Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 VÆNTANLEGAR URLAUSNIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Staðráðin í að einbeita mér HVORT sem rætt var við skólafólk. fagfólk í félagsmálum eða í heilbrigðiskerfinu, eru allir sammála um að brýnna úrbóta sé þörf í málefnum barna. í frumvarpi til nýrra laga um vernd barna og ungmenna er gert ráð fyrir, að barnaverndarmál flytj- ist yfir í félagsmálaráðuneytið. í tilefni af því leitaði blaðamað- ur svara um væntanlegar úrlausnir hjá Jóhönnu Sigurðardótt- ur, félagsmálaráðherra. Jóhanna segir okkur vera langt á eftir öðrum þjóðum varð- andi skipulag, fræðslu, rannsóknir og fjármagn sem lagt er til barna- verndar- og uppeldismála. „Það fjármagn sem við leggjum til barnaverndarmála er mjög lítið miðað við annarstaðar," segir Jó- hanna, „svo dæmi sé tekið fær Barnaverndarráð aðeins brot af því sem Jafnréttisráð fær til ráð- stöfunar. Og í öllu fyrirbyggjandi forvarnarstarfi varðandi vemd barna og ungmenna erum við langt á eftir öðrum þjóðum. Ef við skoðum útgjöld til félags- mála, þá er þar sama sagan. Skýrslur frá '87 sýna að við leggj- um 0,66% af vergri þjóðarfram- leiðslu í þjónustu við börn og ungl- inga, á sama tíma og Svíar og Danir eru með um 2%. Félagsleg útgjöld hins opinbera fyrir árið ’91 eru 10,2% af vergri þjóðarfram- leiðslu miðað við 15,7% meðaltal í 11 OECD-löndum. í þessum út- gjöldum eru innifaldar styrkveit- ingar til einstaklinga, öll félagsleg aðstoð og lífeyrisgreiðslur. — Hvernig stendur á þessu? „Það er annað sem hefur meiri forgang í þessu þjóðfélagi. Svo virðist sem mannleg verðmæti séu á undanhaldi. Menn átta sig ekki alltaf á hvað þetta kostar okkur í auknum útgjöidum til heilbrigð- is- og félagsmála að rækta ekki betur barnaverndarmál og for- varnarstarf í því efni.“ Afleiðing þess að þrengja svo að heimilum og fjölskyldu sem við kröppustu kjörin búa, að þau eigi ekki fyrir brýnustu framfærslu heimilis og barna sinna, þrátt fyr- ir mikið vinnustrit, er oftast upp- lausn heimilis, ofbeldi á ýmsum sviðum, vímuefnavandamál og jafnvel sjálfsvíg. Hættum að tala um unglinga- vandamál! Beinum sjónum og úr- lausnum að rótum vandans, þjóð- félaginu sjálfu sem skapar vanda- mál unglinganna. — Hvað kosta þau þjóðfélagið þegar upp er stað- ið? Að ekki sé minnst á að fótum er troðin lífshamingja og sálar- heill þeirra sem í „þessu lenda, — oft barnanna“ þar sem óöryggi og umhyggjuleysi uppvaxtarár- anna fylgir þeim um alla framtíð. Þegar er farið að undirbúa móttöku þessa málaflokks hjá ráðuneytinu. Félagsmálaráðu- néytið er að vinna að athugun á aðstæðum vegalausra barna og um fjölda þeirra sem verst eru stödd. Og Jóhanna er með ákveðn- ar hugmyndir hvernig hún ætlar að standa að úriausn þessara mála. „Mikill áhugi er á þessum mála- flokki innan ráðuneytisins. Og í frumvarpinu er gert ráð fyrir sér- stakri deild í ráðuneytinu fyrir þessi mál. Barnaverndarmál hafa lengi verið vanrækt, en það er hægt að gera miklu meira í þeim. Fái ég til þess tækifæri, er ég staðráðin í því að einbeita mér mjög í þessum málum, ekki síst vegna vegalausu barnanna." — Fellur þetta inn í verksvið ráðuneytisins? „Við erum með fé- lagsþjónustu sveitarfélaga sem fellur mjög vel að þessum mála- flokki. Á íslandi eru 200 sveitarfé- lög, mörg það lítil að þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna