Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
47
Rás 1:
Sameining sveitafélaga
I Byggðalínunni á Rás 1 í jdag verður fjallað um mál sem
•| n 03 ei' ofarlega á baugu, en það eru áform stjórnvalda um
' seimeiningu sveitarfélaga. Nýlega voru gerðar skýrslur um
hvaða leiðir eru mögulegar til að sameina og hagræða í rekstri sveit-
arfélaganna. Nú er nefnd að störfum sem hefur verið falið að leggja
fram fullmótaðar tillögur. Stjórnendur Byggðalínunnar eru Arnar
Páll Hauksson og Finnbogi Hermannsson.
HADEGISUTVARP kl. 12.00-13.05
12.00 Fréttayfiriit á hadegi.
12.01 Að utan. (Áður útvarpað í Morgunþaetti.)
12.20 Hádegisíréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.48 Auðlindin. Sjávarútvegs- og viðskiptamál.
12.55 Dánarfregnir. Auglýsingar.
MIÐDEGISUTVARP KL. 13.05-16.00
13.05 í da^sins önn - Ungt fólk og búskapur í
sveit. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá Akur-
eyri.) (Einnig útvarpað í næturútvarpi kl. 3.00.)
13.30 Lögin við vinnuna.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan, „Demantstorgið". eftir Merce
Rodorede. Steinunn Sigurðardöttir les þýðingu
Guðbergs Bergssonar (13).
14.30 Píanósónata nr. 2 í b-moll ópus 35. eftir
Frédéric Chopin. Andrei Gavrilov leikur.
15.00 Fréttir.
15.03 Biblíuleg áhrif i íslenskum nútimaljóðum.
Seinni þáttur. Umsjón: Ingi Bogi Bogason. Les-
ari ásamt umsjónarmanni: Herdis Þorvaldsdóttir.
(Einnig útvarpað fimmtudag 23. april kl. 22.30.)
SIÐDEGISUTVARPKL. 16.00-19.00
16.00 Fréttir.
16.05 Völuskrín. Kristín Helgadóttir les ævintýri og
barnasögur.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Pianókonsert i h-moll ópus 89. eftir Johann
Nepomuk Hummel. Stephen Hough leikur með
Ensku kammersveitinni; Bryden Thomson stjórnar.
17.00 Fréttir.
17.03 Byggðalínan - Sameining sveitarfélaga.
Landsútvarp svæðisstöðva i umsjá Arnars Páls
Haukssönar. Stjórnandi umræðna auk umsjónar-
manns er Finnbogi Hermannsson.
18.00 Fréttir.
18.03 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
KVOLDUTVARPKL. 19.00-1.00
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Um daginn og veginn. Einar Egilsson talar.
19.50 islenskt mál. (Áður útvarpað laugardag.)
20.00 Hljóðritasafnið.
- Konsert ópus 12 fyrir fiðlu og blásturshljóð-
færi eftir Kurt Weill. Robert Zimansky leikur með
Svissnesk-rómönsku hljómsveitinni; Eliahu Inbal
stjórnar. (Hljoðritunin var gerð i april á fyrra ári.)
- Svita úr Blindisleik eftir Jón Ásgeirsson. Sin-
fóníuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson
stjórnar. (Hljóðritun Útvarpsins frá 1985.)
21.00 Kvöldvaka. a. Af fuglum. Sr. Sigurður Ægis-
son kynnir langvíuna. b. Þjóðsögur i þjóðbraut,
Konan og selshamurinn, Jón R, Hjálmarsson
segir söguna. c. Úr minningum Ásgríms Jónsson-
ar listmálara. Lesari ásamt umsjónarmann: Sig-
rún Guðmundsdóttir. Umsjón: Pétur Bjarnason
(Frá ísafirði.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma. Sr. Bolli Gústavsson les
47. sálm.
22.30 Mannlifið. Finnbogi Hermannsson (Frá
ísafirði.) (Áður útvarpað sl. föstudag.)
23.10 Stundarkorn í dúr og moll. Umsjón: Knútur
R. Magnússon.
24.00 Fréttir.
0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur).
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið. Vaknað til lifsins. Leifur
Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn
með hlustendum. Fjármálapistill Péturs Blöndals.
8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram.
Illugi Jökulsson í starfi og leik.
