Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 48
Böððlapostur um ullt land PÓSTUR OG SÍMI varða i i Jf Landsbanki Mk íslands JBBLM i Banki allra landsmanna MOHGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVtK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, FÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNAHSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bílvelta á Höfn: 17 áraöku- maður höfuð- .kúpubrotnaði PILTUR maður slasaðist alvar- lega þegar bíll hans valt á Hóla- vegi á Höfn í Hornafirði aðfara- nótt laugardagsins. Ökumaður- inn var einn í bílnum. Hann var fluttur með flugvél á Borgarspít- alann í Reykjavík. Hann er ekki talinn í Iífshættu. Pilturinn, sem er 17 ára gamall, kastaðist út úr bílnum er hann valt og höfuðkúpubrotnaði. Hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykja- vík og liggur þar á gjörgæsludeild meðvitundarlaus. Bíllinn gjöreyði- lagðist við veltuna. Gjaldþrot ÍSNO; Bústjór- ar ráðnir ÚRSKURÐUR um gjaldþrota- skipti á fiskeldisfyrirtækinu ISNO hf. var kveðinn upp í skiptarétti Arnessýslu síðdegis í ^Tyrradag að ósk stjórnar félags- ins. Til bráðabirgða hafa verið ráðnir bústjórar þeir Sigurður Jónsson hdl. og Jóhann H. Níels- son hrl. Sigurður Sigurjónsson fulltrúi sýslumanns kvað upp úrskurðinn. Hann sagði í gærmorgun að bústjór- ar væru að setja sig inn í mál þrota- búsins og að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um rekstur þess eða önnur mál. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Reykvíkingar Hið nýja Ráðhús Reykjavíkur verður formlega tekið í notkun á þriðju- daginn. Vinnuskúrar voru fjarlægðir á föstudaginn og kom þá í ljós horntjörnin á mótum Vonarstrætis og Tjarnargötu, sem setja mun mikinn svip á bygginguna. Starfsfólk borgarskrifstofunnar hefur verið að flytja skjöl, bækur og önnur gögn í nýja húsið. Að sögn Ólafs Jóns- eignast ráðhús sonar upplýsingafulltrúa þurfti um 1.000 kassa undir þetta allt og hann reiknar með að samtals vegi skjölin 25 tonn. í fasteignablaði Morgunblaðsins í dag er húseignin Austurstræti 16 auglýst til sölu, en þar hafa borgarskrifstofurnar verið til húsa i áratugi. Sjá nánar á bls. Bl, C16-17 og forystugrein. Rúður brotnar í miðbænum TÖLUVERÐ ölvun var í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugar- dagsins og hafði mikill mann- fjöldi safnast saman þar. Brotnar voru rúður í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu og voru sökudólg- arnir gripnir í báðum tilvikum. 26 manns gistu fangageymslur þessa nótt sökum ölvunar eða óspekta, að sögn lögreglunnar. Þá voru sex manns stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Rúða var einnig brotin í Hóla- brekkuskóla í Breiðholti og á kaffí- húsinu Hressó í Austurstræti. Að sögn lögreglu bar fátt annað til tíð- inda þrátt fyrir hinn mikla mann- fjölda sem safnaðist saman í mið- bænum. Nýfundnaland: Byggð verksmiðja til að smíða 80 Gáskabáta á ári Stjórnvöld í Víetnam hafa einnig- sýnt áhuga á uppsetningu bátaverksmiðju í SUMAR verður hafist handa um byggingu verksmiðju sem framleiðir Gáskabáta á Ný- fundnalandi en það er Mótun hf. í Hafnarfirði, framleiðandi bátanna hérlendis, sem umsjón hefur með því verki. Aætlað er að framleiðslugeta verksmiðj- unnar verði 80 bátar á ári eftir tvö ár. Sljórnvöld í Víetnam hafa einnig sýnt því áhuga að koma á fót verksmiðju fyrir Gáskabáta og yrði þar um að ræða samvinnuverkefni á veg- um Sameinuðu þjóðanna og Al- þjóðabankans. Regin