félagslegri þjónustu og ekki úrræði til að liðsinna heimilum og fjölskyldum sem eru í upplausn vegna ýmissa félagslegra vanda- mála. Þessu þarf að breyta. Til dæmis hef ég lengi talið rekstur Unglingaheimilis ríkisins óheppilegan vegna greiðslu hárra gjalda með hveijum einstaklingi sem minni sveitarfélög ráða ekki við. Plássin hafa því ekki verið nýtt sem skyldi. Nú er verið að vinna að því, að ríkið taki að sér rekstur, en sveitafélögin sjái um aðra þætti eins og akstur fatlaðra bama. Með nýjum lögum er líka verið Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. að fækka barnaverndarnefndum niður í 30 á vettvangi héraðs- nefnda. Með því móti fæst fleira fagfólk inn í nefndirnar sem á að skila sér aftur í árangursríkara starfi.“ Nauðsynlegt er líka að vinna að því að koma á fót skammtíma- vistun barna ti! að taka við börn- um, kannski í 2-4 mánuði vegna tímabundinna erfiðleika á heimil- um, þegar ýmiskonar félagsleg vandamál forsjáraðila eða for- eldra koma upp. Dæmi: Áfengis- eða sambúðaivandamál sem or- saka óöryggi og vanlíðan hjá börnum.“ Nú er rætt um að stór hluti vandans séu börn einstæðra mæðra. — Hvað getur þjóðfélagið gert til að aðstoða konu með venjuleg konulaun, um 60 þúsund kr. á mánuði? Af þessu þarf hún kannski að borga um 35 þúsund kr. — Hvað verður eftir til fram- færslu barnanna? Og hvaða tíma hefur hún til að sinna þeim, ef hún þarf að vinna myrkranna á milli? „Það er rétt. Rótin að meininu liggur oft þarna. Um 70-80% af launum einstæðra mæðra fara iðúlega í húsaleigu. Ég vil koma á aðstoð við leigjendur, svo sem húsaleigubótum. Og auka fram- boð á leiguhúsnæði. Alltof margir einstæðir foreldrar búa við óör- yggi í húsnæðismálum. Tíðir bú- ferlaflutningar gera börnin rót- laus. Þegar þrengir að í þjóðfélag- inu, verða svona mál alltaf um- fangsmeiri." — En hvernig á að aðstoða fjöl- skylduna? „Á vegum ráðuneytis- ins er starfandi nefnd til að und- irbúa ár fjölskyldunnar ’94. í tengslum við hana verður mótuð stefna í málefnum fjölskyldunnar. Árið ’87 flutti ég frumvarp um skipulagðan lagagrundvöll undir fjölskylduráðgjöf sem ekki var gaumur gefinn. Kannski er tíma- ‘ bært að bera slíkt frumvarp fram aftur,“ segir Jóhanna. Og hún talar um hvað brýnt sé að móta stefnu í fjölskyldumál- um. Að alveg skorti heilsteypta stefnumótun í málefnum fjöl- skyldunnar. Það þurfi að gera meira af því að athuga ýmsar lagasetningar með tilliti til hvaða áhrif þær hafi á fjölskylduna. — Hvað með rekstur meðferð- arheimilis og umboðsmann barna? „Stofnun á embætti umboðs- manns barna er mál sem þarf að athuga vel,“ segir Jóhanna. „Það hefur verið að þvælast inni á Al- þingi, en ekki fengið afgreiðslu. Allt sem kostar peninga er sein- unnið,“ segir hún brosandi. Jóhanna segist vænta að rekst- ur heimilis fyrir vegalaus börn fái farsæla lausn í samráði við sveit- arfélög og samtökin Barnaheill. „Við þurfum bæði heimili fyrir börn sem eru svo illa farin af ör- yggis- og umhyggjuleysi að þau þurfa langtímadvöl. Sem betur fer eru það fá börn. Síðan er stærri hópur sem dugar öruggt um- hverfi og meðferð á slíku heimili í 1-2 ár, áður en þau snúa aftur til foreldra eða fósturforeldra," segir Jóhanna. „Það er mjög mik- ilvægt að þetta verði heimili, ekki stofnun. íslenskt meðferðarheim- ili má aldrei líkjast munaðarleys- ingjahæli!" Að trúa á framtíðina Á VEGUM Unglingaheimilis