9.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson,
Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan
á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra
heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn
er 91 687 123.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9-fjögur heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur
dagsins spurður út úr.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs-
menn dægurmálaútvarpsins, Anna Kristine
Magnúsdóttir, Kristin Ólafsdóttir, Katrín Baldurs-
dóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, og fréttaritarar
heima og erlendis rekja stór og smá mál. Krist-
inn R. Ólafsson talar frá Spáni.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram, m.a. með
máli dagsins og landshornafréttum. Meinhornið:
Þjóðin kvartar og kveinaryfir þvi sem aflagafer.
18.00 Eréttir.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur i beinni útsend-
ingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Haf-
stein sitja við símann, sem er 91-686090.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur
fréttirnar sinar frá þvi fyrr um daginn.
19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út-
varpað aðfaranótt laugardags kl. 2.00.)
21.00 Smiðjan - Frank Zappa. Þriðji þáttur af sex.
Umsj.: Kolbeinn Árnason og Jón A. Benedikts-
son.
22.10 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
leikur islenska tónlist, flutta af islendingum. (Úr-
vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttirkl. 7.00, 7.30. 8.00,8.30,9.00, 10.00,11.00,
12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00.
18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
(Endurtekinn þáttur.)
2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 i dagsins önn. Ungt fólk og búskapur í sveit.
Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá Akureyri.)
(Endurtekinnþátturfrádeginum áðurá Rás 1.)
3.30 Glefsur. Urdægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
leikur islenska tónlist, flutta af islendingum. (End-
urtekið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Morgunútvarp með Erlu Friðgeirsdóttur.
9.00 Fram að hádegi með Þuriði Sigurðardóttur.
12.00 Hitt og þetta i hádeginu. Guðmundur Bene-
diktsson og Þuriður Sigurðardóttir.
13.00 Músik um miðjan dag. Umsjón Guðmundur
Benediktsson.
15.00 i kaffi með Ólafi Þórðarsyni. Stjörnuspeki
með Gunnlaugi Guðmundssyni kl. 15.15.
16.00 íslendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson
og Ólafur Þórðarson.
19.00 Kvöldverðartónlist.
20.00 „Lunga unga fólksins”. Umsjón Jón Atli Jón-
21.00 Undir yfirborðinu. Umsjón Ingibjörg Gunnars-
dóttir.
22.00 Blár mánúdagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
24.00 Lyftutónlist.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Morgunþáttur. Umsjón Ólafur Haukur og
Guðrún.
9.00 Kristbjörg Jónsdóttir.
13.00 Ásgeir Páll.
17.00 Ólafur Haukur
19.05 Ævintýraferð i Odyssey.
19.35 Vinsældalisii, 20 efstu sætin.
20.35 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsældalistinn ... framhald.
22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30, 13.30, 17.30, 22.45 og
23.50. Bænalinan s. 675320.
, BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson,
Guðrún Þóra og Inger Schiöt. Fréttir kl. 7.00 og
8.00. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30.
9.00 Rokk og rólegheít. Anna Björk Birgisdóttir.
Hlustendalina er 671111. Mannamál kl. 10 og
11, fréttapakki í umsjón Steingrims Ólafssonar
og Eiríks Jónssonar. Kvikmyndapistill kl. 11.30 í
umsjón Páls Óskars Hjálmtýssonar. Fréttir kl.
9.00 og 12.00.
13.00 Sigurður Ragnarsson. íþróttafréttir kl. 13.00.
Mannamál kl. 14 í umsjón Steingrims Ólafsson-
ar og Eiriks Jónssonar. Fréttir kl. 15.00.
16.00 Reykjavik siðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson
og Steingrímur Ólafsson. Mannamál kl. 16 i
umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiríks Jónsson-
ar. Fréttir kl. 17 og 18.
18.05 Landssiminn. Bjami Dagur Jónsson ræðir við
hlustendur o.fl,
19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. Simi 671111,
myndriti 680064.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson.
24.00 Næturvaktin.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson.
9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.00 Náttíari.