Grímsson, Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar: Unnið að undirbúningi sölu ájarðgufu til efnaiðnaðar MARKAÐSSKRIFSTOFA iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar |;:r að undirbúa markaðssetningu jarðgufu á háhitasvæðum lands- ins. í samvinnu við Orkustofnun er verið að útbúa kynningarefni um jarðhitanotkun í iðnaðarframleiðslu. Ætlunin er að kynna jarð- hitann á Islandi sem orkugjafa í iðnaðarframleiðslu á meðal evr- ópskra iðnfyrirtækja. Garðar Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Markaðsskrifstof- unnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að lítið eða ekkert befði verið gert til að kynna fyrir erlendum fyrirtækjum möguleika jarðhitans. Því hefði verið ákveðið að ráðast í gerð kynningarefnisins sem fyrsta skref í að selja jarðguf- una beint til. iðnaðarnota. Garðar sagði að fram að þessu hefði fyrst og fremst verið litið á raforkuþörf framleiðslunnar þegar rætt hefði verið um orkufrekan iðnað hér á landi. Mörg fyrirtæki í efnaiðnaði notuðu einnig mikla gufu og þyrfti því að líta á orku- notkun þeirra í heild. Gufa fram- leidd úr olíu væri dýr og talið væri mun ódýrara að nota jarðguf- una beint. Garðar sagði of snemmt að segja til um hvar okljar möguleik- ar væru, fyrirtæki á öllum sviðum efnaiðnaðar gætu komið til greina og nefndi hann eimingu og þurrk- un sem dæmi. forstjóri Mótunar hf., fer til Hanoi þann 5. maí nk. í boði þarlendra stjórnvalda til við- ræðna um málið. Regin Grímsson segir í samtali við Morgunblaðið að forsaga máls- ins sé sú að sl. haust hafi hann sent einn Gáskabát til Nýfundna- lands en kanadísk stjórnvöld hafi keypt bátinn til að sýna þarlendum trillusjómönnum. Einn þeirra sem bátinn sáu, og prófuðu, á Ný- fundnalandi er að vinna að þróun- arverkefni í Víetnam á vegum Sameinuðu þjóðanna og hann telur að Gáskabátar muni henta mjög vel í því verkefni. Um er að ræða að endurnýja og byggja upp smá- bátaflota fyrir, u.þ.b. eina milljón fískimanna, í Víetnam. „Mér skilst að þetta sé verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar og Al- þjóðabankinn standi saman að og sá aðili sem hafði samband við mig segir að bátar sem þessir muni henta mjög vel aðstæðum sem þarna eru,“ segir Regin. Hvað varðar verksmiðjuna sem hafist verður handa um að byggja í Kanada í sumar segir Regin að stjórnvöldum á Nýfundnalandi hafi litist svo vel á Gáskabátinn að afráðið hafi verið að koma verk- smiðjunni upp. Hann segir áætlan- ir gera ráð fyrir að eftir um 2 ár verði framleiðslugeta þessarar verksmiðju um 80 bátar á ári. „Það er skemmtilegt að detta niður á verkefni sem þessi en það er engin spurning í mínum huga að Islendingar eru fremstir í smá- bátasmíði í heiminum í dag,“ seg- ir Regin. „Og við eigum fullt er- indi með okkar þekkingu og tækni á þessu sviði inn á alþjóðlegan markað.“ Mótun hf. framleiðir nú 15 Gáskabáta á ári af stærðinni 6-12 tonn. í umsögn sem Hafrannsókn- arstofnun Nýfundnalands gaf um Gáskabát þann sem þangað var seldur segir m.a. að báturinn hafi meir en uppfyllt þær vonir sem gerðar hafi verið um hann. „Á þeim 30 árum sem ég hef siglt á margvíslegum skipum hef ég ekki áður komið um borð í jafn stöðug- an og sjóhæfan bát og þennan,“ segir Jan Negrijn skipstjóri og forstöðumaður fyrir strandveiði- deild stofnunarinnar m.a. í fyrr- greindri umsögn. „Raunar er hann mun betri en margir stærri bátar sem ég hef verið á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.