ríkisins er starfrækt unglingaráðgjöf í Síðumúla 13. Að auki er móttökudeild, meðferðarheimili, fjöl- skyldusambýli og Tindar, meðferðarstofnun fyrir unglinga í vímu- efnavanda sem var opnað í fyrra. Við litum inn hjá hjónunum Finni og Fanneyju sem reka fjölskyldusambýli fyrir 5 unglinga. Hjá Fanneyju og Finni er nota- legt og fallegt heimili. Hjónin drífa mig inn í litla setu- stofu, „það er þrifdagur hjá okkur í dag,“ segja þau, „og við verðum að koma krökkunum af stað í hús- verkin. Álengdar heyri ég verka- skiptingu á ræstingu í stofu og eld- húsi. Síðan hefst líflegt glamur með ryksugu og bónklút. Hreina lyktin fyllir vitin. Á meðan er spjallað yfir kaffibollum. Hress andblær fylgir hjónunum Finni og Fanneyju. Unglingar eru ekki sviknir sem eignast heimili hjá þeim. „Get gefið mikið, ef ég finn mig ráða við það,“ segir Fanney, „en við reynum að koma þeim skiln- ingi inn strax, að við erum ekki foreldrar til frambúðar." „Við gefum þeim ákveðið tilboð," segir Finnur. „Hjá okkur fá þau öryggi, fast heimili og stuðning við að ná tökum á lífi sínu. Víð búum hér með tvo syni okkar, 5 og 17 ára, svo að þau ganga inn í venju- legt fjölskyldulíf sem flest þeirra þekkja ekki. Skilyrði af okkar hálfu er, að þau stundi skóla eða vinnu. Við gerum líka þá krofu, að þau stefni á einhver samskipti við for- eldra. Til. að byija með segja þau oft, að þau ætli aldrei að tala við mömmu og pabba framar. En við leggjum mikla áherslu á tengingu við þeirra eigin fjölskyldu og márk- vissar heimsóknir. Mikið atferlistrufluð börn getum við ekki tekið. Og við gerum kröfur um almennar umgengnisreglur á heimili. Flestum er vísað hingað af öðrum deildum Unglingaheimilis- ins. Einnig hafa krakkar sótt um sjálf. Og færri komast að en vilja. Á íslandi eru mörg börn sem eiga hvergi heima og mjög stór hópur sem nýtur engrar heimilisforsjár,“ segja hjónin með áherslu. „Við tölum við krakkana og reynum að ■VEGALAUS BÖRN Foreldrarnir á fjölskyldusambýlinu, Finnur Guðsteinsson og Fanney Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg fá sem bestar upplýsingar um þau, áður en þau ganga inn í ljölskyld- una. Yfirleitt eru þau hjá okkur frá 8 mánuðum upp í 2 ár. Dvölin mið- ast við að gera þau fær um að ganga óstudd út í lífið.“ Hverju viltu breyta? — Hvað vantar þessa krakka? „Fyrst og fremst hlýju og ástúð, öryggi og að þau séu virt,“ segir Fanney. „Eitthvað hefur brostið í tilfinningalegum samskiptum. Oft tekur langan tíma að vinna trúnað þeirra. Oft er mikið vonleysi um að geta myndað tengsl og náð trún- aði við annað fólk.“ „Erfiðast er að fá þau til að trúa á sig sjálf,“ segir Finnur. „Ég get þetta ekki,“ er gjarnan viðkvæðið. Ef eitthvað mistekst, þá er sagt með uppgjafartón: „Ég vissi þetta, þetta hefur alltaf verið svona.“ Ef okkur tekst að fá krakka til að mæta reglulega í skóla, þá fer námsárangur oft að skila sér. Lykil- atriði til að rétta við skólagöngu þessara krakka er mikið samstarf við skólann. „Þau trúa því varla sjálf, ef þau fá „ágætt“ í mæt- ingu,“ segja Fanney og Finnur hlæj- andi. „Það er greinilega þar sem skórinn kreppir." — Hvernig farið þið að, spyr ég? „Fá þau til að sættast við fortíðina og horfa með bjartsýni fram á veg- inn,“ segja hjónin samhljóða. Og þau eru ávallt reiðubúin til að setj- SJÁ BLAÐSÍÐU 14 '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.