Sjónvarpið:
Leikfélag Akureyrar
Að þessu sinni verður þátturinn Litróf tileinkaður starfsemi
01 30 Leikfélags Akureyrar fyrr og síðar í tilefni af 75 ára af-
^ 1 — mæli þess. Rætt er við ýmsa sem komið hafa við sögu
leikfélagsins og brugðið upp svipmyndum af nokkrum þeirra sem
báru starfsemina uppi á fyrri tíð. Þá verða sýnd brot úr sýningum
félagsins og rifjaðir upp helstu áfangar í starfsemi þess. Umsjón
með þættinum hefur Arthúr Björgvin Bollason en dagskrárgerð ann-
ast Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
ÁRNAÐ HEILLA
(Ljósm.st. Sigr. Barhmann).
HJÓNABAND. Hinn 15. febrúar
sl. voru gefin saman í hjónaband í
Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga
Guðmundssyni, Guðrún M. Björns-
dóttir og Ríkharður K. Magnússon.
Heimili þeirra er að Öldusióð 22,
Hafnarfirði.
, (Ljósm. Rut).
HJÓNABAND. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband Erna Valdimars-
dóttir og Friðmar M. Friðmarsson
í Bústaðakirkju al' sr. Pálma Matthí-
assyni. Heimili þeirra er í Kringl-
unni_87.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með
góðri tónlist. Tekið á móli óskalögum og almæl-
iskveðjum í síma 27711. Frétlir frá fréttastofu
Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00.
SÓLIN
FM 100,6
7.00 •Venjulegur morgunþáttur. Umsjón Haraldur
Kristjánsson.
9.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl.
12.00 Karl Lúðvíksson.
16.00 Siðdegislestin.
19.00 Hvað er að gerast?
21.00 Hallgrímur Kristinsson.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn í Reykjavík.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 í öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og ísak
Jónsson.
1.00 Dagskráriok.
XJöfóar til
JJL fólks í öllum
starfsgreinum!
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Réttur bamanna
„Við fengum að kynnast því
sem forfeður okkar þekktu,
hreinni og tærri plánetu,“ sagði
hinn kunni franski náttúrukönn-
uður Jacques Cousteau í sjón-
varpsviðtali nýlega, í þætti um
lífið á jörðinni. I 45 ár hefur
Cousteau fyigst með vaxandi
mengun, gróðri og mannfjölgun
á jörðinni. Ekki bara af orð-
spori heldur með rannsóknaleið-
öngrum og köfun í
öll heimsins höf, bæði
með súrefniskút á
bakinu og í litlu þar
til þróuðu kafbátun-
um. í þetta sinn sýndi
hann einmitt kvik-
mynd úr leiðangri á
rannsóknaskipi sínu
Calypso á Suður-
skautssvæðið á árinu
1976, þar sem gafst
kostur á að fylgja
honum og mönnum
hans niður í hafdjúp-
ið og undir ísinn, í
loftbelg yfir heim-
skautasvæðið og á
sleðum um . ísbreið-
una. Um þá ferð eru ummæli
Cousteaus, þar sem jafnvel
þarna blöstu við merki um
hnignun í lífríkinu í hafinu úr
kafbátnum hans, úr lofti og á
jörðu. Merkin voru fyrir 16
árum þegar augljós. í þættinum
sagði ung telpa sitt álit: Við
eigum rétt á að taka við jörð-
inni óskemmdri! Og það var
kjarninn í boðskap Cousteaus:
„Við sáum þarna betur en
nokkru sinni að jörðina verður
að vernda fyrir framtíðarkyn-
slóðir og vinna að því á vegum
Sameinuðu þjóðanna og hvar-
vetna.“
Það var hreinasta unun að
sjá þarna niðri í sjónum selina,
hvalina og mörgæsirnar synda
eins og fiska og jafnvel stökkva
upp úr yfirborðinu. Þar synti
einmana steypireiður, 50 metra
langur, stærsta skepna jarðar
og nú verndaður. Enda ekki
nema 6% af hvölum eftjr á
Suðurskautssvæðinu eftir hval-
veiðarnar miklu. Sjá mátti
haugana af hvalaleifum á ísnum
þar sem rotnun er hæg í kuldan-
um. En ótrúlega mikinn gróður
mátti sjá þarna í þessum köldu
höfum, jafnvel neðan á ísnum.
