Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 29 Lúðrasveitin frá Musterinu í Ösló, Hjálpræðisherinn: Ung’ling’ahlj ómsveit frá Noregi í heimsókn Unglingalúðrasveit Hjalpræðis- hersins frá Musterinu í Ósló kem- ur í heimsókn til Islands um pásk- ana. Þetta er 30 manna lúðrasveit og með í förinni er Einar Höyland majór, sem var flokkssljóri í Rvík fyrir nálægt 30 árum. Lúðrasveitin mun leika á sam- komu á Akureyri í sal Hjálpræðis- hersins, Hvannavöllum 10, pálma- sunnudag 12. apríl kl. 50.00. Þar mun einnig tríóið „Guðný og dreng- irnir“ syngja og leika trúarlög í djassstíl. Mánudaginn 13. apríl verða tón- leikar í Húsavíkurkirkju kl. 20.30 og heimsókninni fyrir norðan lýkur svo með útitónleikum í göngugötunni á Akureyri þriðjudaginn kl. 16.00 (ef veður leyfir) og tónleikum í Hersaln- um kl. 20.30 en þar mun einnig Lúðrasveit Akureyrar leika. í Reykjavík mun lúðrasveitin leika í útvarpsguðsþjónustu í Dómkirkj- unni á skírdag kl. 11.00. í Neskirkju verða svo tónleikar kl. 16.00 sama dag. Föstudaginn langa verður haldin samkoma í Neskirkju kl. 20.00 og á páskadag verður upprisufögnuður í samkomusalnum í Herkastalanum kl. 8.00 þar sem allir fá morgunmat á eftir. Síðasta tækifærið að hlýða á þessa lúðrasveit verður um kvöldið kl. 20.00 í Neskirkju en þar verður söng- og tónleikasamkoma. Lúðrasveitarmeðlimir munu auk lúðrablásturs syngja bæði einsöng, þrísöng og kórsöng. Einnig munu þeir sýna leikþátt. Það verður ábyggilega mjög gaman að fá þessa frændur okkar frá Noregi í heim- sókn, og viljum við hvetja sem flesta til að koma og hlýða á þá. Sjáið nánar auglýsingar í fjölmiðlum. Teiknimynd með íslensku tali SAMBÍÓIN munu frumsýna um páskana nýja teiknimynd með íslenslu tali. Ber hún heitið „Leit- in mikla“. Er hér á ferðinni am- erísk mynd og eru hún um 90 mínútna löng. Um talsetningu sáu þeir Júlíus Agnarsson og Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson. Þá sáu þeir Laddi og Björgvin Halldórsson um söngva í myndinni. Myndin verður fumsýnd á skírdag, þann 16. apríl. SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á GOODfÝEAR GOODpYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI HEKLA LAUGAVEGI 174 S 695560 & 674363 Odýr og spennandi sumarfargjöld með SAS SUMARLEYFISFARGJÖLD SAS 15. apríl - 30. september 1992 Reykjavík - Kaupmannahöfn .20.900.- Reykjavík - Gautaborg .20.900.- Reykjavík - Osló Reykjavík - Stokkhólmur .20.900.- .24.900.- Reykjavtk - Helslnki Reykjavík - Hamborg .24.900.- .24.900.- Lágmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 20%. Tll sölu fram aö 1. maí 1992. 1250 kr. Innlendur flugvallarskattur er ekki Innlfalinn í uppgefnu veröl auk 600 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Hafðu samband viö söluskrifstofu SAS eða feröaskrifstofuna þína. M/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.