Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
eftir Jóhonnes Tómasson
FLUGSLYS, tölur, flugrekstur að vetraiíagi, hætt við flugtak, örygg-
iskröfur við hönnun stjórnklefa flugvélar, gervihnattaleiðsögukerfi
fyrir flugvélar, tölvuviðvörun í stjórnklefa við ógnandi flugumferð
og spurningin um hvort flugsljórnarklefinn sé vinalegur eða fjand-
samlegur vinnustaður voru meðal umræðuefna sem tekin voru til
umræðu á fundi á vegum flugdeildar Flugleiða og Flight Safety
Foundation. Yfirskrift fundarins var: „Aukið öryggi með nýjum flug-
vélum og aukinni þekkingu". Slíkur fundur hefur ekki verið haldinn
hérlendis áður en þeir eru algengir hjá erlendum flugfélögum. Flug-
leiðir buðu öðrum íslenskum flugrekendum og fulltrúum flugmála-
stjórnar að sitja fundinn og voru þátttakendur á annað hundrað
manns, flugmenn, tæknimenn og sljórnendur flugrekstrar en fyrir-
lesarar voru bæði erlendir og innlendir.
ÖRYGGI
MEÐNYJUM
FLUGVÉLUM
OGAUKINNI
ÞEKKINGU
Morgunblaðið/Þorkell
Frá ráðstefnu Flugleiða og Flight Safety Foundation um flugöryggis-
mál. Fremst á myndinni er annar fundarstjóranna, Jón Óttar Ólafs-
son deildarstjóri flugöryggis- og leisögudeildar og við hlið hans sit-
ur Guðmundur Magnússon.
Stjómkerfi fyrir
flugumferð í þróun
GLOBAL Positioning System (GPS) eða alheims staðsetningarkerfi
og Automatic Dependent Surveillance (ADS), sjálfvirkt eftirlits-
kerfi, eru tvö ný kerfi sem verða nýtt á komandi árum í þágu flugs-
ins um allan heim. Unnið er að tæknilegum undirbúningi þess að
taka þessa nýju tækni í notkun á vegum Alþjóða flugmálastofnunar-
innar, ICAO. GPS er sérstakt gervihnattakerfi sem fullbúið byggist
á 24 hnöttum á sporbraut. ADS eða sjálfvirkt eftirlit með flugvélum
felst í að senda staðsetningarskeyti með sjálfvirkum hætti til flug-
stjórnarmiðstöðvar annað hvort um fjarskiptagervihnetti eða gegn-
um stöðvar á jörðu niðri. Þorgeir Pálsson prófessor við Háskóla
Islands kynnti þessi kerfi á fundinum. Prófanir á þeim munu hefj-
ast hér á landi á næstunni á vegum Flugmálastjórnar og Pósts og
uðmundur Magnússon
flugrekstrarstjóri
setti þennan fyrsta
fund um flugörygg-
ismál sem hann
sagðist vona að væri ekki sá síðasti
sem Flugleiðir skipulegði í samvinnu
við Flight Safety Foundation. Minnti
hann á þær miklu breytingar sem
orðið hefðu á flugflota Flugleiða sem
hefðu gengið vel fyrir sig. Flugmenn
sem aðrir hefðu orðið að aðlaga sig
tækninýjungum og sagði hann að
öryggi væri aðeins hægt að auka
með því að menn nýttu sér meiri
þekkingu sína og beittu henni á rétt-
an hátt. -Hiutverk okkar er að gera
flugmenn Flugleiða og annarra flug-
rekenda á Islandi betur meðvitaða
um mikilvægi flugöryggis, viðhalda
því og bæta það enn þó vel hafi
gengið hingað til, sagði Guðmundur.
