Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 Að trúa... ast niður með krökkunum og ræða málin. „Við spyijum gjarnan, hveiju þau vilji breyta? Ef eitthvað fer að ganga vel, þá þora þau ekki að trúa því. „Að allt gangi vel, það getur ekki verið!“ Þau eru svo vön því að allt bregðist," segir Finnur alvar- lega. Ahugamál og reglubundið líferni Og hjónin halda áfram að segja frá þessu sérstæða fjölskyldulífi. Áhugamálin eru næst á dagskrá. „Það verður að vinna úr áhugamál- um eins og öðru,“ segir Finnur bros- andi. Og þau segja frá einum sem aldrei hafði gert annað en sitja yfir myndböndum, þegar hann kom í fjölskylduna. „Við' sendum hann strax á myndbanda-námskeið," segir Fanney og bætir við „hann varð að gera sér grein fyrir eðli áhugamálsins!“ Annars segjast þau fara reglu- lega saman í líkamsrækt, útilegur og gönguferðir. Eru nýkomin úr skíðaferð frá Akureyri. Og sl. sum- ar fóru þau öll í gönguferð um Snæfelisnes. „Þá var sagnaþulur mikill í för með okkur, sem varð yfir sig hrifinn af krökkunum," seg- ir Finnur. „Hann og þau náðu svo vel saman, að ferðin varð lengri en ætlað var í upphafi." „Við vinnum saman eins og venjuleg fjölskylda," segja Fanney og Finnur, „og í svona stórri fjöl- skyldu verður að vera regla á hlut- unum! Æði oft er sagt: „Þarf ég að gera þetta núna? — Má ég ekki gera það á morgun?“ „Á rnorgun" gildir ekki í okkar fjölskyldu,“ segja hjónin kímileit. „Þriðjudagur er þvottadagur og miðvikudagur þrif- dagur. Eldhúsdaginn undirbúa þau sjálf. Flest þeirra eru komin úr takt við eðlilegt mataræði, en hollur Þau skemmta sér gjarnan með gítarleik, krakkarnir í Einholtsskóla, enda er gítarleikur valgrein í skólanum Morgunblaðið/KGA matur er lagður á borð og þetta ætlum við að borða í dag!“ I „geggjaðri“ vörn Við bendum þeim á, hvernig hægt sé að lifa eðlilegu lífi,“ segja Finnur og Fanney. „Margir ungl- ingar eru með hart yfirborð út á við. Klæðast leðurfatnaði með alls- konar táknum um fordóma sem heldur fólki frá því að reyna að nálgast þau. En oftast býr lítið að baki. Við höfum valið að leggja bann við slíkum fatnaði og vegg- skreytingum í herbergjum þeirra meðan þau dvelja hjá okkur, til þess að auðvelda þeim tengsl við annað fólk.“ Hjónin eru sammála um að þetta sé mikið starf, stundum erfitt en mjög gefandi. „Við fáum alveg fullt til baka,“ segja þau. „Unglingarnir okkar stefna að ákveðnu markmiði. Ef þau sigra, þá fögnum við með þeim.“ En bæði viðurkenna, að stundum séu þau örþreytt. „Oft mætir maður höfnun og fyllist von- leysi. Vonbrigðin eru oft alveg ofsa- leg. Hjá okkur er þriðji starfsmaður (uppeldisfulltrúi) sem leysir okkur af og hefur sömu ábyrgð. Án hans væri álagið okkur ofviða. Unglinga- heimilið er með markvissa hand- leiðslu og ráðgjöf fyrir starfsfólk sitt til að okkur líði vel í starfi. Og þangað leitum við ef erfiðleikar eru miklir. Maður endist miklu lengur þannig," segja þau, „það má ekki brenna upp í starfinu. Maður er einskis virði, ef maður er brotinn sjálfur." Námið, lykill út í lífið EINHOLTSSKÓLI er sérskóli á vegum ríkisins sem tekur 15 nemendur á aldrinum 13-16 ára. Þar er Guðlaug Teitsdóttir skólastjóri. Y- ▼ H ið spyijum Guðlaugu, hvern- ig krakkar veljist í skólann. Og hún svarar til að allir hafi „dott- ið“ út úr almenna skólanum og langflestir eigi þá sögu að baki að hafa mætt illa í skóla og/eða geng- ið illa lengi. En að erfiðleikar þeirra í námi hafi ekkert með greind að gera. Aðalástæðan sé í stuttu máli sú, að krakkana hefur skort öryggi og fastan ramma og kemur þar margt til. T.d. megi nefna skort á samvinnu á milli skóla og heimilis, tímabundna eða langvarandi erfið- leika á