Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
t
Ástkær fósturmóðir mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hólmavík,
Austurströnd 10,
Seltjarnarnesi,
er andaðist 4. apríl, verður jarðsett frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. apríl
kl. 13.30.
Grétar Vilmundarson, Inga Erlingsdóttir,
Steinunn Guðbrandsdóttir, Hans Magnússon,
Jóhann Guðbrandsson, Rósa Sigurðardóttir,
Svanborg Guðbrandsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓIM JÓNSSON,
Framnesvegi 63,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. apríl
kl. 15.00.
Ásdís Steingrímsdóttir,
Sigurður Guðjónsson, Guðrún Kristmundsdóttir,
Sigrún Guðjónsdóttir, Ásmundur Kristinsson,
Steingrímur Guðjónsson, Marfa Hreinsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmáður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN GUÐMUNDSSON,
Miðengi,
Grímsnesi,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl.
14.00. Jarðsett verður að Búrfelli.
Helga Benediktsdóttir
Halldóra Kristinsdóttir, Guðbrandur Kristjánsson,
Valgerður Kristinsdóttir, Gústav A. Guðnason,
Þórunn Kristinsdóttir, Eiríkur Helgason,
Katrfn Kristinsdóttir, Árni Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
RAGNARS JAKOBSSONAR
fv. útgerðarmanns
frá Flateyri,
sem lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 1. apríl sl., fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn. 13. apríl kl. 10.30.
Árni Ragnarsson, Guðfinna Haildórsdóttir,
Kristján Ragnarsson, Kristfn Möller,
Kristinn Ragnarsson, Elín Jóhannsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Ragnar Jakobsson
Minningargreinar eru ýmist sög-
ulegur fróðleikur um hinn látna,
ættir, uppruna og starfsferil, eða
menn vilja minnast einhvers, sem
þeim er hugstætt af kynnum sínum
af honum.
Ég hef gildar ástæður til að
minnast Ragnars Jakobssonar. Það
er fyrir mér sem öðrum, að margt
frá unglingsárum stendur langa
ævi ljóslifandi fyrir manni, eins og
það hafí gerst í gærdeginum.
Það var á unglingsárum mínum
að ég var vegalaus í ókunnu plássi
og kunni engan mann það að nefna
nema Ragnar Jakobsson. Sem barn,
hafði ég verið sendur inní Reykja-
nes til að læra að synda. Sund-
kennsla var þá nýhafin í Reykja-
nesi við heita laugar þar, og margt
fullorðinna manna sótti þangað
sundnámskeið. í þeim hópi hafði
ég séð mann, sem mér fannst mjög
áberandi að fríðleik, jafnt í andliti,
sem á vöxt, en þó skar hann sig
mest úr fyrir bjart yfirbragð og góð
legan svip.
Ragnar var af svonefndu Æðeyj-
arkyni, þar bregður fyrir þessu
óvenjulega bjarta yfirbragði, bæði
í húðfari og háralit hjá stöku manni,
sem varð mjög áberandi vestra, þar
sem margt fólk er dökkt yfirlitum,
en þó er þetta vestfirzk ætt langt
aftur í aldir, en Vestfirðingar eru
Keltar að uppruna sem kunnugt er.
Ekki man ég til að þessi afber-
andi maður viki mér einu orði í
Reykjanesinu, enda ekkert sam-
band milli okkar krakkagemling-
anna í sundkennslunni og hinna
fullorðnu manna, sem voru þarna
að læra sund, sumir, af því að það
var talið mönnum nauðsynlegt í sjó-
mannsstarfinu en aðrir í ungmenna-
félagsandanum — heilbrigt líf í
hraustum líkama — og ég held að
Ragnar hafi verið einn þeirra. Hann
bár það með sér, að hann vildi að
hvort tveggja væri heilbrigt með
honum, sálin og líkaminn, <
Það var sem sé af því, að Ragn-
ar Jakobsson var afberandi fyrir
mínum sjónum, að nafn hans varð
það eina hinna fullorðnu manna,
sem með mér festist eftir dvölina í
Reykjanesi.
Svo verður það einum sjö árum
seinna, eða árið sem ég fermdist,
að ég var, sem að ofan segir, vega-
laus í ókunnu plássi og það horfði
heldur illa fyrir mér. Það var komið
kvöld og farið að hausta og kalsa-
veður, og ég sá ekki fram á annað
er ég yrði að liggja úti, horaður og
klæðalítill sem ég var.