Sigurður Helgason forstjóri Fiug-
leiða sagði við setningu ráðstefnunn-
ar að Flugleiðir hefðu þrennt að leið-
arljósi í flugrekstri sínum, öryggi,
stundvísi og þjónustu. -Við vitum að
öryggi kemur ekki af sjálfu sér jafn-
vel þótt flugfélag kaupi nýjustu og
best tæknivæddu flugvélarnar. Ör-
yggi í flugrekstri fæst aðeins með
sameinuðu átaki allra í fyrirtækinu
og lykillinn að því er vel þjálfað og
gott starfsfólk.
Jón R. Steindórsson yfirflugstjóri
Flugleiða var í undirbúningsnefnd
ráðstefnunnar og kvaðst hann mjög
ánægður með aðsókn. Ráðstefnan
hefði verið skipulögð með tveggja
mánaða fyrirvara en tekist hefði að
fá erlenda fyrirlesara úr ýmsum átt-
um. Þeir Guðmundur og Jón töldu
líklegt að svipaður fundur yrði hald-
inn aftur og kannski fimm ára fresti
eða svo. Jón R. sem situr í ráðgjafa-
nefnd Flight Safety Foundation seg-
ir að stofnunin skipuieggi öðru hveiju
slíka fundi og stefni þá saman nokkr-
um flugfélögum en þetta sé í fyrsta
sinn sem einn flugrekandi stendur
með þeim að fundi. Allir fyrirlestrar
voru teknir á myndband og verður
efnið notað á námskeiðum hjá Flug-
leiðum auk þess sem menn geta feng-
ið þau lánuð.
Alls voru fluttir 18 fyrirlestrar.
Flestir voru erlendir en auk þeirra
íslendinga sem nefndir eru hér að
framan og þeirra sem vitnað er til
töluðu þeir Arnór Þórhallsson og
Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur.
Fjallaði Eiríkur Örn um spurninguna
um það hvort hinar nýju gerðir flug-
stjórnarklefa væru vinalegar eða
fjandsamlegar. Ræddi hann í því
sambandi hugsanleg tengsl þreytu
og streitu við það hvernig flugmenn
leysa verkefni sín af hendi.
Af öðrum erindum má nefna um-
fjöllun um flugrekstur að vetrarlagi,
þ.e. hvernig á að eyða ís og snjó af
vélum, fjallað var um Joint Aviation
Authorities sem hefur á sinni könnu
samræmingu á flugreglum Evi'ópu-
ianda, fjallað var um ýmis atriði varð-
andi öryggi sem skoðuð voru sérstak-
lega við hönnun á flugstjórnarklefa
Fokker 50 vélanna og um tilkynning-
askyldu starfsmanna British Airwa-
ys á atvikum í flugrekstrinum og
ógnað gætu öryggi. Að loknu hveiju
erindi var boðið upp á umræður og
spurningar.
síma í samvinnu við ICAO.
Fyrirhugað var að helja til-
raunir með notkun gervi-
hnattatækni í þágu flugsins á
áttunda áratugnum. Ekkert varð
þó úr því vegna lítils áhuga flug-
félaganna sem voru illa stödd fjár-
hagslega á þessum tíma.
Árið 1984 hóf ICAO undirbún-
ing að því að nýta þessa tækni
enda var þá orðið ljóst að ekki var
seinna vænna fyrir flugið að nýta
sér þær fjarskiptatíðnir sem út-
hlutað hafði verið í þessu skyni.
Jafnframt var mönnum ljóst að
spara mætti mikla fjármuni með
því að nota þessa nýju tækni til
flugleiðsögu og flugstjórnar.
GPS
Nýja staðsetningakerfið, GPS,
hefur verið í þróun síðustu tvo
áratugina en það byggist á merkj-
um frá gervihnöttum sem eru á
12 klukkustunda sporbrautum um
20 þúsund km yfir jörðu. Banda-
ríkjaher hefur þróað þetta kerfi
og mun sjá um rekstur þess.
Bandarísk stjórnvöld hafa hins
vegar boðið afnot af því til al-
mennrar flugleiðsögu næstu 10
árin endurgjaldslaust. Svipað kerfi