heimili, flakk á milli skóla vegna búsetubreytinga o.fl. Krakk- arnir hafa hvergi náð að festa ræt- ur og þar með ekki öðlast nauðsyn- legt öryggi eða viðurkenningu í jafnaldra hópnum eða í sambandi við skólanámið. VCRKSMIÐJUSALA í húsi Sjóklæðagerðar íslands hf. Skúlagötu 51 Mikið úrval allskonar hlífóarfata ó allan aldur Útlitsgallað - Eldri og yngri gerðir: A Regnfainaður - barna - kvenna - karla A Sportfatnaður - öndunarefni o.fl. A Kappfatnaður - á allan aldur jV Kuldafatnaður - loöfó&raö - vattfóöraö A Sportkuldafatnaður fyrir vélsleöamenn ☆ Vinnufatnaður - Samfestingar - buxur - jakkar - sloppar A Vinnuvettlingar - ótal geröir Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri Einholtsskóla. „En það er hægara sagt er gert að skapa öryggi og ramma,“ heldur hún áfram. „Samfélagið sem við lifum í er miskunnarlaust. Tengsla- leysi og sívaxandi samkeppni, sam- hjálp innan fjölskyldna og samfé- lags er á undanhaldi. — Hvað með náungakærleikann? Við vitum af erfiðleikum í næsta húsi, en ætl- umst alltaf til að einhver annar bjargi málum. Krakkana vantar oft einhvern sem þau geta skilyrðis- laust leitað til og treyst. Foreldrar hafa ekki eða gefa sér ekki tíma fyrir börnin. Og það er .síður en svo gert of mikið úr erfið- um aðstæðum einstæðra mæðra til að ala upp börn sín.“ Og Guðlaug segir vera fullt af fátæku fólki á íslandi. Varpar fram þeirri spurningu, — hvernig einstæð móðir eigi að borga húsaleigu, hafa ungling og kannski fleiri börn á framfæri — á venjulegum „konu- launum" sem eru um 60 þúsund krónur á mánuði? í slíkri aðstöðu sé aukavinna lífsnauðsyn. Að ótrú- lega margir búi við aðstöðuleysi í húsnæði o.fl. Það er ekki að undra þó að konui' gefist upp. Stundum er gripið til þess ráðs að Ieita sér maka til aðstoðar við framfærslu og heimilisrekstur. „Nemendur mínir eru bitrir," segir Guðlaug, „og oft mjög nei- kvæðir út í skóla og samfélag. Sjálfstraust og sjálfsálit er iðulega mjög lítið. Það er eitt af því sem við byijum á að vinna upp með þeim hér í Einholtsskóla. Erfiðleikar í skóla koma oft í ljós við 12-13 ára aldursmörkin. Þá springa krakkar sem eiga í erfið- leikum! Stelpur láta oft lítið á sér bera fram að þeim aldri, en eiga ekkert síður í alvarlegum erfiðleik- um. Þá leggjast þær gjarnan út og hætta að læra. Og unglingsstelpa á vergangi er í meiri hættu. Strákar eru oft bún- ir að koma sér upp harðari skel. Mér finnst stelpur vera yngri, þegar þær leggjast út núna en fyrir nokkr- um árum. Yngri, þegar þær eru komnar í neyslu. Reyndar á það líka við stráka, að aldurinn færist neð- ar. Og kynferðisleg misnotkun á stelpum er staðreynd í tengslum við vímuefnaneyslu. Hér styðst ég við mína eigin reynslu eftir margra ára starf, enda ekki hægt að vitna í neinar rannsóknir hér á landi enn sem komið er. Ég vil taka það fram að langoft- ast taka krakkarnir góðum framför- um um leið og regla kemst á líf þeirra. Það er mín reynsla hér í Einholtsskóla, að foreldrar eru til- búnir til samstarfs, en frumkvæðið verður að koma frá skólanum. Foreldrar þessara krakka hafa oft ekki fengið raunverulega aðstoð heldur einungis kvartanir um slæma hegðun og lélega ástundun barna sinna. Það ber að hafa í huga, að ef foreldra skortir sjálfstraust og líta á sjálfa sig sem vanmáttuga í uppeldinu, geta þeir ekki veitt barninu þann stuðning og öryggi sem ti! þarf. Mér finnst rnjög ánægjulegt að sjá krakkana í Ein- holtsskóla ljúka grunnskólaprófi og finna hvað sjálfstraustið eykst, þeg- ar þau hafa eitthvað í höndunum sem sannar að þau standa jafnfæt- is öðrum jafnöldrum.“ m 2 Meirn en þú geturímyndad þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.