Læddist að uggur um að allt
þetta líf yrði fyrir bí ef sjórinn
kólnaði um 2 stig. Enda var
Cousteau ekki síst að hafa
áhýggjur af menguninni, sem
sjá mátti merki um úr lofti, jafn-
vel þarna, svo og hinu gífurlega
álagi af mannfjölguninni á jörð-
inni.
Sama kvöld hafði ég ætlað
að horfa á mikið auglýstan þátt
um dýravernd með leikkonunni
Brigitte Bardot, en hann. bar
upp á sama tíma og spennandi
kosningar í Frakklandi og var
einfaldlega látinn víkja fyrir
fréttum af ósigri Mitterands og
sósíalistanna. Enda Bardot allt
annar handleggur en Cousteau
og ekki tekin jafn hátíðlega.
Brigitte blessunin móðgaðist,
sagðist hafa ætlað að láta sig
hafa það að koma fram eins og
hún nú er og eyðileggja 20 ára
gamla ímynd sína fyrir dýrin,
en nú hefði þátturinn ekki að-
eins verið látinn víkja einu sinni
heldur þrisvar vegna merkari
mála. Hún væri bara hætt.
En í kosningunum í Frakk-
landi kom einmitt ’ fram hin
mikla viðhorfsbreyting sem orð-
in er í umhverfismálum í heimin-
um. Tapið og voðinn fyrir báða
stóru gömlu flokkana varð fyrir
það að kjósendur sneru sér í
fyrsta sinn að tveimur flokkum
græningja. Stjórnvöld geta því
ekki leitt þá hjá sér. Græningjar
settu viss skilyrði fyrir hugsan-
legri samvinnu. Að lagt verði
niður varhugavert kjarnorku-
ver, hætt kjarnorkutilraunum
við Murorova og stórar fyrir-
hugaðar hraðbrautir endurskoð-
aðar. Og viti menn, nýja franska
stjórnin treystir sér ekki til ann-
ars en að hætta - í bili a.m.k.
- við kjarnorkutilraunirnar. í
fréttaskýringum kom raunar
fram að engann þyrfti að furða
á þessum viðbrögðum fólks,
ekki seinna vænna í Frakk-
landi. í raun kæmu þau tveimur
árum á eftir öðrum þjóðum.
Vestur-Þjóðverjar hefðu t.d.
ekki hikað við að ganga í að
leysa hin gífurlegu mengunar-
mál í Austur-Þýskalandi strax
eftir sameininguna, burtséð frá
kostnaði. Og þannig er viðhorfið
alls staðar nú. Víki stjórnvöld
sér undan fá þau fyrr eða síðar
höfnun. Börnin eiga einfaldlega
kröfu á að fá óskemmda plá-
netu.
Svo kemur maður heim. í
umræðuna um umhverfismál
heimsins á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Um hvað fjallar hún
á íslandi? Um það hvort þing-
menn allra stjórnmálaflokka fái
að fara á umhverfisráðstefnuna
í Ríó! Skrýtið þetta viðhorf ti!
ráðstefna í útlöndum. Við virð-
umst líta á þær þarna og viðar
sem eitthvert réttindamál - ekki
brýna þörf. Það kemur m.a. víða
fram í kjarasamningum. Fólk
virðist ekki búið að átta sig á
því að tækniþróunin hefur ger-
breytt þörfinni fyrir það að ferð-
ast langar leiðir og sitja and-
spænis þeim sem hafa þarf tjá-
skipti við um málefnin. Talin rök
að einhver hafi heima unnið að
undirbúningi málsins til þess að
hann eigi að fara á staðinn. Nú
til dags má sem best, ef menn
raunverulega hafa áhuga á að
leggja lið og hafa áhrif, mynda
undirbúningshóp heima, til taks
ef einhveijir óvæntir fletir koma
upp. Ef óskað er geta sam-
skipti sérfræðinganna á staðn-
um við hana þá einfaldlega far-
ið um telefax.
Læt fylgja vísur sem hann
Þorvaldur Orn Arnason snaraði
úr dönsku á Miljö ’91 í sumar
og gerði Iag við, svo við gætum
sungið á móðurmálinu:
Við gestir jarðar erum
og gæfu til þess berum
að færa jörðu aftur
alit sem henni ber.
Verndum veikan gróður
vinnum náttúr’ móður.
I hug' okkar og hendi
heimsins framtíð er.