinni og eig-
inmanni, reyndust henni haldgott
veganesti og notadijúg þekking
þegar hún fór sjálf að standa fyrir
heimili. Athygli vakti hve hún var
heilsteypt og glæsileg ung stúlka.
Þau hjón Þóra og Jón Magnússon
komu Ásu síðan fyrir hjá vinafólki
sínu í Englandi til þess að leyfa
henni að kynnast þar enskum siðum
og tungu. í framhaldi af þeirri dvöl
lærði Ása hjúkrun við Middlesex-
sjúkrahúsið í London og lagði þar
stund á Ijósmæðrafræði.
Á ferð til íslands varð hún eitt
sinn samskipa ungum, enskum lög-
fræðingi, sem hét Henry Newcome
Wright (f. 5.4. 1886). Var hann að
skrifa doktorsritgerð um sögu laga-
setninga og trúarreglugerða og
hafði hann hug á því að sjá hinn
forna þingstað íslendinga. Heim-
sótti hann forsætisráðherrann í
Reykjavík og þar sá hann aftur Ásu
ferðafélaga sinn. Tókst þá með
þeim kunningsskapur, sem leiddi til
þess, að þau gengu í hjónaband í
London 5.9. 1917.
Newcome hafði þá tekið þátt í
fyrri heimsstyijöldinni og verið í
skotgröfum í Frakklandi, þar sem
hann hafði orðið fyrir gaseitrun.
Hlaut hann af því varanlegt heilsu-
tjón og var upp frá því veill í lung-
um.
Ungu hjónin settust nú að á
Cornwall-skaga á suðvestanverðu
Englandi, þar sem Newcome tók
að sér að sjá um miklar jarðeignir
og byggingar fyrir breskan stór-
eignamann, sem búsettur var á
Nýja-Sjálandi. Þau Ása og
Newcome reistu sér bú í gömlu,
virðulegu húsi sem hét Cuddra og
var í úthverfi bæjarins St. Austell,
en jarðeigandinn átti meðal annars
hluta af lóðum þessa bæjar og við-
áttumikið land, sem náði niður að
ströndinni ásamt kalknámum svæð-
isins. Var mikið starf að annast
rekstur þessara eigna, en auk þess
vann Newcome á lögfræðiskrifstofu
í London.
Byggt var hótel við ströndina og
reist klúbbhús til samkvæma og
innileikja og lögðu hjónin fé til
þeirrar byggingar. Auk þess var
Ása ötul við að leigja út hús við
sjóinn fyrir sumardvalargesti.
Keypti hún húsgögn á fornsölum,
málaði þau sjálf og standsetti og
kom öllu fyrir á vistlegan hátt. Sá
hún sjálf um útleigu og rekstur
þessara húsa.
Hún stofnaði kvenfélag á svæð-
inu og byggði samkomuhús fyrir
konur staðarins (Cuddra Womens
Institute for Home and Country).
Var hún formaður þess félags í
mörg ár. Strax við komuna þangað
hóf Ása að skipuleggja og rækta
upp lystigarð í kring um húsið.í
Cuddra og varð sér úti um plöntur
til gróðursetningar úr Kew-gras-
garðinum í London. Tókst henni að
gera þarna mjög skrautlegan og
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og raðgjöf
um
BS.HELGAS0NHF
STEINSMIÐJA
SKBMWEGI 48'SlMI 76677
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöf ða 4 — sími 681960
sérstæðan tijágarð með blómalund-
um og matjurtareitum og auk þess
ræktaði hún hunangsflugur í búrum
og hafði endur og perluhænur í
gerði. Heimilið varð í höndum henn-
ar að óðalsetri, þar sem allt var
með glæsibrag og virðuleik innan.
húss sem utan. Þau hjón voru mjög
samhent um að velja fagra muni í
heimilið og Ása fékk meðal annars
marga eigulega ættargripi frá for-
eldrum sínum og skyldfólki, þannig
'að í Cuddra ríkti blanda af enskri
hefð og íslenskum embættismanna-
brag. Það þurfti margt þjónustufólk
til' þess að_ halda húsi og garði í
horfinu og Ása fékk íslenskar stúlk-
ur sér til aðstoðar við heimilishald-
ið. Eru nokkrar heiðurskonur hér á
landi, sem eiga góðar minningar frá
þessum árum í Cuddra og hafaþær
ugglaust lært margt af stjórnsemi
og framtaksþrótti Ásu.