Og það er nú svo um vandræðin
að þau eru afstæð, sem flest annað
í mannlífinu, og eitt og annað sem
vex unglingi afskaplega í augum
er lítið má! fyrir hina fullorðnu og
lífsreyndu. Það var náttúrulega al-
gert örvæntingarráð fyrir mig að
nefna við vegfarenda Ragnar Jak-
obsson, mann sem ég ekkert þekkti
nema að nafni og myndi trúlega
ekkert eftir að hafa séð mig í hópi
krakka fyrir sjö árum, hvað þá að
hann vissi nokkur deili á mér, og
líklega segja að hann hefði annað
að sýsla en ráða fram úr húsaskjóls-
vandræðum fólks, sem hann þekkti
hvorki haus né sporð á og sér kæmi
ekkert við.
Ragnar var einn framámanna í
plássi sínu í útgerð og verslun og
fyrir mér var hann stór bógur að
banka uppá hjá, hafandi ekkert á
að treysta nema minnisstæðan góð-
lega svip mannsins.
Nú er mér gleymd vandræðatil-
finningin, vandræði veðrast úr
mönnum, ef ekki er rembst við að
muna þau sem lengst. Það eru það
einföld búhyggindi að skynsamleg
hagræðing í sálarbúskapnum, að
gleyma því, sem náunginn misgerir
manni, og reyna heldur að muna
hitt sem skárra er. Það, sem ég hef
geymt með mér af þessum atburði
og ég hef alls ekki viljað gleyma,
er hvernig hann tók mér eins og
við værum gamli kunningjar og
ekkert væri sjálfsagðara en leysa
vandræði mín. Það var ekkert mess-
að yfir mér, aðeins rabbað góðlát-
lega við mig og þannig fiskað upp,
sem hann vildi vita um ráðleysi
mitt, og síðan gekk hann í að koma
mér niður og valdi mér samastað
hjá fólki, sem hann vissi mig vel
geymdan hjá, og lét þar ekki lokið
hjálpseminni heldur fylgdi mínu
máli eftir til varanlegrar úrlausnar.
011 framkoma Ragnars í þessu
máli hlaut að festast mér í minni.
Vel gerðir festast ekki í minni
eftir hlutfallslegri stærðargráðu.
Soltinn maður man betur sé honum
gefinn biti, en saddur maður veislu-
borð. En minnisstæðast verður oft
hvernig að verki er staðið, og sá
hugur, sem greina má að baki því.
Ég fann að þessi bjargvættur minn
var drengskaparmaður, sem hjálp-
aði mér af eðlislægu hugarfari.
Það liðu fjörutíu á þar til ég sá
Ragnar Jakobsson næst, þá aldrað-
an. Kynni okkar urðu þó nokkur
og hann reyndist allur hinn sami í
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR ARNGRÍMSDÓTTUR
frá Árgilsstöðum,
Melabraut 18,
Seitjarnamesi.
Benjamín Jóhannesson,
Þóra Haraldsdóttir, Óskar Ármannsson,
Arngrimur Benjamínsson,
Sverrir Benjaminsson, Málfriður Sigurhansdóttir,
Jóhannes Geir Benjamínsson, Bryndis B. Garðarsdóttir,
Snjólaug Benjaminsdóttir, Jón Þ. Ólafsson
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför bróður og mágs,
ÞÓRHALLS BJARNASONAR
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
til heimilís á Öldugötu 35,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar A-7 á
Borgarspítalanum fyrir frábæra umönnun.
Ása Bjarnadóttir,
Eyjólfur Bjarnason,
Andrés Bjarnason,
Anna Bjarnadóttir,
Páll Bjarnason,
Karl Bjarnason,
Arnbjörg Bjarnadóttir,
Borghildur Bjarnadóttir,
Hermann Bjarnason,
t
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, fósturfaðir og tengdafaðir,
SVERRIR KARLSSON,
Skipholti 16,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl.
10.30. Þeim sem vilja heiðra minningu hans er vinsamlegast bent
á Blindrafélagið.
Kolbrún Gunnarsdóttir,
Nanna Einarsdóttir,
Skúli Gunnarsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Ragnhildur Gunnarsdóttir, Björn Hjaltason.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR ÁRMANN.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Seljahlíðar.