Þetta blómaskeið Ásu tók samt
snöggan enda. Seinni heimsstyij-
öldin skall á og þar með lagðist
niður allur hótelrekstur og strandlíf
í sunnanverðu Englandi. Eiginmað-
ur Ásu varð að láta af störfum sem
rekstrarstjóri eignanna og þau hjón
fluttu til London. Urðu þá mikil
umskipti í lífi þeirra. Ása tók að
starfa við ritskoðun og þurfti að
vera langdvölum í Liverpool. Þau
ráðgerðu nú breytingar á högum
sínum. Newcome hafði ungur mað-
ur farið til Suður-Ameríku, til þess
að hafa eftirlit með rekstri á
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
tinnámum. í þeirri ferð hafði hann
safnað ýmsum náttúrugripum og
varð snortinn af þessum heims-
hluta. Nú langaði hann til þess að
flytjast eitthvað þangað vestur og
dveljast í hitabeltisloftslagi bæði
vegna heilsu sinnar og einnig vegna
áhuga á náttúruskoðun. Þeim
fannst Vestur-Indíur Breta gætu
verið ákjósanlegur staður.
I lok styijaldarinnar fóru þau því
fyrst siglandi með alla búslóð sína
norður til íslands og dvöldust hér
sumarið 1945, en héldu svo áfram
á skipi vestur til Bandaríkjanna og
hafði Ása þá föður sinn háaldraðan
með sér í förina. Eftir skamma
dvöl í New York-borg var síðan enn
haldið siglandi suður í Karíbahaf
til Trinidad, en sú eyja var þá í
eigu Breta.
Þarna á eynni leituðu þau um
sinn að landsvæði, en festu að lok-
um kaup á bújörð, sem lá hátt í
dalverpi, uppi við jaðar á frumskógi
fjalllendisins norðanvert á eynni.
Hét þetta óðal Spring Hill Estate.
Á landinu var reisulegt, einlyft
íbúðarhús byggt úr steini og timbri.
Inni var hátt til lofts og vítt til
veggja, stórar stofur og rúmgóð
verönd. Setrið stóð hátt í fjallshlíð
frammi á brekkubrún og sást þaðan
yfir skógivaxið dalverpið. Skammt
frá voru hús fyrir starfsfólk, skúrar
fyrir búfénað og þurrkhjallar og
geymslur fyrir uppskeruna.
Á plantekrunni var ræktað kaffi
og kakó, bananar og allskyns sítr-
usaldin. Einnig uxu þar ýmsar teg-
undir rótarávaxta og sjaldséð aldin
voru tínd til heimilisþarfa. Þarna
var allmargt í heimili, þeldökkt
starfsfólk vann við uppskeru og
reyndi að sporna við innrás frum-
skógarins, sem stöðugt ógnaði öllu
ræktuðu landi.
Á Trinidad er hitabeltisloftslag
með miklum raka og daglegu regni,
en þarna uppi í fjalllendinu er þoku-
samara heldur en á láglendinu og
er því minni sólarsterkja þar um
miðjan daginn. Á kvöldin gat því
oft verið notalegt að sitja úti á ver-
öndinni.
Skógi vaxinn dalurinn var iðandi
af lífi. Sporðdrekar, kóngulær og
slöngur skriðu um svörðinn, en í
tijákrónum kviðruðu litskrúðugir
fuglar. Svæðið var undraheimur
fyrir náttúruskoðara. Meðal annars
voru þarna á landareigninni hellar
með leðurblökum og þar átti einnig
heima mjög sjaldséður fugl, sem
innfæddir nefndu djöflafuglinn. Er
hann sérstæður að því leyti, að fugl-
inn getur flogið í myrkri eftir berg-
málshljóðum. Var þetta eini staður-
inn á eynni þar sem auðvelt var að
skoða þennan fugl.
Margt var við að vera og undu
þau hjón dvöl sinni í þessu litríka
umhverfi. Þau ráku plantekruna og
seldu afurðir til höfuðborgarinnar,
Port of Spain.
Guðmundur faðir Ásu lést þama
f Trindad 22.7. 1946 og nokkrum
árum síðar andaðist dr. Newcome.
Stóð Ása þá ein fyrir búrekstrinum
og vann af annálaðri stjórnsemi og
skörungsskap. Gengu af henni ýms-
ar sögur um ráðsmennsku eða af
hjúkrunarstörfum hennar og
umönnun á fólkinu sem bjó í ná-
grenni setursins, svo að hún varð
brátt að þjóðsagnapersónu á eynni.
Litið var til hennar sem höfðingjans
í Arimadalnum og eins var talið að
hún færi sínu fram í umferðinni í
höfuðborginni, þegar hún ók þar
um á gamla pallbílnum sínum.