Arndís Ármann, Björn Gunnarsson,
Ágúst Ármann, Anna María Kristjánsdóttir
og barnabörn.
Lokað
Vegna útfarar Sverris Karlssonar, varaformanns
Blindrafélagsins, verður lokað þriðjudaginn 14.
apríl frá kl. 8.00-13.00.
Blindrafélagið og blindravinnustofan.
Guðfinna Vigfúsdóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Magnús Hagalínsson,
Sigríður Gissurardóttir,
Hildur Þorsteinsdóttir,
Eðvarð Sturluson,
Jón B. Jónsson,
Pricilla Stockdale Bjarnason.
viðkynningu eins og hann hafði lif-
að í minningu minni; viðmótið allt
hið sama.
Aldrei gat ég goldið honum greið-
ann, en ég trúi því fastlega, að lát-
inn lifi, hvort sem sú ævi verður
löng eða skömm, og því sé það
ekki sjálfsagt, að það sé út í hött
að þakka látnum fyrir sig, rétt eins
og þeim sem _eru ofar foldu.
Ásgeir Jakobsson.
Tengdafaðir okkar, Ragnar G.R.
Jakobsson lést þann 1. apríl sl. 88
ára að aldri.
Ragnar fæddist 18. marz 1904
á Isafirði og var hann einkabarn
foreldra sinna Kristínar Rósinkars-
dóttur og Jakobs Árna Guðmunds-
sonar smiðs frá Æðey. Þau hófu
búskap á Suðureyri við Súganda-
fjörð, þaðan flyst hann á unga aldri
til Flateyrar við Önundafjörð. Ragn-
ar stundaði nám við Núpsskóla og
síðar við Verslunarskóla íslands.
Ragnar varð snemma athafna-
maður og eignaðist ungur sinn
fyrsta bát, Reyni, og á honum sótti
hann brúði sína, Margréti Jónsdótt-
ur frá Eyri í Seyðisfirði, sem hann
kvæntist 13. apríl 1933. Örlögin
haf því svo til að 13. apríl verður
hans útfarardagur.
Flateyri varð starfsvettvangur
hans. Ragnar stofnaði frystihúsið
Isfell ásamt frændum sínum og var
framkvæmdastjóri þess. Jafnframt
rak hann umfangsmikia útgerð á
sama tír.ia, þar til árið 1954 að
hann seldi fyrirtæki sitt vegna tíma-
bundins heilsubrests, en þá flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur.
Ragnar gerðist stórkaupmaður í
Reykjavík er hann keypti heildversl-
un Daníels Ólafss. & Co, sem hann
rak um nokkurra ára skeið. Síðan
hóf hann störf hjá Fiskifélagi ís-
lands, þar starfaði hann til loka
starfsferils síns. Margrét og Ragnar
eignuðust fjóra syni; Jóhann, f.
1934 d. 1972, Árna, f. 1935, Krist-
ján, f. 1938, og Kristinn, f. 1941.
Þegar við tengdadæturnar kom-
um til sögunnar ein af annarri bjó
Ijölskyldan á Háteigsvegi 14. Við
áttum því láni að fagna að eignast
þessa góðu tengdaforeldra, Mar-
gréti og Ragnar, sem tóku okkur
svo hjartanlega, oft höfðu þau orð
á því að níu voru dæturnar komnar.
Barnabörnin eru tólf og barna-
barnabörnin þegar orðin sextán þar
af tvö fædd í sömu vikunni sem
langafi þeirra kvaddi. Öll þakka þau
afa og langafa.
Ragnar var einstakur eiginmaður
og heimilisfaðir, voru þau hjón mjög
samhent og gestrisin.
Ragnar var afskaplega hlýr og
góður maður, glæsilegur og elskað-
ur af öllurn sem honum kynntust.
Árið 1982 fluttust Margrét og
Ragnar á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Margrét lést 28. júní 1987. Vill fjöl-
skyldan færa starfsfólki Hrafnistu
alúðar þakkir fyrir öll elskulegheit
við þau.
Við þökkum tengdapabba sam-
fylgdina, hvíli hann í friði.
Sigríður, Guðfinna,
Kristín og Elín.
ERFIDRYKKJUR
ráan Perlan á Öskjuhlfð
sími 620200