Fór Ása nú að fá æ meiri áhuga
fyrir náttúrufriðun og skrifaði hing-
að hvatningarorð um þær hugsjónir
sínar. Hún tók að hýsa á setri sínu
náttúruskoðara, sem komu til þess
að kanna lífið í skóginum og voru
í leit að furðufuglum eða öðrum
undrum þessa sérstæða svæðis.
Bætti hún nú aðstöðuna fyrir mót-
töku dvalargesta og að lokum var
hún farin að starfrækja þarna gisti-
heimili fyrir fuglaskoðara. Kom fólk
víðsvegar að úr heiminum til þess
að skoða eða rannsaka og ýmsir
rituðu bækur um staðinn, þar sem
þeir geta um framlag Ásu og að-
stoð hennar.
Þegar aldurinn færðist yfir Ásu
tók hún að senda ýmsa merkismuni
úr búi sínu heim til íslands og gefa
Þjóðminjasafninu. Voru það einkum
gamlir ættargriþir, sem hún vildi
að varðveittust á íslenskri grund.
Þau hjón höfðu átt góðan bóka-
kost, einkum enskar bækur um
náttúrufræði og ferðasögur, en
einnig íslensk rit. Þessar bækur gaf
hún annars vegar á bókasafnið í
Stykkishólmi, en einnig sendi hún
bækur til Forseta íslands á Bessa-
stöðum. Að lokum fór svo, að hún
seldi einnig búgarðinn samtökum
náttúruverndarmanna. Hún gerði
um leið jörðina að friðlandi og hús-
in urðu aðsetur fyrir fuglaskoðara.
Stofnaður var félagsskapur um
eignina og heitir staðurinn nú Ása
Wright Nature Centre.
En Ása vildi auk þess að and-
virði eignarinnar kæmi íslendingum
að notum. Fyrir hluta fjárins stofn-
aði hún því verðlaunasjóð við Vís-
indafélag íslendinga. Ber sjóðurinn
nafn hennar og er til minningar um
eiginmann hennar og nokkur náin
ættmenni. Sjóðurinn veitir árlega
viðurkenningu íslenskum vísinda-
manni, sem unnið hefur veigamikið
afrek á Islandi eða fyrir ísland. Eru
þessi verðlaun veitt í minningu
hennar og nefnd Ásuverðlaun, en
verðlaunaþegarnir hafa verið kall-
aðir Æsir. Höfðu nú á síðasta ári
tuttugu og þrír aðilar hlotið verð-
laun úr sjóðnum.
Annar hluti fjárins fór til þess
að stofna sjóð við Þjöðminjasafn
íslands. Hefur sá sjóður það mark-
mið að stuðla að því að hingað
megi bjóða erlendum fræðimönnum
til að flytja fyrirlestra á vegum
safnsins um þætti úr norrænni
menningu er snerti ísland. Eru
þessir fyrirlestrar, sem haldnir hafa
verið, gefnir út á prenti á vegum
Þjóðminjasafnsins.
Ása bjó um tíma á búgarðinum
eftir þessi eigandaskipti á jörðinni.
Fannst henni þá að hún mætti
nokkru mótlæti. Tók heilsu hennar
þá að hraka enda aldurinn að fær-
ast yfir hana. Hún andaðist 6. febr:
úar 1971 nær 79 ára að aldri. í
eftirmælum, srm Dr. Kristján Eld-
járn ritaði um Ásu, lýkur hann orð-
um sínum á þessa leið: „Hún geymdi
Island í huga sér og bar hag þess
og heiðnr fyrir bijósti. Ég sá hana
aldrei, en í bréfum hennar kynntist
ég óvenjulega heilum og hreinskipt-
um persónuleika og miklum og góð-
um íslendingi þrátt fyrir ævilanga
útivist. Það verður dálítill íslenskur
reitur þar sem Ása Guðmundsdóttir
Wright hvílir, við hlið manns síns
og föður, í Spánarhöfn á Þrenn-
ingarey."
Ásu mun þó verða lengi minnst
vegna verka sinna. Enn skartar
óðalið á Cornwall hinum fegursta
garði. Náttúruskoðayar njóta stöð-
ugt aðhlynningar í Ásusetri við at-
huganir sínar á lífríkinu í Trinidad
og um mörg ókomin ár munu sjóð-
irnir, sem hún stofnaði hér á landi,
vafalaust veita vísindamönnum
heiðursverðlaun og stuðla að því
að gera fræðimönnum kleift að
upplýsa landsmenn um ýmsa þætti
í norrænni menningu. Þannig rætt-
ist sá draumur Ásu Guðmundsdótt-
ur Wright að geta orðið landi sínu
að nokkru liði þrátt fyrir ævidvöl á
erlendri grund.
Sturla Friðriksson.